Morgunblaðið - 15.04.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.04.1965, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLADID Fimmtudagur 15. apríl 1965 ÍCI AKin DllCCA CI/DKIA „löl hNU, PUooA ðKUNA FOf \ NOTHING" Símon Sigurjónsson segir frá ferðum Guilfoss milli Bordeaux og Casabianca fyrir 15 árum ALLFLESTIR Reykvíking- ar þekkja Símon Sigurjóns- son, barþjón í Nausti. Hitt vita sennilega færri, að Símon hefur ekki alltaf haft fast land undir fótum við hardiskinn. Hann hefur af- greitt hanastél frá Reykjavík til Leith, frá Kaupmanna- höfn til Hamhorgar og frá Bordeaux til Casablanca. Símon var nefnilega þjónn um borð í Gullfossi í nokk- ur ár, en eins og sumir muna e.t.v., var Gullfoss um eitt skeið leigður til ferða milli Casahlanca og Bordeaux, og flutti þá m.a. hershöfðingja, milljónera, förulýð, her- menn og hunda. Símon seg- ir, að eftirminnilegasti stað- urinn, sem hann hafi komið til í siglingum sínum sé for- takslaust Casahlanca, og við gefum honum orðið. „Ég byrjaði siglingar 1949 er ég réðist sem þjónn á Gullfoss, og var einn þeirra, sem sóttu skipið út til Danmerkur. A Gullfossi var ég til miðsumars 1954, og sigldum við mest af þeim tíma milli íslands, Kaup- mannahafnar og Hamborgar, sem naumast er í frásögur fær- andi. Veturinn 1949—1950 mun Eimskip ekki hafa haft næg verkefni fyrir skipið á venju- legum leiðum þess, svo félagið leigði skipafélaginu Trans At- lantic Co. Gullfoss í 4—5 mán- uði og sigldum við þann tíma milli Bordeaux í Frakklandi og Casablanca í Marokkó. Gullfoss leysti af gamalt skip á þessari leið, sem ónýtt var orðið, og leigutakinn beið eftir nýjum farkosti á rútuna. Fjögur farrými Ég man að á Gullfossi voru fjögur farrrými í þessum sigl- ingum milli Frakklands og Afríku, og að auki lúxusfar- rými fyrir milljónera, herfor- ingja og þess háttar fólk. 1. far- rými var fyrir millistéttafóik í sæmilegum efnum, 2. farrými fyrir fátækt fólk, 3. farrými fyr ir hunda, en fólk þarna um slóðir heldur ósköp af þeim, og 4. farrými fyrir hermenn, sem voru að koma úr stríðinu í Indókína eða einhversstaðar frá. Þeir lágu á fletum í lest- inni frammi á skipinu, og var færður matur í fötum. Flestir voru taugabilaðir og hálfvitlaus- ir. — Ég man sérstaklega eftir því um hermennina, að þeir, sem eitthvað brutu af sér, voru í refsingarskyni dæmdir í upp- vaskið til okkar í eldhúsinu. En þetta hafði þveröfug áhrif við það, sem til var ætlast, því í kokkhúsinu fengu þeir nóg að éta og drekka, og rauðvín eins og þeir gátu í sig látið. Þeir, sem eitthvað höfðu af. sér gert, lifðu því kóngalífi í eldhúsinu. Ég vann sem þjónn á 1. far- rými, og verð að segja, að það fólk sem þar ferðaðist, var þægi legt í viðmóti, og gott við það að eiga. Að vísu skildi maður lítið, en hjá okkur var fransk- ur bryti, sem hljóp í skarðið og túlkaði, ef eitthvað kom upp á teninginn. En sjóveikt var fólk- ið með afbrigðum, og þó sér- staklega Arabarnir. Ég hefi aldrei vitað jafn sjóveika menn, og þótti mér það skrítið, því ég hélt að þetta væru frá fornu fari sjómenn. Þeir sigldu að minnsta kosti hingað upp og rændu konum. Ég verð að segja, áð mér þótti „Tyrkja- ránsins" hefnt á viðeigandi hátt í hvert sinn sem ég sá Araba skjögra út að borðstokknum, og blóta Ægi konung. bimon og Álli bakari. Myndin er tekin við höfnina í Casablanca. „Eitt sinn voru Arabarnir að ákalla Allah í gríð og erg er bakarinn kom út á dekk Símon sitjandi á asna, sem er Casablanca. eitt helzta samgöngutækið Sandstormur á miðju hafi Einhverju sinni er við vorum á siglingu fyrir utan Marokkó, fengum við yfir okkur eyði- merkursandstorm úti á miðju hafi, svo ekki sást handaskil. Þetta var þó ekki eiginlegur sandur, heldur fíngert, brúnt duft. Hásetarnir voru nýbúnir að þvo skipið svo það liti sem bezt út er í höfn kæmi. Þeir urðu alveg vitlausir, því það tók þá heila viku að þvo skipið aftur svo það væri r viðlitandi ástandi. Sjálfur var ég forvit- inn að vita hvernig þetta væri, og brá mér út á dekk í hvítum þjónsjakkanum, og varð á auga bragði brúnn eins og múlatti. Við vorum með annan fótinn í Casablanca í 4 eða 5 mánuði. Borgin hefur tvær andstæðar hliðar, fornöld og nýja tímann, og aðeins ein breiðgata skilur á milli. Öðru megin hennar er Arabahverfið, eins og slík hverfi hafa verið um aldaraðir, jafnvel enn dag eins og þeim er lýst í Þúsund og einni nótt, en hinum megin götunnar er hverfi Evrópumanna og nútím- inn. Fátæktin hjá Aröbunum var hörmuleg, og sjá mátti að þeim var á ýmsan hátt haldið niðrL Þeir voru t.d. látnir vinna í hóp við lestun um borð í Gullfossi, og var einn Fransmaður yfir hópnum. Fransmaðurinn fékk greidd laun hópsins hverju sinni, og síðan útbýtti hann til Arabanna eftir eigin geðþótta. Þetta þótti skipstjóranum á Gullfossi ekki réttlátt og vildi fá annað snið á málin. Vildi hann láta Arabana vinna eins og venjulega verkamenn og þeim yrðu síðan greidd launin milliliðalaust. En þetta var. gert aðeins einu sinni, því að þegar þessi hópur átti að koma næst, iriætti hann ekki, því Arabarnir voru búnir að fá svo mikla pen- inga á eigin mælikvarða að þeir kærðu sig kollótta um vinnuna, og tóku lífinu með ró í landi. — Mann varð alltaf að hafa yfir þessum Aröbum sökum þess hve þeir voru þjófóttir. Þeir stálu öllu, sem hönd á festi í lestunum, ef ekki var haft með þeim vakandi auga. Allah sendi þeim Alla Bakarinn hjá okkur um borð hét Alli. Arabarnir voru alltaf að ákalla Allah, spámann sinn, öðru hverju, og einu sinni er bakarinn kom upp á dekk, voru þeir í óðaönn að ákalla Allah. Bakarinn spurði næsta skips- mann, steinhissa, hvort það gæti verið að þeir þekktu sig með nafni og væru að kalla á hann. „Ég held það nú“, svar- aði skipsmaðurinn. „Þeir eru að biðja um brauð“. Nú, bakar- inn hljóp þá niður, náði í nokk- ur brauð handa Aröbunum. Þeir urðu svo hrifnir að Allah skyldi senda þeim Alla með brauðin, að þeir stálu handa bakaranum heilum koníaks- kassa. Sjálfir drukku Arabarn- ir áldrei vín, að hætti Múha- meðstrúarmanna. Fífí drykkfellda Skipshöfnin átti hund, sem hét Fífi. Þetta var lítil tík, sem var keypt í Casablanca fyrir einn sígarettupakka. Fífí var mjög drykkfelld, en hún vildi ekkert annað drekka en koníak og Pepsi Cola. Hún var ákaf- lega fín með sig, og þegar hún fór á klósettið, tók hún ekki i mál að nokkur færi með sér. Til að komast þangað varð hún að fara upp nokkrar tröppur, en hún var svo lágfætt, að það gekk erfiðlega. Oft rúllaði hún niður tröppurnar margsinnis áð ur en hún komst upp. En enga aðstoð vildi hún við að komast upp stigann. Við sama tækifæri, og við ke'yptum Fífí fyrir einn sígar- ettupakka, bauðst okkur að gera önnur viðskipti fyrir sígar ettur. Okkur var boðið að kaupa ungbarn, og það átti að kosta eitt karton af sígarettum. Ekki varð af þeim viðskiptum. Við fórum stundum í ferða- lög út fyrir Cacablanca, meðal annars til Fez og Rabat. Þeir bæir eru inni í landi, mjög forn fálegir, og fátt nýtt að sjá. í Casablanca þótti mér og einkennilegt að varðandi farar- tæki var þar ýmist í ökla eða eyru. Annað hvort voru það asnar eða splunkunýir bílar, en gamla bíla sá ég hinsvegar aldrei. „ísland, pússa skóna" Fátæktin í Arabahverfinu I Casablanca var óskapleg. Eg man að börnin sváfu á götun- um, oft við glugga ef vera mætti að þau hefðu einhvern yl af þeim, en eftir að sól er sezt á þessum slóðum, snögg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.