Morgunblaðið - 30.03.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.03.1965, Blaðsíða 3
t Þriðjudagur 30. marz 1965 MORGUNBIAÐIÐ ísinn hefur þrengt sér inn á Seyðisfjörð, þennan mjóa langafjörð, sem skerst 15-20 km. inn í landið. ísinn er þar þéttastur yzt en á leirunum í fjarðarbotninum er einasta auða vökin. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Samstarf þriggja aðila í umferðar- og öryggismálum ÞBJÚ félög, Slysavarnafélag íslands, Bindindisfélag ökumanna og Félaig íslenzkra bifreiðaeig- enda, er öll hafa það sama mark- mið að vinna að umferðar- og öryggismálum, hafa stofnað til samstarfs sín á meðal til að vinna að auknu öryggi í umferðinni. Með þessu samstarfi álíta félögin, að þau geti komið enn meiru til Lfitil hreyfircg á ísnum — segir skipherran á 99SIF LITLAR breytingar urðu um helgina á ísbreiðunni umhverfis landið. Mbl. átti í gær tal við Þröst Sigtryggsson skipherra á Sif, flugvél Landhelgisgæzlunn- ar, er hann var nýkominn úr ís- könnunarflugi í ágætu skyggni. Kvað hann litlar breytingar hafa orðið nema hvað ístungan hefði færzt heldur norðar við Aust- f irði. Sáralítill ís væri fyrir sunn- an Kambanes, en þó ‘væri nokk- urt íshröngl suður á móts við Hvaibak. Norðfjarð^rflói og Seyðisfjörður væru fullir af ís, en fyrir utan væri ísinn dreifð- ari. Þröstur sagði, að fyrir Norður- landi virtist greiðfær siglinga- leið milli fjarða. í Húnaflóa væri heldur minna um is en áður, en þó væri nokkurt ishröngl inni á Miðfirði. Annars væri ísihn í Húnaflóa yfirleitt 10 til 15 mílur frá ströndinni og að sögn Þrastar þekur hann um 6/10 af yfirborði 6jávarins. Borgarísjakarnir, sem verið hafa á Húnaflóa að undan förnu, eru enn á svipuðum slóð- um. | Norðan við Vestfjarðakjálkann 64 virtist Þresti staða íssins svipuð og áður, siglingaleið greiðfær austur fyrir Látravík en ekki lengra. Norður af Horni kvaðst Þröstur hafa séð lagnaðarís, sem virtist fremur þunnur og væri ef til vill fær skipum. leiðar í þessum málum, en hvert í sínu lagi. Fyrsti viðræðufundur þessara aðila var haldinn 11. febrúar s.l. og voru þar mættir eftirtaldir fulltrúar: Ásbjörn Stefánsson frá B.F.Ö., Magnús H. Valdimarsson frá F.Í.B. og Hannes Hafstein frá S.V.F.I. er var kosinn formaður nefndarinnar. Þegar á þessum fundi kom í ljós einlægur samstarfsvilji þess- ara aðila oig var ákveðið að nefnd þessi skyldi nefnd „Samstarfs- nefnd í umferðarmálum". Aðal- markmið hennar yrði að vinna að, auknu umferðaröryggi og um- ferðarmenningu í samráði við löggjafa- og lögreglu, borgar- oig bæjayfirvöld, bifreiðaeftirlit, tryggingafélög og vegamálastjórn, Jafnframt var rætt um að leita til hinna ýmsu frjálsu félags- samtaka, svo sem Rauða kross ís- lands, skátahreyfinigarinnar og til æskulýðsráðs hinna ýmsu bæja- og sveitafélaga, en þessi fé lög hafa einnig skipulgða starf- semi félagsdeilda á víð og dreif um landið og vilja stuðla að auknu öryggi almennings í hinni ört vaxandi umferð. Samstarfsnefndin hefur haldið vikulega nefndarfundi og þar rædd mörg vandamál varðandi umferðina oig hvernig samstarfi Framhald á bls. 31 Spilakvöld Off í Garðahreppi Sjálfstæðisfélag Garða- Bessastaðahrepps heldur spila- kvöld annað kvöld í samkomu húsinu Garðaholti. Félagar fjöl mennið. Nefndarmenn í.v. Magnús H. Valdimarsson, F.B.Í., Hannes Hafstein, S.V.F.Í. og Ásbjörn Stefáns s»n, B.Ö.F. STAKSTÍIKAIC Jafnvægi í byggð landsins MIKIÐ er nú rætt um nauðsyn þess að gera róttækari ráðstaf- anir en hingað til, til að tryggja jafnvægi í byggð landsins, og eru yfirleitt ailir sammála um það, að nauðsynlegt sé að slíkar ráð- stafanir verði gerðar. Um þetta - fjallar ritstjómargrein Tímans síðastliðinn sunnudaig, og segir þar m.a. um þetta mál: „Þetta er ekki minnst hags- munamál þess landshluta, sem fjölmennastur er, því óeðlilega mikið fólksstreymi þangað skap- ar margvísleg vandamál. í öðrum landshlutum mundi jafnvæigis- sjóður styðja uppbyggingarstarf- semi, sem að undangenginni at- hugun telst til þess fallin á hverj- um tíma að draga úr fólks- straumnum þaðan eða stöðva hann“. „Ekki um það að ræða að hvergi megi leggja niður byggt ból“ Ritstjórnargrein Tímans held- ur áfram: „Hér er ekki um það að ræða, að hvergi megi leggja niður byggrt ból eða flytja á hagkvæm- ari staði. Uppbygginguna ber að miða við það, að hagnýta sem bezt gæði náttúrunnar til lands og sjávar, þar sem þau eru til staðar. Björgulega staði ætti ekki að yfirgefa, heldur stefna að því að gera mönnum kleift að koma atvinnurekstri sínum og aðstöðu í samræmi við það, sem hæfilegt má teljast og óhjá- kvæmilegt á hverjum tíma. En jafnframt ber að hafa það í huga, að ráðið til þess að hindra bein eða hlutfallslega fólksfækkun i einhverjum landshluta getur verið meðal annars í því fólgið að koma þar upp þéttbýlishverf- um eða efla kaupstaði og kaup- tún, sem fyrir eru, og ber þá jafnvægisstofnuninni að sjálf- sögðu að greiða fyrir uppbygg- ingu cg rekstri slíkra staða, jafn- hliða annari uppbyggingu þar um slóðir. Aukning fólksfjölda á slíkum þéttbýlisstöðum, þótt í bili dragi til sin eitthvað af fólki úr um- hverfi sínu, getur verið brýnt hagsmunamál hlutaðeigandi landshluta, ef hún ræður úrslit- um um það, að hann sem heild haldi sínum hlut“. Skynsamleg stefna í þessum málum þarf að marka skynsamlega stefnu, og tekur Morgunblaðið undir það með Tímanum, að megináherzlu þurfi að leggja á myndun þéttbýlis- kjarna og hitt sé ekki megin- atriði, þótt eitt og eitt byggt ból leggist niður, ef þar er ekki að- staða til lífvænlegs rekstrar. Gjarnan má þó minna á það. nú þegar Tíminn tekur skynsamlega aðstöðu í jafnvægismálunum, að ekki eru nema nokkur ár liðin síðan það var eitt meginárásar- efni þessa blaðs á ríkisstjómina, að einstaka jarðir, sem ekki voru byggilegar, höfðu farið í eyði. Slíkt þröngsýni er ekki líklegt til að leysa þetta vandamál, og þessvegna ber að fagna því að Tíminn skuli nú taka jákvæða afstöðu til þessa mikilvæga máls, og ætti þá að geta skapazt um lausn þess sæmileg samstaða. Menn þurfa þess vei^na væntan- lega ekki lengi að bíða þess, að fram komi tiilögur til raunhæfra aðgerða í jafnvægismálunum og að þær fái nægilegt fylgi. Um þær ættu allir lýðræðisflokkamir að geta sameinazt og væri það vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.