Morgunblaðið - 23.02.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.02.1965, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 23. febrúar 1965 MO&GUNBIAÐI& 3 verðlaun voru bikar Morgun- blaðsins, sem varðveiltur verð ur í Gagnfræðaskóla Kópa- vogs næsta ár a.m.k. eða þang- að til næsta keppni verður háð. Auk þess fengu allar sveitirnar viðurkenningar- skjal, þar sem nöfn allra með- lima sveitanna eru skráð með mynd af sveitinni. í>á fengu allir meðlimir Kópavogssveit- arinnar bókina „Lærið að tefla“ eftir Friðrik Ólafsson og Ingvar Ásmundsson að gjöf frá Skáksambandi ís- lands og Æskulýðsráði. Friðrik Ólafsson var við- ' staddur verðlaunaúthlutunina og gaf þeim pilti, sem lang- hæsta vinningatölu hlaut í keppninni, haglega úrskorna taflmenn. Sá var Björn Sigur- jónssan, sem tefldi á fyrsta borði Kópavogsmanna. Björn vann allar skákir sínar nema eina, hún varð jafntefli. Gagn- fræðaskóli Kópavogs hlaut 11 vinninga af 18 mögulegum, Hagaskóli 9% og Réttarholts- skóli 8. Sigurvegararnir. Fremst sitja Kópavogsmenn, á bak við þá eru sveitir Haga- og Réttarholts- skóla. ... Alla umsjón með skákkeppn inni höfðu Jón Pálsson, sem og sigraði sveit Gagnfræða- skóla Kópavogs. í öðru sæti var sveit Hagaskóla og hinu þriðja sveit Réttarholtsskóla. f fyrradag komu saman þrjár efstu sveitirnar á Frí- kirkjuvegi 11 og var þá út- hlutað verðlaununum. Fyrstu ÆSKULÝÐSRÁÐ og Skák- samband íslands efndu fyrir skömmu til skákkeppni milli gagnfræðaskólanna í Reykja- vík og Kópavogs. Sigur úr být um bar sveit Gagnfræðaskóla Kópavogs. Æskulýðsráð sér um félags- og tómstundastarf í gagnfræða skólunum í Reykjavík. — í fyrravetur voru 64 slíkir flokkar starfandi. Viðfangs- efnin í vetur eru 16 talsins og eitt þeirra er skák. í vetur skaut sú hugmynd upp kollin- Um, að hafa hér keppni í skák milli gagnfræðaskólanna með svipuðu sniði og tíðkast meðal nágrannaþjóða okkar á Norð- urlöndum. Síðan mun sú sveit, sem hlutskörpust hefur orðið í hverju landi, halda til fundar við hinar og heyja keppni. Áður en keppnin hófst tefldi Friðrik Ólafsson, stórmeistari fjöltefli við ýmsa nemendur gagnfræðaskólanna í hinu nýja félagsheimili Æskulýðs- ráðs að Fríkirkjuvegi 11 í Reykjavík. Þá hófst keppnln hinn 6. febrúar og komu sam- an 11 sveitir frá gagnfræða- skólunum í Reykjavík og Kópavogi. Þrjár umferðir voru tefldar þennan dag og féllu þá sveitir 7 skóla út. Fjórar sveit- ir kepptu síðan til úrslita .næsta laugardag, 13. febrúar, veitir forstöðu félags- og tóm- stundastarfi Æskulýðsráðs, og Gísli íslelfsson frá Skáksam- bandi íslands. Friðrik Ólafsson, stórmeistari, afhendir Birni Sigurjónssyni úr Kópavogi gjöf sína. Kópavogssveitin sigraði Umræður um kísilgúrverksmiðju við Mývatn á lokastigi Fundlr í f GÆRMORGUN hófust í Hótel Sögu viðræðufundir miili stjórnar Kísiliðjunnar hf. og erlendra aðilja. Munu fundir þessir standa þrjá daga Slls. Umræður nm fyrlrhugaða ■míði kísilgúrverksmiðju við Mý- vatn eru nú að komast á lokastig, áður en ákvörðun verður tekin um verksmiðjuna. Munu fundar- menn bera saman bækur sínar um þær áætlanir og rannsóknir, sem þegar liggja fyrir, og gera Reykjavík sér grein fyrir því, hvort hag- stætt yrði að reisa verksmiðjuna. Fulltrúar frá bandaríska verk- Á FUNDI menntamálaráðherra Norðurlanda, sem haldinn var í Reykjavík 14. febrúar s.l. í sam- bandi við 13. þing Norðurlanda- ráðs, var undirrituð reglugerð fyrir Norræna húsið í Reykjavík og tók hún gildi 15. febrúar. fræðifyrirtækinu Kaiser Engin- eering og hollenzka markaðs- könnunarfyrirtækinu Makrotest sitja fundinn, svo og fulltrúar hollenzka fyrirtækisins Aime, sem er aðili að Kísiliðjunni hf. Samkvæmt reglugerðinni skal stjórn hússins skipuð 7 mönnum. Ríkisstjórnir hinna Norðurland- anna fjögurra skulu skipa sinn stjórnarmanninn hver, en ríkis- stjórn íslands þrjá, þar af einn * FulEfrúar Islands í stjórn IMorræna hússáns samkvæmt tilnefningu Háskóla íslands og einn samkvæmt til- nefningu Norræna félagsins. Stjórn hússins hefur nú verið fullskipuð. • Danska ríkisstjómin hefur tilnefnt E. Thrane, skrif- stofustjóra í menntamálaráðu- neytinu, finnska ríkisstjórnin Ragnar Meinander, skritstofu- stjóra í menntamálaráðuneytinu, norska ríkisstjórnin Johan Z. Cappelen, sendiherra, og sænska ríkisstjórnin Gunnar Hoppe, pró- fessor. íslenzka ríkisstjórnin hef- ur skipað Halldór Laxness, rit- höfund, og samkvæmt tilnefn- ingu Háskóla íslands Ármann Snævarr, háskólarektor, og sam- kvæmt tilnefningu Norræna félagsins Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, formann fé- lagsins. Samkvæmt reglugerðinni ó stjórnin sjálf að kjósa sér for- mann og róða framkvæmdastjóra. Jafnframt er gert ráð fyrir því, að hún kjósi 3ja manna fram- kvæmdastjórn og skulu eiga sæti í henni fulltrúar minnst tveggja landanna. (Menntamálaráðuneytið, 22. febrúar 1965.) STAKSTEINAR í hvena þágu skrifa þeir? Á FUNDUM Norðurlandaráðs i Reykjavík héldu margir af lielztu leiðtogum Norðurlanda ræður. Þó var hér forsætisráöherra Dana, Jens Otto Krag, sem ekki talaði þar. Hins vegar hélt hann mjög eftirtektarverða ræðu á fundi hjá Varðbergi, félagi ungra áhugamanna um vestræna sam- vinnu. Öll blöð í Reykjavík svo og Ríkisútvarpið fluttu fregnir af hinni ágætu ræðu hins danska forsætisráðherra, þó að undan- teknu auðvitað Moskvumálgagn- inu. Þjóðviljinn hafði allt á horn- um sér bara af þeirri ástæðu, að Jens Otto Krag flutti sína ágætn ræðu á fundi hjá félagi, sem styð- ur vestræna samvinnu. Engu að síður hafi formaður Sósíalista- flokksins (eða eitthvað svoleiðis) haldið því fram nokkrum dögum áður á fundi jneð hinum for- dæmda „fríhyggjumanni“ Aksel Larsen, að í raun og veru hefðu íslenzkir kommúnistar „fundið Norðurlandaráð upp“. Njótum góðs af samstarfi við aðra Mörg af ummælum Jens Otto Krag voru hin athyglisverðustu. Hann sagði: „ísland og Danmörk voru um aldaskeið sameiginlegt ríki. Þau bönd, sem þá knýttust á milli þjóða vorra, verða eigi slitin“. Og síðan sagði hinn danski forsætisráðherra frá margvíslegu samstarfi fslendinga og Dana á alþjóðavettvangi. Jens Otto Krag sagði m.a.: „Fyrir okkur íslend- inga og Dani dugar ekki að vera ávallt að hugsa um þrengstu sjónarmið okkar, fullir eigin- girni. Við verðum ávallt að hafa í huga hið mikla samstarf, sem hefur átt sér stað milli þjóða Vestur-Evrópu og sem þjóðir okk ar hafa notið góðs af. Við, Norð- urlandaþjóðirnar, höfum í okkar utanríkismálum gengið ólíka vegu. Öryggismál og efnahags- mál hafa tekið í löndum vorum gjörólíkar stefnur. Vonirnar um SÞ brugðust „Þrjú af hinum fimm Norður- löndum hafa kosið að gerast með limir í einhverjum þeim mestu öryggissamtökum, sem við höfum völ á í heiminum í dag. í fyrstu lögöum við allt traust á Samein- uðu þjóðirnar, en því miður brugðust þær vonir, sem við treystum á. Sá heimur, sem reis af rústum heimsstyrjaldarinnar, var ekki heimur öryggis. Hann var fyrst og fremst heimur hins kalda stríðs. Sameinuðu þjóðirn- ar veittu smáþjóðunum ekki nægilegt öryggi. Því var Norður- Átlantshafsbandalagið stofnað. Norðurlandaþjóðirnar gátu ekkl gerzt meðlimir að því allar. En, þau öryggisbönd, sem tengja NATO-löndin saman, þan veita ekki bara okkar þjóðum öryggi, heldur öllum frjálsum þjóðum“. Verzlunarmóti gerður að hugsjón „Tíminn“ hefur lengi haft yndi af því að jafna Framsóknar- flokknum við ýmsa erlenda stjóm málaflokka. Stafar þetta sjálf- sagt af því, að Framsóknarmönn- um finnst flokk sinn skorta stjórnmálalega og fræðilega und- irstöðu. Sannleikurinn er líka sá, að alger hentistefna ræður ferð flokksins, þótt reynt sé að gera ákveðið verzlunarform að sameinandi hugsjón. * v

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.