Morgunblaðið - 30.03.1965, Blaðsíða 16
10
MORCUNBLAÐID
Þriðjudagur 30. marz 1965
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 3.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 5.00 eintakið.
AÐ
KJARARÁÐSTEFNU
Oáðstefnu þeirri, sem Al-
þýðusamband íslands
efndi til um kjaramál er lok~
ið. Helztu niðurstöður henn-
ar urðu þær, að verkalýðs-
samtökin skyldu við samn-
inga í vor fara fram á veru-
lega almenna kauphækkun,
styttingu vinnutíma í 44
stunda vinnuviku, lengingu
orlofs í fjórar vikur, athugun
fari fram á aukinni ákvæðis-
vinnu og teknir verði upp
samningar við ríkisstjórnina
m.a. um lækkun á sköttum,
aðgerðum til lækkunar hús-
næðiskostnaðar og aðrar að-
gerðir, sem spornað gætu
gegn áframhaldandi verð-
bólgu.
Þessar kröfur og óskir
verkalýðssamtakanna liggja
nú fyrir til umræðu og á-
kvörðunar milli hlutaðeig-
andi aðila. Er það út af fyrir
sig gagnlegt að umræður séu
í tæka tíð teknar upp um
þessi mál. Það gerist alltof
oft hér á landi, að samtök
verkalýðs og vinnuveitenda
vanrækja fram á síðustu
stund, þar til samningar eru
að renna út, að kynna hver
öðrum sjónarmið sín, óskir og
aðstöðu. Óhætt er að fullyrða,
að yfirgnæfandi meirihluti
þjóðarinnar fagnaði júnísam-
komulaginu í fyrra, en með
því var í stórum dráttum
tryggður vinnufriður til eins
árs.
Sú staðreynd verður ekki
sniðgengin, að bæði vinnu-
veitendur og ríkisvaldið stigu
3tór skref á síðastliðnu sumri
til móts við óskir launþega-
samtakanna. Þarf ekki að
draga í efa, að þessir aðilar
vilji nú gera allt sem í þeirra
valdi stendur til þess að
greiða fyrir nýju samkomu-
lagi og tryggja áframhald-
andi vinnufrið og vaxandi
skilning á milli launþega og
vinnuveitenda. Almenningur
á íslandi er fyrir löngu orð-
inn þreyttur á verkföllum og
stöðugum skæruhernaði, sem
jafnan hefur í för með sér
tjón fyrir þjóðarheildina.
Hitt er svo eftir að vita,
hversu langt er hægt að ganga
í því nú, að auka tilkostnað
atvinnuveganna og þá fyrst
og fremst útflutningsfram-
leiðslunnar. Vitað er, að
aukning framleiðslukostnað-
ar á síðastliðnu ári og hækk-
un vísitölunnar hefur haft í
för með sér margs konar erfið
leika fyrir atvinnuvegina og
bakað ríkissjóði stórkostleg
aukin útgjöld.
Allt þetta verður að taka
með í reikninginn þegar nú
verður á ný gengið til samn-
inga. Launþegar eiga að sjálf-
sögðu rétt á bættum kjörum
með aukinni framleiðslu. En
fyrst og fremst verður að
tryggja að framleiðslutæki
útflutningsatvinnuvega séu
rekin á heilbrigðum grund-
velli. Hvorki launþegum né
öðrum er greiði gerður með
því að tæki útflutningsfram-
leiðslunnar séu rekin með
halla, og þess síðan krafizt að
hið opinbera borgi taprekst-
urinn með uppbótagreiðslum
úr ríkissjóði. Af því skipulagi
er þjóðin fyrir löngu búin að
fá nóg.
HVERS VEGNA
EKKl 1958?
TT" ommúnistar og sumir
Framsóknarmenn láta nú
svo, sem það sé leikur einn
að fá í skjótu bragði allt lánd-
grunnið fyrir Vestfjörðum
friðað fyrir botnvörpuveið-
um. í því sambandi hefur
verið spurt:
Hvers vegna steig þá
Lúðvík Jósepsson ekki það
skref haustið 1958, þegar fisk-
veiðitakmörkin voru færð út
í 12 mílur?
S j ávarút vegsmálaráðherra
kommúnista hreyfði ekki
legg né lið til slíkrar ráðstöf-
unar, og Hannibal Valdimars-
son, sem þá átti einnig sæti í
ríkisstjórn sagði ekki orð um
það, að vestfirzkir sjómenn
og útgerð þyrftu á frekari
friðunaraðgerðum að halda.
En nú þykjast þessir herrar
allt í einu vilja gera þær ráð-
stafanir, sem þeim datt ekki
í hug að nefna, þegar þeir
sjálfir áttu sæti í ríkisstjórn!
Engum sem til þekkja dylst
að Vestfirðingar þurfa á auk-
inni vernd bátamiðanna fyrir
Vestfjörðum að hálda. Ásókn
erlendra togara þangað hef-
ur stóraukizt síðan flóum og
fjörðum var lokað og fisk-
veiðitakmörkin kringum allt
land færð út í 12 mílur. Vest-
mannaeyingar horfa einnig
með vaxandi ugg á stóraukna
ásókn á þeirra mið með þorsk
nót og öðrum stórvirkum
veiðitækjum. Því fer þess
vegna fjarri, að öll vandamál
hafi verið leyst í sambandi við
vernd íslenzkra fiskimiða og
baráttuna gegn rányrkjunni.
Það er þessvegna nauðsyn-
legt að halda áfram fram-
kvæmd þeirrar stefnu, sem
mörkuð var undir forystu
Sjálfstæðismanna með setn-
ingu landgrunnslaganna árið
1948. Þau vandamál, sem ó-
V.&
UTAN ÚR HEIMI
Frá Frakklandi:
Alþjóðakrabbameins-
stofnun á næstu grösum
Hillir undir lækningu hvítblæðis
FYRIR nokkru var haldin í
Lyon í Frakklandi undirbún-
ingsráðstefna að. stofnun al-
þjóðiegrar miðstöðvar krabba
meinsrannsókna. Ráðstefnu
þessa sóttu fulltrúar Alþjóða-
heilbrigðismálaátofnunarinnar
og sérfræðingar frá Bandaríkj
unum, Þýzkalandi, Frakkland,
Ítalíu og Hollandi. Réðu menn
þar ráðum sínum um öflun
fjár til stofnunarinnar og um
val krabbameinssérfræðinga
til starfa við hana.
Ákveðið var að árleg fjár-
veiting til stofnunarinnar
skyldi vera 2 milljónir dala
og skyldu aðildarríki að henni
skipta þessum kostnaði jafnt
milli sín. Frakkar, sem áttu
frumkvæðið að því að koma
á fót þessari stofnun, hafa
þegar afhent heilbrigðismála-
ráðuneytinu helming tiLskilins
framlags Frakka, eða eina
milljón franka, sem þeir hafa
tekið af framlögum ríkisins
til hermála.
Sérfræðingar þeir, sem
kjörnir hafa verið til starfa
við stofnunina, hafa verið
valdir með hliðsjón af starfi
þeirra og orðstír á sviði
krabbameinsrannsókna. Þeir
eru: prófessor Blohin frá
frá Moskvu, prófessor Bucal-
ossi frá Mílanó, Sir Mac-
farlane Burnet, Nóbelsverð-
launahafi, frá Melbourne, Dr.
Kenneth Endicott frá Was-
hington, Dr. Richard Doll frá
London, prófessor H. Hamperl
frá Bonn, prófessor G. Klein
frá Stokkhólmi, prófessor
Anna Kolodziezzka frá Kraká,
prófessor Georges Mathé frá
Paris, prófessor O. Mulbock
frá Amsterdam, Dr. R. M.
Prófessor Georges Mathé, full-
trúi Frakka við alþjóða
krabbameinsstofniunina, sem
nú er verið að koma á
laggirnar, Prófessor Mathé
er forstöðumaður nýrrar
krabbameinsrannsóknastöðvar
í Frakklandi, sem vininur að
mergfruniurannsóknum.
•
Taylor frá Toronto og Dr. T.
Yoshida frá Tókíó. Sérfræð-
ingarnir tólf eiga nú að leiða
saman hesta sína í Lyon um
mánaðamótin marz-apríl og
þar verða þá einnig mættir
fulltrúar Alþjóðaheilbrigðis- |
málastofnunarinnar. Þá verð- I
ur gengið frá áætlunum stofn-
unarinnar um vísindaramt-
sóknir, sem fram eiga að fara
'á' hennar vegum og ákveðið
hvar hún skuli hafa aðsetur
sitt. Rannsóknirnar sjálfar .
munu þó fara fram eftir sem |
áður í aðildarríkjum stofnun- '
arinnar, í aðalstöðvunura
verða einungis til húsa yfir-
stjórn hennar og hagdeild sú,
er vinna á úr aðsendum skýrsl
um og koma upplýsingum á-
leiðis til alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunarinnar.
Mergfrumur og lækniag
hvítblæðis
Frakkar hafa nýverið kom-
ið á fót krabbameinsrann- (
sóknastöð í Villejuif sem er ,
að því leyti nýstárleg, að þar |
munu starfa undir þaki vís- '
indamenn og tæknifræðingar I
ýmiss konar, sem allir fást við
eitt og sama verkefnið: til-
raunR til lækningar á hvít-
blæði (blóðkrabba) með merg
frumuskiptum. Niðurstöður ]
tilrauna þeirra, sem þegar
hafa verið gerðar á þessu
sviði, þykja benda til þess, að
nú hilli loks undir lækningu
þessa sjúkdóms.
Rannsóknastöð þessi í
Villejuif verður með sýkla-
hreinustu slíkum stofnunum í
heimi, því þangað inn kemur
enginn, hvorki maður, dýr né
dauður hlutur, utan um ótaí
herbergi þar sem fram fer
stigbundin sýklahreinsun —
og á vegum stofnunarinnar
eru líka ræktuð sýklahrein
tilraunadýr.
leyst eru í þessum efnum
verða ekki leyst með yfirboð-
um og ábyrgðarleysi. Þar
verður að viðhafa allt önn-
ur vinnubrögð.
BILIÐ STÆKKAR
Árið 1961 lýsti þáverandi
forsætisráðherra Sovét-
ríkjanna, Nikita Krúsjeff, því
yfir, að fyrir árið 1970 mundi
þjóðarframleiðsla Rússa hafa
farið fram úr framleiðslu
Bandaríkjamanna.
Krúsjeff hefur verið svipt-
ur völdum í Rússlandi. Ástæð
ur falls hans eru vafalaust
margar. Ekki er ósennilegt að
ein þeirra sé sú, að fram-
leiðsla Rússa hefur aukizt
miklu minna heldur en hann
lofaði á sínum tíma. Þetta
sést greinilega ef nokkrar töl-
ur eru athugaðar.
Árið 1961 var þjóðarfram-
leiðsla Bandaríkjanna 540
billjón dollara virði. Heildar-
þjóðarframleiðsla Rússa var
þá talin 264 billjónir dollara.
Árið 1964 var þjóðarfram-
leiðsla Bandaríkjamanna kom
in upp í 623 billjónir dollara
og þjóðarframleiðsla Rússa
upp í 287 billjónir dollara.
Þessar tölur sýna að bil-
ið milli framleiðsluafkasta
Bandaríkjamanna og Rússa
hefur stækkað verulega á ár-
unum 1961 til 1964.
Leiðtogar Sovétrfkjanna
gera sér þetta örugglega ljóst.
Eihtud velui
eítirmonn
Bucheis
Bonn, 27. marz, NTB.
LUDWIG Erhard,, forsætisráð-
herra V-Þýzkalands, fór þess á
leit við Lúbcke forseta í dag,
að hann skipaði Dr. Karl Weber
dómsmálaráðherra landsins í
stað Dr. Ewald Buchers, sem
baðst lausnar á fimmtudag er
fram hafði náð að ganga í þing-
inu frumvarpið um framlengingu
Margir þeirra sjá nú, að hið
kommúníska skipulag er víös
fjarri því að tryggja jafn
hraða þróun og séreignar-
skipulagið gerir í löndum
hins frjálsa heim. Þessvegna
leggja Rússar nú vaxandi
kapp á að hagnýta sér tækni
og margvíslega reynslu þeirra
þjóða, sem byggja á einstakl-
ingsframtaki og séreignar-
skipulagi.
sakfyrningar stríðsgræpa til árs-
ins 1970.
Dr. Weber er úr flokki Erharda
sjálfs, Kristilega demókrata-
flokknum, en Dr. Bucher er úr
flokki frjálsra demókrata, og
telja margir það ekki ósennilegt,
að þessi ráðstöfun Erhards á
dómsmálaráðherraembættinu f
hendur eins flokksmanna sinna
geti vel orðið til þess að frjálsir
demókratar segi sig úr sam-
bandsstjórninni, hálfu ári fyrir
kosningar (sem fram eiga að fara
í september). Báðu frjálsir demó-
kratar um að embættið yrði látið
óskipað þangað til eftir kosn-
ingar, en þeirri bón vildi Erhard
ekki sinna .