Morgunblaðið - 23.02.1965, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 23. febrúar 198f
MORCUNBLAÐIÐ
15
Ásberg Signrðsson, sýsluiriadur:
Engin þjdð getur keppt við
íslendinga í minkaeldi
iiraiiHTí ví i hb íifhíth i m
Myndin sýnir fyrirkomuiag í nýtízku minkaskála á Trolles-
minde. Fóðurgangur með hreiðurkössum og nt.inkabúrum á báð-
ar hendur.
SÍÐAN minkaeldi var bann-
að hér á landi árið 1951, hafa
Norðurlönd tífaldað gjald-
eyristekjur sínar af útflutn-
ingi minkaskinna.
Á sl. ári fluttu Danir út
minkaskinn fyrir 1000 millj.
króna.
Enginn villiminkur fyrir-
finnst í Danmörku.
íslendingar hafa meira af
heppilegu og ódýru minka-
fóðri en nokkurt hinna Norð-
urlandanna.
Minkaeldi er þýðingarmik-
il lyftistöng fiskiðnaðarins og
traustur atvinnuvegur í dreif-
hýlinu.
Á kreppuárunum fyrir stríð
var hafin loðdýrarækt á íslandi.
Fyrst var aðallega um silfurrefi
að ræða en síðar minka. Þessi
starfræksla sem átti að auka
fjölbreyttni atvinnulífsins og
skapa auknar gjaldeyristekjur
gekk því miður illa, enda var til
hennar stofnað af vanefnum og
vanþekkingu. Verðlag loðskinna
var einnig á þessurrr árum lágt
og eftirspurn lítil vegna kreppu
og styrjaldarástands, sem ríkti í
heiminum.
Með lögum nr. 32/1952 var svo
bannað að reisa minkabú á ís-
landi. Jafnframt var ákveðið, að
þau minkabú, sem fyrir voru í
landinu skyldu lögð niður innan
tiltekins frests.
Þar með lauk minkaeldi á fs-
landi a.m.k. í bili. Síðan hefir
þjóðin eingöngu haft villiminka
í landinu sem valdið hafa miklu
tjóni og skapað rikissjóði og
mörgum sveitarfélögum mikil
útgjöld árlega.
Hin síðari ár hefir þó tekizt
að halda villiminknum í skefj-
nm og má öruggt telja að svo
verði í framtiðinni.
nkaskiim eftirsótt lúxusvara
Síðaa íslendingar bönnuðu
tninkaeldi árið 1951, hefir fram-
leiðsla minkaskinna stóraukizt í
heiminum eða úr um 3 millj.
skinna í um 18—20 millj. skinna,
eða sexfaldazt. Minkaskinnin
hafa slegið í gegn og hafa náð
éumdeilanlegri forustu á sviði
loðskinnaverzlunarinnar. Loð-
skinn hafa alltaf verið lúxusvara,
•em er mjög háð efnahagsástandi
markaðslandanna. Sú efnahags-
lega bylting, sem orðiö hefir í
Vestur-Evrópu síðustu 15 árin
hefir mjög aukið eftirspurn eftir
minkaskinnum og verðlag þeirra
haldizt hátt, þrátt fyrir gífurlega
framleiðsluaukningu.
Þáttur Norðurlanda
Minkaeldi á Norðurlöndum
hefst rétt fyrir 1930, en gekk
erfiðlega lengi vel. Það er fyrst
eftir stríðið 1945 að framleiðsla
eykst að nokkru marki og eftir
1950 hefst uppgangurinn fyrst
Framleiðsla Norðurlanda á
minkaskinnum hefir verið þessi:
1940 1950 1960
Danmörk 11.000 150.000 1.000.000
Finnland 7.000 60.000 400.000
Norgur 18.000 70.000 960.000
Svíþjóð 74.000 240.000 1.200.000
110.000 520.000 3.560.000
Framleiðsla þessara landa hef-
ur mjög aukizt síðan 1960 og
var talin um 5 millj. skinna 1963,
sem seld voru í ársbyrjun 1964,
og var það nálega 30% af heims-
framleiðslunnL Aðeins Banda-
ríkin og Kanada stóðu þeim
framar með um 8,5 millj. skinna.
Rússland framleiddi um 1,5 millj.
skinna og önnur lönd um 2 millj.
skinna.
Minkaeldi er þannig orðinn
þýðingarmikill atvinnuvegur
meðal frænda okkar á Norður-
löndum, sem er snar þtátur í ut-
anríkisverzlun þeirra og gefur
þeim miklar og vaxandi gjald-
eyristekjur.
Árið sem við bönnuðum minka
eldi á íslandþ 1951, fluttu Norð-
urlöndin út minkaskinn fyrir 50
millj..d. kr., en munu hafa flutt
út minkaskinn á sL ári fyrir um
500 millj. d. kr. eða tífaldað gjald
eyristekjur sínar af þessum eina
atvinnuvegL
Loðdýraræktarsambönd
Á öllum Norðurlöndum hafa
loðdýraframleiðendur, sem nú
eru aðallega minkaframleiðend-
ur, með sér margvislegan félags-
skap og samtök, sem öll starfa
innan sterkra heildarsamtaka,
sem ná yfir allt landið. Njóta
heildarsamtök þessi velvildar og
skilnings ríkisvaldsins.
Þessi heildarsamtök hafa haft
gríðarlega mikla þýðingu fyrir
vöxt og viðgang þessa atvinnu-
vegar á Norðurlöndum með fjöl-
þættu starfi sínu i þágu með-
lima sinna.
Aðalstarfið hefir frá upphafi
verið fræðslu- og leiðbeiningar-
starfið. Sérfróðir ráðunautar
ferðast meðal framleiðenda og
leiðbeina þeim. Þeir halda fyrir-
lestra og námskeið, efna til líf-
dýra- og skinnasýninga, og í öll-
um löndunum gefa heildarsam-
tökin út fagtímarit. Þau hafa
komið upp tilraunastöðvum, þar
sem margþætt tilrauna- og rann-
sóknarstarf fer fram. Þá hafa
þau stofnað og rekið eigin upp-
Ásberg Sigurðssoa
boðsfyrirtæki, sem selja fram-
leiðslu félagsmanna. Hagnaði af
þessum uppboðsfyrirtækjum hef-
ur verið varið til sameiginlegr-
ar auglýsingastarfsemi Norður-
landa um allan heim, á skandi-
naviskum minkaskinnum. Sam-
norræn nefnd, Scandinavian Fur
Commitee, annast þessa starf-
semi og hefir frá upphafi tekið
upp sitt eigið vörumerki
„SAGA“, sem úrvalsskinn eru
merkt með.
Hafa minkaframleiðendur á
Norðurlöndum varið stórfé til
þessarar auglýsingastarfsemi,
sem þykir hafa borið ágætan
árangur.
Yfirleitt er mjög náið og gott
samstarf og samvinna með loð-
dýraframleiðendum á Norður-
löndum. Þannig eru t.d. sameig-
inlegar matsreglur á minka-
skinnum í öllum löndunum og
auðveldar það mjög sameiginlega
auglýsinga- og sölustarfsemi
þeirra. Finnland selur nú öll sín
skinn í hinum nýja markaðs-
skála Danske Pels Auktioner í
Glostrup í Kaupmannahöfn og
er það stærstu minkaskinnaupp-
boð í Evrópu.
Engin þjóö getur keppt
við íslendinga
Það vekur furðu á Norður-
löndunx, að við skulum ekki
framleiða minkaskinn til útflutn-
ings. Það er bókstaflega hlegið
að okkur fyrir þá óskiljanlegu
sérvizku okkar að banna minka-
eldi hér á landi með lögum, en
selja til Norðurlanda úrvals
minkafóður fyrir lítið verð.
Einn þekktasti vísindamaður
Dana á sviði fóðurtilrauna, sem
þekkti vel fiskúrganginn frá ís-
landi og þekkti verðlag á fisk-
úrgangi og fiski á íslandi, sagði
við mig sl. sumar: „Það getur
engin þjóð keppt við íslendinga
á sviði minkaeldis“. Hér á landi
væri fiskúrgangurinn ekki að-
eins margfallt ódrýari en hjá
þeim heldur einnig miklu betrL
Það myndi tryggja okkur frjó-
samar læður og tiltölulega mik-
ið af skinnum í beztu gæðaflokk-
um þar sem gott og ferskt fóður
væri aðalskilyrðið til þess að fá
úrvals áferð á feldinn og þar
með 1. flokks skinn.
Eins og kunnugt er, er aðal
fóður minka fiskúrgangur og
fiskur, eða frá 50—70%. Þar sem
ódýr fiskúrgangur og fiskur er
fáanlegur í stórum stíl eru skil-
yrði til minkaeldis bezt. Fiskúr-
gangurinn verður þó að vera af
þorskfiski eða mögrum fiski en
ekki feitum fiski eins og síld.
Skýringin á hinum mikla vexti
og uppgangi minkaeldisins á
Norðurlöndum er sú, að þær eru
fiskveiðiþjóðir og hafa því sjálf-
ar þetta aðalfóður minkanna.
ísland hefir mikla
fóðurmöguleika
íslendingar veiða miklu meira
af þorskfiski en hinar Norður-
landaþjóðirnar. Auk þess er mik-
ill hluti þorskaflans flakaður og
frystur til útflutnings. Fiskúr-
gangur er því hér í miklu stærri
stíl en þar, enda selja þeir veru-
legan hluta fiskafla síns beint
til neyzlu óflakaðan.
Hér á landi fara rúmlega 100
þús. tonn af fiskúrgangi til mjöl-
vinnslu í fiskimjölsverksmiðjum.
verðið sem fæst fyrir hvert kg.
hefir verið um 55—60 aurar, en
minkaframleiðendur kaupa fisk-
úrgang fyrir rúmar 3 krónur
hvert kg.
Ef hægt væri að nota allan
þennan fiskúrgang til minkaeld-
is mætti framleiða 2,5—3 millj.
skinna, þar sem talið er að 35
kg. þurfi til að framleiða eitt
minkaskinn.
Slík framleiðsla myndi gefa
okkur í gjaldeyristekjur 1500—
2000 millj. kr.
Nú er að sjálfsögðu aldrei
hægt að nýta allan þennan fisk-
úrgang til minkaeldis. Veldur
því margt. M.a. það að fóðurþörf
minkanna jan.-júnílok er aðeins
20% af heildarfóðurþörf ársins.
42% af fóðurþörfinni er í júlí-
september og 38% í okt.-des.
Á sumrin er fóðurþörfin er
mest, er svo til engin þorskveiði
nema helzt á Vestfjörðum. Það
þyrfti því að frysta og geyma
fiskúrgang í stórum stíl til
sumarsins og haustmánaðanna.
Ljóst er þó, að hér á landi má
hafa mikið minkaeldi, sem gæti
gefið hundruð milljóna í gjald-
eyristekjur.
Af öðru fóðri, sem minkamir
þurfa, má nefna sláturúrgang.
10—16%, er það vambir, lungu,
júgur og milti, svo og allt dýra-
blóð, sem til fellur. Það er mjög
þýðingarmikið atriði, að slátrun
fer hér fram í lok september og
byrjun október.
Einmitt í byrjun október hefst
myndun feldsins hjá minkunum
og er þá sérstaklega nauðsynlegt
að gefa hvolpinum mikið af nýju
og góðu fóðri til að fá góð skinn.
Loks má nefna það að minkar
þurfa um 8% af undanrennu í
fóðrið, og mun vafalaust heppi-
legra að nota hana til minkaeld-
is heldur en til framleiðslu þurr-
mjólkurdufts til sölu erlendis.
Um 90—95% af fóðri minkanna
er fáanlegt hér innanlands. Að-
eins 5—10% þarf af innfluttum
fóðurblöndum.
Lyftistöng fiskiðnaðarins
Það er augljóst mál, að jninka-
eldi á fslandi í stórum stíl yrði
mikil lyftistöng fyrir fiskiðnað-
inn og þá alveg sérstaklega fyrir
flakaframleiðslu í hraðfrystihús-
unum. Frystihúseigendur í Dan-
mörku sögðu mér, að þeir myndu
ekki geta flutt út eitt einasta
fiskflak, ef þeir hefðu ekki
minkaframleiðendurna til að
kaupa fiskúrganginn fyrir hátt
verð. Þegar þess er gætt, að flaka
framleiðslan á íslandi til útflutn-
ings er margfalt meiri en í Dan-
mörku mun þetta ekki síður eiga
við hér á landi.
Fyrir meðalstórt hraðfrystihús,
sem kaupir inn um 3000 tonn af
fiski, er fiskúrgangurinn um 60%
eða 1800 tonn. Ef hraðfrystihús-
in fengju 3000 kr. fyrir hvert
tonn, eins og Danir, fengju þeir
5,4 millj. króna fyrir úrganginn,
en hafa fengið hjá fiskimjöls-
verksmiðjum hér aðeins 550 kr.,
eða um 1 millj. króna. Hér er
mikill munur á og vissulega til
nokkurs að vinna. Jafnvel þó að-
eins hluta af þessum fiskúrgangi
væri hægt að nota til minkaeld-
is. Að framleiða minkaskinn út
fiskúrgangi í stað þess að fram-
leiða fiskimjöl myndi tífalda
gjaldeyristekjurnar af fiskúr-
gangnum.
Það ætti að vera sjálfsagðuT
hlutur að hraðfrystihúsin á ís-
landi hefðu forustu um uppbygg-
ingu minkaeldis á landinu.
Það er mikilvægt hagsmuna-
mál fyrir þau og sjávarútveginn
yfirleitt. Minkaeldi er ekki fyrst
og fremst landbúnaðarmál, held-
ur miklu fremur þýðingarmikil
undirstaða fiskiðnaðarins í land-
inu og hagsmunamál fiskibæj*
anna og dreifbýlisins.
Er ekki kominn tími til að end-
urskoða afstöðu okkar til minka»
eldis? Höfum við skynsamlega
ástæðu til að banna minkaeldil
Höfum við ráð á að láta gamla
fordóma koma í veg fyrir að viti
getum breytt verðminnsta hrá-
efni fiskiðnaðarins, fiskúrgangin-
um, í verðmæta útflutningsvöru
og stórfelldar gjaldeyristekjur?
Mmkaeldi I Danmörku
Eg átti þess kost að kynnast
nokkuð minkaeldi Dana, er ég
dvaldist þar um skeið. Danir
hafa nú forustuna á þessu sviði á
Norðurlöndum, en til skamms
tíma voru Svíar í fararbroddi.
Það er ekki ófróðlegt fyrir okk-
ur að kynnast því nokkuð, hvem-
ig þessum atvinnuþætti hefir
farnazt þar. Dönum hefir á þessu
sviði farnazt vel, og getum við
vafalaust mikið af þeim lært.
Ung atvinnugrein
Loðdýrarækt i Danmörku er
ung atvinnugrein. Samtök loð-
dýraframleiðenda — Dansk Pels-
dyravlerofrening — voru stofnuð
1930. Þeim var 1936 breytt þann-
ig, að sérstök loðdýraræktarfélög
voru stofnuð fyrir hina ýmsu
landshluta, sem svo aftur starfa
í ýmsum deildum. f Pansk Pels-
dyravlerforening eru nú fimm
loðdýraræktarfélög. Eitt fyrir
Fjón og Suður-Jótland, eitt fyr-
ir Mið-Jótland, eitt fyrir Norð-
ur-Jótland, eitt fyrir Sjáland og
eitt fyrir Borgundarhólm. Hvert
þessara loðdýrafélaga hefur sína
loðdýraræktarráðunauta, einn
eða tvo fyrir utan aðstoðarmenn,
sem halda uppi fjölþættri leið-
beininga- og fræðslustarfsemi
fyrir meðlimi sína. Hafa þessi
loðdýraræktarfélög og heildar-
\ Framhald á bls. 19.
Myndin gefur góða hugmynd u m fyrirkomulag fullkomins
minkabús. Nýr og gamiall tími mætast. Litlu skálarnir með eiu-
um fóðurgang og stóru skálarnir með fimm fóðurgöngum.