Morgunblaðið - 30.03.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.03.1965, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐ!B Þriðjudagur 30. marz 1965 < Stefán Jónsson, forseti bæ.jarstjórnar Hafnarfjarðar, býður fulltrúa velkomna í kaffisamsaeti. Xil vinstri Hörður Bjarnason, form. Skipulaffsstjórnar ríkisins og til hægri Hafsteinn Baldvins- »on bæjarstjóri Hafnarfjarðar. — Ljósm. Mbl.: Sv. I>orm. Fyrsta ráðstefna byggingar- fulltrúa af öllu landinu I GÆR hófst í Reykjavík ráð- stefna byggingarfulltrúa og sveitarstjórnarmanna hvaðan æva af landinu. Ráðstefna ]>essi sem er haldin á vegum Skipu- lagsstjórnar rikisins og Sam- bands ísienzkra sveitarfélaga, er hin fvrsta sinnar tegundar á ís- landi. Megintilgangur hennar er að kynna þeim, sem urr. bygg- ingar- og skipulagsmál fjalia, samþvkktir og reglur um þessi mái og stuðla að því, að sem hagkvæmust vinnubrögð verði tekin upp í þessum efnum. Hörður Bjarnason, form. Skipulagsstjórnar ríkisins, setti náðstefnuna. Sagði hann m.a., að megintilgangur ráðstefnunnar yrði að kynna fulltrúum sem bezt ákvæði og reglur byggingar- löggjafarinnar, sem ætlunin væri að samræma á öllum skipulags- skyldum stöðum. Annað höfuð- verkefni ráðstefnunnar yrði að kynna fulltrúunuim hina nýju skipulagslöggjöf og þau störf og ábyrgð, sem þeim væri lögð á herðar á hverjum stað í sam- bandi við framkvæmd þeirrar undirstöðu byggðarinnar, sem skipulagið hlýtur að vera. Að ávarpi Harðar Bjarnasonar loknu flutti Páll Líndal borgar- lögmaður erindi um skipulagslög in og Zophanías Pálsson um samskipti byggingarfulltrúa og skipulags. , Þá var Ólafur Ásgeirsson kjör- inn fundaritari ráðstefnunnar og fundarstjórar þeir Hafsteinn Baldvinsson, bæjarstjóri Hafnar- fjarðar, Hjálmar Ólafsson, bæj- arstjóri Kópavogs, Gunngeir Pét- ursson, skrifstofustjóri bygginga- fulltrúans í Reykjavík og Ólafur G. Einarsson sveitarstjóri Garða- hrepps. Eftir hádegi fóru fulltrúar í kynnisför um Kópavog, Garða- hrepp og Hafnarfjörð. Kl. 5 síðdegis hélt síðan bæjarstjórn Hafnarfjarðar þeim kaffisam- sæti. Gert er ráð fyrir, að ráðstefn- unni ljúki á fimmtudagskvöld. Kouur í Kópa- VÖ£Í SÝNIKENNSLA í gerð veizlu- brauðs verður í Sjálfstæðishús- inu í kvöld, kl. 20,30. Sérstak- lega miðað við fermingar. Allar konur í Kópavogi, sem áihuga hafa á þessu, eru vel- komnar. Chou gagnrýnir endurskoðunarsinna Stearlsemi barna- verndarnefndar MORGUNBLAÐINU hefur borizt skýrsla um störf barnaverndar- nefndar Reykjavíkur árið 1964. Hafði nefndin á árinu afskipti af 117 heimilum vegna aðbúnaðar 350 barr.a og 203 börnum vegna afbrota. Þá fjallaði nefndin um deilur nm forræði 17 barna í hjónaskilnaðarmálum, mælti með 20 ættleiðingum, auk ýmissa ann arra starfa^ Tilefni afskipta af börnum er margvíslegt en mest ber þó á erfiðum heimilisaðstæðum vegna veikinda, húsnæðisleysis, drykkjuskapar eða hirðuleysis foreldra barnanna annars vegar og hins vegar afbrota barna. Til nefndarinnar var alls vísað mál- um 612 barna á árinu. Eins og áður er getið fjallaði hún um mál 203 barna vegna 271 afbrots. Til samanburðar má geta þess, að á siðasta ári voru börnin 305 en brot 425. í skýrslunni eru brot in flokkuð í liði. Segir svo um lækkun þessa: „Mest er fækkunin á liðunum „Flakk og útivist", én þar eru nú einungis skráð 7 brot á móti 76 í fyrra. Nokkur fækkun hefur einnig orðið á liðnum „Skemmd- ir og spell“ og „Lauslæti og úti- vist“. Á tveimur liðum „Innbrot" og „Svik og falsanir“ hefur fjölg að lítillega frá síðasta ári. Brota- fjöldi á öðrum liðum töflunnar hefur því sem næst staðið í stað. Varast ber að líta á þá fækkun, sem orðið hefur, sem merki um batnandi ástand. Fækkun útivist- arbrota á ekki rætur sínar að Lítill afli á Eskifirði Eskifirði, 29. marz. TVEIR nótabátar komu hingað í gær. Steingrímur trölli kom með 31,5 tonn og Krossanes 48,5 tonn. Aflinn var mestmegnis ýsa, sem fengizt hafði á nokkrum dögum. — íslaust er nú hér inni á firð- inum, en úti í Reyðarfirði er dá- lítill íshroði, sem bátar komast þó klakklaust um. Bátarnir hafa aflað illa að undanförnu. G.W. rekja til minnkandi eftirlits held ur til þess, að minna er gert af því en áður að skrá nöfn þeirra barna, er sæta áminningu vegna útivistar. Þá hafa og lauslætis- brot stúlkna í æ ríkara mæli orðið viðfangsefni kvenlögregl- unnar og því fækkað að sama skapi í skýrslum nefndarinnar". Þá er skýrt frá því, að í árs- lok 1964 voru 218 heimili undir stöðugu eftirliti barnaverndar- nefndar, vegna ófullnægjandi að- búnaðar barna. Heimiliseftirliti er beitt í þeim tilvikum, þar setn þörf er á stöðugri aðstoð og að- haldi. Kemur starfsfólk nefndar- innar vikulega eða oftar á suna þessara heimila, en önnur nokkru sjaldnar. Barnaverndarnefnd útvegaði 204 þörnum og unglmgum dvalar stað um lengri eða skemmri tíma (á síðasta ári 218). Var það ýmist vegna. heimilisástæðna eða erfið- leika barnanna sjálfra. Dvalar- staðir þessir eru barnaheimili Reykjavíkur, Reykjahlíð, Silunga pollur og Hlíðarendi; ríkisstofn- anirnar Elliðahvammur o.g Breiðavík, auk fáeinna einka- heimila. Að Hliðarenda er vöggu stofa fyrir 32 börn innan þriggja ára. Árið 1964 dvöldust alls 98 börn á vöggustofunni. Silunga- pollur er vistheimili fyrir 30 börn á aldrinum þriggja til sjö ára. Þar dvöldust á árinu alls 100 börn. Reykjahlíð er vistheimili fyrir 20 bÖrn, 7 ára og eldri. Þar dvöldust árið 1964 alls 37 börn. Ísraelsvnenn \ vonsviknir ! Jerúsalem, 29. marz (NTB) k FRÚ GOLDA Meir, utanrikis- 1 ráðherra ísraels, sagffi á fundi f í þinginu í Jerúsalem í dag, * aff striðsglæpan-.enn nazista v ættu aff vita, aff þeir gætu ð aldrei komizt undan réttvís- » inni. Hún sagffi, aff ísraels-1 menn væru vonsviknir yfir, V aff V.-Þjóðverjar hefðu ekki n lengt fyrningarfrest saka frá f stríðsárunum nema um f jögur 1 og liálft ár, þ.e.a.s. til ársloka i 1969. I Tirana 29. marz (NTB). CHOU En-lai, forsætisráðherra Kinverska Alþýffulýðveldisins, hélt ræðu í Tirana, höfuðborg Albaníu í dag og sagði m.a., að kínverzka þjóðin væri reiðubúin að veita ibúum Víetnam alla nauðsynlega aðstoð. Síðan gagn- rýndi Chou endurskoðunar- sinna, og það sama gerði for- sætisráðherra Albaníu, Mehemt Chehou, sem tók til máls á eftir Chou. Chehuo sagði, að endurskoðun- arstéfna væri það sama og stefn am um friðsamlega sambú'ð, sem Sovétrrkin fylgdu. Þeosi upp- gjaifarstefna hefði valdið ágrein- ingi innan heimskommúnismans og hvatt bandaríska heimsvalda sinna til þess að framfylgja ár- ásarstefnu sinni í Víetnam. Tilkynnt var í kvöld, að frá Aibaníu héldi Ohou En-lai á morgun til Alsír í tveggja daga heimsókn í boði Ben Bella, for- j seta. Talið er, að þeir ræði sam- j búð landa sinna, væntanlega ráð- I stefnu æðstu manna Asíu- og | Afríkuríkjanná og ástandið í VLet nam. STILLT og bjart veður var i gær í Vestur-Evrópu. Hitinn þar komst upp í næstum 20 stig um hádaginn, en niður í 5 stig á næturnar. í New York var slydduél og 4 stiga hiti, en frost í Boston. Á kortinu sést nokkurnveginn lega hafísins. Miðfjörður fylltist af ís í fyrri nótt, en jakar sáust á reki frá Horninu á Skaga og Máná á Tjörnesi. ísinn liggur upp að Langanesi norðanverðu, en suður í Vopnafirði er hann út við sjóndeildarhring. Seyðis- fjarðarflói, Norðfjarðarflói, Fáskrúðsfjörður og Stöðvar- fjörður voru að mestu fullir af ís. Þessa mynd af Mexikó tók bandaríski geimfarinn John Young úr geimfarinu „Moliy Brown.“ Sést hluti geimfarsins neðst tv. á myndinni. Sem kunnagt er, voru þtir tveir i geimfarinu Young og Virgii i GrLsum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.