Morgunblaðið - 29.04.1965, Page 2

Morgunblaðið - 29.04.1965, Page 2
MORC U N BLA Ð I D Fimmtudagu'r 29. apríl 1965 Bók um fiskileitartœki 3FISKIFELAGIÐ hefur nú gefið út búk um fiskileitartæki og notkun þeirra. Bókin er sniðin cftir norskri bók um sama efni en samin með tilliti til íslenzkra staðhátta. Jakob Jakobsson, fiski Jræðingur, hefur séð um útgáf- una. Á fundi með blaðamönnum, sem þaldinn var í tilefni útkomu íbókarinnar „Fiskileitartæki og notkun þeirra“, sagði Davíð Ólafs son, fiskimálastjóri, að útgáfa 'bókar þessarar væri liður í fræðslustarfsemi Fiskifélagsins. iÞessi bók væri samin að nokkru leyti eftir norskri bók, „Fiskelet- ing með Sonar“, en efninu breytt með tilliti til íslenzkra staðhátta. Þá hefðu þeir Kristján Júliusson og Jakob Jakobsson samið tvo kafla bókarinnar. Að sögn fiskimálastjóra er bók in sett fram á auðskiljanlegan hátt, þannig að allir, sem lesa haha ættu að geta gert sér mat úr henni. Jakob Jakobsson, fiskifræðing- ur, sagði við þetta tækifæri, að ! bókin „Fiskileitartæki og notkun i þeirra“, væri, eins og nafnið benti j til, aðeins fræðslubók um fiski- leit og fiskileitartæki, en í henni væru ekki kenndar viðgerðir á tækjum. Kvað hann bókina hent- uga fyrir þá, sem kynna þyrftu sér undirstöðuatriði fiskileitar. Til gamans lét Jakob þess getið, að hann hefði leitað fyrir sér um hentugt nafn yfir erlendu orðin „asdic“ og ,,sonar“. Dr. Halldór Halldór Halldórsson, prófessor, gaf þessum nöfnum íslenzka nafn ið „fiskiriti' og sagðist Jakob vonast til þess að nafn þetta fest- ist í málinu. Bókinni er skipt í átta megin- kafla oig eru margar skýringa- myndir með efninu. Bókin kem- ur í verzlanir innan skamms, en hægt verður að fá hana hjá Fiski félaginu. ><r Isbrjóturinn Edisto, sem er á leið til Arlis ii. bOBB d ii Sigurður Líndal. Stjérnmóliihíut- verk nýrrur kynslóSor NÆSTI klúbbfundur Heimdall- ar verdur nk. laugardag, 1. maí. Húsið er opnað kl. 12.30, en fundurinn hefst kl. 13. Á þess- um fundi mun Sigurður Lindal flytja erindi um stjórnmálahlut- verk nýrrar kynslóðar. Er ekki að efa, að margt forvitnilegt mun koma fram i erindi Sigurð- ar, og eru Heimdeliingar ein- dregið hvattir til þess að fjöl- menita og taka með sér gesti. ÞAÐ slys varð kl. 15.25 í gær- 1 dag, á Keflavíkurflugvelli, að I tvítugur sjóliði beið bana ) undir flugvél, sem hann var , að vinna við. Nánari tildrög slyssins eru ! þau að ein af flugvélum varn- | arliðsins var að koma úr flugi og búin að taka þá stöðu er hún skyldi vera í yfir nótt- 1 ina og var verið að ganga frá I öryggisbúnaði við hana í því I sambandi. Hinn ungi sjóliíi var að setja öryggisfestingu} ' á vinstra hjól vélarinnar, er I það skyndilega skall úr stöðu , sinni og fór í far það, er það hefir, þegar flugvélin er á ! flugi. Lenti sjóliðinn upp í I falsið og beið bana. Rannsóknarnefnd athugar hvað valdið hefir slysinu og ' er þeirri rannsókn ekki lokið. ísinn krin að ísbrjðturinn kemst anga BANDARÍSKA ísbrjótnum Edisto hefur ekki genigið vel að brjótast norður til Arlis II, vís- indastöðvarinnar á ísjakanum við austurströnd Grænlands. ís- inn er svo þéttur umhverfis ís- eyjuna að ekki verður af því að ísbrjóturinn geti flutt menn og tæki af jakanum i bráð og er nú gert ráð fyrir að brottflutningur geti dregizt fram undir miðjan maí. Á meðan bíður isbrjóturinn og rekur bæði hann og íseynna með svipuðum hraða í suð-vestur átt, en um 110 km. eru á milli þeirra. Allt er í lagi hjá vísindamönn- unum á jakanum, sem nú er stað- settur á 67 giáðum 48 mínútum n. br. og 23 gráðum 47 mínútum v. 1., og vísindamennirnir fá nú lemgri tíma til að halda áfram rannsóknum sínum en gert hafði verið ráð fyrir. Umhverfis ís- eyjuna er bæði þykkur og „úttur ís,' allt að 3 m. Ekkert hefur urotn að af jakanum langa hríð og er rekísinn umhverfis hann góð hlíf, svo hann er talinn tryggari að- seturstaður núna en oftast áður þennan tíma sem hann hefur rek- ið. Ekki er unnt að lenda á jak- anum, því að mikið hefir snjóað á hann, og veður verið of hlýtt til að snjórinn harðni nægilega. Hitastig er um frostmark, en 2,2 stiga frost þarf í 3 dag til að flug brautin verði nothæf Og komi ekki slíkt veður verður ekki fram ar lent þar. Fluigvélar frá Kefla- vík fljúga við og við yfir jakann í könnunarskyni og varpa niður nauðsynjum og loftskeytasam- band er við jakann frá Keflavík Dróttskétasveit Skátaféi. ^kureyrar SiSýtur #-‘í,5SiIw*egS/ í TILEFNI fyrstu afhendingar Forsetamerkis dróttskáta, hélt Bandalag ísl. skáta hóf í Skáta heimilinu við Snorrabraut sl. laugardagskvöld. í hófi þessu voru skátar frá fjölda félaga í nágrenni Beykjavíkur. í hóf- inu var afhent öndvegi, sem Jóuaa aóusson afiienuir Tryggva Þoiateinssyni öndvesio. dróttskátasveit Skátafélags Akureyrar hlaut. Öndvegi þetta átti sú dróttskátasveit að fá, sem hefði hlutfallslega flejta dróttskáta, er ferr ju Forsetamerkið í fyrsta sinn, en 20 af 21 dróttskáta, er fengu Forsetamerkið í Bessa- staðakirkju voru úr Skáta- félagi Akureyrar. Meðfytgj- andi mynd sýnir Jóns B. Jóns- son, skátahöfðingja, afhenda Tryggva Þorsteinssyni, for- ingja dróttskátanna á Akur- eyri öndvegið. Öndvegi þetta var fagurlega úts'korið og má sjá Forsetamerkið útskorið í miðju baki þess. Dróttskátarn- ir í Skátafélagi Akureyrar hafa starfað vel og sleitulaust undanfarin ár, svo það var síður en svo að ástæðulausu að þeir höfðu öndvegið með í förinni, er þeir héldu norður til Akureyrar eftir óslitna sig- urhelgi. í fyrrnefndu hófi var einni.g afhent næst-æðsta heiðurs- merki skáta. Heiðursmerki þetta heitir skátakveðjan og hlaut har.a Arnbjörn Kristins- son, útgefandi. Arnbjöm er fimmti íslezkri skátinn, sem hlýtur skátakveðjuna, en hún er aðeins veitt einu sinni á ári. Arnbjörn Kristinssoa hefur verið dugandi skáti í mörg ár, fyrst í Skátafélaginu Faxa í Vestmannaeyjum en hin seinni ár hjá Bandalagi ísl. skáta. Hefur Arnbjörn átt sæti í stjórn Bandalags isl. skáta hin síðari ár. Að loknu borðhaldi var haldin kvöldvaka. Musica Nova lieMur hlióm- leika 5. maí. MUSICA NOVA efnir til hljóm- léika í Þjóðleikhúskjallaranum miðvikudaginn 5. maí kl. 8.30 e.h. Að venju verður svo til hag- að að fólk geti setið við borð og drukkið kaffi sitt meðan hlustað er á tónlistina Á tónleikunum verður frum- flutt verk eftir Herbert Hriber- schek Ágústsson, kvartett fyrir þrjú blásturshljóðfæri og violu. Þá verður verk eftir Matthias Seiber, blásarakvintett, og annað eftir Villa Lobos. Loks verður flutt Vetrarmúsik eftir Bennett, sem er kornungt brezkt tónskáld oig leiðandi maður í svipuðum Uinlistarhóp og Musica Nova er. urflugvelli. Ekki er því fært til íseyjarinn- ar. I því sambandi má geta þess að er fréttamaður Mbl. fór þang- að, skýrði Schindler, sá st.n stjórnar samgöngum við jakann, hönum frá því að alltaf væri hægt að ná sjúklingum af slikum stöðum, ef í nauðir ræki. Flugvél varpaði niður sjúkrakörfu með löngum taugum og betg, se n blæs upp á endanum. Þegar bu- ið er að búa um sjúklinginn í körfunni, komi svo flugvélin yíir með tvo króka, sem krækist ,um böndin og dragi sjúklinginn u ip í loftið og um borð í flugvélina. Edisto kröftugur ísbrjótur Edisto er stór og kröftugur í- brjótur 6400 tonn, sérstaklega t- búinn til að brjóta ís á Norður.s- hafinu og á Suðurskauts'höfum til aðstoðar við vísindastarfsemi og stöðvar á þessum stöðurru Skrokkurinn er sérstaklega styrktur til þes's og hefur kerfi a£ ballesttönkum til að halla skipinu um 10 gráður og rugga því þann- ig til hliðanna til hjálpar við að brjótast gegnum ísinn. Yfir af.ur dekkinu er flugþilfar og hefur is- brjóturinn tvær þyrlur til könn- unarflugs, björgunarflugs cig vistaflutninga. Hann er útbúinn 6 dieselvélum, sem hafa 10 þús. hestöfl. Auk þess sem Edisto er vel útbúinn til að brjóta ís, hefur hann útbúnað fyrir vísindalsgar rannsóknir, bæði veðurfræðileg- ar og haffræðilegar, og hefur ver ið hafður í slíkum rannsóknutn í íshöfunum. Yfirmaður skipsins er Commander Norval E. Nicker- son. Esisto hefur í 20 ár, síðan hann var byggður, verið við marg> s- leg störf bæði við Suðurskac ;- landið og við Norðurpólinn. _s- brjóturinn var sendur til íslanus, til að vera til taks til að ná vís- indamönnunum, sem eru á Arlis II, ef tæki fyrir fluigferðir þang- að, og sækja þangað ýmis vísinda tæki. Hann kom beint úr Suður- shafinu og meðan hann beið var hann að vísindastörfum með haf- fi’æðinga á hafinu milli íslanda og Spitzbergen. Þar sem ísjnn var miklu þykk- ari og þéttari en ráð hafði verið fyrir gert, er Edista í bili hættur við að halda norður til jakans, en bíður um 110 km. sunnar, á breiddargráðu 66.32 og lengdar- gráðu 26.50, eftir að lænur kunni að opnast og rekur á meðan til suðvesturs, eins og jakann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.