Morgunblaðið - 02.03.1965, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.03.1965, Blaðsíða 25
* Þriðjudagur 2. marz 1965 MORCUNBLAÐIÐ 25 Jóhcmn Garðar Jóhannsson Minningarorð JÓHANN GABÐAR var fæddur í Öxney á Breiðafirði 15. nóv. 1#97 og þar ólst hann upp. 20. sept. 1919 kvæntist Jóhann eftir- lifandi konu sinni, Friðriku Eggertsdóttur frá Fremri-Langey á Breiðafirði, gáfaðri mannkosta- konu. f>au eignuðust 10 mann- vænleg börn. Af þeim eru átta ó lífi en tvö misstu þau á unga aldri, Um það leyti, sem þau giftust Jóhann og Friðrika settu þau saman bú í Stykkishólmi. Gerðist Jóhann þar formaður á báti og þótti hinn happasælasti við það starf. 1923 fluttust þau til Reykjavíkur og stundaði Jó- hann aðallega sjómennsku þar til árið 1931 að hann gerðist starfs- maður hjá Reykjavíkurhöfn og þar vann hann óslitið til dauða- dags. Jóhann var mikill skákunnandi enda góður skákmaður sjálfur. Hann var formaður taflfélags al- þýðu um langt árabil. Kvæða- maður var Jóhann með ágætum, fór þar saman fögur og mikil rödd og glöggur skilningur á því efni, sem flutt var. Jóhann starf- aði í fjölmörg ár í Kvæðamanna- félaginu Iðunni og gegndi þar mörgum trúnaðarstörfum, þótti það jafnan góður fagnaðarauki þegar Jóhann Garðar kvað. Jó- hann var eins og fleiri Öxneying- ar glæsimenni að vallarsýn, vel vaxinn og karlmannlegur, af- kasta mikill til vinnu og verk- laginn svo segja mátti að verk færi honum vel úr hendi. >að eem gerði Jóhann öðru fremur minnisstæðan þeim, sem höfðu af honum nánari kynni, var hans djúpa og rökvisa greind, sem aldrei brást, ásamt slyngri hagmælsku, sem jafnvel var til- tæk þá válegir atburðir steðjuðu að og skal hér sagt frá einu sliku atviki. í tvísýnu veðurútliti norð- vir á Skagagrunni vakti Jóhann akipstjóri sinn með þessari vísu: Veðri lýsa vondar spár vonadísum fækkar. Lokar ís í áttir þrjár aidan rís og hækkar. Og einhversstaðar í vísu segir hann um sjálfan sig: Elskaði stöku, unni brag átti vökunótt með báðum og ég er sannfærður um að þær vökunætur hafa verið honum kærar. Með Jóhanni Garðari er geng- inn til moldar einn hinn svip- mesti úr hópi vísnaskálda og kvæðamanna þeirrar kynslóðar, sem nú er senn öll, og ég hygg að vinum og samferðamönnum verði torgleymdur þó nokkur stund líði frá samfundum. S. J. í DAG verður til grafar borinn Jóhann Garðar Jóhannsson, en hann lézt aðfaranótt 21. febr. sl. Jóhann heitinn fæddist í Öxn- ey á Breiðafirði 15. nóv. 1897. Ólst hann þar upp hjá foreldr- tim sínum með stórum hópi sysf> kina og fóstursystkina. Ungur að árum fluttist hann til Stykkis- hólms og gerðist þar utgerðar- maður og formaður. Árið 1919 kvæntist hann eftirlifandi konu ■inni, Friðriku Eggertsdóttur, «em einnig er a< breiðfirzkum •ettum oe hin mesta myndarkona i hvívetna. Þau hjónin eignuðust 10 börn, og eru 8 þeirra á lífi, öll ttppkomin og hin mannvænleg- nstu. Eftir 4 ára búskap fluttust þau hjónin búferlum til Reykja- víkur og hafa lengst af búið á lÁsvallagötu 59. Fyrstu árin í Reykjavík var Jóhann heitinn á togurum, þar til árið 1931, að hann gerðist starfsmaður hjá Reykjavíkurhöfn, og starfaði hann þar til dauðadags. Jóhann heitinn var maður glað- vær og félaigslyndur, verksýnn og iaghentur og vann öll sín störf mt alúð og samvizkusemi, enda naut hann verðskuldaðra vin- sælda, trausts og virðingar sam- starfsmanna sinna. Hann tók og mikinn þátt í ýmsum félagsmál- um og það af þeirri alúð og ræktarsemi, sem honum var svo eðlislæg. Til dæmis var hann formaður Taflfélags alþýðu um langt árabil. Einniig var hann mjög virkur þátttakandi í Kvæða- félaginu, enda var harsn frábær hagyrðingur — mér væri nær að segja skáld, bókhneigður og söngelskur, og tel ég mjög miður, hve fá af kvæðum hans og stök- um hafa komið fyrir almenninigs- sjónir, og hygg ég þar sé mest um að kenna hlédrægni hans og hóg- værð. Fyrir um það bil 18 árum bar ég gæfu til að kynnast Jóhanni heitnum, heimili hans og fjöl- skyldu. Hin græzkulausa glað- værð frjálslyndi, en þó festa, sem ríkti á heimilinu, vakti strax athygli mína, oig mér verður ávallt minnisstæður hlýleiki og virðuleg festa þessa dánumanns, er hann í fyrsta sinn bauð mig velkominn. Síðan hef ég oft kom- ið á þetta ágæta heimili, enda gott að koma þar, hlýjar viðtök- ur og frábær gestrisni. Millum okkar Jóhanns tókst góð kynni og síðar einlæg vinátta, sem var mér bæði göfgandi og þroskandi Ég hygg, að ég hafi aldrei kynnzt umtalsbetri manni um menn og málefni en einmitt honum. Ég heyrði hann aldrei segja niðr- andi orð um nokkurn mann né nokkurt mál, þótt hann kynni að vera því andvígur, slíkt var hans drenglyndi og virðinig gagnvart öllu og öllum. Eiginkonu, börnum, tengda- börnum og öðrum ættingjum hins látna sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Nú er þessi góði drenigur horf- inn sjónum okkar, en minning hans mun lengi lifa í hugum þeirra, sem þekktu hann. Hvíl í guðsfriði. Bjarni F. Halldórsson. Brustu strengir! Bróðir Jóhann Garðar, brostin hvíla fögur augu þín, enginn framar ýta ofanjarðar í þau lítur meðan sólin skin! Sindur kveikti sólareldur fagur sálar þinnar, hugarlþel var bjart, meðan léku á kostum dáð og dagur dýrast mál þú ófst í sumarskart. Sigurður Rósinkrans Björnsson IVflinningarorð Fæddur 7. október 1918 Dáinn 21. febrúar 1965 HANN fæddist að Brautarholti í Hafnarfirði, sonur hjónanna, Sigurborgar Magnúsdóttur og Björns Hanssonar, skipstjóra og ólst upp í Hafnarfirði til tvítugs aldurs. Ég ætla ekki, með þessum fáu kveðjuorðum, að fara að rekja ættartölu né lifsferil, vinar mins, Sigurðar enda ekki nógu fróður í þeim efnum, og læt ég það þeim eftir, sem betur til þekkja og lengur hafa notið samvista við hann, því ég veit að þeir eru margir, sem átt hafa með honum margar ógleymanlegar ánægju oig samverustundir, þvi_ hann var lundléttur og söngelskur, enda söngmaður ágætur, og var um tíma félagi í Karlakórnum „Fóst- bræður“. Ævi hans, var ævi hins vinn- andi manns, bæði á sjó og í landi og ekki var hann ánægður, nema hann hefði nóg að starfa, því hug- mikill var hann og kvikur í hreyfingum. Umhyggjusamur var hann börnum sínum, stjúpdætrum og barnabörnum og sýndi hann það bezt í verki, síðustu mánuðina, sem hann lifði, þótt kraftar hans færu smá dvínandi og heilsunni hrakaði, þá vann hann að iðn « sinni þar til hann varð að leggjast | sína síðustu legu á sjúkrahús. Éig held, að hann hafi vitað að hverju dró, enda var hann æðru- laus og talaði um það, sem það óhjákvæmilega, sem þeir einir geta, sem trúaðir eru og vita að lífið heldur áfram, þótt við kveðjumst um stund. Þessi fátæklegu orð eiga að vera hinzta kveðja til þín Sig- urður minn, og bið ég Guð að vernda þig og leiða, yfir á landið eilifa. Eiiginkonu, börnum, barna- börnum, föður og systkinum, votta ég mína innilegustu samúð. Vinur. — Utan úr heimi Framhald af bls. 16 ar kænlegar að. Hvatt er til þess að ytri einkennum trúar- lifs sé við haldið, pílagríma- ferðir le^yfðar og kirkjur hafðar opnar. Kommúnista- stjórnin getur þannig sagt við þegna landsins: „Hvað viljið þið eiginlega meira?“ Þannig er sértrúarflokkafrelsi, en al- mennt trúfrelsi hinsvegar ekki. Kaþólsk trú er mjög öflug og kirkjan mjög sjálfstæð í Póllandi. Þar vega þeir salt, Gomulka, forsætisráðherra, sem ekki er talinn persónu- lega fjandsamlegur kirkjunni, dg Wyszinski kardínáli, sem stýrir hjá stjórnmálalegum á- rekstrum við kommúnista- stjómina. En hinsvegar leyfa lög út- komu aðeins örfárra kaþ- ólskra rita og sérhverju því máli, sem viðkemur kirkj- unni, verður að skjóta til svo- nefndrar „skrifstofu trúmála“, sem kommúnistar reka, hvort heldur um er að ræða leyfi til nýrrar kirkjubyggingar, ökuleyfi til handa presti eða kolakaup handa klaustri. All- ir kirkjukórar, klaustur og prestaskólar eru skráðir sem lúxushótel og verða að greiða skatta í samræmi við það. Nemendur við prestaskóla í Kveðja frá móðurömmu Til Sigurjóns Hanssonðr Ég minnist þín í hljóðu húmi nætur með heitum tárum, ungi vinur minn. Er haustsins brim við harðan klettinn grætur, ég harmsins bylgjur mér í barmi finn. Þú unnir Rán af heitu ungu hjarta og hafsins fley var draumafákur þinn. Þar vakti í hilling vonaland þitt bjarta er vorsins dísir glöddu drenginn sinn. Já amma man, hve yndislegur drengur þú ætíð varst og bros þín sæl og heið. Því er svo sárt að sjá þig ekki lengur og sorgarskuggar hausts á minni leið. Þú áttir hönd, sem hlúði óskum mínum, svo hreina lund og göfugt hjartalag. Það verður jafnan helgast huga mínum og hlýjum varma sveipar hvern minn dag. Við sumarkveðju sé ég þig í anda, minn sólskinsdreng, — þá verður húmið bjart — í hvítri skikkju í helgidómi standa, með hljóðri bæn við Drottins náðarskart. Og seinna um vor í sama helgidómi ég signdi í tárum hvíta rúmið þitt. Ég greindi rödd með ástarengilsrómi, sem annast vildi hjartans barnið mitt. Þitt ævifley, það sveif til sólskinsstranda um sumarnótt, er blómin grétu hljóð. Ég lít í bæn til bjartra vonalanda, því blíður Drottinn, heyrir sorgarljóð. Og systur þínar sjá þá stóra bróður í sýn, er tengir himin, sæ og jörð. Þá finnst þeim bjart um föður sinn og móður er flytja í tárum helga þakkargjörð. Árelíus Nielssoo. Vizku þrungna töfra vorrar tungu tókstu í fangið eftir gömlum sið; stakan hló í æskubrjósti ungu við árdagsglóð um Breiðafjarðar- mið. Undrasýn: í skini’ er sólar skarta hin skæru blys um ljúfa júnínótt, þar svanabreiðan bjarta hug og hjarta, þá hressing veitti’ er stælti vit og þrótt. Þú varst maður! Það eru vina kynni, þinna sönnu, allt frá fyrstu tíð. Áratugir eru í vitund minni, indæl blóm í fagurgrænni hlíð. Félagarnir, kærir kvæða bræður kveðja þig og þakka tryggum vin. Sá er allar ævirúnir ræður í raunum blessi allt þitt sifjakyní g.kr.g. Mið-Póllandi, þurftu nýlega að sofa í skúffum, sem not- aðar eru öðru jöfnu til að geyma í prestsskrúða. Wyszynski kardínáli býr við óopinbert vopnahlé við Gomulka, sem byggist á því að kirkjan neitar að láta stjórna sér, og kommúnista- flokkurinn þarf að „halda andlitinu", eins og það er orðað. Kardínálinn hefur þannig aldrei farið þess á leit við stjórnina að kristin fræði skyldunámsgrein í landinu sökum þess, að hann gerir sér grein fyrir því áð útilok- að er að við slíkri ósk yrði orðið. „Menn verða að reyna að geta sér til um ráðstafan- ir þeirra, og reyna að mæta þeim. Það er jafnan viturlegt að lýsa yfir andstöðu við óvinveitt lög strax, því að lög breytast jafnan_ og upphefja hver önnur. Ég er aðeins ósveigjanlegur í trúnni“, er haft eftir kardínálanum. í Rússlandi byggðíst of- sóknirnar gegn grísk-kaþólsku kirkjunni á Stalíntknanum einkum á háði og spotti, sem komið var á framfæri í blöð- um og tímaritum kommún- ista. Prestar voru sakaðir um siðleysi, að þeir leggðu stund á svartamarkaðsbrask með erlendum gjaldeyri, og þeir voru jafnvel sakaðir um að raka saman fé með því að selja messukerti á svörtum markaði. En síðan 1958, eftir að miðstjórn kommúnista- flokksins úrskurðaði að skysa ur hefðu verið gerðar í bar- áttunni gegn kristinni trú, hefur áróðurinn gegn kirkj- unni einkum byggzt á því að „afsanna" á „vísindalegan hátt“ að trúin hafi nokkurt gildi. í þessu felst m.a. það, að hægt sé að framleiða börn í tilraunaglösum, og hæst hef ur þetta náð á fundi sovézku Vísindaakademíunnar nýver- ið, þar sem leiðandi vísinda- menn og geimfarar í Sovét- rikjunum, þeirra á meðal Gagarín, stungu upp á því að gengist yrði fyrir sérstakri ferð út í himingeiminn til að sanna í eitt skipti fyrir öll að Guð sé ekki til. (Observer — öll réttindi áskilin). að auglýsing í útbreiddasta blaðinn borgar sig bezt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.