Morgunblaðið - 15.04.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.04.1965, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 15. aprll 1965 V MORGUNBLAÐIÐ 17 Frásögn Sigurðar Gíslasonar, skipstjóra SIGURÐUR Gíslason er fæddur 1890 á Króki í Grafningi. Hann hóf sjómennsku skömmu eftir aldamót og sigldi >á bæði á dönskum og íslenzkum skipum. í Árið 1917 hóf hann siglingar hjá Eimskipafélagi íslands og þar sigidi hann allt til 1952, en þá dró hann sig í hlé. Hann var um 15 ára skeið skipstjóri á hinum ýmsu skipum félagsins. ^ Sigurður segir svo frá: f „Þegar ég lít yfir farinn veg • og hugleiði, hvaða staður sé xnér hugstæðastur af þeim, er ég hef komið til, þá dettur mér i óneitanlega New York fyrst í hug. Aðallega er það fyrir , tvennt, þ.e.a.s. hin risaháu hús í Manhattan og fólkið, er bygg ir borgina. I Ég kom fyrst til New York 1917 eða þegar fyrra stríðið stóð enn yfir. Við höfðum verið í siglingum á milli Danmerkur og íslands, en Þjóðverjar höfðu nú bannað siglingar um Norð- ursjó, svo Danmerkursiglingar lögðust niður. Á þessum tíma var mikill matvælaskortur hér og það varð því úr að skip okk ar, Villemoes, færi til Ameríku og næði í matvörur þar. Þegar við komum til New York, rák- um við allir upp stór augu, því við okkur blasti sjálf'Manhatt- an með öllum sínum skýja- kljúfum. Þessu likt höfðum við aldrei séð áður og höfðum við þó komið til flestra stórborg- anna í No " --Evrópu. Við höfð um þá lí tíma til að fara í land, því að Ameríkumenn settu það skilyrði, að ef við ætluðúm að fá að lesta þarna, þá yrðum við að taka að okkur eina skylduferð, sem var til Kúbu. Hann var eitthvað rýr skipakostur þeirra Vesturheims manna á þessum tíma. Þegar við komum aftur úr Kúbuferðinni fórum við svo í land og skoðuðum borgina. Það sem aðallega dró að sér athygli okkar voru skýjakljúfarnir sem gnæfðu eins og risar upp í him ininn, neðanjarðarlestirnar, sem brunuðu þarna undir öllum húsabáknunum, hinar háværu ofanjarðarjárnbrautir, sem þutu þarna eftir götunum, svo það nötraði og skalf í öllu og breið göturnar í Manhattan t.d. eins og Broadway, sem eru líkastar gjám með háhýsin á báða bóga. Allt þetta var okkur nýr heim ur. Anddyri þessa háhýsa voru geysistórir salir og það voru einir sjö til átta menn er höfðu þann starfa einan að gæta lyft- anna. Hæsti skýjakljúfurinn > þá var hinn svokallaði Woolf- worth-skýjakljúfur, sem hét svo í höfuðið á margmilljón- era og átti verzlanir um allar trissur. Eftir þessa ferð voru sVo teknar upp stöðugar ferðir frá Islandi til Ameríku og kom ég því oft síðar til New York. Alltaf þótti mér þó jafn gaman að koma þangað, en í stríðslok 'lögðust þessar ferð- ir niður og ég kom ekki aftur þangað fyrr en 1939 og þá fyrir tilviljun. Við vorum staddir í Grimsby er stríðið skall á, og var okkur þá snúið við og fór- um við þá aftur til íslands, en héðan var svo farið til New York. Þegar þangað kom var margt með öðrum hætti en þegar ég var þar fyrr á ferð. Miðhluti borgarinnar hafði að mestu leyti verið byggður upp og í Manhattanhverfinu höfðu risið nýir skýjakljúfar til við- bótar, þar á meðal var Empire- skýjakljúfurinn og nú voru ofanjarðarbrautirnar að mestu horfnar af götunum. Jafnvel fólkið hafðj breytzt, þótt það ætti eftir að koma betur fram síðar. Borgin v&r 1 heild orðin stórfenglegri en áður, en hafði jafnframt misst dálítið af sín- um fyrri „sjarma“, að því ermér farinst. Eftir þetta sigldi ég oft til New York eða þar til 1952 að ég fór mína seinustu ferð þangað og skömmu síðar hætti ég sjómennsku. Um New York-búa er það að segja að ég hef hvergi nokkurs staðar hitt jafri alúðlegt og vin gjarnlegt fólk og þá sérstak- lega það fólk er ég kynntist í mínum fyrstu ferðum þangað. Ég man t.d. eftir því að þegar við komum þangað úr einni af fyrstu ferðunum, þá hafði safn azt saman á bryggjunni hópur fólks. Ég var þá fyrsti stýrimað ur og komst ekki í land en í New York átti aðeins að hafa Sigurður Gíslason, skamma viðdvöl. En þegar þeir, sem fengu leyfi til að fara í land komu að bryggjunni, spurði þetta fólk þá hvaðan þeir væru. Þeir sögðust vera frá Islandi, og urðu Ameríkumenn- iimir mjög undrandi og hrifnir yfir því. Þeir buðu íslending- unum upp i bifreiðar sínar og skiluðu þeim ekki aftur fyrr en rétt áður en skipið átti að fara. Höfðu þeir þá ekið með íslend- ingana um borgina og sýnt þeim hið markverðasta þar. Sömu sögu er að segja, þegar sex há- setar á skipinu fóru eitt sinn í land til þess að hressa sig á bjór. Þeir fóru á veitingahús eitt Brooklynmegin og fengu sér þar tvo bjóra, en að því búnu stóðu þeir upp og ætluðu að greiða reikninginn. Veitinga maðurinn spurði þá, hvort þeir ætluðu ekki að fá fleiribjóra, en þeir svöruðu og sögðust vera ís- lenzkir sjómenn, nýkomnir í land og hefðu enn ekki haft tíma til að taka út næga pen- inga. Veitingamaðurinn sagði það ekkert gera til, bauð þeim að setjast aftur og kom að vörmu spori með bjór handa þeim, sem hann sagði að væri á kostnað hússins. Síðan spurði hann Islendingana hvort þeir væru ekki svangir og hvort ekki mætti bjóða þeim eitthvað að borða. Þeir endurtóku aftur að þeir væru mjög félitlir og hefðu hreinlega ekki ráð á því. En veitingamaðurinn bað þá endilega að fást ekki um það, Goðafoss f höfnlnnl i New York en Sigurður var skipstjórl á honum í einni ferðinni þangað. því þeir gætu borgað næst þegar þeir kæmu þangað. Marg ar sögur fleiri áþekkar þessum kann ég að segja af New York- búum frá þessum tíma en því miður fannst mér þetta breyt- ast mjög á seinustu árum styrj- " aldarinnar og ég er hræddur um að það hafi ekki lagast enn. Eg held að styrjöldin hafi skilið eftir dýpri sár í fari Vestur- heimsmanna en margur hygg- ur. En New York heldur áfram að vera hin sama í mínum aug um og hún er tvímælalaust inesta mannvirki er ég hef séð. Gó3 gjöf glebur fermingarbarnið Veljið SHEAFFERS Kennið barninu að njóta hinna viðurkenndu SHEAFFERS gæða. Gefið því SHEAFFERS penna í fermingargjöf. SHEAFFERS penni er fínleg, persónuleg og virðuleg gjöf. SHEAFFERS mætir kröfum allra og er fá- anlegur í ýmsum gerðum, svo sem: SHEAFFERS Imperial VHI kr. 961,00. SHEAFFERS Imperial IV kr. 610,00. SHEAFFERS Imperial II kr. 299,00. SHEAFFERS PFM V kr. 1248,00. SHEAFFERS PFM III kr. 864,00. I næstu ritfangaverzlun getið þér valið SHEAFFERS penna með samstæðum kúlupenna eða skrúfblýant til gjafar (eða eignar). SHEAFFER your assurance of the best • * SHEAFFERS-umboðið Egill Guttormsson Vonarstræti 4. Sími 14189. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.