Morgunblaðið - 23.02.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.02.1965, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐID Þriðjudagur 23. febrúar 1965 rð aefin út um aeri N. Khanh hershöfðingi. í S-VIeinam s nerferÍRgfamir þrátla enn um það hver skuli þar æðstur ráðamanna — og hvað elgi að gera við Nguyen Eihan Saigon, 22. febrúar. (AP, NTB). ENGAR áreiðanlegar fregnir er enn að hafa austan úr S-Vietnam um það sem þar á sér stað. — í Saigon er borgarbragur samur og jafn en sumir segja, að á flug- vellinum hafi verið gerð ein bylt- ingartilraunin enn og hafi ekki heppnast. Nguyen Khanh situr í Dalat, nokkuð norðan höfuðborgarinn- ar og þangað hafa farið flestir þeir herforingjar, sem sæti eiga í herráðinu til þess að fá Khanh til að segja af sér með góðu, sem mun hafa tekizt en þó krefst Khanh þess að haldinn verði full- gildur fundur herráðsins, þar sem allir herforingjarnir, 20 tals- ins, séu mættir til þess að fá með vissu úr því skorið hvort þeir séu ailir á móti honum. Þá hafa herforingjarnir einnig þungar áhyggjur af því hvað gera eigi við Khanh sjálfan og þykir öllum sem enginn muni geta stjórnað landinu ef hann sé þar innan landamæranna. Er því talið líklegt að honum verði boð- in staða á vegum ríkisins einhvers staðar sæmilega langt þaðan í burtu. Hershöfðingi sá, sem taka á við af Khanh, Tran Van Minh, hefur gefið út sína fyrstu dag- skipan pg í henni biður hershöfð- inginn menn sína gæta að því að landið eigi nú í miklum erfið- leikum og það séu þeir, sem halda verði uppi lögum og aga. Herforingi þessi, Tran Van Minh eða „Litli Minh“, er ekkert skyld- ur Duong Van Minh, þeim er kall aður var „Stóri Minh“ og var einn leiðtoganna í byitingunni, jr Ngo Dinh Diem var steypt af stóli. „Litli Minh“ sat þá í her- 1 iSkipsfjóa’Inn a LsiT.de dæmdur Eskifirði, 22. febr. SMIDT, skipstjóri á hollenzka I skipinu Linde, var dæmdur | hér á laugardag fyrir áfengis-, sölu á Ólafsfirði, en þar höfðu ' þrír menn játað að hafa keyptl áfengi af skipverjum. Hannj var dæmdur í 7.200 kr. sekt,^ til greiðslu 3.000 kr. í máls-; kostnað, og ólöglegur áíóði, 750 kr., var gerður upptækur.t Þar eð skipstjóri var einnigi jrunaður um brot á gjald- eyrislöggjöfinni, varð hann að ‘ setja 50.000 kr. tryggingu, áð- j ur en hann fékk að láta úr I höfn. — G. W. ráði Diems og var sendur langt norður í land og hefur engin af- skipti haft af stjórmálum þennan tíma. Minh er maður hæglátur, smávaxinn, hálf-fertugur að aldri og rómversk-kaþólskrar trúar. — Hann virðist hafa orðið fyrir val- inu sem arftaki Khanhs í emb- ætti yfirmanns alls herafla lands- ins vegna þess að herforingjarnir, starfsbræður hans, treysti ekki öðrum í sínum hópi til þess að rjúka ekki upp til handa og fóta og gera byltingu sjálfum sér til framdráttar. Skæruliðar Viet Cong liggja aftur á móti ekki á liði sínu þessa dagana og meðan hershöfðingj- arnir eyða tímanum í þras um hver skuli mestu ráða hafa her- menn Viet Cong gert 31 til 47 árásir dag hvern á þorp í S-Viet- nam en gerðu áður að meðaltali 13 árásir á dag. í Binh Gia leit út fyrir að til alvarlegra átaka kæmi í dag, en þá var stjórnarhernum skipað að hverfa í skyndi heim til höfuðborgarinnar og varð þá ekkert úr orustu. Margar her- deildir hafa verið kvaddar burt frá vígstöðvunum í miðhluta ^ landsins og eru nú í Saigon eða ! nágrenni borgarinnar. I Sjávarútvegsmálaráðuneytið hefur gefið út reglugerð um gerð þorsk- og ýsunóta og sam- kvæmt henni skal möskvastærð- in vcra sú sama og er á botn- vörpu og dragnót. Er þetta í sam- ræmi við alþjóðlegar skuldbind- ingar okkar um möskvastærð. Margir bátar hafa þessa möskva- stærð á nótum sínum, en ýmsir hafa aðra stærð. Fá þeir tvö ár til að nota þær nætur. Hér á eftir fer reglugerð ráðu- neytisins: 1. í?r. Gerð þorsk- og ýsunóta, sem notaðar eru til veiða innan endi- marka landsgrunns íslands, skal vera þannig, að poki nótar, sem er 220 faðmar eða lengri, skal ekki vera stærri en 30 faðmar á teini. Poki styttri nóta skal vera minni hlutfallslega. 2. gr. Möskvastærð þorsk- og ýsu- nóta skal minnst vera 110 mm, þegar möskvinn er mældur í votu neti, teygður horna á milli, eftir lengd netsins. Komist flöt mæli- stika, 110 mm breið og 2 mm þykk, auðveldlega í gegn, þegar netið er vott. Poki nótarinnar er ekki háður möskvastærðartak- mörkuninni. 3. gr. Ráðuneytið getur heimilað þeim aðilum, sem þegar eiga smáriðnari þorsk- og ýsunætur, en í -fyrirmælum þessum greinir, að nota þær í næstu' tvö ár eftir útgáfudag reglugerðar þessarar. Þó skal ávallt, er skipt er um nótabálk, setja bálk meS 110 mm lágmarksstærð möskva i stað þess er tekinn er í burtu. Umsóknir um notkun þessara nóta skulu sendar ráðuneýtinu innan eins mánaðar frá birtingu reglugerðar þessarar og skal um- sókninni fylgja sönnur á hvenær nótin var keypt og flutt til lands- ins. Fyrirmæli þessi eru sett sam- kvæmt heimild í 1. gr. laga nr. 44 5. apríl 1948, um vísindalega verndun fiskimiða landgruhnsins til þess að öðlast gildi þegar i stað og birtist til eftirbreytni öll- um þeim sem hlut eiga að máli. Sj á varút vegsmálaráðuney tið, 5. febrúar 1965. gX Sy • '/<f. ý Hörður Einarsson Leshringar Helmdailar N.K. miðvikudagskvöld 24. febr. kl. 20.30 hefst í Valhcdl við Suðurgötu leshringastarf- semi á vegum Heimdallar. Um verður að ræða þrjá flokka, og fjat lar sá fyrsti um stjórnmálaflokka og stjómmála- stefnur. Á miðvikudagskvöld mun Hörður Einarsson, stud. jur. ræða um Sósíailistaflokkinn, stefnu hans og starfsaðferðir. Þeir, sem hug hafa á, að taka þátt í þessum leshringum, eru vinsamlegast beðnir að tilkynna þátttöku til skrifstofu Heimdall- ar, síma 17102. — Nánar verð- ur augl.ýst síðar um aðra flokka, sem fjallað verður um. Rússar skjóta á loft 4 nýjum gervihnöttum Moskvu, 22. febr. AP, NTB. í MORGUN skutu sovézk.ir vis- indamenn á loft 57. gervihnetti sínum af gerðinni „Kosmos" og sagði í tilkynningunni um hann að. hnötturinn væri kominn á fyrirhugaða braut og öll tæki störfuðu með eðlilegum hætti. I gær, sunnudag, var skotið á loft úr Sovétríkjunum þrem gervihnöttum af sömu gérð, sem kallaðir voru Kosmos 54., 55. og 56. Var þeim öllum skotið með sömu eldflauginni, og halda þeir sig nærri hverjir öðrum í himin- geimnum. Allir eru hnettir þessir sagðir liðir í geimrannsóknaáætlun sovézkra vísindamanna, en þeir hafa innanborðs auk hinna ýmsu vísindatækja, útvarpssenda, sem heyrist í á 19.802, 20,035, og 90.158 m/c. Verkalýðsmólanómskeið í Valhöll FRÆÐSLUNAMSKEIÐ um at- vinnu- og verkalýdsmál, er Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokks- ins og Málfundafélagið Óðinn standa fyrir, hefst í Valhöll M við Suðurgötu í m kvöld kl. 20.30. Á fundinum mun Gunnar . Helgason, for- maður Vcrka- lýðsráðs flytja | iyrirlestur um Gunnar verkalýðsam- Helgason tökin. Þátttakendur eru beðnir að mæta vel og stund- víslcga. 8|óðþurrðar> málið á Akranesi Frumrannsókn er nú lokið í sj óðþurrðarmáli því, er upp kom í nóvember s,l. haust hjá Pósti og síma á Akranesi. Rannsókn hófst milli jóla og nýjárs og stóð aðallega yfir í janúar og fram eftir febrúar, en hún hef- ur tafizt noklkuð vegna veikinda sakbornings. í gær, 'mánudag, voru málsgögn send saksóknara ríkisins. Austlendingor aka til skemmtnnar nm IjöU og firnindi Egi’.sstöðum, 22. febrúar. Mikið rennifæri er nú hér um fjöll og firnindi, svo að margir hafa brugðið sér í ökuferðir í ágætisveorinu nú um helgina og í dag. í gær var farið á þremur jeppum upp á Kistufeld. Bíl- stjórar voru þrír menn héðan, Jón Egill Sveinsson, Þor- steinn Jóhannsson og Jón Pét ursson, dýralæknir. Ekið var suður Egilsstaðaháls, austan við fjal.ið Hött, og langleið- ina upp á Kistufell, eitt hæsta fjall á Austfjarðarkjálkanum. Bílarnir komust allt upp í 1200 metra hæð. Síðan gengu menn upp á fjallstind og dáð ust að hinu mikla útsýni. Færi var gott, og veður vax gott, só.skin og heiðríkja. í dag og gær hefur fjöldi manns ekið um Fjarðai'heiði og víðs vegar á fjöllum að gamni sínu. T.d. var báðum vélaverkstæðunum hér lokað í dag, svo að menn gætu ekið um fjöllin. Þá fór nokkur hluti unglingaskólanemenda hér í ökuferð með kennara sínum. Allir viija nota þetta sjaldgæfa færi og góða veðr- ið til að fara á fleygiferð fjallatindanna á milli. — St. E. Kiípavopr-Sfiltjamames HINN árlegi Þorrafagnaður Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi og Seltjarnarnesi verður haid- inn n.k. föstudagskvöld í Hlé- garði. Aðgöngumiðapantanir í símum 40922 í Kópavogi og 12296 á Sel- tjarnarnesi. Sjáifstæðiskvennafélagið „Sókn“ hcldur skemmtifund í kvöld kl. 9 í Sjálfstæðishúsinu. Bingó verður spilað. Kaffi- drykkja. Konur eru beðnar að fjölmenna. i L HÁÞRYSTIHRYGGUR nær frá Grænlandi suðaustur um Skotland, eins og kortið sýn- ir. Á því svæði er loftþrýst- ingur 1030 til 1040 millibar, en lægðir eru til beggja hliða, önnur milli Jan Mayen og Nor- egs, hin yfir Labrador. Engar snöggar breytingar virðast í vændum, en kaldur loftstraumur sígur suður með austurströnd Grænlands og viðbúið, að hann geri vart við sig norðaustanlands í dag. Veðurspá kl. 22 í gærkvöldi: SV-land og miðin: Norðan- gola eða kaldi. Léttskýjað. Faxaflói til Vestfjarða og miðin: Norðaustangola og bjart veður, N-land og miðin: NA-gola, skýjað, en þurrt að mestu. Vægt frost á moijgun. NA-land, NA-mið, Aust- fjarðamið og Austurdjúp: Norðankaldi, dálítil slydduél. Austfirðir, SA-land og SA- mið: Norðankaldi og léttskýj- að. Veðurhorfur á miðvikudag: Hæg norðlæg átt. Léttskýj- að með suðurströndinni til Austfjarða, en skýjað fyrir norðan. Víðast vægt frost. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.