Morgunblaðið - 15.04.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.04.1965, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐID Fimmtudagur 15. apríl 1965 Þórhildur Þórhalli>dóttir. HÉLT AÐ SYDNEY V/ERILEIÐINLEG, EN HÖN KOM SANNARLEGA Á ÚVART Frásögn Þórhildar Þórhallsdóttur, flugfreýju VIÐ FRÉTTUM, að um þessar mundir væri stödd hér í Reykja vík ein af íslenzku stúlkun- ■o, sem ráðizt hafa til flugr- freyjustarfa hjá Pan American, Þórhildur Þórhallsdóttir. Á ferð um sínum fyrir félagið flýgur Þórhildur til margra fjarlægra og framandi landa og því báð- um við hana að segja okkur frá eftrminnilegasta staðnum, sem hún hefði heimsótt. — Ég hef verið flugfreyja hjá Pan American í rúmt ár log flogið naar eingöngu til staða á Kyrrahafssvæðinu. Eini staðurinn utan þess, sem flug- flugfreyjur á sömu leiðum og ég fljúga til, er London. Ég hef búfð í San Franciseo frá því að ég byrjaði hjá Pan Ameri- can. í fyrstu ferðunum til staða eins og Tókíó, Hong Kong, Hawaii, Tahiti og annarra Suð- urhafseyja, heillaði gróðursæld in, náttúrufegurðin og veðr- éttan, sem er svo sannarlega framandi íslendingum. Ég var í fyrstu mjög hrifin af Hawaii, en eftir nokkrar ferðir þangað, fór ég að gera mér grein fyrir þvl, ^ð eyjarnar eru eins og ein verzlun. >ar miðast allt við að selja ferðamönnum alla upphugsanlega hluti. Á flug- vellinum taka stúlkur í strá- pilsum með blómsveiga um háls inn á móti farþegunum, halla »ér að þeim og ljósmyndari er viðbúinn að festa atburðinn á filmu og selja myndina við- komandi farþega. — En þa'ð er skemmtilegt að fljúga milli Hawaii og annarra Suðurhafseyja. >ar búa margir frumstæðir þjóðflokkar og það •n þyrpist fólkið til Hawaii í •tvinnuleit. Allir eru vongóðir um að þar sé unnt að auðgast á fáum mánuðum, en nú vant- ar ekki vinnuafl á Hawaii og margir snúa vonsviknir til baka. Á hinum frumstæðari Súðurhafseyjum, vekja komur flugvéla alltaf nokkra forvitni, þótt þær séu orðnar þáttur í Ihversdagslífinu. Menn koma út á flugvöll, oft klæddir síðum pilsum einum saman. >eir setj ast fyrir framan flugafgreiðsl- una og bíða þar til vélin lend- ir, en þá ganga þeir að henni og skoða hana í krók og kring. Þótt þetta fól>k sé frumstætt í háttum, er eins og því þyki ekkert athugavert við að ferð- ast með flugvélum. >að gengur inn í vélina með sömu rósemi og kaupsýslumenn, sem hafa notað þessi farartæki vikulega um árabil. — Staðurinn, sem ég ætla að segja frá og er mér eftirminni- legastur þeirra, sem ég hef heimsótt, er Sydney, stærsta borg Ástralíu. Hún er á áætlun okkar, en ég hef ekki flogið þangað nema tvisvar. Áður en ég kom til Sydney, hélt ég að hún væri eins og hver önn- ur stórborg, jafnvel fremur leiðinleg. Ég veit ekki hvers vegna ég hélt þetta, það var bara svona. En strax og við lentum á flugvellinum, sá ég, að ég hafð haft rangt fyrir mér. Og er til kom, reyndist Sydney, eins og áður segir, eftirminni- legasti staðurinn, sem ég hef komð til, og það á sinn þátt í því hve fegurð borgarinnar kom mér gjörsamlega á óvart — Sydney er mjög hreinleg borg og mikið augnayndi. Mörg íbúðahverfin eru þau skemmti- legustu, sem ég hef séð. Garð- arnir eru fjölskrúðugir, vel hirtir og ræktarlegir, húsin sér- kennileg, mörg gamaldags, en ölium mjög vei við haldið. Sydney stendur á hæðum og víða er mjög fagurt útsýni, t.d. yfir höfnina. Borgin er byggð umhverfis höfnina, sem er sögð ein sú faliegasta i heimi og bezta frá náttúrunnar hendt Við hafnarmynnið eru þrír höfðar, Suður-höfði, Norð- ur-höfði og Mið-höfði og í höfn- inni, sem er mjög stór, eru • margir hólmar og eyjar, þaktar fögrum gróðri og víða skerast inn úr henni víkur, stórar og smáar. Ein smærri eyjanna Fort Denison, var um skeið notuð sem fangageymsla. Ég hef ekki verið nema viku alls í Sidney, þrjá og hálfan dag í hvort sinn, og mér hefur ekki gefizt timi til að fara í siglingu um höfn- na, en það þykir mjög skemmti legt — Ég kom til Sidney 1 seinna skiptið í desember s.l., um hásumar þar. Daganat sem ég dvaldst í borginni gekk yfir hitabylgja og sandurinn við ströndina varð svo heitur, að ég fékk blöðrur á fæturna af því að ganga á honum. Bað- strendur ganga út frá borginni í norður og súður, ég held að þær séu um tuttugu, af- markaðar af klettum, sem ganga út í sjónn. >etta eru fallegustu baðstrendur, sem ég hef komið á. Sandurinn er hvít ur og hreinn, öldurnar freið- andi í sjávarmálinu og áð baki gróðursælar hæðir, þaktar litl- uni fallegum sumarhúsum. Syd neybúar hafa ákveðið að varð vexta flestar baðstrendurnar A A_________—-------- eins og náttúran gerði þær úr garði. >ar eru engir verzlunar- skúrar eða söluvagnar, eins og víðast á báðströndum annars staðar, og bannað er með lög- um að reisa þar nokkuð, sem heitir skúr eða hús. Einnig er stranglega bannað að hafa þar auglýsingaskilti. Ef baðgesti langar í eitthvað í svanginn, éða vilja svala þorstanum í miklum hitum, verða þeir að ganga nokkurn spöl upp eftir ströndinni, en þar eru litlar, gamlar sölubúðir, byggðar áður en bannið gekk í gildi. — Einu skiltin, sem leyft er að setja upp á ströndunum, eru með fyrirmælum um hve báð- géstir megi sýnda langt út, vegna hákarlahættu, en allt morar af hákörlum við strönd- ina. í fyrsta skiptið, sem ég fór í sjóinn í Sydney, hafði ég ekki tekið eftir skiltunum og hélt áfram að synda frá landi, þar til ég heyrði mikil hróp og köll og leit við. Sá ég þá, að lífverðir, sem eru á pöllum úti í sjónum, böðuðu út öilum öng- um og bentu mér að synda til lands. Mér fannst ráðlegast að fara áð bendingunum, og er ég kom á þurrt, voru mér sýnd skiltin. Lífverðirnir eiga fyrst og fremst að hafa auga með hákörlunum, og einnig eru þyrlur notaðar til að svipast um eftir þeim. Komi þeir hættu- lega nálægt landi, eru bað- gestir tafarlaust reknir upp úr, enda þeim sjálfum fyrir beztu. — >egar horft er frá ein- hverri hæðinni í Sydney inn yfir landið, blasa við fjöll er virðast heiðblá í fjarlægðinni eins og fjöllin heima. >au draga nafn af litnum og nefnast „Blue Mountaines“, eða Bláfjöll. >eg- ar nær er komið, sér maður, að Bláfjöll eru raunverulega græn, þakin gróðri frá rótum upp á toppa. Hægt er að aka upp fjöllinn, en þaðan er fagurt út- sýni. Um tveggjastunda akstur er frá Sydney og upp á tind einhvers BláfjaJlanna. — Á góðviðrisdögum á sumr- in, þ.e.a.s. þá mánuði, sem vet- ur er heima á íslandi, er margt um manninn á baðströndunum, fólk af öllum kynþáttum og lit- um. >ó er Sydney ekki or'in mikil ferðamannaborg ennþá, og vegna þess hve ferðamenn- imir eru fáir, eru t.d. ekki margir góðir veitingastaðir í borginni, en mér er sagt, að þeim hafi fjölgað síðustu árin og sú þróun heldur eflaust á- fram. Einnig er litið um að skemmtistaðir í Sydney sén opnir langt fram eftir nóttum. Flestir loka upp úr miðnætti. í borginni .er mikið af börnum með sama sniði og ensku „pub- arnir“, og þar koma rnenn við á leið úr vinnu. >essum börum er öllum lokað kl. 10. e.h. En þetta breytist áreiðanlega, ef ferðamannastraumurinn eykst og það er ég viss um að hann á eftir að gera, þegar hraðinn verður enn meiri og vegalengd- irnar styttast að sama skapi. Séð yfir Sydney.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.