Morgunblaðið - 23.02.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.02.1965, Blaðsíða 6
6 MORGU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 23. febrúar 1965 60 ára afmæli Rotary- hreyfingarinnar RÓTARYKLÚBBAR um heim allan minnast um þessar mundir 60 ára afmselis Rótaryfélags- skaparins. Það var 23. febrúar 1906, að ungur lögfræ-ðinigur í Chicago, Paul Harris, kivadidi á sinn fund þrjá kunninigja sína úr athafnalífinu og stofnaði með þeim fyrsta Rótaryklúbbimn. Síð- an komu fleiri slíkir klúbbar í kjölfarið, og brátt varð það föst regla að í hverjum klúbbi skyldi vera ðaeins einn fulltrúi fyrir hverja starfsgrein, enda er einn megintiíigamgur þessa félagsskap ar að efla kynningu og skilning meðal manna, sem vinna að ó- líkum verkefnum, og virðingu fyrir hverju þjóðnýtu og vel unnu starfi og öllu því sem til heilla horfir í því þjóðfélagi og bæjarfélagi, sem hver kfúbbur starfar i RótaryfélagBskapurinn átti þegar í stað gengi og vinsældum að fagna, og það hefur sázt far- ið minnkandi með árunum. Klúbbar voru stofnaðir víða um lönd, og nú eru í heiminum nær 12000 Rótaryklúbbar í 127 iönduim, og hei ldarfélagatal an er 560.000. Meðal féliaga eru menn af ólíkustu kynþáttuim, trúar- brögðum og stjórnmálasikoðun- um. Til íslands barst Rótary-hreyf ingin 1934 ,og var fyrsti íslenzki klúbburinn, RótaryMúbbur Reykjavíkur stofnaður 13. sept- ember það ár. Nú eru íslenzku klúbbarnir 16 talsins og félagar um 550. Tili samans mynda þeir eitt uimdaemi, og er núverandi umdæimisstjóri Haraldur Guðna- son bókavörður í Vestmannaeyj- um. Rótaryklúbbar í öllum löndum hafa með sér alþjóðlegt sam- band, Rotaiy Intemational, ag er forseti þess nú Charles W. Pettengill í Greenwich, Connect icut. Auik hins aJmenna stefnu- marks hefur Rótaryféiagsskapur inn látið margt gott af sér leiða. Má í því sambandi nefna Rót- ary Foundation, sem styrkir efni lega unga menn til náms og hef- ur unnið mjög merkilegt starf. Hafa allmargir íslenzkir náms- menn fengið góða styrki úr sjóði þessum til að stunda nám við er- lenda háskóla. IJIbrícht á leið til Egyptalands Kaíró, 22. febrúar. (NTB). AUSTUR-ÞÝZKI kommúnista- leiðtoginn Walter Ulbricht, er nú á leið til Kaíró og fer sjóleiðis. Hélt hann frá Júgóslavíu á sunnu dag, en þar átti hann viðræður við ýmsa ráðamenn landsins og er væntanlegur til Alexandríu á miðvikudagsmorgun. Þaðan fer hann með lest til Kaíró og hittir Nasser forseta að máli á fimmtu- dag í Kubbeh-höllinni. Lenging Rolls Royce-f lug vélanna hjá Loftleiðum Allar fjórar tilbúnar vorið 1967 MBL. hefur haft tal af Jó- hannesi Einarssyni, verk- fræðingi, og Halldóri Guð- mundssyni, flugvélstjóra, en þeir vinna báðir í Tæknideild Loftleiða, og spnrt þá um fyrir hugaða lengingu á flugvélum félagsins af gerðinni Rolls Royce 400. Eins og kunnugt er, eiga Loftleiðir nú tvær slíkar flugvélar og hafa fest kaup á tveimur í viðbót. Ætl- unin er að lengjra þær allar. — Hvað á að lengja vélarn- ar mikið? — Samtals um limmtán fet hverja vél. Þær verða iengdar um þrjár sætaraðir fyrir fram an væng, eða um níu íet, og um tvær raðir fyrir aflan væng, eða um sex fet. — Hvað taka vélamar þá margt fólk? — Þær taka nú 160 farþega og 10 manna áhöfn, en eftir lenginguna rúma þær 189 far- þega og ellefu manna áhöfn, svo að alls komast tvö hundr- uð manns fyrir í þeim. Senni lega verða flugfreyjurnar sjö í stað sex á NY-leiðinni og sex í stað fimm á Lúxemborg- arleiðinni. — Hafa vélar af þessari gerð verið lengdar áður? — Nei, en nú hefur orðið vart við töluverðan áhuga á þvL — Er algengt, að flugvélar séu lengdar? — Já, allmörgum flugvéla- tegundum hefur verið breytt þannig, að þær hafa verið lengdar. ★ — Valda slíkar breytingar ekki ýmsum tæknilegum örð- ugleikum? — Engum óyfirstíganlegum. Stundum hefur orðið að skipta um hreyfla, þegar flug- vélar eru lengdar, þ. e. að fá aflmeiri hreyfla, eins og t.d. þegar DC-6 var breytt í DC-7. Það er hins vegar óþarft við lengingu á Rolls Royce 400. Þessar flugvélar voru upphaf- lega ætlaðar sem flutningavél- ar og hafa mjög kraftmikla hreyfla. Burðarmagn þeirra er því mikið frá upphafi og hreyflaorka mikil. Þegar þær hafa verið lengdar, eiga þær að bera a.m.k. 1&9 farþega með farangri, áhöfn og 2000 pund að auki. Hér er því fyllsta öryggis gætt, enda eru breytingarnar vitanlega háðar skilyrðum íslenzkra og kanad- ískra flugmálayfirvalda. Því má bæta við, að þessir hreyfl- ar hafa reynzt ákaflega vel og hlotið fullkomna viður- kenningu. ★ — Hvað tekur langan tíma að lengja vélarnar? — Þegar er farið að breyta þeirri fyrstu, þ.e. annarri þeirra, sem Loftleiðir hafa nú fest kaup á. Alls líða um þrettán mánuðir, unz hún verður tilbúin, en þar af fara fjórir mánuðir í reynsluflug. Hún verður því afhent i marz eða apríl 1966. Önnur flugvél- in á að verða tilbúin haustið 1966. Sama haust og veturimi 1966—1967 verður þessum tveimur, sem Loftleiðir hafa nú, breytt, svo að sumarið 1967 eiga þær allar fjórar að vera komnar í umferð. ★ — Verða einhverjar breyt- ingar á viðhalds- og viðgerðar þjónustu? — 1. júní taka yfirflug- virkjar Loftleiða í Keflavík og Lúxemborg við ábyrgð á rekstri viðhaldsstöðvanna, „line-stations“, en ábyrgir yf- irmenn frá Lockheed-verk- smiðjunum hafa rekið bær til þessa. Fjórtán flugvirkjar hafa nú lokið þjálfun í Kan- ada, en þangað sóttu þeir tveggja mánaða námskeið. Loftleiðir hafa nú keypt þá varahluti, sem Canadair átti á stöðvunum. Fulltrúar eða ráðgefendur frá framleiðend- unum, Canadair, verða áfram á þessum stöði’um. FUNDIR voru í báðum deildum Alþingis i gær. Á dagskrá Efri deildar var frumvarp um toll- skrá o.fl. og frumv. um fram- leiðsluráð landbúnaðarins. í Neðri deild var á dagskrá frumv. um náttúrurannsóknir og frumv. um landgræðslu. Þá var frum- varpið um tollskrá o.fl. tekið til 1. umr. í Neðri deild að lokinni afgreiðslu þess í Efri deild. EFRI DEILD Tollskrá o. fl. Frumvarp ríkisstjórnarinnar um tollskrá o.fl. var til 3. umr. og var vísað til Neðri deildar, en efni þessa írumv. er, eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu, að tollar á fiskiðnaðar- vélum lækki úr 35% í 10%. Framleiðsluráð landbúnaðarins Bjartmar Guðmundsson (S) gerði grein fyrir nefndaráliti um breytingu á lögum um fram- leiðsluráð landbúnaðarins, um að leyfi til slátrunar skuli veita öllum félögum og einstaklingum, sem sláturleyfi höfðu haustið 1963. Leggur nefndin til að frum varpið verði samþykkt og var því síðan vísað til 3. umr. Þetta frumv. er flutt til staðfestingar bróðabirgðalögum, sem sett voru sL hausL NEÐRI DEILD í upphafi fundar las forseti Neðri deildar, Sigurður Bjarna- son, upp bréf frá Skúla Guð- mundssyni, þingmanni Framsókn arflokksins, þar sem hann til- kynnti veikindaforföll sín, en fór þess á leit, að Jón Kjartansson Á HAFNARFJÖRÐUR — REYKJAVÍK ENN einu sinn fær Velvak- andi bréf um strætisvagnaferð- irnar milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Virðist ekki hafa borið mikinn árangur, þótt far- þegar hafi verið að kvarta. í bréfi frá „einum sárreiðum“ segir m.a.: „Ég er hættur að nenna að Skrifa þér, kæri Velvakandi, um óstundvísi Hafnarfjarðar- vagnanna. Það virðist útilokað að kippa því í lag að þeir komi og fari samkvæmt áætlunar- tímum, sem auglýstir hafa ver- ið. Það sem ég ætla að skamm- ast út af er, hversu iðulega það tæki sæti á Alþingi í hans stað sem varamaður og bauð forseti Jón velkominn til þingstarfa. Náttúrurannsóknir Frumv. um náttúrurannsóknir var nú til 3. umr. og var vísað til Efri deildar. Landgræðsla Þá var frumvarpi um land- græðslu, sem lika var til 3. umr. kemur fyrir, að ferðir detti hreinlega niður. Stundum kem- ur fyrir, sem ekki er óeðlilegt, að vagnarnir bili á leiðinni og geti ekki haldið áætlun. Fyrir nokkru þurfti ég ásamt fjöl- mörgum öðrum að bíða eftir Hafnarfjarðarvagninum í Lækj- argötunni. Mjög kalt var í veðri og strekkingur, svo fólk var skjálfandi og sumir jafnvel bláir af kuldanum. ★ BEÐIÐ EFTIR VAGNI Tíminn leið og aldrei sást vagninn. Þarna voru konur með smábörn, eldra fólk, sem mað- ur gæti haldið að ekki þyldi kuldann eins vel og hraustir karlmenn. Alltaf dróst að einnig vísað til Efri deildar. Tollskrá o.fl. Að fundi loknum í Neðri deild var fundur settur þar að nýju og frumv. stjórnarinnar um toll- skrá o. fl. tekið þar til 1. umr. Gunnar Thoroddsen, fjármála- ráðherra, gerði grein fyrir frum- varpinu, og sagði m.a., að það gerði ráð fyrir, að tollur verði vagninn kæmi. Loks um 15 mínútum eftir að hann átti að vera farinn frá Lækjargötunni kom hann. Varð bilun á leið- inni. Ökumaðurinn sagði væntan- legum farþegum, að þeir gætu ekki farið upp í vagninn, því hann væri ekki í ökufæru ástandi. Kvaðst hann hafa hringt á leiðinni og látið verk- stæðið vita um bilunina og beðið um að annar vagn skyldi sendur í næstu ferð. Enn beið fólkið og kom ekki vagn fyrr en sá næsti átti að fara samkvæmt áætlun. Þá var svo margt fólk sem fór með þeim vagni, að fjölmargir urðu að standa. lækkaður á flökunarvélum, flatningsvélum og hausskurðar- vélum úr 35% í 10%. Sagði ráð- herrann ennfremur, að alger sam staða hefði verið um frumvarp- ið í Efri deild. Væri það ósk rík- isstjórnarinnar, að frumvarpið í fengi greiða göngu í gegnum þingið. Var frumvarpinu síðan vísað til 2. umr. og fjárhags- nefndar. Er mér ekki grunlaust um, að ýmsir hafi kvefazt illilega eftir að hafa þurft að standa allan þennan tíma úti í kuldanum. * VARAVAGN VANTAR Það versta er, hversu ofl þetta kemur fyrir og sem dæml um afleiðingarnar get ég nefnt, að eitt sinn veiktist ég hastar- lega eftir að hafa þurft að bíða langan tíma eftir Hafnarfjarð- arvagninum I kuldakasti í des- ember. Lágmarkskrafan er, að sér- leyfishafinn hafi vagn sem unnt er að grípa til strax og fréttist að bilun hefur orðið. Og ekki væri úr vegi, að vagnarnir færu á auglýstum tímum. Er ekkert eftirlit með því, að sérleyfishaf- ar standi við auglýstar áætlun- arferðir? Veitir hið opinbera sérleyfin án skilyrða? Hvernig væri að það fylgdist með þvl hvernig sérleyfishafinn rækir hlutverk sitt?“ 6 ▼ 12 v 24 v BOSCH þurrkumótorar, þurrkuarmar og þurrkublöð. BRÆÐURNIR ORMSSON h.f. Vesturgötu 3. — Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.