Morgunblaðið - 15.04.1965, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.04.1965, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLADIÐ Fimmtudagur 15. april 1965 ^ PÁSKADAGAR ! PASAJES MEO BðSKOM Á SPÁNI Frásögn Kristmunds Eðvarðssonar, sjómanns FÁIR Islendingar hafa ferðazt meira um heiminn en þeir, sem verið hafa farxnenn á er- lendum skipum. Þeir hafa átt þess kost að sjá ókunn lönd í órafjarlægð, lönd, sem í alla staði eru gjörólík íslandi. Allt- af hlýtur einhver einn staður í heiminum að vera ferðalöngum minnistæðastur allra, og hér lýsir íslenzkur farmaður, Krist nvjndur Eðvarðsson, þeim stað, sem honum er efstur í huga eft- ir að hafa siglt í nokkur ár á norskum skipum. Staður sá, sem hann lýsir, er Iítill fiski- mannabær, Pasajes, á norður- strönd Spánar: „í löndum Baska á norður- ntrönd Spánar kúrir Pasajes, lítill fiskimannabær, umluktur fjölluim á alla vegu. Bærinn er aðeins fimmtán ldlómetrum vestan frönslou landamæranna og jafnlangt austan borgarinn- ar San Sebastian. Ég kom þang- að í fyrsta sinni að morgni páskadags fyrir einu ári á norsku skipi, M/S Charante frá Ósló .Spánska ströndin lá fram undan böðuð mongunsólinni; kjarri vaxin háfjöll náðu alveg niður að sjávarmáli. Er nær dró ströndinni voru litlir, spánskir fiskibátar að veiðum okkur til beggja handa. Ekki vissi ég þá hvaða fisk þeir voru að veiða. Síðan átti ég oft eftir að bragða þetta góðgæti þeirra, sem reyndist vera herramanns- matur, tilreiddur á marga vegu. Því nær sem dró ströndinni þeim mun meira fór ég að velta því fyrir mér, hvar Pasajes eiginlega væri. Litla byggð gat að líta fram undan nema eitt og eitt klaustur í snarbröttum fjallshliðunum. Skyndilega var eins og f jöllin ‘greiddust sundur fyrir framan okkur. Örmjór áll opnaðist inn milli fjallanna svo mjór, að tvö skip hefðu ekki getað mætzt þar með nokkru móti. Mjög þung- ur straumur var utan við álinn og innsiglingin þvi erfið. Við fengum því vanan ,Baska sem hafnsögumann, sem stjórnaði ferð okkar inn á milli fjallanna. Það er ekki auðvelt að lýsa þeirri tilfinningu, sem það hef- Ur á mann að sigla inn milli þessara háu fjaila, það er lík- ast því að þau séu að hrynja yfir mann. Eftir rúmlega hálfrar klukku stundar siglingu upp eftir þess um þrönga ál vorum við komn- ir til Pasajes. Bærinn stendur kring um mjög sérkennilega hötfn, umkringdur fjöllum á alla vegu. Hann er svo vel fal- inn frá náttúrunnar hendi, að manni koma belzt í hug felu- staðir víkingaskipa í sjóræn- ingjasögum. eiga frí meginhluta dagsins og flýtti mér því í land ásamt skipsfélögunum. Hið fyrsta, sem við veittum athygli, voru blaktandi fánar við bún um all an bæ. Prúðbúnar, spánskar senoritur á leið til kirfcju laum uðust til að gefa okkur for- vitnilegt auga. Sameiginlegt í klæðaburði þeirra allra var að eins svarta slæðan sem hiuldi hár þeirra. Allar verzlanir voru að sjálfsögðu lokaðar á þessum mesta hátíðisdegi Spán- verja, en hins vegar voru veit- Á miðju torginu var stein- steyptur pallur með himni yfir. Þar sat lúðrasveit Pasajes og lék af mikilli innlifúin, en þorps búar dönsuðu við hljómfallið af ekki minni innlifun. Aðal- lega var dansaður mjög hægur vals, en öðru hverju iék þó hljómsveitin þjóðlöig Baska og þá dansaði fólkið þjóðdansa sína í mörgum hópum. í hverj- um þeirra voru tíu til tólf manns, sem ýmist beygðu sig í hnjánum, hoppuðu upp, eða klöppuðu saman lófunum, en alltaf sungu þeir með iögum hljómsveitarinnar vísur á Baskamáli, sem við skilduim lítið í. Þessir dansar minntu mig helzt á færeysku þjóðdans- ana, en voru þó öllu líflegri. Brátt fór aftur að rigna. I stað þess að hætta dansinum tók fólkið bara fram regnhlíf- arnar og hélt áfram að dansa af engu minni eldmóði en áð- ur. Við skipsfélagarnir vorum nýbyrjaðir á dansinum, og fór- um að eins og heimamenn; drógum fram okkar eigin regn hlífar. Að lokum drógum við okkur í hlé frá dansinum. Fór- um við þá í nærliggandi veit- ingahús og fengum okkur spánskan bjór, „cerveza". Rign- &g||||g||gg||i málli gróinna fjalla. Bærinn heilsaði okkur þó öðrú vísi á páskadagsmorgni en gert hefði verið . í bælum sjóræningja. Þegar við kooium inn á höfnina var klukkan ná- kvæmlega 8. Sitt hvorum meg- in við innsiglinguna standa tvö klaustur og bergmálaði klukknahljómur þeirra ásamt eimpípu skipsins milli fjall- anna óvenju fallega í morgun- kyrrðinni. Klukkan 9 var lagzt að bryggj u. Ég var svo heppinn að KJyfjaður ingamennimir í óða önn að opna krár sínar. Það lá í loft- inu að mikii hátíð væri í vændum. Eftir nokkra gönguferð um bæinn héldum við aftur til skips. Er við nálguðumst höfn ina, heyrðum við álengdar köllin í Maríu, sem er gömul, gráhærð betlikerling í Pasajes og allir þekkja, sem þangað kötna. Caramelos, Caramelos." Hún sat við skipshliðina klaedd heljamikilli, rauðrós- óttri svixntu með ótal vösum, sem innihéldu margs konar góð gæti, sem hún vildi selja okk- ur. Mest var henni þó í mun, að við tæikjum að okkur mó- rauðan, lúsugan hund, sem hún hafði í eftirdragi og virtist bera mikla umhyggju fyrir. Að loknum hádagisverði gáf um við Maríu gömlu og hund- inum hennar að éta og margir okkar keyptu af henni sælgæti og ýmislegt forvitnilegt, sem hún geymdi í svuntuvösum sínum. Skömimu síðar byrjaði að rigna, og þar sem við höfð- um heyrt, að um kvöldið yrði „fiesta“ í bænum, fór enginn obkar í land fyrr en seinna um daginn, þegar stytti upp. Er við sátum að kvöldverði, heyrðist skyndilega lúðrahljóm ur álengdar. Við flýttum okk- ur því í land og spurðumst fyrir um, hvar dansinn yrðL það gekk ekki greiðlega þar til Baski nokkur, sem var há- seti á M/S Gharante og kunni dálítið í noraku, kom til liðs við okkur. Þá var okkur visuð leiðin til torgsins og fórum við þangað um svo þröng húsa- sund, að maður gat snert vegg ina báðum megin samtimis. ingin jókst allt hvað af tók, svo að við hröðuðum okkur um borð, höfðum enda fengið nægju okkar af skemmtun kvöldsins. Á annan í páskum var ég snemma á fótum og hélt beina Kristmundur Eðvarðsson. > leið upp í bæ. Hátíðablærinn frá deginum áður var nú horf- inn um sinn, en við héldum enn hátíð að norrænum sið. Nú höfðum við betra tæikifæri til að kynnast fólkinu og daglegu lífi þess. Baskarnir voru mjö-g vingjamlegir í viðmóti. Fljótt urðum við þess þó áskynja að þrátt fyrir mjög alúðlega fram- komu í okkar garð, eru Baskar mjög uppreisnargjarnir gegn Spánverjum og stjórn Francos. Mikið bar á spönskum herlög- reglumönnum sem settu sterk- an svip á bæjarlifið. Baskarnir í Pasajes em fá- taekir en nægjusamir. Flestir þeirra lifa á fiskveiðum, en þó er lítil skipasmíðastöð í bæn- ura og svo auðvitað brugglhús, eins og í öllum öðrum spönsk- um bæjum. Veglegustu bygging arnar eru klaustrin tvö frá miðöldium, sem gnæfa Mtt 1 hlíðum fjallanna sitt bvorum megin við innsiglinguna. Allir fengu sér hádegisblund, „si- esta“, hvar sem þeir gátu skugga fundið. Margir lágu undir skuggsælum trjám, aðrir á bekkj um með götunum, og hafnarverkamennirnir hölluðu sér gjaman að vörúhlöðuniumw „Siesta“ var frá klukkan eitt til tæplega hálffjögur, og á þeim tíma V£ir ekkert líí á göt- unum. Eftir það vaknaði allt til lífs á nýjan leiik; kaup- mennirnir opnuðu búðir sínar og göturnar fylltust fjöri. Þegar kvölda tók, heyrðum við aftur til hljómsveitarinnar. Við vissum að fólkið safnaðist saman til að dansa á torginu. En við héldum úr höfn á okk- ar góða skipi Charante, á næsta áfangastað. Mér er Pasajes minnistæðast ur allra staða, sem ég hef séð, fyrst og fremst vegna hinnar sérkennilegu innsiglingar og einnig vegna hinnar merkilegu þjóðar, Baskanna, sem byggir norðausturhéruð Spánar.“ Ef það er garn ----------^Liggur leiðir I HOF • Álgárd: Norska Shetlandsgarnið fæst nú í 30 litum. Mjög vinsælt í teppi. • Finse: Norska sportgarnið, sterkt, litekta og hnökrar ekkL • Hjartagarn: 4 tegundir í öllum fáanlegum litum. Mælir með sér sjálft. • Nevedagarn: 4 tegundir í miklu litavali. Viðurkennt gæðagarn. • Nomatta: Mohair garn á aðeins 23 kr. 50 gr. • Skútugarn: Þarf ekki að kynna. Fæst í 8 mismun- andi gerðum og ótal litum. • Söndeborgargarn: Allar íslenzkar konur þekkja það. 5 tegundir í ótal litbrigðum. • Phildargarn: Heimsþekkt franskt gæðagarn, á sérstöku tækifærisverði. • Svanagarn; Úrvals þýzkt garn. Verð frá krónum 36,00, 100 gr. NYLONGARN — ANGORAGARN RYA-TEPPI _ SMYRNATEPPI Ókeypis kennsla með hverju teppi ef óskað er. Verzl. 11 O F Laugavegi 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.