Morgunblaðið - 30.03.1965, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.03.1965, Blaðsíða 31
ÞriðjudagWr 30. marz 196S MORGUNBLAÐIÐ 3! — 600 taldir af Framhald af bls. 1 minnugir óskapanna árið 1960 er þar varð mesti jarðskjálfti, sem gengið hafa yfir landið. í Val- parí-so, næststærstu borg landsins og mestu hafnarborg Chile er sagt, að þriðjungur húsa sé annað hvort ónýtur með óllu eða mjög illa farinn. Ekki hafa borizt fregn ir um tjón frá Concepción, sem varð mjög illa úti í jarðskjálftun um 1960. Mest tjón mun hafa orðið á mönnum og eignum á landamær um Chile og Argentínu, með- fram þjóðveginum og járnbraut- inni sem þar liggja. í Los Andes eru 90% allra húsa ónýt og 80% í San Felipe, en í Quillota hefur helmingur húsa hrunið. Þar hjá og skammt frá Llay-Llay voru 100 námamenn tepptir í iðrum jarðar vegna hruns í námagöng- um. Þeim hefur nú flestum verið bjargað. Læknar, sjúkrabílar og herlið hefur verið sent til Llay-Llay, sem orðið hefur mjög illa úti í, jarðskjálftunum. Flugmenn, sem flugu yfir borgina í dag segja hana á kafi í reyk og rykmekki og eldar brenna þar á 15 til 20 Stöðum. Vatnslaust er í borginni, rafmagnslaust og símasambands- laust við hana og sömu sögu er að segja af flestum bæjum þar í grennd, en Llay-Llay er um 80 km. vegar norður af höfuð- borginni, miðstöð járnbrauta- flutninga og flutninga eftir þjóð veginum sem liggur um hana. 400 marma þorp grefst í aur. Tæpum 100 km. norðvestur af höfuðborginni var mikill stíflu- garður 800 metra breiður, Los Bronces, ofan við þorpið E1 Cobre. í jarðskjálftanum brast fyrirhleðslan og tvær milljónir tonna af vatni æddu niður dal- inn og tóku með sér nær allt þorpið. í E1 Cobre voru 400 íbúar og ekki hefur fundizt þar neinn lífs til þessa utan einn dreng- hnokki, en 200 hermenn halda leitinni áfram. Tveggja kílómetra breið aurelfur rennur þaðan og til sjávar og fer ekki sögum af því sem fyrir henni verður. Forseti Chile, Eduardo Frei, er nú á ferð um héruð þau sem harð ast urðu úti og með honum marg ir úr stjórninni. Útgöngubann hefur verið sett á í Valparíso og einnig í ferðamannabænum Vina del Mar. I dag, mánudag, fundust átta jarðhræringar aðrar í Chile, en þær eru sagðar vægar og munu ekki hafa valdið tjóni. Alþjóða Rauði krossinn í Genf hefur gert Chile orð að hann muni þegar í stað fara fram á al- þjóðlega aðstoð landsmönnum til handa, verði þess beiðzt. Hörðustu jarðskjálftar í Chile Jarðskjálftastofnunin í San- tiagó segir að jarðskjálftinn á sunnudag hafi átt upptök sín í og umhverfis Lláy-Llay og hafi breiðst út þaðan í átt til strand- ar. Við upptökin mældist jarð- skjálftinn allt að 10 stig á mæli kvarða Richters. í Santiago mældist hann sjö stig; í La Ser- ena átta stig og í Illapel (sem er 2..0 km. norður af Santiago) níu stig. Til samanburðar má geta þess, að jarðskjálftar þeir er léku Chile sem verst árið 1960 mæld- ust 7% og 9 stig á mælikvarða Richters og höfðu þá ekki áður mælzt svo harðir jarðskjálftar. í höfuðborginni léku hús á reioiskjálfi og þúsundir manna flýðu hús sín og hlupu í ofboði út á götur og stræti, en þar rigndi glerbrotum, múrsteinum og brotum úr húsaskreytingum og.hlutu margir af því meiri og minnihattar meiðsli. Einni konu brá svo, að hún hljóp út um glúgga á íbúð sinni, sem var á þriðju hæð og beið bana, en gert var að sárum yfir 200 manns á sjúkrahúsum og slysavarðstofum í borginni. Þegar jarðskjálftinn varð, fór íram veðhlaup á skeið- velli Sar.tiago og þar hrundi á- horfendastúka ein til grunna. Þá voru og margar messur um þetta leyti. wVið förumst öll“. Einn fréttamanna AP, sem staddur var I kirkjunni „Los Carmelitos“ í Santiago er jarð- skjálftinn varð, segir svo frá: „Altarisgöngu var rétt nýlokið er kirkjan tók að nötra og hristast. Óskapleg hræðsla greip um sig og menn ruddust til dyra hver um annan þveran, þrátt fyrir áskor- anir prests um að gæta stillingar og fara hveigi. Við tókum þá höndum saman, nokkr r menn í öftustu bekkjunum og vörnuðum fólkinu útgöngu. Karmelíta-kirkj an er fræg fyrir fjölda listaverka, sem skreyta framhlið hennar og sérhvert þeirra yfriðnóg til að bana hverjum sem fyrir yrði. Við heyrðum það greinilega, hvernig múrsteinar og skreytingabrot féllu í götuna fyrir utan með iþungum dynkjum. Þegar svo kirkjan hætti að nötra, brauzt kona ein í gegnum varnarvegg okkar og út á götuna en varð þar fyrir múrs.teini. Henni var ekið á slysavarðstofuna í snatri. Önn- ur kona rauk upp um hálsinn á mér og æpti; „Við förumst öll“. En prestur og aðstoðarmenn hans töluðu um fyrir söfnuðinum og organistinn lék nokkra sálma. Svo þegar ekkert heyrðist leng- ur detta, fóru menn að tygja sig til heimferðar." Fjallatindar hrynja. í Argentínu urðu menn einnig illilega varir við jarðskjálftann, því hann hreint og beint skók mælinálina af jarðskjálftamæli Mendozt-borgar (sem er skammt frá landamærum Chile og Argen tínu). Auk þess lék borgin öll á reiðiskjálfi í fimm til sex mín útur, íbúum hennar til mikillar hrellingar, gluggarúður brotnuðu þar víða og mörg gömul hús voru illa útleikin. Símalinur til Chile slitnuðu og þjóðvegurinn yfir Andesfjöll er sagður ófær vegna skriðufalls skammt frá hinni frægu styttu af „Endurlausnaran um Kristi“ hátt til fjalla. Þá sprakk einnig í tvennt, að sögn pósthús eitt, Argentínumegin landamæranna, í bænum Las Cuevas. Lögreglan í Mendoza kveðst hafa það eftir útvarpsstöð í Chile, „Radio Balameda“, að hinn kunni Cristóbaltindur í Andesfjöllum sé að mestu hruninn og segja sjálf- ir að Argentínumegin landamær- anna, hafi margir smærri tindar Andesfjalla hrunið að mestu eða öllu leyti. Engum sögum fer þó af mannsköðum vegna þessa. — Kinverjar Framhald af bls. 1 menn í Moskvu eru þeirrar skoð- unar, að sovézk skip hafi þegar lagt af stað frá Vladivostok eða Odessa með vopn til N.-Víetnam. En aðrir telja, að Sovétstjórnin vilji forðast að flytja vopnin sjó- leiðis, vegna þess að 7. floti Bandarikjanna liggur við strend ur SA.-Asíu og svo geti farið, að sett verði hafnbann á N.-Víet- nam eins og gert var á Kúbu 1962. En verði það gert, eykst hættan á stórstyrjöld um allan helming. í gær voru haldnir víðsvegar í Sovétríkjunum fundir til að mótmæla stefnu Bandaríkja- manna í Víetnam og skýrir Pravda frá fundum þessum í dag í löngu máli. Erlendir frétta- menn í Moskvu benda á, að und- anfarna daga hafi blöð í Sovét- ríkjunum tekið harðari afstöðu gegn aðgerðum Bandaríkjamanna en áður, og telja þeir, að með þessu sé Sovétstjórnin að búa þjóðina undir fregnir um aukna aðstoð við Víet Cöng. Sem kunnugt er, var skýrt frá því í sl. viku, að margir Sovét- borgarar hefðu óskað eftir því að fá að gerast sjálfboðaliðar í S.-Víetnam og jafnvel heilar her deildir úr Rauða hernum. Frá Peking hafa einnig borizt fregn- ir um, að Kínverjar séu fúsir til að senda sjálfboðaliða til aðstoð- ar Víet Cong. Heimildir í Washington herma, að innan stjórnar Bandaríkjanna líti margir á hótanir Sovétstiórn arinnar og Pekingstjórnarinnar um íhlutun í Víetnam, sem beina afleiðingu af ágreiningi ríkj- anna, en telja, að hvorug þeirra Mindszenty kardsnáli 73 ára og enn ófrjáls ! Vín, 29. marz (NTB). JOZSEF Mindszenty, kardin áli, sem hefur átt við ófrelsi að búa s.l. 16 ár og verið hindr aður í að gegna skyldustörfum sínum sem yfirmaður ka- þólsku kirkjunnar í IJngverja landi, verður 73 ára í dag. Mindszenty dvelst sem kunnugt er, í bandaríska sendiráðinu í Búdapest, en þar leitaði hann hælis, er uppreisn in 1956 var bæld niður af so- vézka hernum. í tvö ár hafa farið fram við ræður milli Páfagarðs og ung- ' versku stjórnarinnar um fram tið Mindszentys, en samkomu lag hefur ekki náðst. Mindsz- enty hefur verið nær útilok- aður frá umheiminum frá því að hann var handtekinn 1943, sakaður um landráð og njósnir. Meðan stjórn Mathyas Rakosis var við völd, var kardínálinn fluttur úr fanga- búðum í stofufangelsi. Var það 1955, en er byltingin var gerð 1956, var hann frjáls maður nokkra daga, eða þar til Rauði herinn kom. Áreiðanlegar heimildir herma, að Mindszenty krefj- ist þess að fá algerlega upp- reisn æru af hálfu ungverskra yfirvalda, áður en geti fallizt á að flytja til Rómar. Kardínálinn stundar dag- lega leikfimi í garði banda- ríska sendiráðsins undir eftir liti óeinkennisklæddra ung- verskra lögreglumanna. En óski eftir að skipta sér af styrj- öldinni 1 Víetnam. Hins vegar eru aðrir innan Bandaríkjastjórn ar svartsýnni og telja, að Kín- verjar og Rússar muni ekki láta sitja við orðin tóm, heldur komi að því að þeir sendi menn til Víetnam og bein átök verði milli Rússa og Kinverja annars vegar og Bandaríkjamanna hing vegar, og slíkt geti hæglega leitt til heimssty rj aldar. — Körfuboltinn Framh. af bls. 30. stigi yfir 13:12 og eygðu þeir sinn eina siigur að þessu sinni, en sú von brást. Skallagrímsmenn reyndust ofjarlar þeirra og sigr- uðu með 35:28. Stigahæstir voru hjá Snæfelli Eyþór með 10 stig og Ellert með 6, en hjá Skallagrími voru jafnir og efstir Gísli og Guðmundur Siguiðsslon með 8 sfíg hvor. Á sunnudagskvöld léku ÍR a og Ármann í II flokki karla og fóru ÍR-ingar með auðveldan sigur af hólmi, enda er liðið skipað úrvalsleikmönnum og landsliðsmönnum, eins og Ant- oni Bjarnasyni og Jóni Jónssyni, og voru yfirburðir liðsins alger- ir og endaði leikurinn 48:24. í II. deild léku ÍML og Skalla- grímur og varð menntskælingum auðvelt að sigra með 71:41, með Véstein í fararbroddi, en mið- herji þeirra er mjög athyglis- verður leikmaður. Snæfell og Skarphéðinn léku skemmtilegan leik sem endaði það með sigri þeirra síðarnefndu 75 stig gegn 60 og voru eins og áð ur þeir Ólafur og Magnús beztu menn liðsins, og eru báðir mjöig eftirtektarverðir leikmenn, eink- um þó Ólafur. Enska Framhald af bls. 30 vikudag, Evrópukeppninni. Þetta reyndist ekki rétt, því leikmenn Liverpool virtust óþreyttir og léku mjög vel og höfðu yfirhönd ina allan leikinn. Tókst Livér- pool með sérstökum varnarað- gerðum að hindra, að hinum fótfróu og duglegu sóknarmönn- um Chelsea taekist að skora. FtramLína Liverpool var mjög Mindszenty kardínáli. mestum hluta dagsins eyðir hann í lestur og skriftir. Hann er að skrifa æviminningar sín ar og stundar enskunám af kappi. Innan fárra vikna á Mindsz- enty von á heimsóknum tveggja háttsettra manna inn- an kaþólsku kirkjunnar Franz König, erkibiskups af Vínarborg, og Agostino Casar oli, fulltrúa Páfagarðs. Eru heimsóknir þeirra í sambandi við tilraunirnar til 'þess að fá Mindszenty lausan ú’- bandaríska sendiráðinu með þeim skilyrðum, sem hann setur fyrir því að fara þaðan. samstillt og kom oft vörn Chelsea úr jafnvægi með eldsnöggum skiptingum. Tækifærin voru mörg en illa var farið me'ð mörg þeirra. Mörk Liverpool skoruðu Thompson og Stevenson (víti). B.eztu menn Liverpool voru St. John og Milrje. Þetta er í þriðja sinn sem Liverpool kemst í úr- slit í bikarkeppninni, áður kiormst lfðið þangað 1914 og 1950, en tap- aði í bæði skiptin. Leikur Leeds og Manchester U. var mjög spennandi og harð- ur. Bæði liöin léku vel og bæði liðin fengu góð tækifæri, sem voru herfilega misnotuð. Eftir því sem leið á leikinn óx spenn- an og leikurinn harðnaði og reiknuðu áhorfendur með að dómarinn myndi á hverju augna- bliki reka einn eða fleiri leik- menn af leikvanginum. Svo varð þó ekki og er beðið með óþreyju eftir næsta leik liðanna, sem fram fer á miðvikudagskvöld. Beztu menn voru Collins hjó Leeds og Charlton hjá Manchest er U. Ekki bar mikið á Law, enda var hanis vel gætt. Úrslit leikja í Bretlandi s.l. laugardag urðu þessi: Cheisea — Liverpool 0—2 Leeds — Manohester 0—0 1. Deild: Burnley — Sunderland 0—0 Fulham — Sheffield W. 2—0 Sheffield U. — Leicester 0—2 Stoke — Aston Villa 2—1 Tottenham — Wolverhampt. 7—4 W.B.A. — Blackburn 0—0 West Ham — Arsenal 2—1 2. Deild: Bolton — Swindon 1—1 Cardiff — Leytorf O. 0—2 Coventry — Bury 2—1 Hudd'er@field — Crystal P. 2—0 Ipswich — Manchester City 4—1 MiddlesforO'Ugh — Derby Newcastle — Swansea 3—1 Nortihampton — Rotherham Plymouth — Portsmouth 2—1 Preston — Charlton 2—1 Southampton — Norwich 1—0 í Skotlandi urðu úrslit m.a. þessi: Bikarkeppnin — undanúrslit: Dunfermline — Hibernian 2—0 Motherwell,— Oeltil 2—2 1. deild: Dundee U. — Morton 3—2 Kilmarnok — Aberdeen 2—1 Patrick — Dundee 4—4 St. Mirretn — T.Lanartk. 2—1 E'll fór úfaf — farþegi meiðisf UM kl. hálf átta í gærmorgua var fólksbifreiðinni Ö-625 ekið út af nálægt Svanastöðum í Mosfellssveit, rétt hjá Leír- vogsvatni. Bifreiðin var á leið frá Þingvölíum, og er hún stór skemmd. Auk ökumanns voru nokkrir farþegar í bifreiðinnú Einn þeirra, Jón Henzley, Vestur götu 17, Keflavík, slasaðist nokk uð. Var hann fluttur á Slysa- varðstofuna. — Samstarf Framfo. af bls. 3 þessara þriggja félaga verði sem bezt hagað. Mun hér verða nefnd nokkur þeirra mála er hæst ber og mest áherzla er lögð á að úrlausn verði hraðað. 1-a Hægri handar akstur verði löskipaður hér á landi og við- hlýtandi undirbúningi sem fyrst komið á. -b Að fsland gerist aðiU að samræmingu á umferðareglum Norðurlanda, verði slík samræm- ing tekin upp. 2 Hert verði á refsimgu vegna ölvunar við akstur og fullri ábyrgð komið á hendur þeim, sem ölvaðir valda slysum og/eða tjóni. Svo er um er að ræða end- urtekin brot á umferðarreglum og vítaverða,n akstur. 3. Umferðafræðsla í skólunum verði aukin og þeirri reglugerð framfylgt, er sett var um þau mál. 4. Komið verði á árlegri skoð- un á ljósastillingu bifreiða og ná- kvæmari reglur settar þar að lút- andi. Einniig verði stuðlað að því, að börnum, er oft þurfa að fara yfir miklar umferðargötur á leið í og úr skóla, verði fyrirskipað að bera endurskinsmerki og enn- fremur, að vegfarendur taki al- mennt upp þann sið. 5. Komið verði á umferðarvik- um fyrir almenning með fræðslu erindum og kvikmyndasýningum um umferðamál. Einnig að stofn- að verði reglulega til góðaksturs- keppni svo víða sem unnt er. 6. Að umferðarljósum verði fjölgað og endurskoðuð reiglu- gerð um akreinamerkingar og akreinaakstur. Ennfremur að hættulegar beygjur á þjóðvegun- um verði varðar sjálflýsandi stikum. Ennfremur eru ótalin ýmiss önnur atriði sem nefndin telur nauðsynlegt að tekin verði til yfirvegunar og úrlausnar, og hafa sum þeirra þegar verið rædd. — Flugvélar Framh. af bls. 1 ir vestan eyjuna Hainan á Tonkin-flóa. Hefur Peking- stjórn sent harðorð mótmæli vegna þessa. Stjórnin í Hanoi hélt því fram í dag, ,að fyrir nokkrum dögum hefði skip frá Líbanon skemmzt í loftárásum Bandaríkjamanna á N.-Víetnam. Fregn þessi hefur ekki fengizt staðfest. Maxwell Taylor, sendiherra Bandaríkjamanna í Saigon, kom til Washington í gær og í dag hóf hann viðræður við banda- riska stjórnmálamenn um ástand ið í Víetnam. Dvelst Taylor í Washington í viku og ræðir m.a. við Johnson forseta. Bac Long-eyja, sem árásirnar ýoru gerðar á í dag, er um 190 km fyrir suðaustan Hanoi. Rat- sjárstöðin á eyjunni, sem var að- alskotmarkið, varð einnig fyrir árásum fyrir fjórum dögum, en skemmdist þá lítið. Þegar flug- maðurinn, sem stjórnaði árás- inni, kom til baka til flugvéla- móðurskipsins „Coral Sea“ sagði hann, að ratsjárstöðin hefði lagzt nær algerlega í rúst í dag, og önnur skotmörk á eyjunni hefðu verið í björtu báli, er flugvél- arnar sneru frá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.