Morgunblaðið - 23.02.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.02.1965, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ 21 Þriðjudagur 23. februar 1965 Eitthvað fyrir aila Aukatónleikar Sinfóniuhljómsveitax íslands í Hdskólabíói Líkan af stíl'lustæðinu í Þjórsá, áður en stíflumannvirki eru sett upp, en það er gert til tilrauna í Þrándheimi. Áin er þarna 8 m. á breidd. Þar sem litaskiptin eru, á stíflan að koma og skurð- ur út frá þvL SINFÓNÍUHLJÓMSVEITIN hef- ur ákveðið að efna til aukatón- leika á miðvikudaginn kemur í ! Háskólabíói og flytja þá nokkur vinsælustu tónverk 20. aldarinn- ar og aldarinnar sem leið, frá Bizet til Richards Rodgers. — Sinfóníuhljómsveftir í öllum lönd um efna annað kastið til svona hljómleika, sem ævinlega njóta mikilla vinsælda, enda gefur þar að heyra „eitthvað fyrir alla“ — og Sinfóníuhljómsveitin okkar hefur nokkrum sinnum á undan- förnum árum haldið út á þessa braut, og árangurinn orðið hinn ánægjulegeisti: fullt hús og fagn- •ndi áheyrendur — enda efnis- skráin við það miðuð að gera sem flestum glatt í geði, „eitt- hvað fyrir alla“. Á miðvikudaginn kemur verð- nr leikin svítan um ástsælustu lögin úr óperu Bizets, Carmen, Khapsody in Blue, sem Georg Oershwin hlaut heimsfrægð fyr- ár, lagasyrpa úr söngleiknum fræga Konungurinn og ég, eftir Richard Rodgers, auk nokkurra tuga vinsælla dægurlaga. Síðan kemur Divertissement eftir Jac- ques Ibert, þrungið franskri glettni og kátínu, og að lokum Svanavatnið eftir Tsjaikovskíj. Einleikari á hljómleikunum verð ur Ásgeir Beinteinsson, í rapsó- — Athugasemd Framhald af bls 19 iumverð greiðir vart meira en kostnaðarverð fyrir orkuna. Þá er ekki öðru til að dreifa en að eðrir notendur eigi að greiða það, •em þarf til að skapa þennan fjárhagslega grundvöll. Mér er enn spurn, því gera má ráð fyrir því, að við aluminium- verið verði nú gerður samningur um fast verð fyrir orkuna, hver á þá að taka á sig áhættuna af þeirri hækkun á stofnkostnaði á virkjunarhluta aluminiumvers- ins, er leiða kann af hækkun vinnulauna, nýjum sköttum og álögum, sem kynnu að eiga sér «tað á þeim þremur til fjórum ár- um, sem virkjunarframkvæmdir munu standa yfir? Á verktakana fellur hún ekki og ekki á alum- iniumverið. Enn segir: „Firmað hafði þá í huga, að þegar íhlaupin skeðu yrði megninu af ísnum hleypt framhjá ..... og að gastúrbín- urnar stæðu þá til taks ef út- •kolun krefðist svo mikils vatns, að virkjunin hefði ekki nóg af- lögu“. >ó að það sé I sjálfu sér ekki ný hugmynd að reyna að hleypa megninu af krapinu framhjá og hanna mannvirkin með það fyrir •ugum, sbr. grein, sem eg skrif- aði um þetta efni í Tímarit V.F.Í. árið 1939 og hönnun Lax- árvirkjunar og fleiri minni virkj- ana hér á landi, þá er reynzlan •amt sú, að slíkt tekst ekki og truflanir við þessar virkjanir eru érvissar. í grein minni i Tímanum sagði eg, að gefnu tilefni, vegna þess að fram hefði komið að þetta væri lausn á ísvandanum, að hér væri frekar um óskhyggju að ræða en vissu. Ekki er þetta hrakið í við- talinu eða með þvL Og þó að það sé ekki ný hug- mynd að hafa varaafl við vatns- aflsstöðvar, sem lítilli orku geta ekilað á stundum vegna vatn- þurðar og krapatruflana, sbr. Grímsárvirkjun pg Gönguskarðs- árvirkjun t.d„ þá er það vissu- lega ný hugmynd að ætla sér að reka svo stóra og veigamikla virkjun og hér um ræðir á þenn- •n hátt og mér er ekki kunnugt tun að fordæmi sé fyrir því •nnarstaðar frá. Héit eg þessu diu Gershwin, en Igor Buketoff stjórnar. Aðgöngumiðar eru seld- ir í bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar og bókabúðum Lár- usar Blöndal, Skólavörðustíg 2 og Vesturveri, og er miðasala ekki bundin við fasta áskrifend- ur, heldur er öllum heimill að- gangur meðan húsrúm leyfir. Það eru nú 14 ár síðan söng- leikurinn „Konungurinn og ég“, eftir Richard Rodgers og Hamm- erstein var frumsýndur í New York, og gagnrýnendur voru strax sammála um að höfundar South Pacific, Oklahoma og Carousel hefðu enn einu sinni hitt beint í mark, enda er þessi létti og mannlegi söngleikur, sem fjallar um starf og líf brezku kennslukonunnar við hirð Síams- konungs, sýndur endalaust um allan heim. Hvalfjarðarveg- ur örðugur AKRANESI, 22 .febr. — Lang- ferðamenn, nýkomnir úr Reykja- vík í dag, segja Hvalfjarðarveg- inn bókstaflega allan jafn örðug- an og þungfæran um að aka. fram í grein minni og taldi að með þessu væri um tilraun að ræða. Óhaggað stendur þetta fyrir viðtalinu. Eg benti á, að eftir fyrsta virkjunarstigið fengi notenda- kerfi S.-Vesturlands rúman helming vatnsafls kerfisins frá Búrfelli og eftir ful-lvirkjun % þess. Með það í huga, að ekki er óhugsanlegt að Sogsvirkjun geti truflast samtímis Búrfellsvirkj- un, þá er varaaflið, tæplega 40% af afli Búrfellsvirkjunar sízt ofætlað að mínum dómL í viðtalinu segir: „Sú spurn- ing, sem öllu máli skipti, var að sjálfsögðu sú, hve mikil olíu- notkun gastúrbínustöðvanna yrði“. Eg held því fram, að því væri svo farið, að enn vissi enginn, hve miklum truflunum mætti búast við og hve tíðum og að áætlanir um það væru enn svo óvissar, að hæpið væri að byggja á þeim. Nú upplýsir E. Briem, að dr. Gunnar Sigurðsson hafi athugað þetta gaumgæfilega og sé nið- urstaða hans sú, að undanfarin 10 ár hefði olíukostnaður vegna ístruflana við Búrfell aukið reksturskostnað 1. virkjunarstigs um ca. 2%. Eg hefi ekki séð þessa skýrslu dr. Gunnars og veit ekki á hverju hún er byggð. Það er ekki fyr en nú í vetur, að fyrir liggja samfeldar veðurathuganir þarna ofanfrá og mér er tjáð, að enn sé ekki búið að vinna úr þeim. Auk þess munu vera til strjálar veður- athuganir frá einstöku vetrum. Nú í vetur hafa menn að stað- aldri verið við ísaathuganir upp við virkjunarstaðinn, á vegum norsku sérfræðinganna, er starfa fyrir raforkumálastjóra. Verður fóðlegt að sjá hvernig saman ber, en svo mikið er vist. að áætl- anir dr. Gunnars geta ekki nema að litlu leyti verið byggðar á raunverulegum staðreyndum, að hinu leytinu hlýtur um ágizkanir að vera að ræða. Þó að stundum sé notazt við ágizkanir og líkur í stað staðreynda er þó ekki um hið sama að ræða. í viðtalinu er E. Briem spurður: „Hvað segir þér um þá tillögu Sig Th. að leita álits hinna norsku sérfræðinga um ísvandamálin við Búrfell?“ - Fokker Fnendship Framhald af bls. 1 um 90 milljónir króna með varahlutum. Fokker Friendship skrúfuþota tekur 48 farþega og er hraðinn 265 mílur á klukkustund. Þær eru mun hraðfleygari og þægi- legri en Douglas DC-3 vélarnar, sem Flugfélagið hefur haft til innanlandsflugs, en þær taka 28 farþega. Er talið, að afkastageta Fokker Friendship sé þrefalt meiri en DC-3 flugvélar. Þab samsvarar því, að Flugfélagið fái sex DC-3 vélar, sé miðað við af- köst. Fokker Frienship er búin Rolls Royce-hreflum og einnig jafn- þrýstiútbúnaði í farþegaklefa. Er það mjög til þæginda fyrir far- þega. Fokker-vélarnar verða notaðar á aðalflugleiðunum innanlands, t. d. Reykjavík—Akureyri, Reykja- vík—ísafjörður, Reykjavík—Eg- ilsstaðir, Reykjavík—Vestmanna- eyjar. Flugfélag fslands hf. mun fara fram á ríkisábyrgð vegna lán- töku erlendis í sambandi við kaupin. Væntanlega er með vilja þannig spurt, en tillaga mín var: „að þeir verði spurðir um álit á virkunartilhögun þeirrL sem fyrir liggur“. Mér var og er að sjálfsögðu um það kunnugt, að ísvandamálin við Búrfell hafa verið rædd við þessa sérfræðinga. Til þess eru þeir hingað komnir að rannsaka ísa- og krapaför á Þjórsár- og Hvítársvæðunum. En um hitt er mér einnig kunnugt, að þeir höfðu til skamms tíma ekki verið spurðir beint um álit þeirra á virkjunartilhöguninni, sem fyrir liggur. Bæði er spurn- ingin í viðtalinu þannig orðuð og svarið svo formað, að farið er í kringum tillögu mína og afstaða ekki tekin til hennar. Er því ekki úr vegi að ítreka hana enn einu sinni. Þá er E. Briem spurður um olíunotkun gastúrbína og stað- festir auðvitað að þær séu elds- neytisfrekari en aðrar varmaafls- stöðvar. Var það eitt af því, er eg minntist á. Hann ber síðan gastúrbínu- stöðvar, sem varastöðvar, saman við aðrar eldsneytisstöðvar og sýnir fram á, að þær geti við þær keppt, við sumar aðstæður. Hinsvegar er honum Ijóst, eins og fram kemur fyr í viðtalinu, að allt veltur á þvL að truflanir verði sem styztar, eigi slíkur rekstur eins og sá sem fyrirhug- aður er að blessast. En að fleiru ber að gefa gaum en fjárhagsaf- komu virkjunarinnar einnar. Notendur hafa sínar vélar, sem geta eyðilagst af síendurteknum truflunum. Heimilin hafa sínar þvottavélar og ísskápa. Skemmd- ir á slíkum tækjum, svo ekki sé minnst á óþægindin og vinnu- tapið, sem af truflununum leiðir, ber einnig að hafa í huga. Loks segir: „í grein sinni í Tímanum gefur Sig. Th. í skyn, að þó að Búrfelsvirkjun sé slæm þá megi hugsanlega hanna hana á betri hátt en sérfræðingar raforkumálastjórnarinnar hafa komið auga á“. Þetta mun vænt- anlega lesið út úr þessu sem í grein minni stendur: „Með þess- um orðum er ég ekki að segja, að ekki væri hugsanlegt að fram- kvæma svo rennslisvirkjun á þessum stað í Þjórsá, að vel yrði. Að sjálfsögðu er unnið að því að reyna að finna lausn á — Búrfellsvirkjun Framhald af bls. 8. stöðvar svo nefndar gastúrbínu- stöðvar, sem ætlunin er að setja vandanum og væri betur að það tækist, og væri þá um verkfræði- legt afrek að ræða“. Það getur ekki hvarflað að spyrjandanum að ég vantreysti mér til að fullyrða að verkið sé óframkvæmanlegt. Það er vitað að ýmis vandamál eru leyst, jafnvel þó að miklir erfiðleikar séu fyrir hendi Oig það ekki síður á sviði verkfræði en annars- staðar. Nú er verið að gera líkanatil- raunir í Noregi varðandi tilhög- un. Með þeim getur ekki annað vakað fyrir mönnum en að reyna að prófa hvernig tilhögunin mun reynast og auðvitað verða gerð- ar á henni breytingar til bóta ef tilraunirnar benda í þá áU, sem ég gæti eins átt von á. Svar E. Briem kann að benda til orða í bréfi, er eg skrifaði ný- verið. Það er þannig: „Það er rétt að Sig Th. hefir látið orð falla við okkur í þessa átt. Meira get eg ekki um málið sagt, því Sigurð- ur skýrði okkur ekki nánar frá hugmyndum sínum“. Það er rétt, að eg hefi. ekki skýrt frá neinum hugmyndum um, þetta enda ekki verið spurð- ur. Eg læt þessu svo lokið. Þegar málið er athugað, fæ eg ekki betur séð, en að skoðanir mínar, er eg fyrir orð Tímans lét í ljósi, standi jafn óhraktar eftir viðtal Morgunblaðsins við E. Briem. Hitt er svo annað mál, að sum- um kanna að finnast það, eins og Morgunblaðinu, slettirekuskapur hjá mér að láta þær koma fyrir almennings sjónir, einkum þar sem þær eru þess eðlis, að þær varpa efasemdum á það, að Búr- fellsvirkjun sé eina haldbæra lausnin á raforkumálum okkar. En mér er kannske vorkun. Eg hefi átt heilmikinn þátt í athug- un á vatnsafli íslands og þar stundum lagt það til mála, er vert þótti að taka tillit til. Og skoðun mín er nú hin sama og eg gerði grein fyrir í Tíman- um, að enn sé ekki tímabært að hefja virkjunarframkvæmdir í Þjórsá við Búrfell. Til þess er ekki nóg vitað um ísa- og aur- burðarvandamálin í ánni. 18. febrúar 1965. Með kveðjum, Sigurður Thoroddsen, verkfræðingur. upp eftir þörfum, jafnhliða Búr- fellsvirkjun. Þessum stöðvum, sem án aðflutningsgjalda áætlast kosta 3.000 kr. kw, er ætlað aO vera til taks þegar ískrapanum er hleypt niður ána. Við slíka út- skolun minnkar það vatn, sem virkjunin fær til orkuvinnslu, og þurfa þá varastöðvarnar að geta hlaupið í skarðið og eins ef línur, vélar og fl. bilar. Þess má geta að aluminíumverksmiðja mundi sætta sig við að nota hálfa orku, ef svo stendur á með ismyndun í ánni. Fyrirkomulag stíflumann- virkja miðast við að draga sem mest úr ístruflunum og afl gas- túrbínustöðva miðast við að halda ótrufluðum rekstrL Til þess að tryggja beztu könnun 1 einstökum atriðum er verið að rannsaka tvö líkön af inntaks- mannvirkjunum í Noregi og sýn- ir meðfylgjandi mynd annað þeirra áður en stíflur eru settar upp. — Aðvarar USA Framhald af bls. L veita N-Vietnam þá aðstoð Vcm til þyrftL og varaði Vesturveldin við að vanmeta herstyrk Sovét- ríkjanna. „Við erum ekki ein- lægt að hreykja okkur“, sagði marskálkurinn, „slíkt heyrir for- tíðinni til“ — og þóttust tilheyr- endur skilja að þar færi sneið tfl Krúsjeffs — „en eldflaugar okkar eru öllum öðrum markvissari og þeim stenzt enginn snúning. Ef Vesturveldin hefja styrjöld yrði það þeirra síðasta og í henni myndu heimsveldissinnar týna líf inu allir með tölu“, sagði Malin- ovsky. Vörubllastöð nýtt hús AKRANESI, 22. febr. — Hið ný- byggða hús Vörubílastöðvarinnar hér á Þjóðvegi 4 var tekið til not- kunar og opnað með viðhöfn kL 16 sl. laugardag. Húsið er byggt á hinu stóra, steinsteypta stöðvar- plani úr holsteinL Hleðslumeist- ari var Jón Leósson, yfirsmiður Brynjólfur Kjartansson, tré- smíðameistari. Húsið er að flat- armáli 160 fermetrar, ein hæð með fjórum herbergjum: af- greiðslusalur, setustofa, skrif- stofa fyrir stöðvarstjórann, sölu- búð og miðtöðvarklefi. Húsið er múrað og fínpússað utan og inn- an og málað að innan. Vörubíl- stjórarnir eru 22. Stöðvarstjóri er Bragi Jónsson frá Hoftúnum, una stundarsakir. — Oddur. 8.V.F.Í. berst 9Íöf SUNNUDAGINN 21 febr. af- henti Davíð S. Jónsson, Þingholta stræti 18, Slysavarnafélagi fs- lands að gjöf tuttugu þúsund krónur til minningar um það að þá voru tuttugu ár liðin, frá því að ms Dettifossi var sökkt í írlandshafi, en Davíð var eina þeirra, sem bjargaðiist. Slysavarnafélag íslands vill nota tækifærið til þess að þakka gefan.lu. — Oddur. • ■ ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.