Morgunblaðið - 15.04.1965, Blaðsíða 2
2
MORCUNBLAÐIB
r
Fimmtudagur 15. apríl 1965
HÚPFERÐIR L & L 1965
RÍN’ARIjÖND — 24. júní
Siglt ar utan með Krónprins Ókif til Kaupmannahafnar.
Ekið með langferðabifreið um skemmtilegustu héruð í>ýzka-
lands og komið t. d. til Heidelberg, Riidesheim, Koblenz,
Bonn, Köln, Travemiinde og Hamborgar. Síðar er flogið
frá Malmö í Svíþjóð til íslands.
Fararstjóri: Svavar Lárusson.
Verð: Kr. 12.745.— 15 dagar.
SVARTAHAFSSTRENDUR — 8. júlí
Flogið er utan til Malmö í Svíþjóð og degi síðar áfram
til Svartahafsstrandar Rúmeníu. í>ar er dvalizt á baðsrtönd-
inni Mamaia og farið í ferðir til: Búkarest, siglt um Dóná,
farin þriggja daga ferð til Istanbúl og að 14 dögum liðnum
flogið til íslands um Kaupmannahöfn. Ferðina má fram-
lengja um eina viku með dvöl í Hamborg og Kaupmanna-
höfn.
Verð: Kr. 12.285.— 15 dagar.
Aukavika: Kr. 3.950.—
Lönd & Leiðir býður í sumaráætlun sinni meira úrval hópferða
en nokkru sinni fyrr. í>ar er að finna 20 ferðir til 16 landa. Bæði
eru þar ferðir til hinna vinsælu baðstranda Suður-Evrópu, sem
og ferðir til Austur-Evrópu og Bandaríkjanna.
Margar ferðirnar eru farnar skv. áætlun fyrri ára vegna þeirra
vinsælda sem þær hafa notið. Þannig fér Ævar Kvaran nú. aftur
til Ítalíu, Hermann Ragnar Stefánsson til Miami, Páll Guðmunds-
son til Rússlands og Guðmundur Steinsson til Spánar. Þessir farar-
stjórar okkar og margir aðrir hafa margra ára reynslu að baki og
eru trygging fyrir velheppnuðum ferðum.
Verði ferðanna er nú sem fyrr stilt mjög í hóf og má í því sam-
bandi benda á að engin ferðanna er dýrari en 20 þúsund krónur.
NORÐURLANDAFERÐ — 19. ágúst (Önnur ferð 8. júli).
Ferð þessi er fyrst og fremst Noregsferð enda Noregur það
land, sem meðal íslenzkra ferðamanna hefur ávallt notið
mestra vinsælda. Bæði er dvalið í Osló og síðan farin ferð
allt norður til Þrándheims um fegurstu dali og staði lands-
ins. Ekið er um Hönefoss, Fagernes, Elveseter, Geirangurs-
fjörð, Molde, Romsdalsfjörð, Röros, LillehEmmer og Ham-
ar. Það er siglt með Prinsessu Margréti frá Osló til Kaup-
mannahafnar, dvalið þar í 2 daga og síðan flogið heim á leið.
Fararstjóri. Valdis Blöndal.
Verð kr. 14.670,00 — 15 dagar.
STÓRBORGIR EVRÓPU — 3. ágúst.
Flogið verður með Flugfélagi íslands til Kaupmannahafnar
og dvalið þar í 2 daga. Síðan til Berlinar og borgin skoðuð
bæði vestan og austan járntjalds. Næst er Dubrovnik í Júgó-
slaviu, þar sem er dásamleg baðströnd. Eftir 3ja daga dvöl
er enn flogið til Rómaborgar. Við skoðum borgina og Páfa-
ríkið í 3 daga og höldum síðan til Feneyja. Síðar er dvalið
í París og London og er nægur tími á hverjum stað til að
njóta dvalarinnar.
Verð kr. 19.875,00 — 22 dagar.
RÚSSLAND — NORÐURLÖND
5. ágúst.
Þetta er ein glæsilegasta ferð, sem um
er að ræða í sumaráætluninni. Flogið
er til Svíþjóðar og síðar siglt með stóru
farþegaskipi til Leningrad. Við skoð-
um þessa gömlu höfuðborg Rússlands
og hefjum síðan ferð um Rússland, þar
sem dvalið er i Moskvu og Kiev. Flog-
ið er milli staðanna. Þá er farið til
höfuðborgar Finnlands og þaðan siglt
til Stokkhólms. Þrír dagar á hvorum
stað.
Fararstjóri: Páll Guðmundsson.
Verð kr. 19.874,00 — 22 dagar.
1. Heimssýningin í New York og Miami 22. maí 14 dagar 19.875,—
2. Rínarlönd — Hamborg — Kai*pmannah. 24. juní 15 — 12.745,—
3. Svartahafsstrendur — (Kaupm.h.) — 8. júlí 15 — 12,285.—
4. Norðurlandaferð 22. júlí 15 —
5. ítalia — Kaupmannahöfn 22. júlí 22 — 19.800,—
6. Mallorca — Kaupmannahöfn 29. júlí 22 — 14.955,—
7. Stórborgir Evrópu 3. ágúst 19 — 19.875,—
8. Ítalía — Kaupmannahöfn 5. ágúst 22 — 19.800,—
9. Rússland — Norðurlönd 5. ágúst 22 — 19.874,—
10. Grikkland — Kaupmannahöfn 12. ágúst 22 — 18.765,—
11. Mallorca — Kaupmannahöfn 12. ágúst 22 — 14.955.—
12. ítalia —• Kaupmannahöfn 19. ágúst 22 — 19.800,—
13. Svartahafsstrendur 19. ágúst 22 —
14. Norðurlandaferð 19. ágúst 15 — 14.670,—
15. Mallorca — Kaupmannahöfn 26. ágúst 22 —
16. París — Hamborg — Kaupm.h 26. ágúst 15 — 11.874,—
17. Danmörk — Bretland 2. sept. 15 — 13.980,—
18. Spánarferð 9. sept. 20 —
19. Miðevrópuferð 18. sept. 14 — 16.900.—
20. Heimssýningin í New York og Miami 25. sept. 14 19.875.—
GRIKKLAND — Kaupmannahöfn
12. ágúst.
í ferðinni er dvalið 16 daga í Grikk-
landi. Þá daga er bæði dvalið í Aþenu
og farið um sjálft landið. Komið er m.a.
til Kap Sunion, Delfi, Meteora o. fl.
Siglt er á glæsilegu farþegaskipi 5
daga um Eyjahafið og þá dvalizt á
Rhodos, Krít, Halicarnassos, Kos, Delos,
Mykonos og Patmos. Margar þessara
eyja eru hinar frægustu og fegurstu
Eyjahafsins. — Þá er dvalizt í Kaup-
mannahöfn í fjóra daga áður en flogið
er heim til íslands.
Fararstjóri: Ævar R. Kvaran.
Verð kr. 18.765,00 — 22 dagar.
ÍTALÍA — Kaupmannahöfn — 22. júlí, 5. ágúst, 19. ágúst.
Hér er um að ræða þrjár Ítalíuferðir þar sem farið er urn
ílesta vinsælustu ferðamannastaði Ítalíu. Flogið er frá ís-
landi til Rómaborgar og dvalið þar í 3 daga. Þá er farið
með langferðabíl í 12 daga ferð um Pisa — Flórens —
Feneyjar — Ravenna — Rimini — San Marino — Assisi
og Sorrento. — Allt eru þetta þekktir staðir vegna fegurðar,
listaverka, bygjginga eða baðstranda.
Eftir ítaliudvöiína er flogið til Kaupmannahafnar og dval-
' ið þar í fimm daga áður en haldið er heim á leið.
Fararstjórar: Ævar R. Kvaran og Guðmundur Steinsson.
Verð kr 19.800,00 — 22 dagar.
SPÁNN — Kaupmannahöfn — 29. júlí, 12. ágúst, 9. sept.
L&L efnir til 3ja Spánarferða. Þær fyrstu tvær eru til
Mallorca, þar sem dvalizt er á hóteli á baðströndinni og
farið í ferðir, lengri og skemmri um eyjuna. Eftir hálfan
mánuð er haldið fljúgandi til Kaupmannahafnar og verið
þar í 4—5 daga.
Þá er farin haustferð til Spánar og ferðast um skemmti-
legustu héruð landsins. Er þá komið m.a. til Granada,
Barcelona, Cordoba, Sevilla, Malaga, Torremolinos og Jerez.
Er til jafns hægt að sjá marga merkustu staði landsins og
á Costa del Sol njóta beztu baðstranda Spánar.
Fararstjórar: Agnar Þórðarson og Svavar Lárusson.
Verð kr. 14.955,00. — 22 dagar.
LOlMD & LEIÐIR
AÐALSTRÆTI
SÍIVII 20800