Morgunblaðið - 29.04.1965, Síða 8
8
MORC U N B LAÐIÐ
Fimmtudagur 29. apríl 1965
Flugféldg þola ekki Idng verkfðll
FUNBIR voru í báðum deildum
Alþingis og í sameinuðu þingi í
gær. I sameinuðu Alþingi urðu
einna mestar umræður um þátill.
um stækkun fiskveiðilögsögu fyr
ir Vestfjörðum. í Eteðri deild
urðu nokkmr umræður um frv.
ríkisstjórnarinnar um innlent
lán, og í efri deild varð lokið 2
umræðu um frv. um lausn kjara
deilu aívinnuflugmanna, en at-
kvæðagreiðslu var þó frestað.
SAMEINAÐ ÞING.
Á fundi sameinaðs Alþingis í
gær gerði Geir Gunnarsson grein
fyrir svohljóðandi fyrirspurn til
félagsmálaráðherra um dánar
og örorkubætur sjómanna:
1. Hversu miðar þeirri athug-
un, sem gert er ráð fyrir í til-
lögu tii þingsályktunar um sér-
stakar dánar- og örorkubætur
sjómanna, sem samþykkt var á
Aliþingi hinn 4. marz 1904?
2. Eru líkur á, að niðurstöður
þeirrar athugunar verði lagðar
fyrir Alþingi það, er nú situr?
Emil Jónsson félagsmálaráð-
herra svaraði því til, að nefnd
sú, sem skipuð var til þess að
athuga þetta mál, hefði enn ekki
lokið starfi sínu, og því yrði
ekki hægt að leggja málið fyrir
þetta þing.
Geir Gunnarsson tók aftur til
máls og harmaði það, að störf-
um nefndarinnar hefði ekki ver-
ið hraðað nægilega mikið til þess
að unnt yrði að afgreiða það á
þessu þingi. Kvað hann nefndina
hafa veri skipaða 30. júní 1964
og hefði hún á þeim líma, sem
síðan væri liðinn, átt að geta
lokið athugunum sínum.
Jón Árnason mælti fyrir áliti
fjárhagsnefndar á þingsályktunar
tillögu Jónasar Péturssonar um
ræktun lerkis á FljótsdalshéraðL
Kvað hann tillöguna hafa verið
senda Skógræktarfélagi Islands
og Skógrækt ríkisins til umsagn
ar, og hefðu báðir þeir aðilar
mælt eindregið með samþykkt
hennar. Var tillagan síðan sam-
þykkt samhlj'óða.
Þá fór fram frh. umræðu um
þingsályktunartillögu Hannibals
Valdimarssonar og Sigurvins Ein
arssonar um útfærslu fiskveiði-
landhelginnar fyrir Vestfjörðum.
Hannibal Valdimarsson kvaðst
fagna því, að umræður um þetta
mikilsverða mál hefðu orðið á
annan hátt af hendi ráðherranna
en hefði verið í málgögnum
stjórnarflokkanna. Fór hann þó
fram á, að ríkisstjórnin gæfi
skýr svör við því, hvaða afstöðu
hún hygðist taka til afgreiðslu
málsins á Alþingi
Síðan ræddi Hannibal ítarlega
þá þýðingu, sem stækkun fisk-
veiðilögsögunnar fyrir Vestfjörð
um hefði fyrir fiskveiðar Vest-
firðinga, og benti á þá sérstöðu,
sem þessi byggðarlög hefðu frá
öðrum landshlutum í þessum
efnum. Rakti hann síðan niður-
stöðu Allþjóðadómstólsins í máli
sem reis á sínum tíma vegna
stækkunar fiskveiðilögsögunnar
við Norður-Noreg, og taldi sömu
rök eiga við varðandi Vestfirði.
Lúðvík Jósepsson taiaði einn-
ig og tók mjög í sama streng og
Hannibal Valdimarsson.
Síðan var umræðunni frestað.
Skiptar skoðanir voru á því, til
hvaða nefndar tillögunni skyldi
vísað. Samþykkt var með 25 at
kvæðum gegn 11 tillaga forseta
um að visa henni til utanríkis-
málanefndar, en Hannibal hafði
lagt til, að henni yrði vísað til
allsherj arnef ndar.
EFRI DEILD.
Frumvarp ríkisstjórnarmnar
um lausn verkfalls flugmanna
var til 2. umræðu í efri deild
Alþingis í gær.
Jón Þorsteinsson hafði fram
sögu fyrir áliti meirihluta sam-
göngumálanefndar, sem mælti
með samþykkt
frumvarpsins ó-
breytts. Um efn-
I islega hlið þess
arar deilu sagði
hann, að ekki
væri óeðlilegt að
sömu hlutföll
væru milli launa
flugmanna
Rolls Royce 400
apnars vegar og flugmanna
DC 6 og Viscount hins vegar,
hérlendis eins og annars staðar
Þetla hlutfall erlendis hefðu
hins vegar hvorki flugmenn né
fulltrúar Loftleiða getað upp-
lýst samgöngumálanefnd um. Þá
benti Jón á, að rekstur flugfé-
laga væri með þeim hætti, að
þau þyldu illa langvarandi verk
föll. Þetta yrðu flugmenn að hafa
í huga, er þeir færu út í verk-
'fall, en hins vegar væri auðvitað
alveg ófært, að flugfélög neituðu
sanngjörnum samningum við
flugmenn sína í skjóli þess, að
ríkisstj órnin gripi inn í ef til
verkfalls kæmi
Þá sagði Jón Þorsteinsson að
með því að ákveða gerðardóm
í máli þessu, væri ekki verið að
gefa neitt fordæmi varðandi
væntanlega kjarasamninga ann-
arra stéttarfélaga nú í sumar.
Milli vinnudeilu flugmanna og
Loftleiða annars vegar og ann
arra stétta hins vegar væri að-
eins eitt samband; stórfelll
launahækkun flugmanna gæti
haft í för með sér hliðstæðar kföf
ur annarra hátekjumanna í land
inu.
Björn Jónsson mælti fyrir áliti
minni hluta samgöngumálanefnd-
ar, sem lagðist gegn samþykkt
frv. Sagði hann
flugmenn hafa
lýst því yfir, að
þeir myndu ekki
taka laun hjá
Loftleiðum eftir
úrskurði gerðar-
dóms. Kvað
hann minni hlut
ann þegar af
þeirri ástæðu
vera á móti samþykkt frumvarps
ins. Sagði Björn, að hann væri
nú fjær því en nokkru sinni áður
að telja samþykkt frv. mundu
flýta fyrir lausn deilunnar.
Björn sagði varðandi 3. gr. frv.
um að gerðardómur skyldi
ákveða laun flugmanna með
hliðsjón af launum annarra sam
bærilegra manna í landinu, að
ekki væri unnt að bera flug-
menn á RR 400 saman við neina
aðra hér á landi. Þá kvað hann
þetta vera mál, sem varðaði öll
stéttarfélög í landinU, þar sem
með frv. væri vegið að rétti
þeirra til frjálsra samninga.
Alfreð Gíslason sagði, að það
væri alrangt, að verkföll væru
til tjóns fyrir þjóðina. Þau hefðu
verið mörg og stór hér á landi
um dagana og orðið til þess að
lyfta þjóðinni fjárhagslega og
menningarlega og verið til góðs
fyrir þjóðina.
Jón Þorsteinsson kvaðst gera
ráð fyrir því að yfirlýsing flug-
manna, um að þeir tækju ekki
laun skv. niðurstöðu kjaradóms,
væri gerð af þeirri óskhyggju,
að hún myndi hafa áhrif á af-
stöðu þingmanna. Þá taldi hann
alveg fráleita þá afstöðu stjórnar
andstæðinga að vilja fella laga-
frumvarp af þeirri ástæðu, að
þeir sem hlýða ættu lögunum,
vildu það ekki. Jón kvaðst líta
þannig á, að flugmenn á DC 6
og Viscount væru sambærilegir
við flugmenn á RR 400, og að
gerðardómur ætti að taka tillit
til eðlilegs launamismunar þar á
milli.
Um kl. 4,30 var fundi í deild-
inni frestað til kl. 6. Þá töluðu
Björn Jónsson og Páll Þorsteins-
son, en síðan var atkvæðagreiðslu
frestað.
NEÐRI DEILD.
Átta mál voru á dagskrá neðri
deildar Alþingis í gær. Frv. um
bann gegn botnvörpuveiðum var
vísað til 2. umræðu og sjávar-
útvegsnefndar.
Jóhann Hafstein iðnaðarmála-
ráðherra mælti
fyrir frv. um
lausaskuldir iðn
aðarins, og var
því vísað til 2.
umr. og iðnaðar
málanefndar. Jó
hann mælti einn
ig fyrir frv. um
byggingu drátt-
arbrauta og
skipasmíðastöðva, og var því
vísað til 2. umræðu og iðnaðar-
málanefndar.
Emil Jóiusson, sjávarútvegs-
málaráðherra talaði fyrir frv.
um ráðstafanir vegna sjávarút-
vegsins. Nokkrar umræður urðu
um málið, en síð
an var það af-
greitt sem lög
ji frá Alþingi. Þá
mælti Emil einn
ig fyrir frum-
vörpum um ljós
mæðralög og ráð
stöfun erfðafjár
skatts og erfða-
fjár ríkisins til I
vinnuheimila, og var þeim báð-
um vísað til 2. umræðu og heil-
brigðis- og félagsmálanefndar.
Þá var frv. um Myndlista- og
handiðaskóla íslands vLað til
3. umræðu.
Gunnar Thoroddsen fjármála-
ráðherra mælti fyrir frv. ríkis-
stjórnairnnar um innlent lán.
Kvað hann hér
vera um að ræða
breytingu á lög-
um um þessi
efni frá því í
haust, og fæli
hún í sér heim-
ild fyrir ríkis-
stjómina til að
taka 75 milljón
kr. lán ti.l viðbót
ar því, sem tekið var í haust.
Sagði ráðherrann fé þessu mundu
verða varið til framkvæmdaáætl
unar á árinu 1966.
Eysteinn Jónsson spurðist fyr-
ir um það, til hvers fé því, sem
ríkisstjórnin hefði fengið með út
boði 75 millj. kr. skuldabréfa í
haust, hefði verið varið.
Lúðvík Jósepsson sagði, að það
væri mjög óeðlilegt að ríkisstjórn
in leitaði til Alþingis með mál
sem þetta án þess að skýra ná-
kvæmlega frá, í hvaða fram-
kvæmdir fénu skyldi varið. Þessi
fjáröflun væri með öðrum hætti
en tíðkazt hefði og hér væri
verið að leggjá út á þá braut að
eyða fyrirfram framkvæmdafé
korandi ára.
Einar Águstsson kvað nú ger-
ast skammt stórra högga á milli,
þar sem ekki væru liðnir nema
4 mánuðir síðan ríkisstjórnin
hefði fengið 75 millj. kr. lán með
sama hætti. Kvað hann þetta
koma mjög illa við viðskiptabank
ana og hefta mjög getu þeirra til
þess að leysa vanda viðskipta-
manna. Sagði hann, að í haust
hefði reynslan orðið sú, að al-
menningur hefði tekið fé út úr
bönkunum til kaupa á skulda-
bréfunum, og hefðu bréfin að
langmestu ef ekki öllu leyti selzt
með þeim hætti. Þá gagnrýndi
hann, að bréfin skyldu ekki frara
talsskyld.
Gunnar Thoroddsen upplýsti,
að ekki væri enn að fullu lokið
ráðstöfun Jánsins frá því í haust,
en því hefði aðallega verið varið
til hafna, raforkumála o. fl. —-
Kvaðst ráðherrann mundu gefa
fjárhagsnefnd yfirlit yfir ráðstöf
un fjárins. Þá sagði hann, að lán
inu að þessu sinni yrði varið
aðallega til eftirfarandi fram-
kvæmda, sem gert er ráð fyrir
í framkvæmdaáætluninni: Raf-
virkjana, hafnarframkvæmdsi,
vegagerðar og byggingar flug-
valla.
Einar Oleirsson sagði ,að eðli-
legra væri að verja fénu til arð
bærra framkvæmda, þegar tekið
væri lán með nærri því okur-
vöxtum, enda þótt t.d. vegagerð
væri í sjálfu sér nauðsynleg.. —
Sagði hann, að ekki væri rétt að
ríkissjóður aflaði sér fjár með
þessum hætti, heldur ætti Seðla-
bankinn að lána til þessara fram-
kvæmda. Sú stofnun væri í eigu
ríkissjóðs, og ætti hún því að
þjóna honum með þeim hætti að
lána honum fé eftir þörfum með
rnjög lágum vöxtum.
Síðan var frv. vísað til 2. umr.
og fjárhagsnefndar.
„tódýríigaríar
eiga ekkert skylt
við villtan misi\“
MEINLEG prentvilla varð í fyr-
irsögn greinar Hermanns Brydde
í blaðinu í gær. Fyrirsögnin átti
að vera: „Loðdýragarðar eiga
ekkert skylt við VILLTAN
mink“. Orðið villtur féll niður
úr fyrirsögninni.
Dauöur örn finnst fyrir vestan
í FYRRAKVÖLD barst hing-
að til Reykjavíkur vestan af
fjörðum dauður örn, er Sig-
urður Þórðarson, bóndi að
Laugabóli í Nauteyrarhreppi,
fann um síðustu helgi.
— Það verður ekkert full-
yrt um dauðaorsökina, sagði
Finnur Guðmundsson, fugla-
fræðingur. Áverki var á öðr-
um fæti hans er bent gæti til
þess að hann hefði jafnvel
lent í dýraboga, en um það
verður ekkert fúllyrt eins og
ég sagði áðan.
Fyrir hinn litla arnarstwfn
hér á landi er vissulega mikil
eftirsjón í hiverjum erni, sem
fellur, en ekki verða þeir ei-
lífir frekar en við mennirnir.
Morgunblaðið átti einnig
símtal við Sigurð Þórðarson
á Laugabóli. Hann sagðist
hafa fundið örninn á laugar-
daginn er hann var á leið frá
Reykjaskóla og kominn að
Laugará, sem rennur til sjáv-
ar milli Eyrar og Bjama-
staða. Kvaðst Sigurður hafa
séð dauðan fugl rétt við veg-
inn. Hann hafði ekki séð
hann daginn áður er hann
átti leið um. Mér datt fyrst
í hug að þetta væri skarfur,
sagði Sigurður. Nokkurt
fjaðrafok var þar.
Þegar ég sá að þetta var
dauður öm varð mér strax
hugsað til arnanna tveggja,
sem halda sig hér um slóðir;
er annar gamall örn en hinn
ungur. Hélt áð þarna hefði
ungi örninn drepizt. — Það
hafði verið nærri daglegur
viðburður að sjá þá á Élugi.
Það liðu nokikrir dagar og
ekki sá ég til arnanna. Svo
Vængjahaf arnarins er mikið
og fjaðrir sterklegar i hinum
breiðu vængjum hans. —
Þessi mynd er tekin af dauða
erninum í fyrrakvöld. — Til
hægri á myndinni er Magnús
Jóhannsson útvarpsvirkja-
meistari, en hann fékk örninn
sá ég annan aftur í gær. Sá
ég mér til mikillar ánægju að
það var ungi örninn, sem
flaug tignarlega yfir. Sá ungi
var bráðlifandi. Sá gamli sem
ekiki varp í fyrra hafði drep-
izt Það er þvd minni skaði
að. Og nú vona ég að ungi
örninn fái sér ungaai fallegan
maka.
Sigurður á Laugabóli sagð-
ist hafa tekið eftir því er
hann tók dauða örninn upp,
að það var stórt gat ó höfði
hans. Ég hefi látið nvér dietta
í hug, sagði hann að refur
eða minkur hafi bomizt að
sendan að vestan. Magnús hef-
ur gert frábæra kvikmynd af
islenzka erninum. Og hann
gat notað þennan dauða öm
til að fylla upp í dálítið skarð
í þá mynd, eins og Magnús
komst að orði í gær.
eminum og ráðist á hann og
drepið á svipstundu og rifið
fuglinn á hol, enda var búið
að eta alla bringu fuglsins og
allt innan úr honum. Hér er
allt fullt af refum og mink-
um, sagði Sigurður, sem taldi
aftur á móti engar líkur til
þess að örninn hafi lent í
dýraboga, sér væri ekki kunn
ugt um að þeir væru í notk-
un á þessum tíma árs, og þeir
þá venjulegast settir inn í
grenjamunan. Og þessi meiðsl
sem væru á fæti fuglsins,
munu trúlega stafa af öðrum
orsökum, sagði Sigurður að
lokum.