Morgunblaðið - 02.03.1965, Page 31

Morgunblaðið - 02.03.1965, Page 31
1 í>riðjudagur 2. marz 1965 MQRGUNBLAÐIÐ 31 Kosygin á þön- um í Leipzig Abvarar Bandarlkjamenn — Fékk rafmagnsrakvél frá A-Þjcðverjum Ungar stúikur pakka inn merkjam Bauöa Krossins í sjálfboða vinnu (Ljósm. Sv. Þ.). Merkiasöludagur Rauða Krossins Leipzig, 1. marz. — (NTB-AP) ALEXEI KOSYGIN, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, fór vítt og breitt um hina 800 ára gömlu kaupstefnu í Leipzig í dag. Heiro sótti hann fjölmargar sýningar- deildir og spurði þar um alla heima og geima. Mestum tíma sínum varði Kosygin þó í a-þýzku sýningardeildinni, þar sem hon- um var gefin rafmagnsrakvél og eldhúsáhöld handa konu sinni, sera ekki er með honum. í kvöld flutti Kosygin ræðu í Leipzig þar sem hann ræddi m.a. um gildi kaupstefnunnar þar. — Fyrr í dag vék Kosygin sér hjá því að svara spurningu um hvort hugsanlegt væri að Johnson Bandaríkjaforseti kæmi í heimsókn til Moskvu á þessu ári. „Ég get engu bætt við það, sem herra Johnson hefur sagt“, svaraði hann blaðamönnum til, en hann ræddi stuttlega við þá á kaupstefnunni. Talið var að Kosygin myndi fara frá Leipzig í kvöld, en ekki Kmverjar Framhald af bls. 1 Norður-Viet Nam, N-Kóreu, Japan og Indónesíu þáðu ekki boðið. Sama gerði Rúmenía, sem hefur reynt að vera hlutlaus í deilu Rússa og Kínverja. Rússar hafa að undanförnu reynt að draga mjög úr þeirri skoðun, að ráðstefna þessi væri hin mikilvægasta. Þetta hefur vexið gert bæði til að blíðka Kín- verja og vegna ótta hinna ein- stöku flokka í Evrópu um að fundurinn myndi verða til þess að endanlega slitnaði upp úr með Peking og- Moskvu. ' Boðaff af Krúsjeff Til ráðstefnunnar, sem nú stendur í Moskvu, var upphaf- lega boðað af Krúsjeff, fyrrum forsætisráðherra, og samkvæmt og samkvæmt áætlunum hans átti hún að hefjast 15. desember sl. Ráðstefnunni var frestað af hinum nýju leiðtogum í Kreml til þess að betra tækifæri gæfist til viðræðna „bak við tjöldin“. Tilgangur Krúsjeffs með ráð- stefnunni var einkum sá, að hún skyldi verða einskonar undirbún- ingsráðstefna fyrir allsherjar- fund kommúnistaflokka 90 landa síðar en hann skyldi víkja Kín- verjum úr Alþjóðasamtökum kommúnista. Síðar var fundur- inn aðeins sagður „ráðgefandi“ til að blíðka Kínverja og nokkra kommúnistaflokka, þar á meðal flokkana í Kúbu, Ítalíu, Póllandi- og Bretlandi, en þessir flokkar gáfu ekki vilyrði um fundarsókn fyrr en þeim hafði verið lofað að fundurinn yrði ekki notaður til annars en að hvetja til frek- ari „einingar". Stærsti „vinningur" Sovétrikj- anna varðandi yfirstandandi ráð- stefnu, er að til hennar skyldi koma Raoul Castro, bróðir kú- banska einræðisherrans, sem ef og til hefur hallazt mjög að hug- myndum Kínverja. Fyrir sovézku nefndinni á fund inuin er Mikhail Suslov, einn helzti hugmyndasérfræðingur rússneskra kommúnista. Meðal nefndarmanna er einnig Boris Pnomarev, og það eru m. a. yfir- lýsingar, sem Pomonarev gaf í fyrra, sem hinar harkalegu árás- ir Kínverja á Moskvu í dag eru byggðar á. Þeir, sem gerzt fylgjast með málum í Moskvu, telja að árásir Kínverja í dag kunni að leiða til að Rússar og Kínverjar hefji á ný að þrátta fyrir opnum tjöld- uxu. var vitað hvenær kvöldsins það yrði. Kosygin sagði í ræðu sinni í kvöld, en hún var haldin í sovézkri móttöku, að Sovét- stjórnin hafi gert Bandaríkja- mönnum ljóst, að það væri mik- ill misskilningur af þeim að halda að þeir geti órefsað ráð- izt á sósíalistiskt land. Ef ógnun stafaði frá heimsvaldasinnum, stæðu sósíalistaríkin saman ’sem einn maður. Átti Kosygin hér við Vietnam. Hann lauk ræðu sinni með því að segja að hann óskaði eftir því að lönd með ólík þjóð- félagskei’fi gætu lifað saman í sátt og samlyndi. Kosygin sagði og vestrænum fréttamönnum í kvöld, að hann hefði sent Johnson forseta bréf um ástandið í Víetnam fyrir tveimur mánuðum og bætti við: „Við höfum áhyggjur af því, að við höfum enn ekkert svar feng- ið. Við æskjum betri samskipta. Við bíðum enn.“ Aðspurður vildi Kosygin ekkert segja nánar um innihald bréfs þessa. Árásir Kínverja Eitt meginefnið í árásum Peking á Sovétríkin í dag er út- koma bókarinnar „Hin alþjóð- lega og byltingarkennda verka- lýðshreyfing" í Moskvu fyrir skemmstu, en ritstjóri bókarinn- ar er Pomonarev sá, er fyrr var nefndur. Segja Kínverjar að í bókinni sé kerfisbundið ráðizt á kinverska kommúnistaflokkinn, Mao Tse-Tung sé mistúlkaður, o. fl. „Þessi nýja andkínverska bók kemur upp um hræsnina hjá þeim, sem þykjast vilja styrkja eininguna í hinni alþjóðlegu kommúnistahreyfingu", segir fréttastofan Nýja.Kína í dag. Nú byrjum við aftur Alþýðudagblaðið í Peking seg- ir frá umræddri bók í dag undir fyrirsögninni: „Útgáfa and-kín- verskrar bókar flettir ofan af til- gangi þeirra sem vinna að raun- verulegum klofningi". I undir- fyrirsögn: „Krúsjeff hefur fallið, en endurskoðunarstefna hans lifir.“ Fréttastofan Nýja Kína sagði í dag, að í bókinni séu fjölmarg- ir pólitískir merkimiðar settir á kinverska leiðtoga, og fara hér á eftir nokkur dæmi: Ný-Trotzky istar, borgaralegir nasjónalistar, vinstri-tækifærissinnar, últra- byltingarsinnar, uppgjafarstefnu pólitíkusar, súbjektívistar, teorí- tískar Messíasartýpur, dogmatist ar, klofningsmenn o. s. frv. o. s. frv. „Helgileikir og Herranætur44 STÚDENTARÁÐ hefur gengizt fyrir nokkrum fyrirlestrum fyrir almenning í vetur. Næstkomandi miðvikudagskvöld, 3. marz, mun Sveinn Einarsson, leikhússtjóri flytja fyrirlestur, sem hann kall- ar „Helgileikir og Herranætur". Fjallar hann um upphaf íslenzkr- ar leiklistar oig fyrstu kynni hennar af erlendri leiklist. Fyrir- lesturinn verður í 1. kennslu- stofu Háskólans n.k. miðviku- dagskvöld og hefst kl. 21, og er öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. í ráði er. að þess- um fyrirlestrum verði haldið áfram, og mun Björn Th. Björns- son listfræðingur fiytja fyrir- lestra síðar í marzmánuði. > (Fréttatilkynning frá S.H.Í.) Á MOBGUN verður hinn árlegi merkjasöludagur Rauða Kross íslands. Að þessu sinni kemur Rauði Krossinn fram með nýjung í merkjasölu, en auk merkjanna verða seldar lyklakippur með rauðum krossi. Væntir Rauði Krossinn þess, að fótk taki merkjasölubörnum vel og styrki gott málefni. Rauði Krossinn er 40 ára um þessar mundir, en hann var stofn aður í desember 1924. Hann hef- ur frá upphafi beitt sér fyrir margs konar líknarstarfsemi og safnað fé til bágstaddi’a erlendis sem innanlands. Eins og kunnugt er af fréttum stendur nú yfir fjársöfnun til kaupa á bló'ðbíl og rannsóknartækjum, sem fylgja eiga honum. Hefur félagið stofn- að hjálparsjóð til þess að hjálpa fljótt og vel, til þess að ekki þurfi að bíða sérstakrar fjársöfn unar. Er ástæða til að benda fólki, sem vill styðja Rauða Krossinn, á þennan sjóð. Minn- ingarkort Raúða Kross íslands — Skipasm'iðar Framhald af bls. 2 þessar mundir að láta smíða fyrir sig 335 tn. skip á Akureyri. Sagði hann, að hann léti smíða skipið hérlendis af þeirri ástæðu að sér þætti miklu hentugra að láta smíðarnar fara fram „við bæjar- vegginn", eins og hann orðaði það. Sagðist Magnús álíta, að Islendingum væri nauðsynlegt að stunda smíðar sjálfir, af því að ekki væri kleift að reka skipa- smíðastöðvar með það eitt fyrir augum að stunda þar viðgerðir. Skipasmíðastöðvar þyrftu að hafa nóg vei'kefni, en viðgerða- vinna væri of stopul. Einn sérstakur kostur sagði Magnús að væri við að skip yrðu smíðuð hér á landi. Hægt væri að fylgjast með verkinu allan þann tíma, sem það stæði yfir og breytingar yrðu þess vegna ekki eins dýrar og ella. Auk þess spar- aðist mikill aukakostnaður, sem væru ferðir milli landa o. þ. h. Saigðist Magnús álíta, að þegar öll kurl væru til grafar komin væru skip, smíðuð á Lslandi, ekki dýr- ari en þau, sém erlendis væru smíðuð. Auk þess sagði hann að islenzkir skipasmðir stæðu sízt öðrum að baki hvað snerti hæfni í starfi. Sparifjáreigendur Avaxta sparifé á vinsælan og öruggan hátt. Uppl. kl. 11—12 f.h. og 8—9 e.h. Margeir J. Magnússon Miðstræti 3 A. Sími 22714 og 15385. og frímerki Rauða Krossins eru einnig vel til þess fallin að styrkja sjóðinn. Auk áðurnefnds rekur Rauði Krossinn margskonar líknarstarf semi svo sem lán á sjúkragögn- um, kennslu í hjálp í viðlögum, sumardvalarheimili fyrir börn og sjúkraflutninga. Rauði Kross íslands biður for- eldrá vinsamlega um að hvetja börn sín til merkjasölu, en vill þó minna börnin á að vera hlý- lega klædd. Börnin þyrftu að koma snemma á Öskudagsmorg- un á útsölustaðina, en þeir eru: I vesturbæ: Verzlun Egils Jacobsen, Efnalaug Vesturbæjar, Melaskólinn (Kringlan), Sunnu- búðin, Síld og Fiskur við Hjarð- arhaga, Austurver, Kron Þver- vegi 2. í austurbæ: Fatabú'ðin, Skóla- vörðustíg, Axelsbúð Barmahlíð, Silli og Valdi Háteigsvegi, Aust- urver söluturn Skaftahlíð, Lyng- ás, Breiðagerðisskólinn, Borgar- kjör, Árbæjarskólinn, Silli og Valdi Ásgarði, Strætisvagnabið- Eitgar tillögur am sjónvarpsstöð Stokkhólmi 1. marz — AP ORDRÓMUR, sem á sveimi mun vera um að Olof Lagercrantz og ritstjóri Svenska Dagbladets hafi opinberlega gert að tillögu sinni að íslendingar verði aðstoðaðir við að koma upp sjónvarpi, er ekki réttur. Fóturinn fyrir orð- rómi þessum mun vera grein, sem Lagercrantz ritaði í blað sitt Dagens Nyheter s.l. laugardag, þar sem hann lagði á það á- herzlu, að bandarískar sendingar á íslandi væru ekki „hættulegar hinni gömlu islenzku menningu“. Á mjög vægan hátt nefndi hann þó í grein sinni, að sænsk að- stoð við 'ísland til að koma upp sjónvarpi, væri „skemmtileg uppástunga“. UM hádegisbilið á sunnudag var bifreið ekið af Miklatorgi eftir hægri akrein inn á Mklubraut, síðan þvert yfir götuna til vinstri og á steypt grindverk við Miklu- braut 1, þar sem eftir varð vinstri framlukt bifreiðarinnar. Ekki lauk ökuferðinni þarna, heldur var nú haldið aftur til hægri yfir götuna, upp á eyjuna, sem skilur að akbrautirnar, og enn til vinstri yfir götuna og nú inn á Gunnarsbraut, síðan öfugt skýlið Háaleiti, Skúlaskeið, Elís Jónsson, verzl., Valgeirsbúð, Laug arásbíó, Búrið, KFUM Kirkju- teig, Borgarbókasafni'ð, íþrótta- húsið Hálogalandi, SAAB umboð ið Langholtsvegi. Merkin verða svipuð og áður, en nú hefur Rauði Krossinn tek- ið upp þá nýbreytni, að selja á merkjasöludeginum lyklakippur með rauðum ki-ossi áföstum. Merkin munu kosta 10 kr„ en lyklakippurnar kr. 25:00. Aðstoðið Mannúðarstarf Rauða Krossins. Kaupið merki dagsins. Róðsteína Varðbergs um kjaramól RÁÐSTEFNU VARÐBERGS um „Kjaramál í Atlantshafs- ríkjunum“ verður fram haldlð í dag í Sigtúni við Austurvöll. Að loknum hádegisverði þar mun Óskar Ilallgrímsson flytja erindi um „Vinnutíma hérlendis og erlendis, leiðir til styttri vinnutíma.“ Þá mun Magnús Óskarsson vinnumála fulltrúi fjalla um „Nokkur atriði varðandi samstarf laun þega og vinnuveitenda í ná- grannaríkjunum'*, ma. á- kvæði vinnulöggjafar um sátta umleitanir og lausn vinnu- deilna, samstarfsnefndir og fræðslustarfsemi um verka- lýðsmál. — íþróttir Framhald á bls. 30 Eftir keppni voru veitingar í Ármannsskálanum. Á síðastliðnu ári voru gerðar miklar breyting- ar á Áimannsskálanum og er hann nú mjög vistlegur. Margt var um manninn í Bláfjöllum, og voru allir sammála um, að mót þetta hefði farið- ágætlega fram og væri Skíðadeild Ár- manns til mikils sóma. Margir gamlir Ármenningar mættu þar til þess að starfa, og meðal kepp enda mátti sjá gamla skíðamenn eins og þá Ásgeir Eyjlófsson og Bjarna Einarsson, sem lágu eklci á liði sínu. eftir Bollagötu, þar sem önnur bifreið mætti þessari. Hvað um bifreiðina eða ökumann hennar varð eftir þetta, er ekki vitað. Sjónarvottar segja, að á ferð hafi verið dökkblá eða dökkgræn Skoda-station bifreið, af stærri gerðinni. Biður rannsóknarlög- reglan hvern þann, sem kynni að hafa orðið var við slíka bif- reið í áður greindu ástandi, að hafa samband við hana hið i.. rsta. Viðburöarík ökuferð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.