Morgunblaðið - 21.05.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.05.1965, Blaðsíða 2
* MÖRGUNBLAÐIÐ I»ota af gerðinni Bocing 720 B. — Flugslysið Fram-hald af bls. 1 Þrjú börn voru á farþegalistan- um og fórust öll. Mennirnir sex, sem af kom- ust voru allir Pakistanar, — þrír þeirra voru sagðir í lífs- hættu, beinbrotnir og mikið brenndir, — en hinir þrír hafa sloppið f urðu lítt meiddir, með aðeins minni háttar skeinur og brunasár. Einn hinna síðar- nefndu,'Galal Alkarimi að riafni gat gengið um greiðléga, þegar björgunarmenn komu, og hlynnt að hinum sem lifðu. AP-frétta- stofan hefur eftir honum: „Ég hafði enga hugmynd um hvað gerðist — þetta bar svó brátt að. Ég man að ég sat rólegur í sæti mínu, — okkur hafði þá nýlega verið sagt að spenna ör- yggisbeltin — þegar ég heyrði sprengingu. Þegar ég vissi næst af mér, lá ég á jörðinni alllangt frá flakinu". I London hitti fréttamaður AP fimmtán Pakistana, sem biðu þar á flugvellinum eftir ættingjum og vinum. Þeirra á meðal var einn, sem komið hafði til Brét- 1 FYRR.ADAG fannst átta ára gamall drengur miðvitundarlaus á um 70 sm dýpi í Sundlaug Vesturbæjar. Kennslukona í Kópavogi, Herdís Jónsdótt- ir kom auga á hann í sömu mund og sundlaugarvörðurinn, Höskuldur Goði Karlsson, Herdís náði þegar í drenginn og var hann borinn inn og lífgunar tilraunir hafnar, og báru þær brátt góðan árangur. Drengur- inn heitir Pétur Ólafsson og er til heimilis að Grenimel 6. — Raufarhöfn Framhald af bls. 32 Fréttaritarinn á Húsavík sím- aði að Rangá, sem átti að fara til Raufarhafnar hafi hætt við það og var í gærkvöldi verið að flytja á bílum 15 standarda af timbri frá Húsavík til Raufarhafnar og 400 tunnur af síld til baka. Er því um 150 km leið í útskipunar- höfn frá Raufarhöfn núna. lands fyrir 18 mánuðum. Starf- aði hann í Bolton og hafði nú safnað fé fyrir fari handa konu sinni og tveim börnum, er beðið höfðu í Karachi. Áttu þau að koma með þessari flugvél. Flugvélategund þessi, Boeing 720 B er í notkun hjá flestum stærstu flugfélögum heims. Al- gengt er að hafa í vélinni tvö iarrými, 38 sæti á 1. farrými og 74 á 2. farrými. Sem fyrr segir er þetta fimrhta mestá flugslys sögunnár. Flestir hafa til þéssa farizt í eftirtöld- um slysum: • 16. desember 1960 fórust 134 manns, þegar tvær þotur, önnur af gerðinni DC 8, hin af gerðinni Super Constell- ation, rákust saman yfir Stat en Island í New York. • 3. júní 1962 fórust 130 manns, þegar Boeing 707 þota frá Air France hrapaði á Orly flugvelli í París. • 18. júní 1952 fórust 129 her menn, þegar bandarísk her- flugvél af gerðinni Globe- master fórst í nágrenni Tokíó. Höskuldur sundlaugavörður telur líklegast, að litli drengur- inn hafi misst jafnvægið og sokk- ið til botns af þeim sökum. Við lífgunartilraunina notaði Hösk- ludur blásturstæki, svokallaðan „Rugen-poka“. Sem fyrr segir komst drengurinn svo til þegar til meðvitundar og var hann flutt ur í Slysavarðstofuna og var brátt úr allri hættu. DABREWSKA LÁTIN Varsjá, 20. maí. AP. t Pólski rithöfundurinn frú Maria Dabrewska lézt í gærkvöldi að heimili sínu í útjaðri Varsjár, 75 ára að aldri. Hún var talin með fremstu rithöfundum landsins og gagnrýndi harð lega stefnu stjórnar lands- ins í menningarmálum. — • 30. júní 1956 fórust 128 manns, þegar DC-7 flugvél frá United Airlines og vél frá Transworld Airlines rákust saman yfir Grand Canyon í Arizona í Bandaríkjunum. 0 20. júní 1962 fórust 120 menn, þegar Boeing 707 þota frá Air France hrapaði í Vest ur-Indíum, — og 0 14. marz 1962 fórust 111 manns, þegar DC-7 leiguflug- vél frá Sabena hrapaði í Yaounde í Cameroon. — Handritin Framhald af bls. 1 undir forystu hæstaréttarlög- mannsins Nathaliu Lind, að söfn- un undirskriftanna. Þeir, sem síðast skrifuðu und- ir í gær, voru Grænlandsþing- mennirnir Rosing og Hertling, sem staddir voru á landsráðs- fundi í Godthaab. Var þeim-sent símskeyti, þar sem þeir voru beðnir liðssinnis við endstæðinga frumvarpsins og veittu þeir það símleiðis. Aðrir, sem undir tilmælin höfðu skrifað í gærkvöldi vbru: Allir þrjátíu og sex þingmenn í- thaldsflokksins, þeirra á meðal Knud Thestrup og Hanne Budtz, sem bæði greiddu atkvæði með frumvarpinu á miðvikudaginn. En þess má geta að Thestrúp hefur alltaf verið því fylgjandi, að þjóðaratkvæðagreiðsla skeri úr um málið. Hefur hann sagt, að ekki sé óeðlilegt, að ákvörðun um þjóðargjöf sé tekin í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Þar næst skulu taldir allir 5 þingmenn Óháðra, ennfremur þingmennirnir Westerby og Did- erichen, sem snúið hafa baki við Vinstriflokknum — og loks tíu Vinstri-þingmenn þeir Thisted Knudsen, Hans Conrad Kof- oed, Ejnar Kristensen, Anders Andersen, Jens Christian Christensen, Niels Eriksen, Jens Peter Jensen, Nathalia Lind og Johan Philipsen. Haft var fyrir satt, að enn einn Vinstri maður hefði skrifað undir, en það fékkst ekki staðfest í gærkvöldi. Bent A. Koch, ritstjóri, sem hefur frá upphafi verið mikill hvatamaður þess, að íslending- um yrði afhent handritin, sagði í gær um málalokin í þinginu: „Atkvæðagreiðslan í þinginu var mikill sigur fyrir stjórnina, fyrir Erik Eriksen, Jörgen Jörg- ensen og aðra, sem barizt hafa fyrir afhendingu handritanna. Vert er að veita því athygli, að nú tókst að fá næstum jafnmarga og árið 1961 til þess að greiða atkvæði með frumvarpinu, þrátt fyrir þann mikla áróður, sem rek inn hefur verið gegn því. Það er mikilsvert, að þingið skuli hafa staðfest frumvarpið óbreytt frá 1961“. í umræðunum á þinginu lýsti K. B. Andersen, kennslumálaráð- herra því yfir, að handritin yrðu | ekki afhent fyrr en lokið væri réttarhöldum þeim, sem boðuð hafa verið. Vonandi verður á ís- landi skilningur á réttmæti þeirr- ar ákvörðunar. Málaferli munu vissulega engin áhrif hafa á bæk- urnar í Konungsbókhlöðu en ég álít bezt fyrir ísland jafnt sem Danmörku að gjöfin verði þá fyrst afhent, er öll vandamál hafa verið leyst. Mér er óskiljanleg óiskin um = LÆGDIN suðvestur af Reykja ur hlýnað sæmilega í innsveit- | I nesi hreyfist mjög hægt norð- um, og var 9 stiiga hiti á Akur- \ | ur eftir og veldur allhvassri eyri kl. 15 í gær, en á annesj- \ f A-átt og nokkurri rigningu á um var aðeins 2—3 stiga hiti i | Suðurlandi. Norðanlands hef- og þokuloft. i Dreng bjargað frá drukknun FÖátudagur 21. máf 1965 Komið í veg fyrir að SH gliðni í sundur — segir Einar Sigurðsson, útgerðarmaður í viðtali við !Mbl. AÐALFUNDUR Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna stendur yfir þessa dagana og í gær hitti Morgunblaðið þar að máli Einar Sigurðsson, út- gerðarmann, en á stjórnar- fundi samtakanna fyrir skömmu dró hann til baka úrsagnir þriggja frystihúsa sinna úr SH. — Hvernig lízt þér, Einar, á framtíðarhorfur í sölumál- Einar Sigurðsson. um frystihúsanna, eftir yfir- lýsingu sjávarútvegsmálaráðu neytisins um að ekki væri fyrirhugað að fjölga útflytj- endum freðfisks frá því sem nú er? — Þetta hefur einmitt verið gamalt og nýtt baráttumál Sölumiðstöðvarinnar og sagði ég m.a. um afstöðu mína í við tali við Morgunblaðið, sem birtist 5. des. s.l.: „Ég er einn af stofnend- um SH og hef unað þessu skipulagi nú í nærri aldar- fjórðung. Hef ég að sjálf- sögðu ek'ki nema allt gott um SH að segja. Ég hef verið formaður Sölumiðstöðvarinn- ar eða varaformaður lengst af og ráðið þar miklu um skipulag og starfsemi. En því er ekki að leyna, að ég hef verið mörg ár óánægður með það félagsform, sem þar er starfað eftir, og hvað eftir ánnað rætt á félags- og stjórn arfundum um nauðsyn á breytingu; hef seinni árin tal ið að Sölumiðstöðin væri sterkari í hlutafélagsformi. Að sjálfsögðu mundi ég fús- lega sætta mig við þetta skipu lag áfram ef SH fengi þá að- stöðu sem ég tel að sé for- senda fyrir því að samtökin geti starfað án þess að liðast meira eða minna sundur“. — Á síðasta aðalfundi SH var gerð samþykkt um skipun útflutningsmála og var hún svohljóðandi: „Aðalfundur SH, haldinn í maí 1964, telur það stórskað- legt framtíðarþróun íslenzkra markaðsmála erlendis, að margir útflytjendur eigi að fjalla um þessi mál, og varar við afleiðingum slíkrar stefnu. Það er álit fundarins, að tilhögun þessara mála sé bezt komið þannig, að aðeins tveim stærstu framleiðendum og söluaðilum þjóðarinnar sé veitt leyfi til útflutnings frystra sjávarafurða. Til að fyrirbyggja óæskilega og fjár hagslega hættulega sam- keppni íslenzkra aðila í sölu frystra sjávarafurða á erlend- um mörkuðum, skorar fund- urinn á ríkisstjórnina áð end urskoða afstöðu sína i þess- um efnum“. — Ég endaði viðtalið í Morgunblaðinu með þessum orðum: „Fyrir þjóðina í heild tel ég, að það skipulag sem farið er fram á í tillögunni færi henni betra verð fyrir fisk- inn, þar sem ekki þarf að óttast undirboð, sem alltaf gerir vart við sig, þegar marg ir eru á markaðnum með sömu vöru. En hins vegar álít ég, að einstök fyrirtæki, sem ekki hafa alltof mikið magn að selja, geti náð í einstök- um tilfellum hærrá verði og haft minni sölukostnað en stóru fyrirtækin“. — Þó að það mætti sýnast svo, að fyrrgreind ákvörðun ríkisstjórnarinnar kunni að koma illa við mig í sambandi við það sem ég hafði fyrir- hugað með útflutninginn, þá er það síður en svo að ég sé óánægður með þessa stefnu ríkisstj órnarinnar. — Þetta er það sem við höfum verið að berjast fyrir í SH s.l. 25 ár og alveg eins og kemur fram í þessu tilvitn aða viðtali, þá er ég sann- færður um, að frystihúsin sameinuð í einu sölufélagi, svo til ein heild, geti náð meiri árangri þar sem þarf stórt átak eins og t.d. við stofnun stórrar fiskréttaverk- smiðju erlendis jafnframt því, sem það á að vera auðveld- ara í slíkum samtökum að halda sjálfstæði sín-u gagn- vart erlendum keppinautum. — Með bréfi ráðuneytisins er komið í veg fyrir að SH gliðni í sundur eins og leit út fyrir að yrði, áður en ég sagði mig úr SH, vegna þess að um breytta stefnu virtist vera að ræða í sölumálun- um. — Og ég vona, að þessi ske legga afstaða ríkisstjórnarinn ar gagnvart sölu á freðfiski megi haldast framvegis og að þeir aðilar, sem eru nú viður kenndir útflytjendur ,eigi eft- ir að sýna þjóðinni, að þeir séu verðir þess trausts sem þeim hefur nú verið sýnt. þjóðaratkvæðagreiðslu og vona að til hennar komi ekki. En hér er um að ræða réttindi, sem stjórnarskráin veitir minnihlut- anum til þess að bera mál undir þjóðaratkvæði í vissum tilvikum. Komi til þjóðaratkvæðagreiðslu verður að minnsta kosti þriðj- ungur allra atkvæðisbærra manna í landinu, það er að segja um það bil ein milljón kjósenda, að greiða atkvæði gegn frum- varpinu, eigi að fella það. Ég þarf varla að taka það fram, að komi til þjóðaratkvæðgreiðslu þrátt fyrir ljósa afgreiðslu þings- ins á handritamálinu, munu hinir mörgu vinir íslands í Danmörku berjast ákaft fyrir staðfestiqgu laganna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.