Morgunblaðið - 15.04.1965, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLABID
Fimmtudagur 15. apríl 1965
Bakkai'uss siglir ut Suðurt'jörð.
HElAm
sdbuxur
H EIAIEICA
LONDON
dömudeild
Austurstraeti 14.
Sími 14269.
sfýrimanns
í handarbökm fyrir að hafa
rifið. Það var gert árið 1369, til
að rýma fyrir nýrri kirkju.
Á síðustu öld og fram á þessa
var Odda frægur ferðamanna-
staður, sem ekki er að undra,
því náttúrufegurð er mikil.
Suðurfjörður -er mjó og djúp
renna milli 1200—1300 m hárra
fjalla, Harðangursfjallanna að
austan og vestan við gnæfir
hvitur jökull, sem heitir Folge
fonna. Inn a£ firðinum liggur
svo dalur með laxveiðiá og
fossum. Og þó þetta væri að
vetrarlagi, bar mikið á græn-
um lit, því barrtré teygja sig
upp eftir hlíðunum. Afgreiðslu
maður skipsins ók mér, skip
stjóranum og I. meistara einn
daginn upp í fjöllin, að jarð-
göngum gegnum fjall á Hauk-
elli-veginum, sem tengir stað-
inn við Vestur-Noreg og Osló.
í ferðinni komum við á hið
fræga skíðahótel í Solfonn,
sem er stórglæsilegt. I»ar var
nú mikið af ferðamönnum,
enda staðurinn mikið sóttur af
fjallafólki bæði sumar og vet
ur. Solfonn hótel stendur í 600
m hæð og er nýtízkuhótel með
340 herbergjum, börum, veit-
ingasölum og danssal. Það er
við skógarmörkin og þaðan
ganga skíðalyftur upp í fjöllin,
hægt að setjast í stóla og svífa
svo í strengjum upp á fjalla-
tindana. Nú er þetta aftur orð
inn vinsæll ferðamannastað-
ur, en frægð hans, sem sælu-
Agú-st Jönsson
staður ferðamanna stendur á
100 ára gömlum merg. Vil-
hjálmur II Þýzkalandskeisari
var þar t.d. á hverju sumri frá
því fyrir aldamót og fram a$
fyrri heimsstyrjöldinni og dró
á eftir sér alls konar fyrir-
fólk frá meginlandinu, ölt
skemmtiferðaskip sigldu þá
þarna inn. Ég er ekkert hissa á
því, jafn falleg og innsigliag-
in er.
Við dvöldum í Odda í 5 daga,
lágum við Eiterheim, sem er
nes um 4 km frá bænum. Þar
er bæði áburðarverksmiðja og
zinkverksmiðja og aluminíum-
verksmiðja utar í firðinum, þvl
fossarnir uppi í dalnum hafa
verið beislaðir og notaðir til
rafmagnsframleiðslu fyrir
verksmiðjurnar. Við tókuna
1800 tonn af tilbúnum áburði,
sem okkur gekk svo ilth að
losna við er heim kom vegna
íssins.
í Odda er mikið af gömluna
sérkennilegum timburhúsum,
en einnig nýtízku hverfi. Bær-
inn stendur á stöllum, sem
myndast hafa í sjó og landið
síðan lyfzt. Það setur sinn svip
á hann. Lítið er þar að gera
til skemmtunar, nema ganga
um göturnar, skoða í búðar-
glugga og fara í bíó. Við
stönzuðum þar ekki um helgi,
en þá er dansað á hótelinuu
Það gerði reyndar ekki til, nóg
sér maður af búlunum í hafn
arborgunum.
Þessi staður er mér einkum
minnisstæður fyrir náttúrufeg
urð. Ef við siglum þangað aft-
ur að sumri til, mundi mig
langa til að taka konuna með
þangað. Hún er líka búin að
sjá litmyndir, sem ég tók, og
hefði vissulega ekki á móti
því.
Við sigldum svo aðra leið
út, enda stefnan tekin heim.
Eftir að Harðangursfirðt
sleppti, beygðum við norður
og fórum út úr skerjagarðin-
um skammt fyrir sunnan Berg-
en. Það var einstaklega falleg
sigling.
LOIMDOIM, dömudeUd
Frásögn Ágústs Jónssonar,
lega langt inni í landi. Þarna
er áreiðanlega veðursæld, því
upp eftir hlíðum fjalianna, sem
gnæfa upp beggja vegna fjarð-
arins, er mikill gróður og sést
þar heilmikið af ávaxtagörðum.
Við komum til Odda á sunnu-
dagskvöldi. Þetta er gamal-
frægur staður. Norðmenn segja,
að merki séu um að þar hafi
búið fólk fyrir 4000 árum, og
þar hefur verið grafinn upp
haugur frá víkingaöld, Skjelm-
haug. Kannski hafa einhverjir
af íslenzku landnemunum
komið þaðan, en bærinn ber
nafn af gamla kirkjustaðnum,
sem hét Oddi. Þar stóð stein-
kirkja frá því um 1250, sem
bæjarbúar eru nú að naga sig
■m
^******
sklðabuxur
í ú jr v a I i .
— PÓSTSENDUiVI —
---A---
MBL. leitaði til Ágústs Jóns-
sonar, 1. stýrimanns á Bakka-
fossi, og bað hann um segja frá
einhverjum eftirminnilegum
stað, sem hann hefði siglt til,
Frásögn hans fer hér á eftir:
— Þar sem ég er nú búinn að
sigla á skipum Eimskipafélags-
ins síðan 1947, byrjaði árið eftir
að ég lauk stúdentsprófi, þá
hefi ég auðvitað margkomið á
þær hafnir, sem Fossarnir sigla
til, bæði í Ameríku og Evrópu.
Vestan Atlantshafsins siglum
við jafnan til nokkurra hafna
í Bandaríkjunum og Kanada, og
1 Evrópu komum við títt til
Norðurlandshafna, og yfirleitt
flestra hafnarborga um norðan-
verða álfuna, bæði austan og
vestan járntjalds. Þetta eru allt
staðir, sem margir þekkja, sjó-
menn og aðrir. f síðustu ferð-
inni, áður en ég tók þetta frí
sem ég er nú í, komum við þó
á nýjan stað, mjög fallegan.
Kannski er það þessvegna sem
mér er hann svo minnisstæður,
enda hefi ég verið að sýna
kunningjunum litmyndir það-
an. Og þeir hafa lokið upp ein-
um munni um það að þar sé
sérlega fallegt.
Þetta er bærinn Odda, sem
liggur milli hárra f jalla við
einn af norsku fjörðunum.
Bakkafoss var sendur þangað í
lok febrúar síðastliðinn, til að
lesta áburð. Við komum frá
Danmörku og tókum hafnsögu-
mann í Skudenes, skammt norð
an við Stavanger, áður en við
sigldum inn í skerjagarðinn.
Þaðan er rúmar 100 sjómílna
sigling til Odda og leiðin er
falleg. Alltaf er gaman að sigla í
norska skerjagarðinum. Stöðugt
ber eitthvað nýtt fyrir sjónir
og maður hefur nóg að gera við
að glápa í allar áttir. Við sigl-
um fram hjá Haugasundi og inn
í Harðangursfjörðinn og síðan
inn eftir Suðurfirði, sem liggur
inn úr honum, en bærinn Odda
er við botn þessa 20 mílna langa
innfjarðar. Hann er því eigin-