Morgunblaðið - 30.03.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.03.1965, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 30. marz 1965 MORCUNSLAÐIB 17 í G/EP. fór Dronning ATexandr- ine frá Reykjavík áleiðis til Kaupmannahafnar úr síðustu för sinni hingað til lands. í tilefni af því var gestum boðið í veglegan miðdegisverð um borð í skipinu oig þar flutti Joensen, er var skip stjóri í þessari síðustu för skips- ins ræðu, þar sem hann þakkaði þá góðvild, sem skipið hefði ávallt átt að mæta á fslandi. Emil Jónsson, sjávarútvegsmálaráð- herra þakkaði fyrir hönd gesta og árnaði hinum nýja farkosti Sam- einaða gufuskipafélagsins, Kron- prins Olav, heilla, þegar hann tekur við af Drottningunni. Dronning Alexandrine hefur verið hið mesta happaskip. Hún hefur farið 504 ferðir milli fs- lands og Danmerkur,. eða fleiri ferðir á milli fslands og útlanda en nokkurt annað skip. Hún hóf ferðir hingað 1927, en sigldi ekki á styrjaldarárunum, þá var hún Hætt er við að Joensen, skipstjóri, hefði getað orðið „tnúsikalskur“ í þessum félagsskap, en félagar hans þarna á myndinni eru þeir Karl O. Runólfsson, tónskáld og Þórhallur Árnason, cellóleikari. í»eir voru ásamt dr. Oddi Guðjónssyni fyrstu farþe,garnir með „Drottningunni,“ ee Oddur var far- inn þegar myndin var tekin. „Drottningin“ kvaddi Reykjavík í síðasta sinn í glampandi sdl í höndum Þjóðverja. Ekki er okk- ur kunnugt um hve martga far- þega Drottningin hefur flutt á þessu tímabili. I>ess má geta, að Gunnar Sigurðsson, umboðsmað- ur Sameinaða gufuskipafélagsins hér á landi, sagði fréttamönnum í gær, að útgerð skipsins hefði yfirleitt gengið vel, og skipið hef- ur alla tíð verið mikið happa- skip. Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum, mun Kronprins Olav taka við Drottninigunni og kemur hann hingað í fyrsta skipti 14. apríl n.k. Skipstjóri á Kron- prins Olav verður Djþrhus, Joen- sen fer á annað skip, er siglir á Miðjarðarhafi. Drottningin verð- ur nú sett á sölulista en verður seld til niðurrifs ef ekki berst Olafur Pétursson hjá Sametnaða leysir landfestar Drottningarinn- ar i siðasta sinn. mér þessa leið, en ég vissi af eig- in raun hvernig það var, svo ég bað um að fá að sigla þangað sem væri ætíð sól og sumar og skipafélagíð varð við ósk minni, svo nú sigli ég á Miðjarðarhafi. En eins ag ég sagði áðan, þá er ég mjög ánægður yfir því að geta leyst af öðru hvoru á þessari leið. — Hvernig hefur þér líkað við Drottninguna þessi ár sem þú hef ur verið á henni? — Hún hefur verið ákaflega gæfuríkt skip. ÖIl þau skipti sem fyrirfinnist varla og þess vegna myndi það hæfa mjög vel til strandsiiglinga hér. En ég vil að lokum fyrir hönd skipafélagsins þakka íslendingum fyrir þann. vinarhug, er Drottningin hefur ætið átt að mæta hér og vona að Kronprins Olav fái sömu mót- tökur. Næst höfðum við tal að Karli O. Runólfssyni, tónskáldi, er var farþegi á Drottningunni i fyrstu ferð hennar hingað 1937, og háð um hann að segja okkur það helzta er honum væri. minnis- stætt úr ferðinni. — Ég man nú heldur fátt úr ferðinni, því það er orðið svo langt síðan. Ég var að koma frá tónlistarnámi í Kaupmannahöfn Og var með alla vasa tóma. Þegar skipið var komið út í Kattegat, var mikill veltingur á skipinu og urðu þá allir sjóveikir fyrir utan mig en ég hef aldrei fundið til sjóveiki um ævina. Ég man að ég var þá eini farþeginn sem mætti við matborðið. Þegar út á Norðursjó var komið var þar stafalogn og fór ég þá að líta í kringum mig og rakst á Þórhall Árnason, cellóleikara og Stutrau pianóleikara, en þeir voru á hljómleikaferð til íslands. Öðrum farþegum man ég lítið eftir, en þó voru þarna nokkrir útgerðar- menn frá Siglufirði. Komið var við í Færeyjum en ég fór ekki í land, því ég vildi ekki eyða þessum litlu peningum sem ég átti. Ég man að viðurgerningut var allur góður um borð og æ síðar, en ég hef oft ferðast með Drottningunni. tilboð að upphæð 700 þús. kr. danskar. Kronprins Olav tekur 292 far- þega. Ráðgert er að skipið fari venjulega héðan kl. 8 að kvöldi og tekur ferðin til Kaupmanna hafnar fjórar nætur og þrjá daga. Skipið er aðeins 30 klukkustund ir til Færeyja en ganghraði þess er 18Vz sjómíla. Hér á eftir fara samtöl er Morg unblaðið átti við Joensen, skip- stjóra, og einn af þremur fyrstu farþegunum með Drottnimgunni 1927, Karl O. Runólfsson, tón- skáld. Tveir aðrir af fyrstu far- þegunum voru í fyrrnefndri veizlu í gær, en þeir eru auk Karls, dr. Oddur Guðjónsson og Þórhallur Árnason, cellóleikari. Við ræddum fyrst við Joensen, skipstjóra. — Hvað hefur þú verið lengi í siglingum til íslands? — Það eru um það bil sjö ár. Ég kom hingað fyrst 1934 sem annar stýrimaður á Drottning- unni. Eftir að stríðinu lauk kom ég hingað ýmist sem fyrsti stýri- maður eða skipstjóri. — Þú siglir annars ekki á þess- ari leið? — Nei, ég er aðeins með skipið núna í afleysingum, því Djþrhus, skipstjóri, tók sér hvíld tvær seinustu ferðirnar en hann kem- ur svo með Kronprins Olav í fyrstu ferðinni. Ég er annars skip stjóri á skipi, er siglir til Mið- jarðarhafsins. Ég vona að þetta verði ekki í síðasta skipti sem ég leysi af á þessari leið. Ég er Færeyingur að uppruna og á bæði þar og eins hér á landi marga góða kunninigja, sem mér þykir gaman að hitta öðru hvoru. — Er þetta ekki talin erfið siglingaleið? — Jú, mjög svo. Það tekur mjög á skipstjóra að sigla hér á norðurslóðum, bæði vetur og sumur og það er einnig mjög erfitt að stjórna skipi þessa leið og þá sérstaklega til Færeyja vagna þess hve höfnin er þröng þar oig erfitt að athafna sig. Það stóð til á tímabili að ég tæki að Joesen, skipstjóri, ásamt góðvini sínum og landa, Peter Wigelund skipasmið. ég hef verið á skipinu höfum við ekki orðið fyrir einu einasta á- falli og aðrir skipstjórar hafa sömu sögu að segja. Það er ann- ars mjög sjaldgæft að skip sem sijglir eingöngu á þessum slóð- um vegni svona vel. — í hvernig ástandi er skipið núna? — Innréttingin er alveg sú sama og var 1927 og ég myndi segja að hún væri ágæt. Skips- skrokkurinn er mjög sterkur og traustur en það þyrfti að fara yfir vélarnar. Það eru helzt ýms- ar rörleiðslur sem eru farnar að gefa siig í skipinu, og þær þyrfti að endurnýja. — Hvað segir þú um þær tillög ur er hafa komið fra-m, að ís- lendfngar keyptu Drottninguna og notuðu hana til strandsigl- inga? — Ég yrði mjög ánægður yfir því að vita af henni í höndum Islendinga og ég hef reyndar stunigið upp á þessu, að vísu með öðrum orðum. Samstarfið við ís- lendinga hefur ætíð verið gott og móttökurnar sem skipið hef- ur fengið hér, ekki verið siðri en heima í Kaupmannahöfn. Ég er sannfærður um að skipið myndi reynast vel hér, því það hefur alltaf verið svo að einstakt lán hefur fylgt þessu skipi. Einn- ig vil ég benda á það, að ég tel að betra sjóskip en Drottningin llótmæla aukn- uni togveiðum í landhelgn FUNDUR haldinn í Útvegs- mannafélagi Hornafjarðar og Djúpavogs miðvikudaglnin 24. þm. 1965 og samþykkti eftirfar- andi ályktun: Vegna þráláts orðrómis um að leyfa eigi togurum togveiðar upp að 4 mílna grunnlínumörkum á svæðinu frá Portlandi að Hval- bak þá mánuði, sem undanskyld ir eru í núgildandi reglugerð um fiskveiðilögsögu íslands, vill fundurinn eindregið móbmæla slíkri ákvörðun. Fyrirséð er aö slík ráðstöfun myndi svifta Hornfirðinga afkomumöguleikum, að verulegu leyti hvað útgerð snertir, og þar með aila sýslu- búa möguleikum til framfara. Fundurinn lýsir undrun sinni yfir. að slík hugmynd skuli vera komin fram, þar sem einum landshluta væri sýndur slíkur fá dæm.a óréttur. Vill því fiundur- inn skora á alla þá, sem aðsböðu hafa tii, a'ð sjá um að slílkt verði ekki sa.mþykkt. Ályktunin var samþykkt me<5 öllum greiddum atkvæðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.