Morgunblaðið - 23.02.1965, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 23. februar 1964
í
Útgefandi:
Framkvæmdastj óri:
Ritstjórar:
Ritst j órnarfulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 90.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
ÞRÓUN PENINGA-
OG GJALDEYRISMÁLA
r|r. Jóhannes Nordal, seðla-
** bankastjóri, hefur nýlega
gert yfirlit um þróunina í
gjaldeyris- og peningamálum
íslendinga á árinu 1964. Er
það eins og vænta mátti hið
fróðlegasta og gefur glögga
mynd af ástandi þessara mála
á síðastliðnu ári.
í þessu yfirliti kemur það
m.a. fram að heildarverðmæti
útflutnings okkar hafi aukizt
um 18%, þegar frá hafa verið
dregin skipa- og flugvélakaup
fyrir 950 milljónir króna. —
Heildaraukning útlána banka
og sparisjóða var á árinu 707
milljónir króna og sparifjár-
aukning 715 milljónir króna.
Heildarstaða banka og
sparisjóða gagnvart Seðla-
bankanum batnaði um 400
milljónir króna, en staða
ríkissjóðs versnaði hinsvegar
um 170 milljónir króna vegna
stóraukinna útgjalda ríkis-
sjóðs í niðurgreiðslur og að-
stoð við atvinnuvegina.
Af þessum upplýsingum
verður það enn Ijósara en áð-
ur, að árið 1964 var íslending-
um gjöfult og hagstætt ár.
Framleiðsla þjóðarinnar jókst
verulega og þróun peninga-
og gjaldeyrismála var hag-
stæð. Hin mikla framleiðslu-
aukning sprettur að sjálf-
sögðu fyrst og fremst af því
að undir forustu Viðreisnar-
stjórnarinnar hefur verið
haldið áfram að byggja upp
fiskiskipaflotann og er hann
nú glæsilegri og afkastameiri
en nokkru sinni fyrr. Hin
miklu flugvélakaup hafa
einnig átt sinn þátt í að bæta
samgöngur þjóðarinnar utan-
lands og innan og auka gjald-
eyristekjur landsmanna af
millilandaflugi. Gjaldeyris-
staðan gagnvart útlöndum
batnaði á árinu um 281 millj.
króna.
Versnandi staða ríkissjóðs
gagnvart Seðlabankanum þarf
ekki að koma neinum á óvart.
Sú breyting sprettur fyrst og
fremst af auknum útgjöldum
ríkissjóðs vegna niðurgreiðslu
verðlags og aðstoðar við at-
vinnuvegina. Það er þannig
vaxandi dýrtíð og verðbólga,
sem veldur því að afkoma rík-
issjóðs hefur versnað á þessu
mikla framleiðsluári.
Yfirlitið um afkomu ársins
1964 sýnir glögglega, að ef
þjóðin kann fótum sínum for-
ráð, hefur hún nú stórkost-
legri möguleika til framfara
og uppbyggingar en nokkru
sinni fyrr. Samkomulagið um
vinnufrið til eins árs, sem
gert var á sl. sumri bendir á-
leiðis um það sem koma skal.
Með því að tryggja vinnufrið
og stöðugt vaxandi fram-
leiðslu munu íslendingar
halda áfram að bæta lífskjör
sín að miklum mun og gera
land sitt betra og byggilegra.
NÝR
ÚTVARPSSENDIR
Oíkisútvarpið tók í síðustu
viku í notkun nýjan 100
kw útvarpssendi. Hefur þess
þegar orðið vart víða um land
að hlustunarskilyrði hafa
batnað verulega. Undanfarið
hafði verið útvarpað með litl-
um sendi, sem engan veginn
nægði til þess að tryggja
sæmileg hlustunarskilyrði. —
Því miður er óvíst að hinn nýi
sendir Ríkisútvarpsins dugi
til þess að tryggja öllum æski-
leg hlustunarskilyrði. Talið er
að nauðsynlegt sé að fara nýj-
ar leiðir til þess að tryggja
t.d. Austfirðingum góð og full
komin hlustunarskilyrði. Þó
hefur margt verið gert á und-
anförnum árum til þess að
bæta úr ástandinu í útvarps-
málum Austfirðinga. Það eru
fyrst og fremst ýmsar sterkar
erlendar stöðvar, sem trufla
íslenzka útvarpið á Austfjörð-
um og raunar sums staðar
annars staðar. Ennfremur hef
ur Lóranstöðin á Snæfellsnesi
valdið útvarpstruflunum á
Vestfjörðum. En töluvert
mun hafa dregið úr þeim nú
þegar nýi útvarpssendirinn
hefur verið tekinn í notkun.
Eðlilegt er að allir lands-
menn vilji njóta góðra og ör-
uggra hlustunarskilyrða. Út-
varpið er orðiðinn svo ríkur
þáttur í daglegu lífi fólksins,
að nauðsynlegt er að þjóðin
öll búi við öryggi í þessum
efnum.
NÝR LISTA-
MANNASKÁU
i~1amli Listamannaskálinn í
^ Kirkjustræti við hlið Al-
þingis er fyrir löngu orðinn
úreltur og lítt nothæfur. En
nú hefur myndlistarmönnum
verið úthlutað lóð á fögrum
stað í hjarta borgarinnar. Mun
það nú ætlan þeirra að hef jast
handa um byggingu nýrra
sýningarsala, þar sem full-
nægt verði kröfum tímans.
Sjálfir eiga listamennirnir til-
tölulega lítið reiðufé til þess
að ráðast í þetta mikla menn-
ingarfyrirtæki. Ber brýna
nauðsyn til þess að þeim verði
veittur skjótur og drengilegur
stuðningur til bygginear nýs
Listamannaskála.
HIN fagra dóttir Charlie Chap-
lins, Geraldine, er fyrir skömmu
var valin til að leika Taniu í kvik
myndinni dr. Zhivago, fór fyrir
skömmu til Spánar en þar mun
kvikmyndatakan fara fram. Leik
stjóri verður hinn heimsfrægi
leikari, Orson Welles, en Omar
Shariff leikur titiihlutverkið.
Geraldine hefur leikið í nokkrum
myndum áður og fengið gott lof
fyrir leik sinn. Hún hefur þegar
eignast fjölmarga aðdáendur, og
fjölmargar ungar stúlkur taka
sér hana til fyrirmyndar hvað
klæðaburð snertir. Geraldine er
hvorki gift né trúlofuð, en undan
farna mánuði hefur hún allmjög
verið orðuð við ungan Spánverja,
Manolo Velasco, og er sagt um
hann, að hann kæri sig ekki um
að láta stúlkuna vera eina með
ókunnum karlmönnum.
CHARLOTTE Bingham er tví-
tug að aldri og dóttir ensks lá-
varðar. Hún vakti á sér verulega
at'nygli í fyrra, þegar hún sendi
frá sér bók er fjallaði um yfir-
stéttalífið í Englandi. í henni
hæðist Charlotte óspart af aðlin-
um og lýsir honum sem samfé-
lagi „snobba“. Bókin olli mik-
illi úlfúð í Englandi og var hún
mjög umdeild. Myndin er tekin
af Charlottu í Frakklandi og er
klæðaburður hennar hinn furðu-
legasti, svartur frakki, harðkúlu
hattur og hún heldur á svartri
regnhlíf, svo hún líkist fremur
enskum „ séntilmanni" en enskri
hefðarmey.
% ;
1 w H
SUMAR konur verða að láta sér
það lynda, að þær séu ætíð 1
skugga manna sinna og svo er
einig með þessar tvær konur er
sjást hér á myndinni. í>ær eru
eiginkonur tveggja æðstu manna
Sovétríkjanna og er myndin af
þeim tekin á flugvellinum I
Moskvu. Konan sem er lengra tii
hægri, er frú Brezhnev en hin er
frú Kosygin og er þetta ein a£
fáum myndum, þar sem þessar
konur sjást saman á mynd, "
RENATA Tebaldi hefur um langt
skeið verið ein helzti keppinaut-
ur Maríu Callas og hafa báðar
eignast stóran hóp blóðheitra að-
dáenda, er hver um sig álítur
sína söngkonu betri, og hefur
þessi rígur milii aðdáendaana
jafnvel leitt til átaka. Það sem
helzt hefur háð Tibaldi í barátt-
unni við Callas, er að hún hefur
þótt full holdug. Nú hefur hún
bætt úr þessu og grennt sig um
hvorki meira né minna en tólf
kíló, svo nú standa þær jafnar að
vígi. Tibaldi er nú fastráðin í
Bandaríkjunum og mun hún ekki
snúa heim til Ítaiíu fyrr en að
ári liðnu.