Morgunblaðið - 21.05.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.05.1965, Blaðsíða 8
8 MORCU N BLAÐIÐ Fðstudagur 21. Wiaí 1965 AFORM UM 6 STORAR I ÞJORSA FYRIR NÆRRI MIKLAE stórfrarrLkvæmdir eru nú á döfinni um virkjun Þjórsár, e'ða það finnst okkur að minnsta kosti, og h-eyrast jafnvel raddir um að það sé «f stór biti að gleypa fyrir nútíma íslendinga. Fyrir nærri hálfri öld voru þó uppi áform um enn umfangsmeiri fram- kvæmdir á þessu sviði. Er gam- an að bera saman líkar allar áætlanir eru nú því sem þá var. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar — vatn sem hefði ver ið búið að veita mikilli orku til almenningsnota og stóriðnaðar og fé til landsins. Þar kom stórmennið Einar Benediktsson við sögu. Það voru þó ekki hugsjónir skálds einar, sem þar var um að ræða. Síður en svo. Verkfræðingar voru búnir að gera áætlanir um 6 orkuver við Þjórsá, sem samtals mundu framleiða á aðra milljón hestafla af raf- orku meiri bluta ársins. Til samanburðar má geta þess að virkjáð afl Sogsins er 96 þús. kw. Búið var að teikna stöðvar húsin og virkjanirnar í heild, áformað að byrja á virkjun við Búrfell eða Urriðafoss, koma upp áburðarverksmiðju, flytja rafmagnið tiA Reykja- víkur og hafa útflutningshöfn 1 Skerjafirði- Árið 1918 kom út rit eftir norska verkfræðing inn Sætersmoen, sem hafði með áðstoðarverkfræðingum sínum unnið að mælingum á Þjórsá á árunum 1915—1917, en í ritinu, sem nefnist „Vandkraften í Thjorsá elv“ eru áætlanir og uppdrættir af orkuverunum sex, gerð grein fyrir mæling- um í ánni og atibugunum á hugs anlegum rafmagnsfrekum stór- iðnaði, sem koma mætti upp, þar á meðaJ aluminium. Þar sem skemmtilegt er og fróðlegt að athuga þessar hálfrar aldar gömlu ráðagerðir nú, þegar þær eru aftur á dagskrá, og er reyndar í þær vitnað í um- ræðum, munum vi'ð skýra hér írá nokkru af efni bókarinn- ar og birta uppdrætti. En fyrst skulum við athuga hvaða aðilar áttu hér hlut» að máli. Um það segir dr. Stein- grímur J. Þorsteinsson próf- essor i grein um Einar Bene- diktsson. Fossafélagið tryggði sér vatnsréttindi. „Stórkos tlegas ta fossafélagið íslenzka, Titan, var stofnað að tilhlutan Einars Benediktsson- «r í Reykjavík 18. febrúar 1914, og voru i fyrstu stjórn _ þess tveir Norðmenn og þrír íslend ingar, þeir Fríðrik og Sturla Jónssyni og Eggert Claessen. En lengstum var formaður þess Oluf Aall hæstaréttarlögmað- ur og meðal annarra norska stjórnenda þess Schelderup hér aðsdómslögmaður héraðsdóm- ari og G. Sætersmoen verkfræð ingur, sem kvaéntur var Helgu dóttur Jóns Jacobssonar, lands- bókavarðar, en meðal íslenzkra stjórnenda, auk þeirra sem fyrr voru nefndir, Klemens Jónsson og Eyjólfur Guðmundsson í Hvarnmi, sem var Einari ötull stuðningismáður við að renna stoðum undir félagið. Það átti heimili á íslandi, þótt blutaféð væri að mestu norskt. Var það í upphafi tæpar 2 milljónir, en komst að nafnverði upp í 12 milljónir. Titan einskorðaði sig við öflun vatnsréttinda í Þjórsá. En þar sem hin fyrri fossafé- lög Einars, Gigant og ísland, höí'ðu yfirleitt aðeins hlotið leiguréttindi í vatnsafli sinu, öðlaðist Titan eignarétt. Var Einar þegar haustið 1911 tek- inn að tryggja sér vatnsréttindi jarða kringum Þjórsá með til- stuðlan Gests Einarssonar á Hæli. En öll var þessi vatns- réttindaöflun í Þjórsá umfangs mikil og flókin. T.a.m- komu enn til skjalanna þrjú hlið- stæð blutafélög 1916, stofnuð að frumkvæði Einars: Orion, sem eigna'ðist þá vatnaflsrétt- indi í Urriðafossi 1 Þjórsá, Sir- ius, er keypti sama ár öll vatns orkuréttindi í Búðafossi í Þjórsá, og Taurus, er aflaði sér þá einnig allra vatnsréttinda i Tungnaá — og þar með Hraun- eyjarfoss — á Holtamanna og Landmannaafrétti. En þessi fé- lög þrjú framseldu svo Titan öll vatnsréttindi í Þjórsá og þverám hennar sumarið 1917. Alls greiddi Titan um 300 þús- undir króna fyrir vatnaréttindi sín og landssvæði þau, er það keypti — aðallega haustið 1918 í Skildinganesi við Skerja- fjörð.“ Áformaðar 6 virkjanir, höfn, járnbraut etc. Bók Sætersmoens verkfræð- ings um vatnsaflið í Þjórsá er 72 bls- í stóru broti og fylgja 32 uppdrættir að manrwirkj- um. f formála kveðst Sæters- moen hafa dvalið á íslandi árin 1915, 1916 og 1917 við atihug- anir á vatnsrennsli Þjórsár allt frá árminni að upptökum. Hann hafi unnið a*ð kortlagningu og vatnamælingum, ýmist með eigin verkfrœðingum eða ís- lenzkum verkfræðingum og sett upp tvær vatnsmælinga- stöðvar við ána. Niðurstaðan sé áætlun um 6 orkuver við Þjórsá, þ.e. við Urriðafoss, Hestafoss, Þjórsáriholt, Skarð, Búrfell og Hrauneyjarfoss. Á- ætlanir um sjálf orkuverin hafi verkfræðingarnir Tlhomas Eger og Reider Lrund gert, arkitekt- arnir Berner og Berner unnið arkitekavinnuna, fyrirætlanir um flutninginn á rafmagninu á samt spennubreytum séu frá Joh. A. Haga, verkfræðingi við Statens Vasdragsvæsen í Nor- egi og áætlanir um járn- brautarlínu veri'ð gerð af O. Berner verkfræðingi við norsku ríkisjárnibrautirnar. Af þessari upptalningu má sjá að verkið hefur verið unnið af fagmönnum og áætlanir allar verið tilbúnar. Á 65 km. löngu svæði 1 Þjórsá, milli Urriðafoss og Klof eyjar ofan við Búrfell, hugðist Titan-félagið reisa 5 orkuver og nota 190 m af 246 m fáan- legu falli á þessari leíð. Sjötta orkuverið yrði svo í Tungnaá, sem rennur í Þjórsá. Sæters- moen gerði ráð fyrir svokallaði rennslisvirkjun. Við Urriðafoss átti að fást 160 þús. kw. stöð, við Hestafoss 95 þús. kw- við Þjórsárholt 95 þús kw, við Skai'ð 70 þús. kw við Búrfell 550 þús. kw og við Hrauneyjar foss 144 þús. kw eða samtals reiknað með 1.114.000 kw orku frá öllum stöðvunum 7 mánuði ársins, en hún mundi fara nið- ur í 697 þús kw 5 vatnsminnstu mánuðina. Til samanburðar skal þess getið, að nú er ekki áformað a’ð virkja nema 110 þús. kw við Búrfell í fyrsta á- fanga og stækka stöðina síðan upp í 210 þús. kw, sem þá er um helmingi minna en þar átti að virkja fyrir 40—50 árum- En öll orkuverin átti að byggja í 2 áföngum,. og nokkur kostn- aður við öll orkuverin kæmi óhjákvæmilega á fyrstu virkj- un. Og því var rætt um að skynsamlegast yrði að byrja á Búrfellsvirkjun, sem var stærst og þvl líklegust til að geta bor- fð kostnað byrjunarframkvæmd anna. í skýrslu Sætersmoens er tek ið fram, að sj'álfsagt muni nokkuð af rafmagninu notað til áburðarframleiðslu fyrir land- ið sjálft, sem mjög þurfi á því að halda, og gefist með þess- um virkjunum tækifæri til ó- dýrs framleiðsluafls. En megt- an hluta orkunnar verði þó að nýta með framleiðslu á útflutn ingsvörum fyrir augum og verði það líklega helzt til'búinn áburður. (Nú mun áburðar- vinnsla hins vegar ekki lengur eins hagkvæm, þar sem tekin er upp ódýrari aðferð en rafgreining við að framleiða vatnsefni og er það nú gert með einhvers konar olíugösun). Rafmagnið þyrfti því áð flytja til næstu góðrar hafnar og segir Sætersmoen að fiskihafnirnar á Suðurströnd- inni, Eyrarbakki, Stokkseyri og Þorláksihöfn séu ekki nógu öruggar fyrir veðrum og bygg- ing öruggra hafna þar of dýr. Þess vegna sé næsti staður fyrir útflutningshöfn í Reykja- vík, nánar til tekið við Skerja- fjörðinn, þar sem séu góð hafn arskilyrði og að auki mikið af ónotuðu flötu landsvæ'ði (þar sem nú er flugvöllurinn). fyrir verksmiðjur. Muni því þurfa að leiða rafmagnið til útflutnings- notkunar til Reykjavíkur og eru gerðar áætlanir um það. Vegalengdin er stytzt frá neðstu virkjuninni við Urriða- foss 67,5 km- frá Búrfefllsvirkj- un 118,5 km og frá Hrauneyj- arfossi í Tungnaá 145 km. Aftur á móti er áformað að nota Eyr- arbakka til áð skipa á land efni til virkjananna. Þó ekki sé tal- ið alveg nauðsynlegt að leggja járnbraut vegna bygginga sjálfra orkuveranna, þá gerir Sætersmonen ráð fyrir að fé- lagið muni sáðar taka höndum saman við íslenzka ríkið um járnbrautarlagningu um Suður land e'ða að Þjórsárbrú. En Titanfélagið hafði þó látið gera áætlun um mjótt járnbrautar- spor hina 30 km. vegalengd frá Eyrarbakka um Selfoss og að Þjórsárbrú og síðan upp að virkjunarstöðunum. Gæti það ef til kæmi orðið bluti af hugs anlegri járnbrautarlínu um Suð urland. Sætersmoen telur virkjunar- möguleikana mjög hagstæða i Þjórsá, áin hafi ti’ltölulega jafnt rennsli, ekki alltof mikla ísmyndun, og hann getur þess áð ekki þurfi að hafa neinar áhyggjur á íslandi af timbur- flutningum eða gera sérstakar ráðstafanir vegna fiskigengnd- ar upp árnar. Búrfellsvirkjun svipuð og nú. Virkjun Titanfélagsin* við Einar Benediktsson- BúrfeHl var hugsuð á svipuðum stað og með líkum hætti og virkjunin nú, vatnið tekið úr Þjórsá austan við fjallið og leitt áð fjallabaki að stöðvarhúsinu, og frá því út í Fossá, sem renn ur í Þjónsá vestan megin Búr- fells. Sætersmoen áformaði að leiða vatnið eftir skurði í gaml- an 5,8 km- langan árfarveg og svo gegnum 20 rör að rafstöð- inni. Núverandi ráðagerðir ganga aftur á móti út á að leiða það um skui'ð og síðan tvenn jarðgöng að stöðvarhús- inu. í báðum tilfellum er reikn- að með frárennslisskurði út i Fossá og eins stíflum í Þjórsá, þar sem vatnið er teki’ð. Sæters- moen ætlaði að haía inntaks- lónið við Klofaey. Stöðvarhús Titanfélagsins var mikil steinsteypt bygging, 252 m. löng og 44 m. á breidd og i því 20 vélasamstæ'ður, sem hver átti að framleiða 27.500 kw eða alls 550.000 kw-stundir, Kostnaðurinn við virkjanirn- ar og flutningslínur fyrir raf- magnið var miðað við ver'ðlag í Noregi árið 1914 og má geta þess til gamans, að Búrfells- virkjunin átti að kosta sam- kvæmt því rúmar 2l7 milljónir króna- Ekki verður hér farið nánar út í að lýsa hinum stöðv unum fimm, sem einnig eru teikningar og áætlanir um en áætláður kostnaður þeirra allra var um 277 milljón krónur, sem hefur verið mikið fé þá. í skýrslu urn virkjanir f Þjórsá, sem þeir Sætersmoen og Lorentzen verkfræðingur skrifuðu 1920, er m.a. fjallað lun ýmiskonar stóriðnað, sem komi til greina í sambandi við Þjórsárvirkjanir. Fyrir utan til búinn áburð, sem þeir telja hag kvæmastan, er gerð grein fyrir vinnslu á ýmsum málmum, svo sem járni, zinki stáli og ailuminium. Og þeir nefna fleira, eins og t.d. karbít. Um aluminium segja þeir, að þáð eigi áreiðanlega mikla fram- tíð fyrir sér og heimsfram- leiðslan á því fari hraðvaxandi. Sem vissulega hefur orðið. Og nú þykir það vænlegasti iðnað- urinn- Endalok Titanfélagsins og virkjunarráðagerðanna. Hvers vegna varð þá ekkert úr þessum miklu framkvæmd- um? Um það segir dr. Stein- grimur í æviágripi Einars Ben- Framhald á bls. 25 Fyrirhuguð stöðvarhús við Búrfell skv. teikningu Sætersmoens.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.