Morgunblaðið - 15.04.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.04.1965, Blaðsíða 24
! 24 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 15. apríl 1965 UNIKGRAD, NAZARET EBA DRÆFI ISIANDS Frásögn Péturs Sigurðssonar, alþingismanns — EFTIRMINNTLBGASTI staðurinn? — Þetta er ek'ki auðveld spuming. Allra sízt, ef hún er lögð fyilir menn, sem verið hafa á flækingi heimsálfa og hafa á milli um árabil. — Ég hef komið í fjórar heimsálfur, og strandlengju Evrópu hef ég þrætt austur, vestur, suður og norður frá Eyjahafi til Barentshafs. Hefði ég verið spurður um eftirminni legasta atburðinn, gæti ég hafa sagt einhverja sígilda sjóara- sögu í Sveinbjarnar Egilssonar stíl, t.d. frá Casbah í Algier, en eitt sinn, er ég var þar með fé- lögum mínum, var ráðizt á okk- ur og sumir stungnir og skorn- ir. Svipaðar sögur gæti ég sagt frá ámóta stöðum og Casbah, bæði við Miðjarðarhaf og víð- ar. — Fallegir staðir? Auðvitað hef ég komið á marga slíka. Fyrst ég minnist á fallega staði, langar mig til þess að geta þeirr ar skoðunar minnar, að íslend- ingar, sem utan fara, leita oft langt yfir skammt í leit að nátt- úrufegutð. Þau lönd, sem mér finnst bera af í þessum efnum, eru Noragur, Svíþjóð, Skotland og írland, en við þetta er þó nokkru að bæta, eins og ég mun koma að síðar. — Söfn og kirkjur? Já, lík- lega veizt þú, blaðaihaðurinn, manna bezt um þá almennu skoðun, að sjómenn í erlendri höfn hafi annað við frítíma sinn að gera en skoða söfn og kirkjur, og að „messuhald" þeirra í hafnarborgum ytra er máske frábrugðið messuhaldi venjulegs góðborgara. Vita- skuld skoðum við slíkt, ef um eitthvað sérstakt er að ræða, eins og til að mynda í Lenín- (grad. Þegar siglingar íslenzkra skipa hófust þangað aftur, upp úr árinu 1950, að mig minnir, var ofskipulagið slíkt á flutn- ingum farmsins að og frá skipi, að í borg þessari stöðvuðust skip iðulega í sjö til fjórtán daga. Sama gilti raunar um þau lönd, sem Rússar lögðu und ir sig í styrjaldarlok, eins oig Eystrasaltslönd, Pólland og Austur-Þýzkaland. — Víðast hvar í sovézkum hafnarborgum má finna sam- bærilega þjónustu við erlenda sjómenn og gerist í vestrænum höfnum. Sá er þó munur á, að vestan tjalds er það kirkjan 1 samvinnu við útgerðarfélög og áhugamenn, eða öfugt, sem halda þessari starfsemi uppi, en austur í Sovét stendur ríkis- stofnun að baki. Finnst íslenzk- um sjómönnum starfsemi stofn- unar þessarar bera sterkan keim af áróðurstækni þeirri, sem rekin er um víða veröld fyrir ágæti kommúnismans. — Svo vel vill þó til, að áróð- ur kommúnistá missir algerlega marks hjá Norðurlandabúum, einkum meðal sjómanna. í eyr- um þeirra hljómar lofsönigur þeirra kaldlhæðnislega og jafn- vel hlægilega. — f þeirri merkilegu borg, Leníngrad eða Petersburg, var okkur íslenzkum sjómönnum einu sinni boðið upp á ökuferð- ir í fylgd leiðsögukonu. Dag eftir dag var farið með okk- ur á mismerkileg söfn. Margir s'kipsfélagar mínir sáu fyrir sér „söfn“ í langan tíma á eftir, og suma dreymdi söfn. • Voru draumfarir þeirra misgóðar. Vera má, að Leníngrad-atvinnu kommar hafi viljað láta okkur „meðtaka þægileg áhrif“ í fyrstu heimsókn okkar. Vissu- lega þótti mér fróðlegt og gam- an að skoða þessi söfn, enda fátt annað hægt að gera í borg- inni, en þagar menn báru sam- an bækur sínar eftir á, var það samdóma álit allra manna, að allt, sem fengur hefði verið í að sjá, byggingar, listaverk og ann að, væri frá tímum keisaranna. — Nei, þótt Leníngrad standi mér að mörgu leyti í minni, þá er hvorki hún né landið, sem hún stendur á, mér eftirminni- legast. Eftirminnileigasta land, sem ég hef kynnzt, er Landið helga. Tvennt kemur aðal- lega til: Ég kom þangað öðru hvoru um þriggja ára skeið og átti þess kost að kynn- ast landinu af raun og ferðast um það fram oig aftur, (enda er landið ekki stórt), og svo hitt, að saga lands og þjóðar hefur ævinlega heillað mig og er mér kunnug. Vera má, að mér hafi stundum verið álíka innan- brjósts og erlendum aðdáenda íslendingasagna, þegar þeir eru staddir á söguslóðum hér heima. — Einn staður? Já og nei. Ég get auðvitað sagt þér frá Jerú- salem eingöngu, en landið allt er einn sögustaður. Hólar og hæðir, ár og vötn, þorp og borg- ir: allt rifjar þetta upp fyrir manni söguna. Sögu þessarar fsrael eru mér minnisstæðir öðr um framar, ef til vill meðal annars vegna þess, hvernig til fyrstu ferðar minnar þangað var stofnað. í því sambandi vil ég eindregið vara þá íslendinga við, sem miklum hita eru óvan- ir, að vera þar á ferð um um há sumarið. Þá geta verið þar gíf- urlegir hitar, en vorin og haust- in eru dásamleg. — Að þessu sinni vorum við í Haífa að sumarlagi, og dag- inn fyrir ferðina vorum við há- setarnir að vinna í 53ja stiga hita miðað við Celcius-igráðu- stiga. Við vorum því fttjót>- ir að segja já, skipsfélagarnir, þegar ungur norskur maður, sem vann við sjómannakirkju í Haífa, bauð okkur að slást í hóp inn með dönskum og norskum skipshöfnum, s©m þarna voru. — Við urðum sextán saman íslendingar, og grun hef ég um það, að hitinn við vinnuna á- samt voninni um að komast í bað í fersku vatni hafi verið fró'ðleiksfýsinni yfirsterkari hjá allflestum. Allir fengu fyrirmæli um Moska í Tíberías og utsýni suður yíír Genesaretvatn dugmiklu en oft tortryggðu þjóð ar allt frá grárri forneskju f-ram á vora lífdaga. — Nazaret og Genesaretvatn held ég að verði mér minnis- stæðust frá Landinu helga. — Segja þér af hverju? Jú, það er sjálfsagt, en grun hef ég um það, að lesendur Morgun blaðsins hafi takmarkaða ánægju af slíkri frásögn, því að svo margir íslendingar hafa ferðazt þar um á síðari árum og skrifað og rætt um þær ferðir sínar. að hafa nesti með sér auk bað- fata, og átti að búa þanniig um nestið, að maurar og aðrar pödd ur hefðu þar þröngar inngöngu- dyr, enda var mesti mýgrútur þarna af svoleiðis viðurstyggð. — Við fórum í bifreið frá Haífa, og á ég enn glöiggar end- urminningar í huigskoti mínu um dönsk hjón, sem þarna sátu með dóttur sinni, því að þau minntu mig svo átakanlega — öll þrjú, faðir, móðir og dóttir — á józkan aligrís í dezember- mánuði. En þessir tveir staðir í — Norski leiðsögumaðurinn Pétur Sigurðsson hafði átt heima í fsraelsríki I nokkur ár. Þekkti hann landið eins og fingurna á sér og skýrði fyrir ökkur ágæta vel sögu staða, sem getið hafa sér frægð í Gamla og Nýja Testamentinu og í ísrael hinu nýja. — Bíllinn sem við vorum I var stór og góður, og bílstjór- inn kunni sannarlega að nota hanm, því að hann ók eins og Belsebub sjálfur væri á hælum honum. — Þegar ekið er um Haifu- borg, sést bezt, hve stór hún er. Þá bjuggu þarna tæplega tvö hundruð þúsund íbúar. Þetta er nýtízkuleg hafnarbong og raun- verulegur lykill að Palestínu. — Borgin er byggð í hlíðum Karmelfjalls á ljómandi falleg- um stað, en erfið er hún feitum og fótgangandi. — í Haífa er geysistór olíu- höfn, og þangað liggja olíu- leiðslur frá írak, en fyrir þær hefur verið skrúfað um árabil vegna ófriðar Araba og Gyðinga, þótt vopnahlé eigi að heita að sinni. — Sagt er, að Haífa sé hlið að hinni miklu hálendissléttu, sem kölluð er því hrikalega nafni, Harmageddon. Biblían segir, að á þeirri sléttu muni konungar jarðar heyja síðustu styrjöld sína á hinum mikla degi Guðs. í biblíunni er slétta þessi einnig kölluð Emek eða Esdraelons- sléttan. Til skamms tíma var hún auðn ein og sandar, en nú er hún þaulræktuð víða og þétt setin samyrkjubúum Gyðiniga. — Þegar ég var þarna á ferð í þetta skipti, voru þar nýrisnar miklar bílaverksmiðjur. Þar voru smíðaðir amerískir bílar ’fyrir Evrópumarkað. Stóðu mörg hundruð bifreiðar tilbún- ar evrópskum kaupendum til af hendingar og Gyðingum í ísra-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.