Morgunblaðið - 15.04.1965, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.04.1965, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 15, apríl 1965 MORCUNBLAÐIB 15 Frásögn Karls Eiríkssonar, fyrrum flugmanns EFTIR margra ára flugmennsku og ferðir víða um heim eru það þó staðir á íslandi eins og Veiðivötn og Jökuldalir, sem mér eru minnisstæðastir. Og skemmtilegustu endurminning- arnar á ég úr vöruflutningum til Jandmælingamanna o.fl. á þeirn stöðum. í áætlunarflugi milli landa er lítil tilbreyting, viðkomustaðirnir oftast þeir sömu og lítill munur á einni ferð og þeirri næstu. En af erlendum stö'ðum er mér þó einn sérstaklega minnisstæður. Árið 1947 var ég að ljúka flugnámi í borginni Buffalo í New York ríki. Var þá óskað eftir því að ég færi að námi loknu til San Fransisoo á tækni námskeið á vegum fyrirtækis nokkurs í Reykjavík. Voru mér meir að segja sendir farseðlar með flugvél frá Buffalo til San Fransisco og til baka, en þeir farseðlar voru aldrei not- aðir. f>ar sem fyrirvari var nægur, veturinn nýbyrjaður en náms- skeiðið átti ekki að hefjast fyrr Grand Forks í Norður Dakota. Ætlunin var að fara með lest frá Grand Forks til Garðar. En morguninn 14. júlí flugum við samt frá Grand Forks til að athuga hvort ekki finndist góð- ur staður til að setjast á í ná- grenni Garðar. Eftir rúmlega klukkustundar flug, komum við svo yfir þetta litla en snotra þorp. >á var ástand- ið þannig að allsstaðar voru bylgjandi akrar mikið vaxnir, eða kartöflugarðar svo langt, sem augað eygði Og þrátt fyrir langa leit fundum við ekki heppilegri stað til að setjast á en beinan kafla á þjó'ðveginum þar sem hann lá að Garðar. Bifreiðaumferð var ekki mikil, aðeins einn vöruibíll, sem við flugum yfir. Settumst við svo fyrir framan hann og ók- um flugvélinni inn á stæði hjá benzínstöö. I>ví er ekki að Jeyna að öll þau smáþorp, sem við höfðum flogið yfir, en þau voru mýmörg, voru hvert öðru lík. I»ví var það að okkur þótti að ósanngjarnt sé að nefna nokkurn mann með nafni en ég veit að mér verður það fyrir- gefið. >ó verð ég að minnast á enn ein hjón sem mér eru efst í huga, en það eru hjón- in Ragnar Ragnars, skóla- stjóri Tónlistaskólans á ísafirði og kona hans. Þau hjónin tóku á móti okkur af sama rausnar- skap sem okkur var búin í hverju húsi í þessum bæ. Einnig er mér sérstaklega minnisstæður hinn stórkostlegi búgarður Hall fjölskyldunnar, sem synir gamla Jósefs Hall, þeir Robert og Josep yngri, sýndu okkur en fjölskyldan var að því er mig minnir stærsti ein staki kartöfluframleiðandinn í öllum Bandaríkjunum. Véla- geymsla fyrir jarðvinnsluvélar búgarðsins var svo stór að ég efast um að Vélasjóður og vega gerðin hér hafi getað státað af sameiginlegum vélakosti á borð við það, sem þarna var. Ekkert var látið vera til- viljunum háð að því er varð- aði uppskeruna hjá Hall fjöl- en að loknu lokaprófi um vor- ið, tók ég það til bragðs að semja við félaga minn, sem bjó skammt frá Buffalo, og átti litla tveggja sæta flugvél. Vél- in þarfnaðist gagngerðrar við- gerðar, og tok ég að mér að endurbyggja hana gegn því að ég hefði afnot af henni næsta sumar. Þarf ekki að orðlengja það að vélin var tilbúin til brott- farar þjóðhátíðardagsmorgun Bandaríkjamanna 4. júlí, tneð nýju loftferðaskírteini. Naut ég aðstoðar góðra manna við viðgerðina, fékk m.a. að gera við hreyfilinn á viðgerð- arverkstæði skólans. Kennarar, félagar og aðrir vinir mínir í Buffalo höfðu nefnt við mig helztu staði, sem ég yrði að hafa viðdvöl á og skoða á ferð minni, sem lá um flest ríki Bandaríkjanna. Vestur íslend- ingarnir, sem ég hafði kynnzt náið í borginni, voru ýmist ætt aðir frá eða áttu náin skyld- menni í Garðar og Mountain í Norður Dakota, og var mér uppálagt að kom,a þar við og gera vart við mig. . Ferðin frá Buffalo gekk að óskum. í Cleveland, Ohio, hitti ég, eins og um hafði verið talað, kunningja minn að heiman Hinrik Thorarensen. En Hinrik var um þessar mundir við nám í viöskiptafræði við Kaliforníuiháskóla í Berkeley. Ætlaði hann að sitja í vclinni bjá mér til San Fransisoo og liiota sumarleyfi sitt í ferðina. Við höfðum viku viðdvöl í bæn um Muskegon í Michigan og kynntum okkur þar kæliskápa, viðhald þeirra og viðgerðir. Síð an var haldiö til Minneapolis «g Saint Paul, og þaðan til vissara að spyrja áhöfn vöru- bifreiðarinnar hvort þetta væru ekki Garðar. Svarið, sem viö fengum, var: „Eruð þið landar strákar?“ Var það upphafið af þeim rausnarlegustu móttökum, sem ég hefi upplifað ennþá. Ekkert var til sparað að gera okkur lífið sem þægilegast, Flug vélin var þvegin og bónuð hátt og lágt eina kvöldstund meöan við sátum eina af þeim mörgu höfðinglegu veizlum sem okk- ur voru haldnar. Allir töluðu íslenzku, jafnvel börnin á göt- unni. Og bandarískur bifreiða- viögerðarmaður sem hafði setzt þarna að, hafði neyðst til að læra íslenzku til að geta tekið þátt í umræðunum. Við höfðum ekki ætlað okk- ur að dvelja nema einn sólar- hring í Garðar, en við það var ekki komandi. Þaö var ekki fyrr en að viku liðinni að við gátum slitið okkur frá þessu ágæta fólki, og var vélin þá orðin þunghlaðin vistum, svo ekki sé minnzt á allar góðu óskirnar, sem nægðu til að sjá okkur farborða yfir Kletta- fjöllin, og mér sfðan aftur til baka á þessum 65 hestafla far- kosti. Er mér næst að ætla að ég hafi flotið yfir stundum ein- mitt á bænum þessa fólks. Kaupmaðurinn í Garðar, Kristján Kristjánsson, ættaður frá Bolungarvík og kona hans Valgerður bjuggu okkur Hinrik strax ágæta gistingu, og þar bjuggum við meðan á dvölinni stóð. Við komumst aldrei yfir áð nota alla þú bíla, er okkur voru boðnir til afnota. Því miður man ég ekki eftir nöfnum alls þess fólks sem aýndu mér hina eftirminnileg- ustu gestrisni o,g þvi má segja skyldunni. En þess ber þó að geta að véðráttan þarna er ó- líkt áreiðanlegri en hér heima. Allt fór eftir dagatalinu. Á ákveðnum degi hélt vélaflotinn af stað út á akrana og undir- bjó jarðveginn og sáði. Og á vissum tímum var hver akur- inn á eftir öðrum yfirfarinn og rótað að plöntunum með stór- virkum vinnuvélum. Síðan flaug svo áburöarflugvél yfir akrana og sprautaði yfir þá skordýraeitri og minnkaði hætt una á uppskerubresti af þeim sökum niður í algjört lágmark. Karl Eiríksson. Áburðardreifing og sáning úr flugvélum standa mér einna efst í huga frá þessum dögum, enda réði ég mig til flugstarfa hjá Hall bræðrunum. Ekkert varð þó úr því, þar sem starf bauðst hér heima og varð það látið sitja í fyrirrúmi. Þessar framkvæmdir méð flugvélun- um við landíbúnaðinn og við heftingu sandfoks, sérstaklega •hjá Black Hills í Suður Dakota, urðu til þess að ég sannfærð- ist um, og er sannfærður enn, að þetta sé eina aðferðin, sem okkur kæmi til bjargar viö stöövun uppblásturs landsins. Og ég varð svo gæfusamur nokkrum árum síðar að dreifa fyrstu kornunum úr flugvél frá Flugskólanum Þyt yfir íslenzkt foks væði. Eitt kvöldið sem við dvöld- um í Garðar var haldin sam- koma í bæ nokkrum þar í grend inni. Kristján kaupmaður lán- aði okkur bíl til að fara á þessa skemmtun, og fórum viö sam- an fimm eða sex, þar á meðal dóttir hans Marvel, sem nú er organisti í Garðar. Ekki nian ég hver fyrstur hóf upp raust sína, en hvað um það, byrjað var að syngja íslenzk ættjarð- arljóð. Þegar bezt lét kunnum við Islendingarnir frá Fróni fyrsta, eða í mesta lagi fyrstu tvö erindin, en uröum að láta okkur nægja að tralla með á meðan félagarnir, sem flestir voru af öðrum eða þriðja ætt- lið frá innflytjendunum og höfðu aldrei ísland augum lit- ið, sungu hvern sönginn á eftir öðrum til loka, okkur til mikill- ar hneisu. Einn daginn fórum við Hin- rik meö elzta meðlimi Hall fjölskyldunnar Jósep, sem var rúmlega 90 ára í stutta göngu- för, og sýndi hann okkur þá fyrsta bjálkakofann, sem hann byggði yfir sig og fjölskyddu sína við lygnan læk, er rann .. við hlaðvarpann. Hann lýsti fyrir okkur aðkomunni, þessum ógnköldu vetrum og geypi'heitu sumrum, og við gerðum okkur einhverja grein fyrir þeim gíf urlegu erfiðleikum, sem þetta fólk varð að yfirstíga á leið þess úr sárri fátækt og um- komuleysi þar til þaö rak orð- ið einhvern umfangsmesta bú- skap þessa ríkis. Marga 9Ögu heyrðum við um skáldið Káinn, sem einmitt gekk um þessar sveitir. Og vísurnar hans fengu nýtt líf í hugum okkar þegar við sáum fjósin og girðingam- ar, sem hann hafði verið að berjast við. Við brugöum okkur til Mountain einn daginn, og virt- ist okkur íslendingseðlið jafn ríkt í fólkinu þar og hjá íbúum Garðar. Það kom að því að við urð- um að halda á brott. Brottfarac- dagurinn var sólskinsdagur, eins og hinir dagarnir okkar þarna í Garðar. En um morg- uninn sáum viö, okkur til skelf ingar,- að vinir okkar höfðu tekið sig til og slegið stóran akur af óþroskuðu korni þar sem þeir vildu ekki til þess vita að nokkur hætta gæti ver- ið á ferðum í flugtaki á þjóð- veginum. Fórnuðu þeir því korninu til að búa út flugvöll fyrir okkur. Notúðum við þenn an síðasta morgun í Garðar til að fljúga hringflug með það af vinum okkar, sem til náðist og þess óskuðu. Eins og fyrr segir bar þetta litla flugvélakríli ekki nema brot af öllum þeim gjöfum, sem þetta yndislega fólk vildi að við hefðum með okkur aö skiln aði. Og það þarf ekki að taka það fram að pyngjan léttist ekki við heimsóknina. Útilokað var að fá áð greiða fyrir sig, ekki einu sinni benzín, hvað þá annað. Þannig var það að þetta litla sveitaþorp er mér minnisstæð- ara heldur en ýmsar stórborg- ir þó það hafi ekki að mínum dómi upp á náttúrufegurð að bjóða áðeins endalausa slétt- una í öllu sínu tilbreytingar- leysi. En það var fólkið, er þar bjó sem olli því að bær- inn Garðar N-Dakota er mér eftirminnilegasti gististaður á erlendri grund. —-■ — Á leiðarenda. Myndin er tekin á flugvellinum í San Fransisco, en við flugvélina stanna m vinstri: Sveinn Ólafssou, sér* Octavius Thorláksson, núverandi ræðismaður íslands, Einar Eyfells.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.