Morgunblaðið - 15.04.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.04.1965, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐID Fimmtudagur 15. apríl 1965 I LEIINGRAD MED VEPDI VOPN- ADA VElBYSSUM VID SKIPSIU Frásögn Helga Hallvarðssonar, sfýrlmanns af heimsókn til Leningrad með „hákarl44 í kjölfarinu VIÐ snerum okkur til Helga Hallvarðssonar stýrimanns og skipstjóra hjá Landhelgisgæzl- nnni og báðum hann að segja lesendum Mbl. frá einhverjum stað sem hann hefði siglt til og væri honum minnisstæður. Helgi hefur verið á sjó í 19 ár. Hann byrjaði 1946, þá 15 ára gamall, sem viðvaningur hjá Landhelgisgæzlunni. Hefur hann starfað þar síðan, að und anskildum náms- og tilskildum siglinigatíma. Hann lauk námi við Stýimannaskólann 1954 og hefur síðan verið stýrimaður á öllum skipum gæzlunnar og nú siðasta árið skipstjóri á minni skipunum og er nú með Maríu Júlíu. Helgi er kunnur lesendum Mbl. fyrir margar ágætar frétta mynidir frá starfi Landhelgis- gæzlunnar. Hefur Helgi lent i ýmsum ævintýrum sem yfirmað ur á varðskipunum, var m.a. við hina frægu töku togarans Milwood og nú fyrir skömmu fór hann á gúmbát frá einu ▼arðskipanna til að handlaka Richard Taylor skipstjóra á togaranum Peter Scott og ▼arð þá m.a. að skjóta úr skammbyssu í átt að skipstjór- anurn er stóð á stjómpalli hins brezka togara, tii að fá hann til að stöðva skip sitt eftir eltingaleikinn. En þrátt fyrir slíka æsandi atburði er Helga einna minnis- stæðust frá sínum 19 ára sjó- mannsferli, heimsókn tii Lenin- grad. Minnisstæð er sú heim- sókn honum ekki vegna glæsi- leiks þessarar sögufrægu borg- ar, heldur fyrir aum kjör fólks- ins, harðstjóra og heraga, og að þangað kom hann úr heimi frjáis fólks sem bjó við góð kjör en hitti fyrir kúgað fólk, fátækt og óttaslegið. Þetta var eins og að hverfa frá nútíðinni til fortíðarinnar. En hér er Helga gefið orðið: „Hákari“ í kjólfarinu. — Það var í steikjandi hita hinn 10. ágúst 1953 sem við á m.s. Drangajökli sigldum inn fyrir hið margumtalaða járn- tjald, á leið okkar til Lenin- grad. Allt í kringum okkur klufu hafflötinn ógurlegir bryn drekar gráir fyrir járnum, með ógnandi fallbyssur. Skyndilega tók einn þeirra sig út úr hópn- um og kom brunandi að hlið okkar skips. Áhöfn hans virt- ist þó fljótlega fullvissa sig um, að hér væri allt í lagi, Og hélt þá þegar á brott. En í kjölfar okkar kom fallbyssubátur, sem fylgdi okkur dyggilega eftir, þar til komið var á leiðarenda. Var honum þegar í stað gefið nafnið „Hákarlinn“. Mér fannst andrúmsloftið þrengjast þegar inn fyrir járntjaldið kom, og það voru ábyiggilega fleiri en ég sem horfðu þögulir á land það sem í fjarska sást á stjórn- borða. En þrátt fyrir hið ósýni- lega, háa og þykka járntjald sem nú umlukti okkur og var vel varið af orustuþotum og þeysandi bryndrekum, tókst því í heimsókn til félaga Stalíns. Strax og búið er að binda við bryggju, erum við allir rekn ir í hnapp aftur á þilfar og tald ir þar eins og rollur, og þar erum við látnir híma í tvo tíma á meðan sérstakur leitarflokkur fer um skipið. Að því loknu, eru okkur afhentir passarnir, ásamt sérstökum landgöngu- passa sem gilti í 24 tíma. lit fólksins. Andlitin virtust steinrunnin, hrukkurnar eins og meitlaðar í andlit þess og aug- un kvikuðu ekki en störðu fast fram og virtust aðeins sjá næsta skref. Þarna voru ungar jafnt sem gamlar konur við skurðgröft. Það mátti jú sjá hverjar voru ungar og hverj ar voru gamlar, en eitt höfðu þær þó sameiginlegt og það var „bogið bak“. Meiri mannsg'ragur. Ekki fannst mér þessi útsýn nóg, sem ég sá frá skipshlið og ákvað því að fara í land eftir hádegi, og ætluðum við þrír ekki að varna sólinni að senda brennheita geisla sína yfir skip- ið, sem öslaði áfram með „há- karlinn“ í kjölfarinu, mót hinni rússnesku krumlu! Myrkrið skall skyndilega yfir. „Hákarlinn“ okkar hafði nóg að gera við að svara varðstöðv- um í landi á ljósmerkjamáli og og herskipum sem á leið okkar urðu. öðruhvoru skullu á okk- ur sterkir ljósgeislar, sem síð- an héldu áfram eftir haffletin- um. Og yfir höfðum okkar gat að líta óteljandi ljósrákir sem Iþeystust um loftið eins og á stríðstímum væri. Kaldar móttökur. Rétt fyrir miðnætti er stöðv- að við hafnsöguskip og um borð koma þrír menn. Þar er einn hafnsögumaður, hitt vopn- aðir verðir. Samkvæmt ís- lenzkri gestrisni er þessum mönnum boðið upp á kaffi, hafnsögumaðurinn þiggur það, en hinir mega það ekki. í stað þess heimta þeir vegabréf áhafn arinnar, og til innsiglingar alla sjónauka, myndavélar, neyðar- byssur og öll skot, sem þeim fylgja. Þeir virtust sem sagt á- líta að allur væri varinn góð- ur, þegar slíkir víkingar kæmu Með bogið bik. Það birtir af degi og ég get nú farið að líta betur í kring- um mig. En ég uppgötvaði fljót- lega að frá skipi var lítið að sjá, aðeins vöruskemmur, spú- andi eimreiðar með vöruflutn- ingavagna aftan í sér og afar hrörlegir vörubílar, sem mér sýndist flestir hverjir vera að syngja sitt síðasta. Fólkið var þó hægt að virða fyrir sér. Við skipshlið höfðu tveir verðir, vopnaðir handvélbyssum, tekið sér stöðu, var annar við land- ganginn en hinn við framstefni. Mér virtist þetta vera ungir sveitadrengir, sem auðsj áanlega voru að byrja í hernum, en þó vafalaust fengið sína þjálfun í að drepa. En þeir voru þó bæði betur holdaðir og fataðir en kollegar þeirra í Póllanli, sem bæði voru horaðir og í snjáðum fötum. Ys og þys hafði verið alla nóttina og því auðséð að hér var unnið á vöktum allan sólar- hringinn. Það þrönga andrúms- loft sem mér fannst skapast strax og komið hafði verið inn fyrir járntjaldið hélzt enn, en þá hafði ég aðeins fundið það, en nú var það sjáanlegt því það var sem greypt í and- skipsfélagar að hafa samflot. Eftir að hafa leitað okkur upp- lýsinga um hvaða númer spor- vagninn bæri, sem komast mætti með til borgarinnar héldum við af stað. — Greiðlega gekk að komast í gegnum hliðin og finna spor- vagninn. Við höfðum allir Helgi Hallvarðsson, stýrimaður meiri mannsbragur á því en á fólkinu sem ég hafði séð niður við höfnina, föt þess virtust mér vera úr einhverskonar striga- efni, og því lítið um svokölluð brot að ræða í buxum karl- mannanna. Áróður alls staðar. Ég hrökk upp úr þessum at- hugunum mínum við það að sá rússneski gaf okkur merki um að fylgja sér og við þutum allir út á eftir honum. En í stað þess að benda okkur á miðbæinn, fór hann með okkur upp í annan vagn, og enn var þeyst af stað. Loks rann stundin upp er sá rússneski gaf okkur merki um að koma út, og við blasti mið- borg Leningrad. Við þökkuðum þeim rússneska með virktum og buðum honum upp á Lucky Strike. Hann velti pakkanum nokkrum sinnum fyrir sér, tók loks eina sígarettu, stakk henni í brjóstvasann og gekk á braut. Og við hófum þramm okkar um miðborg Leningrad. Við sett um á okkur öll þau kennileiti, sem á vegi okkar yrðu, til þess að vera öruggir um að finna stoppistöðina aftur. Ekki var því að neita að Leningrad var fögur borg, en hálf örumlegan blæ setti það yfir borgina, að sjá a.m.k. sjötta hvern mann, karl og konu, í einkennisbún- ingi rússneska hersins. Og alls staðar var áróðurinn, það var ekki svo mikið sem eldspýtu- stokkur keyptur að ekki blasti við á honum mynd af einhvers konar stríðstóli. Og alls staðar voru myndir af Stalín. Flestar sýndu hann umkringdan börn- Séð yfir Lenlngrad. Konur við erfiðisvinnu í Sovétríkj unum. nokkrar rúblur á okkur, en eina rúblu, sem var fjórar krónur, kostaði í sporvagninn. Leið nú og beið, tíminn fannst okkur vera orðinn nokkuð langur síð- an við höfðum komið upp í spor vagninn, en aldrei fannst okkur neitt benda til þess, að við vær um komnir í miðbæinn. Við reyndum að spyrjast fyrir í vagninum, en enginn virtist tala annað mál en rússnesku. Loks tókst okkur þó að gera manni einum skiljanlegt, með miklu handapati í hvaða vandræðum við værum, og þóttumst við skilja á handapati hans, að hann mundi láta okkur vita hve nær við ættum að fara úr vagn- inum. Og enn leið tíminn. Mér virtist stoppistöðvarnar vera með nokkurra metra millibili. Ég fór að virða fyrir mér fólk- ið í vagninum. Mér virtist vera um og blómum en hvergi var svipurinn á honum eftir þvL „Já, hrefarétturinn þar. Já, hinum íslenzku vinum hans hefði sannarlega þótt var- ið í að vera komnir fyrir fram- an allar þessar myndaséríur af vini sínum og félaga, og ég minntist sérstaklega eins, sem svo sannarlega hefði „Rót frontað“ fyrir framan félaga sinn, ef hann hefði verið hér. Hann hafði siglt með mér á einu varðskipanna, og hafði aldrei nógsamlega getað dásam að félaga Stalín. Eitt sinn tók skipherrann hann og fleiri upp á þilíar til að kenna þeim að gera „honnör“. Eftir að hann hafði talið sig vera búinn að kenna þeim það sneri hann sér að Stalínistanum og sagði: „Jæja, svona gerum við nú

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.