Morgunblaðið - 15.04.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.04.1965, Blaðsíða 21
_ ..nmtudagur 15. aprf! 1965 MORGU N BLAÐIÐ 21 Dansfólk að liffka sig fyrir tamaaraa-veizlu. Stúlkan til vinstri ber blóm yfir haes-ra eyra til marks um að hún sé engum lofuð enn. Ikynt bál i tvo tíma. Síðan er öskunni sópað burtu og aligrís komið fyrir á rjúkandi steinun um ásamt fuglum og fiskum ýmiss konar, brauðaldinum og banönum og öiðru góðgæti. í>etta er síðan byrgt með viða- miklum blöðum banana- og brauðaldintrjánna og ofan á það mokað sandi og mold upp í álitlegan hrauk. — Meðal ann arra orða, leiðangur Blighs skipstjóra á „Bounty“, sem svo frægur varð í sögunni, var til þess gerður einkum og aðal- lega, að flytja brauðaldintré frá Suðurhafseyjum til eyjanna í Karaíbahafi og þegar ég eitt sinn kom til St. Vincent, sem er smáeyja þar, sá ég í gras- garði eyjarskeggja sprota af fyrsta brauðaldintrénu, er Capt. Bligh flutti þangað forðum daga. I En þetta var nú útúrdúr. Agn ar heldur áfram: — Eftir rúma tvo tima er svo mokað frá og blöðin tekin ofan af og þá er þar komin einhver dásamleg- asta máltíð, sem hugsast getur. Og til marks um að þetta var engin smáræðisveizla get ég nefnt, að „veizluborðið“ hefur verið svona 6 metra langt og rúmur metri á breidd. Með þessu var drukkið öl, ekki sterkt, og létt vín. Ég sá reyr.dar aldrei vín á nokkrum manni þarna syðra, enda óhægt um vik, jafnvel þó einhver vildi, að drekka sig fullan, því þarna er hiti alltaf um og yfir 30 stig og loftraki mikill. Agnar situr stundarkorn og minnist Rósu Raúl og veizlunn- ar miklu. Svo tekur hann við- bragð og segir: — En ekkert var þó á við sjóinn. Að öllu öðru ólöstuðu, þá er sjórinn mesta dásemdin sem Tahiti hefur upp á að bjóða. Eyjan er girt kóralrifi — eins og þær Tuamotu-eyjar flestar —■ sem úthafsaldan brotnar á. Fyrir innan eru éins konar lón, kóral-lón, djúp og lygn og tær. Þar vex skógur kóralla af hafs- botni og þar er ævintýralegt að synda. Ég var þarna á hverj- um degi, tímunum saman, ýmist neðansjávar eða ofan. Eyjar- skeggjar nota mikið eintrján- inga, örmjó bátskrifli með viðar bút öðru megin, festum við bát inn sjálfan með sperrum. Ég komst fljótt upp á róðrarlagið og reri mikið. Fyrsta skiptið hélt ég reyndar að þær yrðu ekki margar fleiri, ferðirnar mínar á eintrjáningum. Ég fór á báti hótelsins, sem reyndist hriplekur og fyllti af sjó. Hann sökk þó ekki og einhvern veg- inn tókst mér að komast í land, með höfuðið eitt uppúr og hend ina með úrinu, sem ekki var vatnsþétt og mér mjög annt um. Næsta dag fékk ég mér annan bát og þá bar ekkert til tíð- inda. Ég held annars að ég hafi verið eins oft neðansjávar og ofan þessa daga, því aldrei hef ég komið í annan eins ævintýra heim og í djúpum kóral-lóna Tahiti. Kórallarnir vaxa þarna upp af ósléttum hafsbotninum og landslagið gefur ekkert eft- ir því sem ofanjarðar er, víða djúpar gjár og glufur, sem oft má synda inn í — ef menn bara gæta sín að fara ekki of nærri, því kórallarnir geta verið hárbeittir og skorið mann, rétt eins og beztu eggjárn — og sár gróa seint á Tahiti, því veldur rakinn —hafið er eins og ný- mjólk, spenvolgt og kóralgrein- arnar ljóma í ótal litbrigðum, Ijósbleikar, fölbláar, daufgular, ólýsanlega fallegar, litirnir eru evo fínlegir og léttir, pastillitir. Og inn á milli þessara ævin- týratrjáa synda svo fiskarnir, íumir sæmilega stórir en flestir emáir, — skrautlegustu skepn- ur, sem ég hef augum litið, — í öllum regnbogans litum, gulir, Tauðir, grænir og bláir og svo sannarlega ekki í neinum past- el-litum, heldur mjög skærum. Þessir skrautlegu hafbúar taka því bara vel, þó niður til þeirra Blæðist svona ókennilegt og al- deilis litlaust stórfiski ofan af jörðu. Þeir eru rétt mátulega hnýsnir en halda sig í kurteis- legri fjariægð framanaf, svo fer féimnin af þeim og þeir koma nær, en áreitni eiga þeir ekki til og láta menn yfirleitt sem næst afskiptalausa. Há- karla varð ég ekki var við þarna — mér var sagt, að þeir væru sjaldséðir gestir inni á lónunum, kæmu þangað helzt ellihrumir til að deyja — og ég trúði því sem fastast. — Milli þess sem ég sullaði í sjónum, lá ég svo í sólinni, sagði Agnar, — og skoðaði fólk ið. Yfirleitt halda menn hér norðurfrá, að á Suðurhafseyj- um séu konur flestum fegurri, en ekki get ég fallizt á það. Mér fundust stúlkur á Tahiti, vahín- urnar, „les vahinés" eins og Frakkar kalla þær, sérlega glað legar, kátar og elskulegar, en alveg eins og börn — og mér fannst leitun á verulega fallegri stúlku. Nei, í þeim efnum eru okkur hægust heimatökin, ís- lendingum. En þetta er reyndar ekki nema eðlilegt, það er ekki af svo miklu að taka, íbúar eyj- anna allra eru ekki nema eitt- hvað á fjórða tug þúsunda, eft- ir því sem ég kemst næst. — Karlmenn þarna eru gerðarleg- ir menn og geðslegir, en óvanir nútíma þjóðfélagsháttum — hálft þeirra líf og jafnvel tveir þriðju er leikur einn. Þeim dett ur ekki í hug að vinna, nema þeim sjálfum sýnist og það ger ir hvern mann gráhærðan fyrir aldur fram, að ætla sér að stunda atvinnurekstur á Tahiti og byggja á starfskröftum þar- lendra. Þeir fengu smjörþefinn áf því, Bandaríkj amenn, þegar þar var tekin kvikmyndin „Upp reisnin á Bounty“ og ætluðu auðvitað vitlausir að verða er kannske mættu þrír statistar að morgni af hundrað sem ráðnir höfðu verið. Nei, það varð ekki séð að „sið menningin“ bagaði menn stór- lega á Tahiti árið 19<52, þrátt fyr ir vikulegar flugferðir, upp- töku kvikmynda og ýmsan á- gang annan. Frakkar hafa farið með stjórn eyjanna og farizt vel, að því er ég bezt gat heyrt og séð. Þeim var alls staðar borin vel sagan og hrósað fyrir hófleg afskipti þeirra af málefnum eyjarskeggja, sem fengið hafa að lifa sínu lífi og ekki verið þröngvað til að taka uþp vestræna háttu. Flestir eru menn frönskumælandi í Pa- peete og víðar, því franska er kennd í skólum og yfirleitt játa menn kristna trú og er meira um mótmælendur en kaþólska, þótt undarlegt kunni að virðast. Þó hafa margir enn í heiðri sína gömlu guði, og úti fyrir dyrum húsa stein með nokkurri mannsmynd, kannske þó ekki nema ávalan drang með holum fyrir mutm og augu og fórna ýmsu góðgæti. Hvert hús á sinn einka-guð, sinn „tiki“, en til eru bæði góðir tikis og vondir. Franskur skipstjóri fal- aði eitt sinn skömmu áður en ég kom þangað, tiki af manni á Tahiti og kom fé fyrir — en skipstjóri var ekki kominn nema hálfa leið heim til sín, er hann fannst örendur í rúmi sínu eina nóttina — og þótti engum á Tahiti mikið. Næturnar á Tahiti eru engum öðrum nóttum líkar, dimmblá- ar, flosmjúkar og dulmagnaðar. Enginn tiki ásótti mig að vísu, en ég hef ekki annars staðar orðið fyrir meiri áhrifum af dulúð staðar og aldrei hefur mig dreymt eins súrrealistiskt og þarna syðra. En þar hefur kannske líka verið að einhverju leyti um að kenna kinverska reykelsinu, sem brennt var til varnar moskítóflugunum. Ég bjó í strákofa og var flugnanet fyrir gluggum, en það komust alltaf einhverjar flugur inn samt og hélt reykelsið þeim þá í skefjum. Það er nefnilega eng- inn flugnaskortur á Tahiti, þó bæklingar ferðaskrifstofanna segi að skordýr séu þar engin. Og eitt sinn drap ég líka einn myndarlegan skorpión í bað- herberginu mínu og þó hann væri að vísu ekki svo stór, að hann hefði getað gengið af mér dauðum, er bit sporðdreka eng.u að síður slæmt og menn geta átt í því lengi, eins og reyndar í flestum áverkum þarna syðra. Sár eru ótrúlega lengi að gróa á Tahiti og ef menn kvefast, geta þeir verið kvefaðir heilu og hálfu árin og það er ekki óalgeng sjón, þó undarlegt kunni að virðast, að sjá líiil börn með grænan hor niður á vör. — En bæklingar ferðaskrif stofanna virðast • hafa borið nokkurn árangur, því nú eru vist allt að því daglegar flug- ferðir til Tahiti, Air France fer þangað frá Los Angeles og Pan American hefur þangað ferðir líka og kannske fleiri félög, — en þegar ég fór var bara franska flugfélagið TAI (Tran- sport Aérien Intercontinental), þarna í ferðum. Það væri gam- an að vita, hverju það kann að hafa breytt, ef nokkru, ég held að fólk á Tahiti sé ekki gin- keypt fyrir að taka upp „menn ingu“ Vesturlanda, og yfirleitt hefur það oftar farið svo um viðkynninguna, að Vesturlanda menn, sem þangað hafa komið, hafa látið heillast og samið sig að háttum innfæddra. Og þeir eru ekki svo fáir, sem þarna hafa sezt að — Gauguin, já, hann var einn hinna heilluðu og ekki þeirra síztur. Ég held að hvergi skilji maður betur list Gauguins en einmitt á Tahiti, sjái hvergi betur, hversu stórkostlegur hann er — ég myndi meira að segja telja það ómaksins vert, segir Agnar, — fyrir aðra aðdáendur Gauguins að leggja leið sína til Tahiti, þó ekki hefðu þeir þangað ann að að sækja en þessa innsýn í verk hans. Fólkið og blómin og flosmjúkar nætur Tahiti — það er eins og þetta lifi í mál verkum Gauguins rétt eins og þau öðlast nýtt líf þar syðra. Það er komið fram undir há- degi og allt í einu tekur Agnar viðbragð: — Ég gæti talað um Tahiti tímunum saman, segir hann, — og gæfist mér tæki- færi til að fara þangað aftur, að synda i spenvolgum sjónum og taka hina skrautlegu íbúa kóralskóganna tali á ný, myndi ég fara á stundinni — en eins og allir ferðamenn og flakkar- ar hafa sannreynt, þá er hvergi betra að vera en heima, og þó . ólíku sé saman að jafna, Sund laugunum gömlu og kóral-lón- um Tahiti, þá er sama hlýjan í báðum og sama vellíðanin að baða sig þar — og nú er ég far- inn í Laugarnar! PLASTMALNING OLÍUMÁLNING LÖKK Trélím — Dúkalím. Kítti — Spartl — Plastílegg. Terpentína — Fernisolía. Þurrkefni. Hafnarstræti 23. simi 2 15 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.