Morgunblaðið - 30.03.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.03.1965, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐID Þriðjudagur 30. marz 1965 Ályktun ráðstefnu ASÍ um kjaramál RÁÐSTEFNU ASÍ um kjaramál lauk s.l. laugardag með samþykkt um væmtaíilega kröfugerð verka- lýðsfélaganna í samningunum í vor. Er þar gert ráð fyrir veru- legri hækkun muntekna verka- fólks, styttingu vinnuvikunnar í 44 stundir, lengingu orlofs í 4 vikur, og að Ieitað verði samn- inga við rikisstjómina um að- gerðir til hagsbóta launþega í húsnæðismálum, skattamálum og atvinnumálum. Þá var og kosin fjórtán mnnna nefnd til að vera tengiliður milli hinna einstöku samningahópa inmn ASÍ og til að annast samninga við ríkis- stjórnina. Ályktun ráðstefnunnar um kjaramál var svohljóðandi: „Kjaramálaráðstefna Alþýðu- sambands íslands haldin í Reykja vík 26.—27. marz 196ö telur að meginviðfangsefni verkalýðssam- takanna í sambandi við kjara- samninga á komandi sumri sé það að tryggja verulega aukn- ingu rauntekna á tímaeiningu frá því sem verið hefur, samfara samræmingu og styttingu vinnu- dagsins. Er það skoðun ráðstefn- unnar að mikill árlegur vöxtur þjóðarframleiðslu, mjög batnandi viðskiptakjör og tækniframfarir réttlæti fullkomlega slíkar raun hæfar kjarabætur og telur hún einnig að þær séu mögulegar án verðbólguþróunar, enda eru að- gerðir til stöðvunar verðbólgu skilyrði þess að nýir kjarasamn- ingar í framangreinda átt nái til- gangi sínum. í samræmi við þetta álit sitt lýsir ráðstefnan yfir því, að hún telur óhjákvæmilegt að samninga grundvöllur við atvinnurekendur verði byggður á same;ginlegum kröfum verkalýðsfélaganna um: 1. Almenna kauphækkun og samræmingu kauptaxta. 2. Styttingu vinnuvikunnar í 44 klst. 3. Vandleg athugun fari fram á aukinni ákvæðisvinnu og verði henni komið á þar sem hagkvæmt telst. Jafnframt verði tryggt að aukin ákvæð isvinna leiði ekki til óeðli- legs vinnuálags á verkafólk m.a. með því að gengið verði frá heildarsamningum um framkvæmd vinnurannsókna og tryggt að verkafólk njóti réttmætrar hlutdeildar í framleiðsluaukningui Jafnframt verði teknar upp samningaviðræður við rikisstjóm ina um eftirfarandi: 1. Lækkun útsvara og skatta af lágtekjum og miðlungs- tekjum. þannig að þurftar- tekjur séu almennt útsvars- og skattfrjálsar; skattþrep- um verði fjölgað og skattar og útsvör innheimt jafnóð- um og tekjur falla til. Jafn- framt verði skattar og út- svör á gróðarekstur hækkað ir og ströngu skattaeftirliti framfylgt. 2. Aðgerðir til lækkunar hús- næðiskostnaðar, til að auð- velda fólki að eignast nýjar íbúðir á kostnaðarverði, svo sem aukning byggina á fé- . lagslegum grundvelli, hækk- un lána, lenging lánstíma og Vcixtalækkun og aðgerðir, sem hindrað gætu hið stór- fellda brask, sem nú við- gengst með nýtt húsnæði. %. Tafarlausar aðgerðir vegna atvinnuleysis, sem ríkt hef ur að undanfömu í einstök- um landshlutum. 4. Breytingar á lögum um orlof sem tryggi verkafólki fjög- urra vikna orlof og ennfrem ur breytingar á fram- kvæmdaákvæðum orlofslag- anna sem tryggi raunveru- lega framkvæmd þeirra. 5. Hverjar þær aðgerðir aðrar, sem þjóna mættu þeim til- gangi að sporna við verð- bólguþróun og tryggja betur gildi þeirra kjarasamninga, sem gerðir verða við at- vinnurekendur. Ráðstefnan telur rétt að verka lýðsfélögin undirbúi sem fyrst samningagerðir sínar en fresti um sinn ákvörðun um hverjar kröfur skulu gerðar um hækkun kaups að krónutölu, meðan ekki verður séð hversu samningar tak ast við ríkisstjómina um fram- angreind málefni, né ráðið verð- ur í, hverjar aðrar aðgerðir hún fyrirhugar í efnahagsmálum, sem kynnu að hafa úrslitaáhrif á kaupkröfur samtakanna. Ráðstefnan telur nauðsynlegt að sameiginleg nefnd allrar verkalýðshreyfingarinnar annist samningaviðræður við ríkisstjórn ina og samþykkir því að kjósa 14 menn til þess starfa. Jafn- framt er nefndinni falið það verk efni að vera tengiliður milli starfsgreinasambandanna og ann arra hugsanlegra samningahópa verkalýðsfélaganna í væntanleg- um samningum og aðgerðum öll- um er að þeim lúta, þ.á.m. að samræma kaupkrÖfur þegar þáð telst tímabært samkvæmt framan sögðu“. Björn Þórarinsson í Kilakoti — sextugur BJÖRN Þórarinsson í Kilakoti er sextugur í dag. Hann er Keld- hverfingur að ætt og uppruna og hefur átt heima þar í sveit alla ævi. Kilakot er eitt af hinum svo- nefndu Vatnsbæjum í Keldu- hverfi. En hinir eru: Víkinga- vatn, tvö býli, fomt höfuðból, Ól- afsgerði, Grásíða, Vogar. Býli þessi standa öll þétt við suðvest- urhorn Víkingavatns á einu túni eða því sem næst, til vinstri hand ar við akveg, þá ekið er austur um Kelduhverfi rétt við vallar- garð þeirra. Þar er fagurt um að lítast, vötn og engjar út frá tún- um til norðurs og útsýni mikið um Axarfjörð, Tjörnes og Mel- rakkasléttu, þar sem „fjöll og flæði faðmast í skrúðgrænu klæði“, eins og Einar segir um þessar stöðvar í kvæði sínu um Ásbyrgi. Til hinnar handarinnar liggja svo mjög víðáttumikil heiðarlönd heim að túnum: Fjallaland, Víkingavatnsheiði, Garðsiheiði, Ásheiði og Blá- skógar innar og austar. f Kílakoti bjó faðir Björns, Þórarinn Sveinsson, á undan honum um aldarþriðjungs skeið, og kona hans, móðir Bjöms, Ing- veldur Björnsdóttir frá Þúfu í Ölvusi. En nú hefur Bjöm búið á Kilakoti næstum jafnlengi, eða þrjátíu og þrjú ár. Þórarinn Sveinsson var kunn- ur maður, skáldmæltur og jafn- an hrókur alls fagnaðar á mann- fundum hvar sem hann kom. Var hann mjög skemmtilegur heim að sækja og heimilið þannig, áð það laðaði gesti. Átti Ingveldur að sjálfsögðu engu minni þátt í því. Hann átti skammt að telja að ætterni til Kristjáns Fjalla- skálds og Jóns Sveinssonar (Nonna). En ólíkur var kveð- skapur Þórarins þjáningastunum Kristjáns Jónssonar um lífið, sem var í hans augum „blóðrás af logandi und, sem læknast ekki fyrr en á aldurtilastund". Máske hefur þó stundum undir niðri logað í skapi Þórarins .En í kveð skap var hann næstum ætíð létt- ur og gamansamur. Þetta kvað hann t.d. á efstu árum um átt- ræður: Ég er kominn yzt á barð, elligrár og lotinn, naut ég þess sem notið varð — nú eru föngin þrotin. Börn Þórarins og Ingveldar eru fjögur: Sveinn, listmálari í Reykjavík; Vilborg, húsfreyja í Húsavík; Guðný, húsfreyja í Krossdal í Kelduhverfi, og Björn bóndi í Kilakoti. Bjöm tók við jörð og búi í Kílakoti, þegar Þórarinn hætti 1932 og hefur búið þar síðan. Hann kvæntist heldur seint og sótti þá sína heimilisdís alla leið suður í höfuðborg. Hið sama hef- ur og gerzt á fleiri bæjum í Keldahverfi og gefizt með ágæt- um. Guðrún Ásbjörnsdóttir kona 'hans er Reykvíkingur og hefur verið sveitarsómi norður þar. Þau eiag þrjú börn, stúlku um tvítugt og drengi tvo yngri. Björn er gagnfræðingur að mennt frá Akureyri. Lengi átti hann sæti í hreppsnefnd Kelduneshrepps, var 19 ár varaoddviti og síð- an oddviti um skeið etfir að odd- vitinn, samstarfsmaður hans í 19 ár, Erlingur Jóhannsson í Byrgi, flutti úr sveitinni. Hann var lengi fjallskilastjóri í umfangs- miklu fjallskilafélagi, sem jafnan hefur átt mikil samskipti við mörg sveitarfélög í annarri sýslu, Suður-Þingeyjarsýslu. Fór hon- um það starf úr þendi með prýði. Hann hefur lengi verið formaður skólanefndar í sinni sveit, kjöt- matsmaður hjá Kaupfélagi Norð- ur-Þingeyinga langan tírna. — Hann var formaður byggingar- nefndar er sá um byggingu fé- lagsheimilis og barnaskóla i Skúlagarði. Er sú bygging mjög myndarleg og stolt sveitarinnar. Heyrt hefi ég byggingarmeistar- ann til þess taka hversu Björn 'hafi þar verið öruggur og hag- sýnn í allri stjórn og útreikn- ingum. Sama bera honum allir sveitungar hans, sem ég hefi tal- að við um það efni. Samvinna Erlings í Byrgi og Björns í sveit- arstjórnarmálum í nærri 20 ár var með ágætum og áttu þá báð- ir næstum óskipt traust sveitar- búa. En síðan 1962 hefur Björn staðið utan hreppsnefndar. Eftir að Björn kom úr Akur- eyrarskóla var hann barnakenn- ari í Kelduhverfi sex eða átta vetur, en stundaði búskapinn á sumrin. Hann var á yngri árum áhugasamur og duglegur Ung- mennafélagi og formaður sam- bands ungmennafélaganan í N.- Þingeyjarsýslu í mörg ár. Þegar kosið var til Alþingis haustið 1959 eftir breyttum kosn- ingalögum var Björn beðinn að taka sæti á lista Sjálfstæðis- manna í Norðurlandskjördæmi eystra. Sú ósk var mjög almenn í hópi stuðningsmanna listans. Varð hann við áskorun um þaS og þó ekki fús. Hann náði kosn- ingu sem varamaður og hafa þeir Gísli Jónsson, menntaskóla- kennari á Akureyri og hann set- ið á Alþingi til skiptis, þegar þurft hefur að kalla varamenn til þingsetu. Hvar sem Björn hef- ur til skipsrúms gengið, hefur hann öðlazt traust með viðkynn- ingu. Hann er glöggskygn og at- hugull, fastur fyrir en laus við Framh. á bls. 8 * STÓRIR KARLAR Ég sá í Tímanum á laugar- daginn, að við hefðum fengið heimboð frá Bandaríkjamönn- um. Flcútki íþróttagarpa er boð- ið að keppa í Washington og New Jersey — og uppihald á að vera frítt fyrir 16 manns. Þetta boð þykir hins vegar ekki gimilegt vegna þess að Bandaríkjamenn eru komnir skammt á veg í iþróttagreininni (handknattleik), eins og tekið er til orða — „og því lítið fyrir íslenzka handknattleiksmenn að græða á förinni". segir þar. Já, stórir karlar erum við. fslenzkir íþróttagarpar leggja það aldeilis ekki í vana sinn að þeytast út um lönd nema eitt- hvað sé „að græða á förinni“ oig jafnokar hinna annáluðu iþrótta garpa íslands finnast varla í smáríkjum eins og Færeyjum og Bandaríkjunum. * ÁFRAM MEÐ SMJÖRIÐ Nei, góðir hálsar. Ég efast um að uppi sé nokkur þjóð, sem verðskuldar að etja kappi við okkar menn, jafn frábærir og þeir eru. Þegar islenzku risam- ir birtast svitna mótherjamir og skjálfa — og mér hefur t.d. fundizt það ómannúðlegt gagn- vart útlendingum að senda landslið okkar til keppni gegn landsliðum annarra þjóða — t.d. í knattspymu. Það væri miklu göfugra að senda t.d. Húsavíkurúrvalið gegn lands- liði Breta í knattspyrnu og Bíldudalsúrvalið gegn banda- ríska landsliðinu í handknatt- leik í Madison Square Garden, New York. Þá fyrst væri hægt að búast við jöfnum leik, ef miðað er við reynzlu liðinna ára. Eða er það ekki? ★ HELGISÖNGVAR — AMORSVÍSUR Ekki komast allir höfundar dægurlagatexta á vinsældalist- ann hjá hinum vandlátustu, eins og eftirfarandi bréf ber með sér: „Hallgrímur Pétursson var ekki við eina fjöl felldur í kveð- skap. Þótt innblásin trúarljóð haldi nafni hans lengst í minn- um, þá orti hann verzleg ljóð, sem sum hver verða varla lesin nema í hljóði og einrúmi. Eins gætti Hallgrímur þó mjög, hann hélt þessum tvenns konar kveð- skap skýrt aðgreindum. Sóknarpcstur í Reykjavík fetar nú í spor Hallgríms. Prest- urinn hefur haslað sér völl sem dansahöfundur. í veigamiklu atriði víkur hann þó af braut fyrirmyndar sinnar. Hann hnuplar glefsum úr frægum trúaróð, Ave María, og fleygar þær inn í dansa sína. Það er mín fróma bðn til þessa vígða manns að hann sniðigangi trúarljóð, innlend sem erlend. Hann getur engu að síður tekið við af Hallgrími Péturssyni og átt þar vísan frama. Ef ekki væri spyrnt við fætl, kynni svo að fara, að ölóður danslýður heyrðist kyrja brot úr Allt eins og blómstrið eina, eða hendingar úr trúarjátning- unni. Bætti þar engu um, þótt klerkvígður maður héfði fellt þær í stuðla að nokkrum vísu- orðum frá eigin brjósti. Jón Á. Gissurarson". f\ v L--S cuc* / 6 ▼ 12 v 24 v BOSCH þurrkumótorar, þurrkuarmar og þurrkublöð. BRÆÐURNIR ORMSSON h.f. Vesturgötu 3. — Sími ÍÍ467

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.