Morgunblaðið - 15.04.1965, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.04.1965, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 15. april 1965 MORGUNBLAÐID o SACRAMENTO SANDEYRARNAR VID AUSTURSTRÚND INDIANDS Frásögn Guðjóns lllugasonar, skipstjóra LÍKL/EGAST hefur enginn ís lenzkur fiskimaður farið víðar um heim til starfa en Guðjón Illugasson, s'kipstjóri í Hafnar- firði, sem um árabil hefur kennt fjarlægum þjóðum fisk- veiðar á vegum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna (FAO). Hann hefur því séð margar framandi stórborgir og bæi. Varð hann fúslaga við ósk Morgunblaðsins um að segja frá þeim stað ér- lendis, sem honum er einna minnisstæðastur. Guðjóni Illugasyni segist svo frá: — Ég var í borginni Madras í Madras-fylki á Austurströnd Indlands árið 1955 á vegum FAO, en þar hafði ég starfað frá árinu 1954. — í marzmánuði hafði stjórn Andhra-fylkis beðið sérstaklega um aðstoð til að rannska mögu- leika á fiskveiðum út frá ám í fylkinu með smáum vélbátum. FAO hafði þá í Madras 22 feta bát, sem byggður var í Dan- mörku, og var hann með 10 hestafla glóðarhausvél. — Andhra-fylki hefur stand- lengju, sem er um 30 mílur fyr- ir norðan Madrasbortg og liggur hún norður til Gópalpure. Mun láta nærri, að strandlengjan sé um 500—600 sjómílur. — Að kvöldi 22. marz var lagt af stað frá höfninni í Madras í þessum 22 feta báti, sem við kölluðum FAO nr. 1. í bátnum voru auk mín 3 fiskimenn frá Andhrafylki. Einn þeirra hafði eitthvað fengizt við vélgæzlu, en hinir voru hásetar. Við höfð- um 10 nælonnet um borð, útbú-- in til botnVörpuveiða, 100 króka af hákarlalínu, eitt lítið troll- net með hlera og togvír. Þá höfðum við um borð 1 smur- olíutunnu, 1 hráolíutunnu svo og % tunnu af fersku vatni, auk vatnstanka bátsins, sem tóku 40 lítra hvor. — Það gefur því auga leið, að þessi litli bátur var allþungt hlaðinn, þegar lagt var af stað kl. 8 að kvöldi. — Fyrsti áfanginn var ákveð- ið að yrði Concanda, enþarhafði fiskideild fylkisins undirbúið komu okkar. Þar biðu fiski- menn og útbúnaður til að veið- ar gætu hafizt. — Vegalengdin, sem við átt- um fyrir höndum, er ca. 320 sjómílur. Er þá miðað viðstytztu leið, en með því að fylgja ströndinni er hún um 90 mílum lengri._ — Ég tók þann kostinn að sigla stytztu leiðina, þótt við yrðum ca. 50 mílur lengst frá landi. Veður var gott þann 22. marz og daginn eftir. Ég reyndi fljótlega að kenna hásetunum að stýra eftir áttavita sem var «m borð. Þetta tókst ekki eins vel og skyldi, því þeir höfðu ekki séð áttavita áður og höfðu ekki trú á að hæigt væri að fara eftir þessu litla áhaldi. — Ég sat því sjálfur við stýr- ið um nóttina og fram undir dögun. Sjór var sléttur og dá- samlegt veður, svo tíminn leið flj ótt. — Um morguninn munum við hafa verið komnir 60 mílur norður fyrir Madras og stefnan hafði verið NNA allan tímann og ganghraði um 6 mílur á klukkustund. — Snemma um morguninn gerði ég enn tilraun til að kenna hásetunum að stýra og benti þeim á stefnuna. En ág komst fljótt að þeirri niðurstöðu, að mjög óhentugt sé að hafa átta- vitarósina merkta á þann hátt sem almennt tíðkast. Væri rós- in öðru vísi úr garði gerð og strik áttavitans hefðu verið máluð mismunandi litum, hefði verið auðvelt að láta þá halda ákveðinni stefnu. En þar sem strikin voru öll með svörtum lit vildi bóturinn snúast ef ég leit af Indverjunum. — Þannig gekk þetta og ég reyndi einnig að kenna þeim að stýra eftir stjörnum, en það var alveg vonlaust. Ég þurfti því að sitja áfram við stýrið næstu nótt. . — Nú sást ekki orðið til lands, sömu átt, en hina 6 renna þeir í gagnstæða átt. — Það var um klukkan 9 um kvöldið, sem við vorum úti af Sacramento-sandrifjunum, en þau eru um 5 mílur frá strönd- inni. Viti er á ströndinni upp af sandrifunum og lýsir hann um 30 sjómílur. En sá galli er á, að ekkert hættuhorn er á vit- anum. — Þegar við komum á móts við sandrifin taldi ég mig vera 6% sjómílu frá landi. Þá gerði vélamaðurinn mér skiljanletgt á sinni bjöguðu ensku, að annar hásetinn væri fæddur og upp- alinn í litlum fiskibæ ekki all- langt frá vitanum og hann gæti — Við höfðum segl uppi og 'vindur var hagstæður. Ekki gat ég þó sofnað alveg strax og varð litið öðru hvoru fram með bátn- um. Tók ég strax eftir því, að hásetinn breytti stefnu og fór nær landi. Ég hélt, að hann jafnvel þekkti leið milli sand- rifjanna, þótt dimmt væri að nóttu. — Þannig leið nokkur stund og mun ég hafa blundað stutta stund, en þegar ég allt í einu opnaði augun, sá ég örskammt framundan eitthvað sem líktist sjávarlöðri eða maurildi. — Ég fylgdist með þessu og rýndi út í myrkrið. Það leið ekki á löngu þar til ég sá hvað þetta var. Heljarmikil alda hóf sig á loft fram undan okkur, brotnaði, og skildi eftir löðrið á yfirbor'ðinu. • • ég tók ofan hitaheltishattinn minn og kastaði honum yfir glóðarhausinn“. en upp úr hádegi þann 24. marz kom gola úr vestri og höfð- um við segl uppi. Ég áætlaði, að við hefðum landsýn um kl. 4 síðdegis og áttum við þá að sjá til Narasapure, en þaðan eru um 70 mílur til Cocanda. Það var þó ekki fyrr en kl. 5 að við sáum land. Sennilega hefur straumur verið á móti allan tímann, enda eru straumar þanhig Við austurströndina, að þeir renna 6 mánuði ársins í auðveldlega siglt bátnum, það sem eftir væri leiðar til Conc- anda. — Vestangola var á og all- þung undiralda, en ég hafði þegar hér var komið, verið uppi um 50 tíma frá því við fórum frá Madras. — Eg varð því mjöig feginn þessu og fékk umræddum há- seta stýrissveifina og bjó mig undir að taka mér hvíld á palli við vélarskýlið bakborðsmegin. — Ég brá skjótt við og ýtt hásetanum frá stýrissveifinni snéri bátnum upp í og það va einmitt á þeirri stundu, sem h. Fögur blóm gleðja alla. — Hátíðin byrjar með blómum. — Páskaliljur, túlípanar og rósir, keypt á mið- vikudag, gleðja yður alla páskahátíðina (Geymið þau um næt- ur á köldum stað). Framleiðendur. Royal instant pudding PII flilPHC W-; y- - * 4UAV0RS Ungir og aldnir njóta þess að borða köldu Royal búðingana. Bragðtegundir: — Súkkulaði. karamellu. vanillu og jarðarberja. Guðjón Illugason. alda hóf sig upp undir bátinn, sem vó salt á öldufaldinum, þannig að skrúfan var upp úr sjó. Þannig sátum við á fjórum öldum, sem allar féllu rétt aft- an við bátinn. — Svo kom lag og við sigld- um eins hratt og hægt var frá þessum stað, en það var beint upp í vestangoluna. Seglið tók að slást til og þurfti að fella það. — En áður en það tókst feng- urn við á okkur allstórt brot og fylltist báturinn af sjó. — Mér varð það til er ég sá að vélin gekk í sjó og jós honum upp á glóðarhausinn, að ég tók ofan hitabeltishattinn minn og kastaði honum yfir glóðarhaus- inn, því annars hefði sjórinn drepið á vélinni með því að kæla hann. — Þannig gátum við haldið burt frá grynningunum og þeg- ar við vorum úr allri hættu var tekið til við að ausa af krafti. — Hásetinn, sem við stýris- sveifina var, lagðist á bæn, þeg- ar báturinn fylltist oig allt út- lit var fyrir að hann sykki. — Ég ýtti verklega við hon- um og benti honum á vatnsfötu og gaf honum í skyn að austur væri áhrifaríkari en bænastund undir þessum kringumstæðum. — Ekki treysti ég mér samt til að skera úr um það, hvort var okkur fremur til björgunar, bænagjörð hásetans eða hita- beltishatturinn. — Mér verða lengst af mjög minnisstæðar þessar sandeyjar úf af Sacramento-vitanum — minnisstæðari en stórborgirnar, sem ég hef heimsótt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.