Morgunblaðið - 30.03.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.03.1965, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐID Þriðjudagur 30. marz 1965 ™ ti a ^TiTT — Afmæli f GÆR var haldið áfram umræð- um í Sameinuðu þingi um vega- áætlunina 1965-1968 og höfðu þrir þingmenn talað, er umræð- um var frestað til kl. 8.30 í gær- kvöldi. Verður skýrt frá þessum umræðum síðar í blaðinu. Er fundi Sameinaðs þings hafði verið frestað, hófust fundir í deildum og verður sagt frá þeim hér á eftir. EFRI DEILD Eftirlaun Ólafur Björnsson (S) gerði igrein fyrir áliti fjárhagsneíndar um frumvarp um breytingu á lögum um hin sérstöku eftirlaun samkv. fjárlögum óg mælti nefndin með því, að frumvarpið verði sam- þykkt óbreytt. Einn nefndar- manna Jón Þorsteinsson (Alþfl) kvaðst alltaf hafa verið andvíg- ur 18. gr. fjárlaga, en þar er kveð ið á um hin sérstöku eftirlaun og á þeim forsendum væri hann andvígur þessu frumvarpi. Taldi hann, að margt af því fólki, sem nyti sérstakra eftirlauna samkv. fjárlögum, bytggi við góð eftir- laun fyrir og væri því engin á- stæða til þess að veita því sér- stök eftirlaun þar að auki um- fram annað fólk. Var frumvarp- inu síðan vísað til 3. umr. Þingfararkaup Eggert G. þorsteinsson (Alþfl.) mælti fyrir frumvarpi um að nefndarmönnum í þingfararkaups nefnd verði fjölgað úr 5 í 7 og var frumvarpinu síðan vísað til 2. umr. og nefndar. Atvinna við siglingar Jón Árnason (S) mælti fyrir frumvarpi um breytingu á lqig- um um atvinnu við siglingar á íslenzkum skipum, en hann og Ásgeir Bjarnason eru flutnings- menn þess. Tilgangur frumvarps- ins er, að skip, sem notuð eru til styttri siglinga, aðallega innan fjarða og flóa, skulu vera undan- þegin ákvæðum latga um fjölda skipstjórnarmanna. Jón Árnason sagði, að þettá frumvarp væri flutt að beiðni Skallagríms h.f. í Borgarnesi vegna reksturs Akraborgarinnar, en þessi breyting myndi einniig ná til annarra flóabáta, dráttar- báta o.fl. Var frumvarpinu síðan vísað til 2. umr. og sjávarútvegs nefndar. NEDRI DEILD Ýms mál voru á dagskrá í Neðri deild, en ekki urðu um þau miklar umræður. Frumvarp til jarðræktarlaga var til 1. um ræðu og var vísað til 2. umræðu oe landbúnaðarnefndar. Frum- Félagslíf Knattspyrnufélagið Víkingur. heldur aðalfund sinn í Lindarbæ í kvöld kl. 20,30. Stjórnin. Frá Farfuglum Mynda og skemmtikvöld verður miðvikudaginn 31. marz og hefst kl. 8.30. Farfuglar. varpi um breytingu á lögum um réttindi og skyldur ríkisstarfs- manna var vísað til 2. umræðu og allsherjarnefndar. Frumvarp um breytingu á umferðarlögum var til 3. umræðu og var síðan af- greitt til Efrideildar. Þá fór fram framhald 2. um- ræðu á frumvarpi um lífeyris- sjóð hjúkrunarfólks, og gerði Skúli Guðmundsson (F) grein fyrir breytingartillögum, sem hann hefur igert við frumvarpið. Sagði Skúli, að hann vildi, að frumvarpið yrði kennt við hjúkr unarkonur, vegna þess, að enda þótt vera kynni, að karlmenn myndu fást við hjúkrun hér í framtíðinni, þá yrði hlutur kvenna þar jafnan miklu meiri, enda væri því ekki saman jafnandi að láta konur hjúkra sér og karlmenn. Hann kysi þar kvenfólk miklu fremur. Var um- ræðum um frumvarpið síðan enn frestað. Dráttarvextir Fram eru komin 3 stjórnar- frumvörp varðandi dráttarvexti og fela þau í sér breytingu á lög- um um. bann við okri, dráttar- vexti o.fl. frá 1960, breytingu á víxillögum frá 1933 oig breytingu á lögum um tékka frá 1933. Samkv. hinu fyrstnefnda frum- varpi skuiu dráttarvextir af skuldum vera jafnháir og Seðla banki fslands leyfir innlánsstofn- unum hæst að taka. Breyting sú, sem ráðgerð er með frumvarpinu um breytingu á víxillögunum og nokkuð hærri en nú gildir segir í greinargerð með frumvarpinu, áð samkvæmt nú- gildandi lögum er viðbótarkostn- aður skuldara vagna vanskila á greiðslu víxils hverfandi allt til þess, er kostnaðar við dómsmál fer að gæta. Slíkt fyrirkomulag er óheillavænlegt, og er téð vaxta hækkun eftir gjalddaga víxils því nauðsynleg og eðlileg til úrbóta, sem stuðla mundi ótvírætt að aukinni skilvísi víxilskuldara. Verði frumvarp þetta að lögum, mundu dráttarvextir vegna víxil skulda verða 1 % fyrir hvem mánuð eða brot úr mánuði, að óbreyttri ákvörðun Seðlabankans um dráttarvexti innlánsstofnana. Þá er með þessu frumvarpi gert ráð fyrir, að réttur víxilhafa til þóknunar, sem er Vs % víxilfjár- hæðarinnar falli úr gildi. Með frumvarpinu um breyt- ingu á tékkalögunum er lagt til, að teknir verði upp dráttarvextir, sem Seðlabankinn heimilar inn- lánsstofnunum hæsta að taka, vegna vanskilatékka. Dráttar- vextir vegna tékkskulda yrðu þá 1% pr. mánuð eða brot úr mán- uði, að óbreyttri ákvörðun Seðla- bankans um dráttarvexti innláns stofnana. Vaxtahækkun sú, sem felst í þessari breytingu, er talin nauðsynlegur liður í þeirri við- leitni að draga úr misnotkun tékka, segir í greinargerð með þessu frumvarpi. Dýralæknar Útbýtt hefur verið frumvarpi um breytingu á lögum um dýra- lækna og er það flutt af Gisla Guðmundssyni, Jónasi G. Rafnar, Halldóri Ásigrímssyni og Jónasi Péturssyni og er efni þess að bæta dýralæknisþjónustu á á kveðnum svæðum í Norður-Múla sýslu og Norður-Þingeyjarsýslu, sem ekki njóta þeirrar dýralækn- isþjónustu, sem skyldL Sala á jörðum Þá er komið fram frumvarp um heimild til handa ríkisstjórn- inni um að selja Mosfellshreppi jarðirnar Þormóðsdal og Bringur. Sérmenntun yfirmanna á fiski- skipum Fimm þingmenn Framsóknar- manna hafa flutt þlngsályktunar- tillögu um athugun á aðstöðu yfir manna á fiskiskipum til sérmennt unar. Hundaskattur Þó hefur verið lagt fram frum- varp af hálfu heilbrigðis- og fé- lagsmálanefndar Efri deildar um breytingu á lögum um hundahald og vamir gegn sullaveiki og er efni þess, að af hundum búfjár- eigenda skuli greiða 30 króna skatt árlega. Einnig af minnka- hundum, dýrhundum og spor- hundum, enda hafi verið veitt sérstakt leyfi til slíks hundahalds og þeir hundar hafðir í öruggri gæzlu. Af öðrum hundum greið- ist 300 króna skattur árlega. Skatturinn rennur í bæjar- eða sýslusjóð og innheimtist á mann- talsþingi. FASTEIGNA- OG VERÐBRÉFASALA Höfum verið beðnir að útvega eftirtaldar eignir. 2—3. herbergja íbúð í Norðurmýri eða Hlíðunum. 2ja herbergja íbúð sem næst miðborginni. Stóra íbúð með bílskúr, margir staðir koma til greina. Tvær 4ra herbergja íbúðir í vesturborginnL 3—4 herbergja íbúð í Háaleitishverfi. Iðnaðar og verzlunarhús 6000—10.000 rúmmetrar. Iðnaðar og verzlunarhús 300—500 fermetrar, sem næst miðborginni. Ólaffur Þorgrímsson hri. Austurstræli 14, 3 hæð - Sfmi 21785 Þrjátíu nýir ríkisborgarar FRAM eru komnar tillögur frá allsherjarnefnd Neðri deildar A1 þingis um, að 30 útlendingum, sem búsettir eru hér á landi, verði veittur íslenzkur ríkisborg- araréttur. Fólk þetta er af ýms- um þjóðernum, flest frá Júgó- slavíu eða 8 talsins ,5 frá Þýzka- landi, 4 frá Ungverjalandi, 4 frá Danmörku, 3 frá Færeyjum, 2 frá Bandaríkjunum, 1 frá Eng- landi, 1 frá Noregi, 1 frá Hol- landi, og ein kona, sem fædd er hér á landi. Júgóslavarnir eru úr hópi flóttamanna, sem komu hingað til lands 1959, en 1958 samþykkti íslenzka ríkisstjórnin, samkvæmt áskorun allsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna, að veita þessu fólki framtíðarhæli hér á landi. Hér fara á eftir nöfn þessa fólks: Bajic, Mile, bakari í Keflavík, f. í Júgóslavíu 29. sept. 1932. Benkovic, Mijo, verkamaður í Reykjavík, f. í Júgóslavíu 23. júlí 1936. Brown, Arthur Kellogg, mat- sveinn í Reykjavík, f. í Banda- ríkjunum 29. apríl 1907. Busetti, Ferruccio Mario, verka maður í Reykjavík, f. í Júgó- slavíu 14. ágúst 1939. Csillag, Maria, húsmóðir í Reykjavík, f. í Ungverjalandi 27. jan. 1938. Dahm, Gisela Gerda Edith, hús móðir á Siglufirði, f. í Þýzka- landi 16. júní 1938. Dam, Eina, húsmóðir á Akra- nesi, f. í Færeyjum 6. apríl 1938. Dragutin, Uhr, verkamaður í Reykjavík, f. í Júgóslavíu 10. maí 1935. Hansen, Jógvan Georg, sjómað- ur í Reykjavík, f. í Færeyjum 26. maí 1938. Horváth, Adél, þjónustustúlka í Ytri-Njarðvík, f. í Ungverja- landi 2. ágúst 1941. Ipsen, Inger Bjarna, iðnverka- kona í Reykjavík, f. í Danmörku 5. ágúst 1944. Jepsen, Frederik Peter, vél- stjóri í Reykjavík, f. í Dan- mörku 3. marz 1927. Johannessen, Ellen Marie, húsmóðir í Hrísey, f. í Færeyjum 10. jan. 1942. Johansen, Helina Olafia, hús móðir í Reykjavík, f. á íslandi 29. júlí 1937. Jón Hallgrímsson,, verzlunar- maður í Reykjavík, f. í Englandi 12. janúar 1944. Juhasz, Istvan, verkamaður í Vestmannaeyjum, f. í Ungverja- landi 11. febrúar 1935. Kersbergen, Anna Cornelia nunna í Hafnarfirði, f. í Hollandi 21. maí 1900. Kujundzic, Josip, sjómaður í Reykjavík, t i Júgóslavíu 19. febrúar 1939. Larsen, Knud Broberg, verzl- unarmaður í Reykjavík, f. í Dan- mörku 5. maí 1937. Lettau, Christel Hildegard, húsmóðir í Reykjavík, f. í Þýzka landi 16. október 1920. Martin, Donald Lewis, tann- smiður í Reykjavík, f. í Banda- ríkjunum 7. janúar 1934. Moen, Rothtraut Elisabeth Göschl, húsmóðir á Eyrarbakka, f. í Þýzkalandi 14. apríl 1928. Molnár, István Ferencz, raf- virki í Reykjavík, f. í Ungverja- landi 13. ágúst 1936. Mörk, Olga Stefanie, starfs- stúlka í Reykjavík, f. í Noregi 2. nóvember 1902. Nilsson, Karl Rudolf Kristian, verkamaður í Reykjavík, f. í Danmörku 4. desember 1903. Pasdh, Elisabeth, húsmóðir í Keflavík, f. í Þýzkalandi 13. sept. 1921. Seebörger, Christa, húsmóðir í Hafnarfirði, f. í Þýzkalandi 29. maí 1935. Sindicic, Berislav, verkamaður 1 Reykjavík, f. í Júgóslavíu 24. júní 1937. Stavar,, Franc,, vefari á Ála- fossi, f. í Júgóslavíu 25. nóv. 1935 Terzic, Ivan, smiður í1 Reykja- vík, f. í Júgóslavíu 21. febrúar 1937. Framhald af bl. 6. hleypidóma, fer sínar götur án þess þó að lenda í tilefnislítlum árekstrum við samferðamenn, sem vilja aðrar götur ganga. Hann vill láta hvern amnn jafn- an njóta þess sem honum ber og lætur andstæðinga njóta fyllstu viðurkenningar fyrir það sem þeir gera vel. Hann færir skýr rök fyrir sínu máli á hógværan hátt og ber hag íslenzkra sveita mjög fyrir brjósti og um leið landsins alls. Eigi hefur hann átt þess kost að búa stórbúi í Kila- koti, einyrki á fremur lítilli jörð, en hann er góður bóndi með vænt bú eftir því sem gerist þar um sveitir, vel bjargálna og hag- sýnn mjög í allri búsýslu. Hann er vinsæll í nágrenni þrátt fyr- ir það að hann hefur jafnan verið á öndverðum meiði í lands- málum við meirihluta nábúa sinna, enda er hógværð hans i málflutningi viðurkennd af öll- um sem til þekkja, og skilningur á sjónarmiðum annara. Keldhverfingar eiga fallega sveit, heiðalönd mikil og flæði- engjar, sem áður fyrr voru dýr- mætar mjög til heyöflunar. Nú hefur túnrækt Yatnsbæja og annarra býla í Kelduhverfi sem annars staðar þokað engjum út í þá aðstöðu að vera aðallega augnayndi og felustaður and- fugla Víkingavatns. Sjálft Ás- byrgi er á umráðasvæði þessarar fögru sveitar, Fjallafjöll, Vík- ingavatnsheiði, Garðsheiði, Ás- heiði, Bláskógar, heiðarnar úr- vals sumarhagar fyrir sauðfé. Og skammt frá vallargarði er svo gljúfrabúinn Dettifoss, sem öllu tekur fram sem ég hefi séð í þessu landi. Enn má nefna Hljóðakletta og Hólmatungur. Slik náttúrudýrð sem þessi er ekki á hverju strái. En það er raunar önnur saga — og þó. — Á árum áður átti ég mörg spor um Kelduhverfisheiðar í göngum og tók oft í horn í Hraunhóla- rétt, Fjallarétt og Höfðarétt. Hvergi hef ég komið í sveit þar sem betra var að koma en Hverf- ið, og er þá mikið sagt. Fyrir- greiðsla Fjallaheimilis, Kilsholta heimilis og Krossdalsheimilis á þeim dögum er mjög eftirminni- leg. En á þeim bæjum gerði ég og margur annar mestan átroðn- ing. Um’leið og ég nú sendi Birni I Kilakoti ómerkilega armælis- kveðju með þakklæti fyrir ágæt samskipti og viðkynningu, lang- ar mig til að láta þessi orð um Hverfið fljóta með sem örlitla af- borgun af gamalli skuld. Bjartmar Guðmundsson. Séro Emil Björnsson kjörinn formnður Blnðomnnnafélngsins Á AÐALFUNDI Blaðamannafé- lags íslands, sem haldinn var sl. sunnudag, var séra Emil Björns- son kjörinn formaður félagsins. Með honum í stjóm voru kosnir Atli Steinarsson, Tómas Karls- son, Jónas Kristjánsson og ívar H. Jónsson. Fráfarandi formaður, Mattihías Johannessen, stjómaði fundinum fraim yfir formannskjör. Flutti hann skýrslu stjórnarinnar og gjaldkermn, Atli Steinarsson, las reikniniga fédagsins. Björn Thors, stjórnarformaður Mermin.garsjóðs, sagði frá hag sjóðsins og Ingólfur Kristjáns- son, gjalidkeri, las reikniniga hans. Á árinu voru veittir 9 styrkir að upphæð 86 þúsund krónur, en þrátt fyrir það vatð tekjuafgang- ur um 67 þúsund krónur. Menn- ingarsjóður og minningarsjóðir Vil/hjálms Finsens og Hauks SnoiTasonar nema alls rúmum 530 þúsund krónum- Andrés Kristjánisson skýrði frá hag Lífeyrissjóðs blaðamanna og nemur hamn rúmum 2.2 millj. ikrónur og faafa 23 lán verið veitt I til félagsmanna úr sjóðnum. Jónas Kristj'ánsson faafði fram sögu fyrir laganefnd og skýrði frá fyrirhuguðum breytingum á löguim félagsins og Þorbjöm Gúð mundsson skýrði frá tillögum nefndar um siðareglur blaða- manna. Fyrirhugaðar lagabreytingair og siðareglur eru svo þýðingar- mikil og umfangsmikil mál, að ákveðið var að boða til fraimihald* a'ðalíúndar til að fjalla um þaa Loks fór fram stjórnarkjör og kjör í nefndir, þ.á.m. launamálar nefnd. Fylltist af ís Hvammstanga 29. marz. í GÆR, sunnudaginn 28. marz rak hafís hér inn Miðfjörð og virtist fjörðurinn fullur af ís I morgun. Nokkur hreyfing er á ísnum og hefur hann rekið aftur út fjörðinn í dag, en mikið ís- hrafl er þó eftir. Norður að sjá virðist atlt fullt af ís, en á stöku stað eru smárennur eða vakir, S. Tr. )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.