Morgunblaðið - 15.04.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.04.1965, Blaðsíða 3
f Fimmtudagur 15. april 1965 MORCUNBLAÐIÐ 3 ** IHeð Thorolf Stníth á Tahiti THOROLF SMITH þarf ekki að kynna fyrir lesendum Morg- unblaðsins. Hann er gara- all sjómaður og af þeim sökum báðum við hann um að taka | þátt í þessu páskablaði og segja ! frá eftirminnUegasta stað, sem ! hann hefur komið til. Þó íslend- 1 ingar séu miklir ferðagarpar má fullyrða, að fáir þeirra i hafi gert eins víðreist og Thor- olf. Hann kom til Tahiti 1937 | ©g var auðvitað einsdæmi um j íslending á þeim tíma, enda fátt fólk sem þangað fór. Nú er Tahiti eins og flest önnur lönd jarðkringlunnar í alfara- leið. Á öðrum stað er samtal við Agnar Kofoed-Hansen, sem einnig hefur valið til frásagn- ar í þessu blaði Tahiti. Hann kom þangað ekki fyrr en tæp- um aldarfjóröungi eftir að Thorolf hafði gert hosur sín- ar grænar fyrir vahinum Tahiti og geta lesendur borið saman lýsingar þeirra til skemmtunar og fróðleiks. Hér á eftir fer lýsing Thorolfs Smith, skrifuð af blaðamanni Morgunblaðsins: — Þegar ég var ungur gafst mér færi á að ferðast meira en títt var um íslendinga fyrir (heim.sstyrjöldina síðari. Á þess- um árum var algengast a'ð ís- lendingar færu til Skotlands, Noregs eða Danmerkur með Drottningunni, Lyru eða gamla Gullfossi, — og eftir þessa reisu voru þeir „sigldir" eins og kallað var. Nú er naumast talað um að maður sé „sigld- ur“, þótt hann hafi farið um- Ihverfis hnöttinn. Ástæðan til þess að ég fór í siglingu var sú, að Norðmann einn langaði til að veiða lax é íslandi. Þannig er mál með vexti, að faðir minn var um- fboðsmaður Bergenske gufu- skipafélagsins, og forstjóri þess, Falck að nafni, mjög kunnur maður í sögu norskra siglinga, kom hingáð í laxveiðiferð og ■ bjó hjá honum. Þetta var árið sem ég tók stúdentspróf, eða 1935. Ég var auðvitað í vafa um, hvað ég ætti að taka mér fyrir hendur. Einhverju sinni eatum við heima og rötobuðum eaman og þá segir Falck við mig, hvort ég mundi ekki vilja leggja stund á ferðamál. í jþeim væri mikii framtí'ð. „En ekki dugir annað en mennta sig vel og rækilega áður en út é þessa hraut er farið“, sagði bann. Falok segir að ég skuli ganga I norskan. verzlunarháskóla í Björgvin, en þar þurfi égekkiað eitja á skólabekik nema eitt ár, vegna þess að ég hafi tekið stúdentspróf. Mér þótti þetta auðvitað ágæt hugmynd, þvi ég var hændur að erlendum mál- um og vissi, að ég mundi hafa gaman af áð umgangast mennt aða útlendinga. Var þetta síð- an fastmæium bundið og fór ég utan til Björgvinjar, þar sem Falck tók mér af hlý'hug og góðvild. Að loknu námi í verzlunar- háskólanum fór ég til Belgíu að læra eitthvað í frönsku, því af- ráðið var að ég yrði skipsmaður á „Stella Polaris“, sem var 6000 tonna skemmtiferðaskip Berg- enske gufuskipafélagsins og Bigldi um öll heimsins hiöf, á veturna umhverfis hnöttinn, og jþá helzt á fáfarnar eyjur í Kyrrahafi, þar sem einkum var töluð franska, eins og Tahiti, Marquesaseyj ar og Madagascar Undan Afríkuströndum, svo tiokkur nöfn séu netflnd — en á eumrin sigldi hún norður með Noregi og allt til Spitzbergen. i Ég var á skipinu um 'edns Stella Polaris í n »rskum firði. árs skeið og var aðstoðarmaður skrifstofustjóra skipsins, Sem Ihafði með höndum reiknings- hald allt, en auk þess var mér ætlað að vera farþegum innan handar og taka þátt í sam- kvæmislifinu um borð. Til þess að auka á virðingu' mína í þessu starfi var mér fenginn Ihvítur einkennisbúningur með tveimur borðum af sömu gerð og annar stýrimaður hafði. ingu fré Tahiti og nær Ame- riku. Þangað fluttist málarinn og dvaldist til dauðadags. Tahiti hefúr orðið til úr eld- gosum og kóralvexti. Úti fyrir höfninni er kórairif, sem brim- ið gnauðar á I sífellu, en inni í landi eru fjöll og dalir með ótrúlega mikilli frjósemi og fjölbreyttum gróðri. Fólkið er atf pólynesísku kyni, það er ljósbrúnt á hörund, ákaflega FYRST ég er spurður, hvað við gerðum okkur til dægrastytting ar meðan á dvölinni stóð, skal ég reyna að rifja það upp í huganum. Við vorum sem sé tvo'daga á eyjunni og þá notuðu menn á ýmsan hátt, hver eftir sínu upplagi. Ég reikaði talsvert um og á einum stað rakst ég á myndastyttu, sem tengir ísland og Tahiti með kynlegum hætti: Það var stytta af Pierre Loti, sem skrifaði bókina „Pecheur d’Islande" þekkt ritverk í Frakklandi sem Páll heitinn Sveinsson, menntaskólakennari, þýddi á íslenzku og nefndi „Á íslandsmiðum“. Bókin fjallar um franska skútumenn frá Bre tagne og Normandie, sem hér voru tíðir gestir eins og kunn ugt er. En ekki veit ég af hver ju stytta af Loti er á Tahiti. Ein- hver sagði mér þá sögu, kannski í gríni, að þarna hefði átt að reisa styttu af frönskum hers- höfðingja, en Loti hefði verið settur upp í staðinn fyrir ein- skæran misskilning, sem átti að stafa af 'þvi hvernig hann var búinn. Styttan stendur við sund laug rétt utan við höfuðborgina sem heitir Papeete. í henni bjuggu nokkur þúsund manns. ÞEGAR við sigldum inn á höfn ina var strengdur borði yfir Þótti mér þetta að sjálfsögðu allvirðulegt starf. Þegar skipið sigldi í hitabeltinu voru farþeg- ar aðeins 120 til þess að sem bezt færi um þá. Auðvitað er mér margt minn isstætt úr þessu ferðalagi, en þeigar ég nú læt hugann reika aftur 1 tímann verður mér hvorki minnisstæðust Kúba, Panama né Suður Ameríka, heldur Suðurhafseyjar og þá einkum Tahiti. í fyrsta lagi fannst mér sem ungum manni nafnið mjög' rómantískt á þess- ari fjarlægu eyju, í annan stað hafði ég heyrt talað um húla- húla-dans blómskrýddra yngis- meyja á Suðurhafseyjum og raunar séð fyrstu gerð myndar- innar „Uppreisnin á Bounty“, sem var að nokikru leyti tekin á Tahiti, og loks hatfði ég heyrt um Gauguin, sem þarna dvald ist um nokkurra ára skeið fyrir aldamót og varpaði skáldlegu ljósi á eyjuna. Hann er reyndar grafinn á Marquesaseyjum, og þar sá ég grötf hans. Á legstéin- inum stendur aðeins: Gauiguin peintre francais — þ.e. Gaug- uin,- franskur mélari. Þessar efyjur eru nokkurra daga sigl Frá Tahiti. fagurlimað, söngelskt og vin- samlegt. Við kynntumst allir stúlkum á eyjunni, en ekki veit ég til að nein þeirra hafi selt blíðu sína fyrir peninga eins og títt er í hafnarborgum, þó marg ir Vesturlandabúar virðist halda að kvenfólk á þessum eyjum sé sérstaiklega lauslátt. Kannski hefur það forframast eitthvað í menningunni, ég veit það ekki, en fyrir heimstyrjöldina hvíldi yfir því einhver frumstæður og aðlaðandi kynþokki, sem átti ekkert skylt við spillingu. Þegar ég kom til landsins, var það að mestu leyti ósnort ið, og menningin svokallaða hafði ekki enn sett mark sitt á það. Þangað vo-ru aðeins tvær áætlunarferðir á ári með frönskum sikipum og gestakom ur sjaldgæfar, en þeim mun bet- ur var ferðamönnum fagnað, þegar þá bar að garði. Tahiti er stærsta eyjan í eyja klasanum, sem heitir Félaigseyj ar. Hún er í Suður-Kyrrahafi, á um það bil 20. gráðu suður breiddar, eða álíka langt fýrir sunnan miðbaug og Hawaii er langt fyrir norðan hann, og á svipaðri lengdargráðu. þvera bryggjuna, og á hann var letrað: Ia ora na, sem á máli þarlendra manna þýðir: Verið velkomin, eða eitthvað á þá leið. Við sem ýngri vorum á skip- inu sóttum fast einustu tvö veit ingahúsin í bænum, sem hétu „Lafayette" og „Quinns“, og auðvifað var meiningin að hella Thorolf Smith þar í sig hitabeltisöli og stíga dans við strápilsaðar blómarósir eyjarinnar. " En mesta skemmtan höfðum við a'f því, þegar dansgólfið var rutt og inn komu tuttugu eða þrjátíu stúlkur með blómsveiga ,um hálsinn og á strápilsum og hófu, að okkar beiðni, að stíga húlahúla-dans og syngja lög inn fæddra. Þá ætlaði allt af göfl um að ganga, enda margir ungir og frískir menn um borð í „Stellu Polaris“ á þeim árum. Þegar gistihúsunum var lokað og hitabeltisnóttin færðist- yfir, dulmögnuð og seiðandi, með ó- kennilegum stjörnum á himni, tvístraðist hópurinn í allar átt- ir, sumir fóru um borð í skipið, aðrir fóru ekki um borð. Það var almannarómur far- þega á „Stellu Polaris" að ferðalaginu loknu, að dvölin á Tahiti hefði verið hápunktur ferðarinnar, en meðal þeirra landa sem við áttum eftir að koma til voru hollenzku Austur Indíur, eða Indónesía eins og þær nú heita, og var þar horft á musterisdans á Bali, Indland með sinni alræmdu fátækt og Singapore, svo að nöfn séu nefnd. NÚ ER mér nær að halda að hægt sé að fljúga til Tahiti. Og ef ég ætti þess kost að koma aftur á stað sem ég hef áður heimsótt, mundi ég taka mér far með Air France og skreppa til Suðurhafseyja — og þá einna helzt til Tahiti. En líklega mundi margt vera öðruvísi um horfs nú en þegar ég var þar á ferð fyrir nær 30 árum. Ætiiflóð alda túrismans. hafi ekki fært eyjuna á kaf — og líklega 'eru íslenzkir og norskir sjómenn ekki jafn miklir aufúsugestir og þegar við vorum þar á ferð. En samt seiða enn Suðurhafseyjar, svo ólíkar sem þær eru öllu sem við eigum að venjast hér á norðurslóðum. Fólkið og stjörnu hkninninn og þessi dularfulla milda blómaangan sem þá bar að vitum mér, leita enn á, þeg ar ég renni huganum aftur í tímann. Og enn sé ég stundum fyrir mér í draumi „Stellu Pol aris“, ævintýraskipið hvíta, þar sem það liggur fyrir akkerum úti á blátærri kóralvíkinni, með an pálmarnir hneigja sig fyrir hægum andvaranum. Já, lifi rómantíkin! Þrír skipsfélagar á Stellu Folaris. Thorolf Smith lengst t.h.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.