Morgunblaðið - 23.02.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.02.1965, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐID Þriðjudagur 23. febrúar 1965 — Búrfellsvirkjun Frh. af bls. 28 lagi tveimur hlutum og talið að íslenzkir verktakar mundu þá hafa samvinnu um það við er- lenda aðila, en minni verkefni í því sambandi yrðu boðin út sér. Virkjunin við Búrfell er rennsl- isvirkjun, en þaer eru ódýrastar taldar. Kœtnaðurinn við að virkja ofar með miðlun er talinn óviðráðanlega mikill til að byrja með. Er gert ráð fyrir 5 km langri stíflu á ánni rétt norðan við Búrfell og ánni svo veitt um inntaksvirki í Bjarnalækjar- botna, þar sem myndast lón. I>að- an fer vatnið um skurð og 1100 m löng jarðgöng að jöfnunarfþró og í tvennum jarðgöngum þaðan að stöðvarhúsinu rétt norðan við Sámsstaði og úr þvi í Fossá. Er hrein fallhæð á þessari leið 115 m, Þrjár 35 þús. kw vélasam- stæður verða á 1. stigi virkjunar, en 6 þegar fullvirkjað er, en þá yrði miðlun komin í Þórisvatn. Háspennulína mundi svo liggja beina leið að Irafossvirkjun og þaðan að spennistöð við Geitháls við Reykjavík. Til að leysa vand- aan af ístruflunum í Þjórsá verð- ur ísnum fleytt yfir stíflu með niðurfallslokum eða eftir skurði framhjá, en ef ekki er nægt vatn bæði fyrir fleytinguna og til « orkuvinnslu, verða settar upp gastúrbínustöðvar, sem jafn- framt verða varastöðvar og spara aðra línu að austan. Reiknað er með í meðalári að grípa þurfi til þeirra eitthvað 9 daga alls og Olíukostnaður vera 20%. Kostnaður við virkjun fyrsta Stigs er áætlaður 1050 millj. kr., en fullvirkjun 1617 millj. kr., að aðflutningsgjöldum frátöldum. tTmfangsmiklar rannsóknir á SV- og N-landi Um leið og skýrt var frá áætl- unum um Búrfelisvirkjun, fengu fréttamenn greinargerð um rann- sóknir til undirbúnings virkjana á Suðvestur- og Norðurlandi, *em hafa verið mjög umfangs- miklar á vegum raforkumála- stjórnarinnar, sem telur að nauð- synlegt sé að gera ser nokkra grein fyrir heildarvirkjun vatna- kerfisins jafnframt því sem virkjun er ákveðin. - Við rannsóknir undanfarinna ára á virkjunarstöðum suðvestan lands og norðan, hafa bæði þarf- ir hins almenna raforkunotanda og nýting vatnsorkunnar til orku frekrar iðju verið hafðar í huga. Rannsóknirnar hafa ýmist tekið til beggja þessara þátta eða þá aðeins annars þeirra og hefur það farið eftir því um hvaða virkjunarstað var að ræða. Ails hafa, auk jarðgufustöðvar í Hveragerði, fjöldi virkjunarstaða . verið athugaðir meira eða minna og skiptast þeir þannig á vatna- •væði: '■N, Þjórsársvæðið 19 staðir Hvítársvæðið 18 — ! Jökulsársvæðið 3 — Laxársvæðið 7 — " Önnur svæði 7 — Fjögur ofannefnd vatnasvið hafa •8 geyma um 55—60% af öllú vatnsafli landsins, að talið er. Samtals eru þetta 54 staðir, en gæta verður þess, að sumir þeirra útiloka hvor annan því um mismunandi tilhögun á virkj- un sömu fallhæðar og rennslis er •tundum að ræða. Á mörgum þessara staða voru rannsóknir miðaðar við þær frum- og yfir- litsathuganir, sem nauðsynlegar þóttu til þess að takmarka verk- efnin og því næst voru frum- áætlanir gerðar um virkjun á 36 stöðum. Á grundvelli þeirra var enn valið og hafnað og frekari rannsóknir og áætlanir gerðar. Á þennan hátt voru að lokum valdir 6 staðir, sem taldir voru koma til álita og samanburðar fyrir næstu virkjanir suðvestan- lands og norðan og þeir rann- sakaðir nákvæmlega. Þessar virkjanir eru jarðgufuvirkjun í Hveragerði, Kláffossvirkjun í Borgarfirði, Efstadalsvirkjun í Brúará í Árnessýslu og virkjun af hæfilegri stærð í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu, ef ákveðið yrði að virkja í tiltölulega smá- nm stigum, og Dettifossvirkjun bVERSKURÐUR Hfkluhrog* FYRIRHUGUO BURFELLSVIRKJUN Yfio'.itsmynd af fyrirhugaðri Bú rfellsvirkjun, þar sem vatnið úr Þjórsá er leitt frá stíflu og of- an við Búrfell og síðan um 1100 m. löng jarðgöng að stöðvarhúsi og vatnið skiLar sér í Fossá og þaðan í Þjórsá. Þverskurðurinn sýnir fallið, sem er 115 m., á þessari leið. og Búrfellsvirkjun, ef ráðist yrði i stórvirkjun. Rannsóknir þær, er um ræðir hafa farið fram á vegum raf- orkumálastjórnarinnar allt frá því á árinu 1947 og hefur verið varið til þeirra samtals 80 millj. króna, að meðtalinni áætlun um j arðhitaorkuver. Orkuverð á þessum helztu hugs anlegu virkjunum hefur verið áætlað við stöðvarvegg. Á töflu um það má t. d. sjá, að á full- virkjuðu Þjórsársvæðinu við Búrfell mundi verðið vera 9,2 aurar á kwh, á Hvítársvæðinu ódýrast við Tungufell 14,9 aurar, við Dettifoss 11,2 aurar, á full- virkjuðu Laxársvæðinu 17,7 aur- ar, á Hengilsvæðinu 16,7 aurar og við Kláffoss 15,3 aurar. Búrfellsvirkjun verður fyrir valinu Hér verður einni þessara virkj- ana, Búrfellsvirkjun stuttiega lýst, en þegar tekið hafði verið tillit til orkumarkaðar, orkuflutn ingskostnaðar o. fl. var að lokum með henni mæit, sem fyrstu stór- virkjun landsins. Þjórsá er mesta á landsins. Hún á upptök sín í Hofsjökli og Tungnafellsjökli og hálendinu þar um slóðir og vatnasvið henn- ar er yfir 7 þús. ferkílómetrar að stærð. Lengd árinnar frá upp- tökum er um 230 km og fallið frá hálendi til sjávar um 600 m. Aðalþverá Þjórsár er Tungnaá, en í hana fellur Kaldakvisl, og skila þær meira vatni en Þjórsá ofan áramóta. Norðan og austan við Búrfell rennur Þjórsá á hrauni í breið- um en grunnum farvegi og fell- ur því næst í Tröllkonufossi í gljúfur, sem myndá hálfhring um Búrfell. I þeim rennur áin um flúðir og fossa og er Þjófa- foss mestur þeirra. Skammt fyrir neðan hann kemur áin úr gljúfr- unum vestan Búrfells, breiðir úr sér til vesturs og rennur því næst til suðvesturs með sem næst sömu stefnu og frá upptökum. Loftmynd á baksíðu sýnir þessa staðhætti. Á ferð sinni kringum Búrfell feliur Þjórsá um 120 m. Meðalrennsli hennar á þesum stað er um 340 m3/sek og minnsta rennsli um 70 rnVsek. Mesta rennsli er talið vera 3000-4000 m3/sek en í áætlunum eru mannvirki reiknuð fyrir 7500 mVsek. Virkjunarhugmyndir Mönnum var snemma ljóst, að staðhættir við Búrfell sköpuðu möguleika til að gera þarna mjög ódýra virkjun með því að veita ánni norðan BúrfelLs yfir í Fossá, sem rennur í Þjórsá neðan við áðurnefnd gljúfur, og á þann hátt nýta allt fallið í einni stöð. Norski verkfræðingurinn Sæt- ersmoen gerði áætlun um siika virkjun árið 1918 og síðar hafa verið gerðar á vegum raforku- málastjóra athuganir á virkjun á þessum slóðum af Sigurði Thoroddsen, Verklegum Fram- kvæmdum og Almenna Bygging- arfélaginu. Loks var fyrir nokkr- um árum bandaríska verkfræði- fyrirtækið Harza Engineering Company International, sem hef- ur mikla reynslu í virkjunar- gerð á hraun- og basaltsvæðum, beðið að gera áætlanir um virkj- un við Búrfell en áður hafði firmað athugað vatnasvæði Hvít- ár og Þjórsár í heild, auk þess sem það vann að áætlun um virkjun Dettifoss o. fl. Sætersmoen gerði ráð fyrir rennslisvirkjun en svo nefnast virkjanir, sem aðeins nýta hluta rennslis árinnar án miðlunar við inntak. Stærð slíkra virkjana er yfirleitt ákveðin þannig, að þær geti skilað fullum afköstum um 95% af tímanum. Þegar vatns- skortur er þarf að bæta hann upp með vinnslu annarra stöðva eða miðlun ofar í ánnL Vegna ísvandamála Þjórsár, sem síðar verður getið, hefur verið leitað að öðrum lausnum þ.e.a.s. virkj- unum með vatnsuppistöðum við inntak. Þannig hefur Sigurður Thoroddsen athugað þann mögu- leika að stífla upp við ármót Tungnaár, mynda þar uppistöðu og veita vatninu um rúmlega 8 km lór.g göng yfir í Fossá neðan Háafoss. Einnig hefur Sigurður m. a. íhugað svipaða lausn neð- ar í ánni við svonefnda Klofaey, en þar hugsaði Sætersmoen sér stífluna og Almenna Byggingar- my/í'- % félagið og Verklegar framkvæmd ir hafa í samráði við Harza at- hugað stóra stíflu rétt fyrir ofan Tröllkonuhlaup. Engin þessara lausna er með öllu örugg og þær hafa allar reynzt dýrari en svo að unnt væri að taka þær til greina. Harza hvarf því aftur að rennslisvirkjun á svipuðum stað og ekki með öllu ósvipuðum hætti og Sætersmoen reiknaði með. Reiknar firmað með að fyrst verði virkjað 112 ms/s rennsli, sem er um 1/3 af meðal- rennsli árinnar og samsvarar 195 þús. kw og gerir ráð fyrir að stækka megi þá virkjun síðar í einu, tveimur eða þremur stigum í 210 þús. kw samfara nokkurri miðlun í Þórisvatni. Síðar má svo gera þarna aðra virkjun til viðbótar þegar frekari miðlanir koma tiL Lýsing mannvirkja Eins og meðfylgjandi yfirlits- teikning sýnir er ráðgert að stífla rétt norðan við Búrfell. Stíflan á ánni er úr steinsteypu og tengist við Búrfell að vestan og Hekluhraun að austan með lágum jarðstíflum. Frá stíflunni er ánni veitt um inntaksvirki og breiðan og djúpan skmð vestur í svokallaða Bjarnalækjarbotna og myndast þar lón. Úr Bjarna- lækjarbotnum er vatnið leitt um skurð og jarðgöng að jöfnunar- þró í vesturbrún Sámsstaðamúla. Frá þrónni liggja tvenn jarðgöng niður að stöðvarhúsi rétt norðan við Sámsstaði og þaðan stuttur frárennslisskurður út í Fossá skammt fyrir sunnan Hjálpar- toss. Flest eru mannvirkin stór á okkar mælikvarða og má sem dæmi nefna, að aðalstífla og stíflugarðar eru tæpir 5 km á lengd, aðrennslisskurðir um og yfir 500 m2 að þverskurðarflatar- máli, yfirfallslokur í stíflu 120 m á lengd, aðaljarðgöng 10 m i þvermál og um 1100 m á lengd o. s. frv. Verg fallhæð verður 119 m Og hrein fallhæð 115 f. Hæð inntaks- lóns er 244,5 m y.s. og yfirborð í frárennslisskurði 125,5 m y.s. Virkjað rennsli í 1. stigi, 105 þús. kw, er 112 mVsek og við full- virkjun 210 þús. kw, 224 mVs. Hver vélasamstæða er 35 þús^ kw. í 1. stigi verða því þrjár vélasamstæður og við fullvirkjun sex. Örugg ársorka í 1. stigi er 850 millj. kwst og við fullvirkjun 1635 millj. kwst en þá er miðlun komin í Þórisvatni. Skammt frá stöðvarhúsinu er gert ráð fyrir spennistöð og frá henni liggur 220 kw háspennu- lína, sem næst beina leið að íra- fossvirkjun og þaðan að sjænni- stöð við Geitháls við Reykjavík. Verður sú spennistöð aðalgreini- stöð líkt og spennistöðin við Ell- iðaárnar. Bygging Búrfellsvirkjunar yrðl að sjálfsögðu boðin út og verðl byrjað á framkvæmdum næsta haust er áætlað, að stöðin geti tekið tii starfa seint á árinu 1968. Við verkið þarf að stað- aldri 200 til 350 manns á vegum verktaka. Fjárfesting 1. virkjun- arstigs er áætluð sem hér segir í miilj. kr. Stöðvarhús, stíflur og vatnsvegir 668 Vélar og rafbúnaður 169 Vegir brýr o. fL 45 Spennistöðvar og háspennulína 180 Fjárfesting samt. 1050 f þessum tölum er innifalinn aTV- ur kostnaður þar með taldir vext ir á byggingartíma. Hins vegar ekki aðflutningsgjöld en með nú- verandi tollum áætlast þau 220 millj. kr. Fullvirkjun 210 þús. kw áætl- ast kosta 1617 millj. kr. að aðflutningsgjöldum frátöldum. fsvandamálið leyst með varastöð Eins og kunnugt er er mikil ísmyndun og ísskrið í Þjórsá. I slíkum ám er æskilegast að byrja með stórum vatnsuppistöð- um ná'ægt upptökum og virkja því naest nibur eftir ánni. Þessar uppistöður taka þá við ísskrið- inu og miðla jafnframt rennslinu. 100 til 200 þús. kw stöð í Þjórsá nú mundi hins vegar ekki geta borið slíka mannvirkjagerð. Því hefur verið horfið að því ráði að byrja með 106 þús. kw rennsiis- virkjun við Búrfell og gera ráð fyrir miðlunum o. fl. eftir þvl sem virkjanir aukast og fjárhags- lega geta raforkukerfisins vex. Ástæðan fyrir því að þetta er talið fært er sú, að á síðustu ár- um hafa þróazt mjög ódýrar vara Framhald á bls. 21 Þeir hafa unnið mest að rannsóknunum á Búrlellsvirkjun, frá hægri: Kögnvaldur Þorláksson, verkfræðingur, Eiríkur Briem, rafmagnsveitustjóri rikisins, og Jakob Gislason, raforkumálastj. og dr. Gunnar Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.