Morgunblaðið - 21.05.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.05.1965, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Fostudagur 21. maí 1965 Athugasemd við Staksteina ENDA þótt nokkuð skorti sýni- lega á kímnigáfu hins ágaeta blaðamanns Mbl., Sigurðar A. Magnússonar, telur blaðið sjálf sagt að birta eftirfarandi at- hugasemd hans við Staksteina í gær. — Ritstj. PÓLITÍSK skrif íslenzkra daig- blaða hafa löngum verið sem bögglað roð fyrir brjósti mínu sakir undraverðrar ósamkvæmni í málflutningi, og birtist eitt dap- urlegt dæmi þess í „Staksteinum“ Morgunblaðsins í gaer. Þar er enn vikið að Keflavíkurgöngunni, og virðist hún ætla að verða rit- stjórunum drjúgt umræðuefni þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar þeirra að undanförnu þess efnis, að gangan væri svo ómerkileg, að hún væri alls ekki umtalsverð, og ekki þótti Mbl. ástæða til að eyða aukateknu orði að menn- ingarviku sem haldin var í sam- bandi við gönguna, þar sem margir einlægir andkommúnist- ar meðal íslenzkra listamanna lögðu til verk. Það sem mér fínnst satt að segja furðulegast í öllu þessu máli eru ítrekuð skrif stjórn- málaritstjóranna um þessa að þeirra dómi ómerkilegu göngu, og svo hitt hve þeir leggja hart að sér við að afsaka látæði skríls- ins (má ég biðja um óbrenglað- ar tilvitnanir næst þegar I orð mín er vitnað), sem var útfrá öllum siðmenntuðum sjónarmið- um óafsakanlegt, hverjir sem i hlut áttu. Þáð er talað um „börn“, „krakka", „stríðni", „áreitni“, „ólæti“ og annað áþekkt í þeirri viðleitni að afsaka skrílsæðið, og fæ ég ekki séð hvaða tilgangi það getur þjónað — nema enn meiri afsiðun ungu kynslóðar- innar. Hér var í fyrsta lagi ekki um að ræða börn eða krakka, heldur stálpaða unglinga, sem eru bærir um ábyrgð á gerðum sínum, en jafnvel þótt um krakka hefði verið að ræða, fæ ég með engu móti skilið tilraunir ábyrgra blaða til að afsaka líkamsárásir, rúðubrot og allsherjaruppþot þar sem lögreglan verður að skerast í leikinn og handtaka óróaseggi. Þessi viðleitni við að hreinþvp skrílinn verður þeim mun furðu- legri sem staksteinahöfundinn skortir ekki stóryrði, þegar sög- unni víkur að 30. marz 1949. Þá er það „bandóður kommúnista- skríll“ sem veður uppi. Með hvaða rétti fordæmir maðurinn eitt ofbeldisverk, úrþví annað hliðstætt er meinlaust krakka- grín? Er ekki eitthvað bogið við samkvæmnina í svona málflutn- ingi? Ég þóttist sjá áhrif dátasjón- varpsins í látæði skrílsins, af því mér hafði ekki komið til hugar að laggja trúnað á þann sögu- burð, að þessir unglingar hefðu verið kvaddir saman og þjálfaðir til ofbeldisverka af Heimdalli. Mér datt ekki heldur í hug að þessi nýriku pabbabörn hefðu verið í læri hjá kommúnískum ofbeldisseggjum. Sé svo, skal ég fúslega endurskoða afstöðu mína og hætta að skella skuldinni á blessað sjónvarpið. Nú er að vísu líka til sá möguleiki, að ungling- amir hafi lært skrílslæti í heima- húsum af foreldrum eða forráða- mönnum, en því vil ég ekki held- ur trúa fyrr en ég fæ það stað- fest með óyggjandi rökum. Ég þykist sjá að staksteinahöf- undur hafi ekki verið viðstaddur upphlaupið í Lækjargötunni, því hann jafnar því til þess, er krakkar „gerðu at í Sæfinni með sextán skó, eltu Þórð ala-mala með hrópum og skítkasti og sendu vatnskerlingum tónirin hér í Reykjavík fyrir aldamót." Ég veit reyndar ekki hvaða orð- bragð óknyttalýður aldamótanna kann að hafa tamið sér, en munnsöfnuður sjónvarpsskrílsins leyndi ekki uppruna sínum, enda var engin tilraun gerð til að fara i launkofa með hvar skórinn kreppti. Það var fyrst og fremst dátasjónvarpið sem ungviðið bar fyrir brjósti, og það hugsaði greinilega til þess með fullkom- inni skelfingu, að bandaríska varnarliðið kynni einhvern tíma að hverfa af landi brott með sjónvarpið sitt. Svo einfaldar voru hvatirnar sem lágu til skrílslátanna við Miðbæjarbama- skólann, og þyki mönnum ósennilegt að látæði skrílsins hafi mótazt af dál asjónvarpinu, þá verð ég að staðhæfa að þeir hinir sömu þekki jafnvel enn minna til sjónvarps en ég. Má ég svo að endingu minna staksteinahöfund á, að Blaða- mannafélag íslands hefur nýlega samþykkt siðareglur, sem eiga að stuðla að ábyrgari skrifum blaðamanna með það fyrir aug- um að efla siðgæði í þjóðfélag- inu, en ekki afsaka siðleysi. Hvaðan kemur þessum vísa höfundi heimild til að stimplg alla þátttakendur Keflavikur- göngunnar kommúnista? f röðum „hernámsandstæðinga" eru líka flokksbundnir sjálfstæðismenn. Er ekki kominn tími til að gera sér ljóst, að tími McCarthys er liðinn — a.m.k. í bili? Sigrurður A. Magnússon. SYIMIIMGAR MAGNÚS TÓMASSON: (Bogasalnum). Það er sannarlega gleðiefni, þegar fram á sjónarsviðið, kem- ur ungur máilari, sem sannar ó- tviræ’ða hæfileika og hefur þegar náð talsverðum árangri. Magnús Tómasson er aðeins tuttugu og tveggja ára, en hefur stundað nám í Danmörku að undanförnu, og verður ekki annað sagt en að úr dvöl hans þar í landi hafi haft mikla þýðingu fyrir hinn unga listamann. Magnús hélt sýningu fyrir tveim árum á mál- verkum sínum og var þá nem- andi í Menntaskólanum og alger byrjandi í myndlist. Það kom strax í ljós, að þarna var á ferð unglingur, sem mundi geta gert ýmislegt, ef vel væri á hald fð, og nú lejrfi ég mér að segja að hann hafi ekki brugðizt þeim vonum, er hann gaf fyrirheiti um. Ekki verður það með sanni sagt, að allt sé jafn gott á þess- ari núverandi sýningu Magnús- ar, en hortittirnir eru ekki marg ir, og hann kemur nú fram með nokkuð sterkan svip sem málari. Auðvitað vantar hann ýmislegt, er aðeins margra ára starf og reynsla getur veitt, en hann er frískur, óhræddur, öruggur og lifandi í þessum verkum sínum. Magnús byggir myndir sínar á einfaldan hátt í lit og formi með mó'ður jörð í huga, ef svo mætti að orði kveða. Hann hefur viss- an litaskala, sem byggist á and- stæðum, hvítu og svörtu, og spil ar síðan þar á milli með brúnu, gráu og gulu. Þannig vinnur eng inn nema sá er skilur eðli mál- aralistar, og það er skemmtilegt að sjá, hvernig hann beitir á- gætri tækni til að túlka sín per- sónulegu sjónarmið- Ég hafði mikla ánægju af áð kynnast þessum verkum Magn- úsar Tómassonar, og það var sannarlega tími til kominn, að ungur maður tæki hraustlega til hendi og bætti nýju blóði í ís- lenzka myndlist. Hér er á ferð efnilegur listamaður, sem ekki má fara forgörðum. Það er sam- eiginleg ábyrgð hans sjáifs og þjóðarinnar í heild, sem þar um ræður, og vonandi verða ekki mistök að þessu sinnh Á því hefur okkar litla þjóð ekki efni. Sýning Magnúsar lýkur 23. maí, og ætti enginn myndlistarunn- andi að láta hana fram hjé sér fara. fSLEIFtlR KONRÁÐSSON: (Lindarbæ) Einasti verulegi primitívisti í málverki hér á íslandi er ísleif- ur Konráðsson, og' nú er hann með sýningu í Lindarbæ við Lindargötu. Ef ég man rétt, er þetta^ þriðja sjálfstæða sýning, sem fsleifur hefur haldið á verk um sínum. Hann byrjaði að mála á gamals aldri, og frá fyrstu sýningu að þessari hefur hann lítiö brugðið venju sinni, en hald ið sig algerlega innan hins prími tíva ramma. Að þessu leyti er hann sérstæður meðal lista- manna okkar, og ekki verður þvi neitað, að það er skemmti- legt, að slíkt fyrirbæri skuli vera til á íslandi, engu sfður en víð- ast annars staðar. Fyrir nokkrum árum var mik- i ið talað um prímitíva málara- list í Ameríku og Evrópu, en ég held, að hrifningin hafi eitthvað dofnað seinustu árin- Maður sér ekki eins mikið af þessum fyrir bærum á prenti nú og áður. Sama er að segja imi sýningar, það er nú orðið nokkuð sér- stakt, ef maður sér þessa list við hlið nútímalistar eða sem lið í því sem er að gerast. Hvað um það, prímitívistar hafa ýmis- legt til mála að leggja sem hinir hafa ekki. ísleifur hefur ekki fjölbreytt litaval á verkum sínum. Þar ganga sömu tónar aftur og aft- ur í einu málverki eftir annað, en ég held a'ð aðalkostur ísleifs sé það einfalda hugmyndaflug, sem lýsir sér í verkum hans, og það hvernig hann sér fyrirmynd- ir sínar og fantasínur. Hann gerir enga tilraun til að vera annað en hann sjálfur, og það eitt er mjög virðingarvert. Þeir, sem garaan hafa af prímitívu málverki, ættu að sjá sýningu ísleifs Konráðs- sonar í Lindarbæ. Hún er sér- stök, ekki verður annað sagt, en einhvern veginn hafði ég ekki eins mikla ánægju af þessum verkum Ísleiís og af fyrstu sýn- ingu hans. VORSÝNING MYNDLISTAR- FÉLAGSINS: (Listamannaskálanum) Ekki trúi ég því, að vegur Myndlistarfélagsins vaxi vi'ð þessa þriðju sýningu, er það heldur. Ég hef skrifað áður um þetta fyrirbæri hér í Morgun- blaðið, og hef ekki miklu þar við að bæta, þótt nú sé liðið nokkuð frá þeim skrifum- Sýn- ingin í heild er vægast sagt ekkl spennandi, og ekki eru þar stóru umbrotin til að vekja mann af værum blundi. Ekki skal ég elta ólar við neinn sérstakan á þessari sýningu, enda til lítils, því að listin talar sínu máii, og stór orð hafa þar lítið að segja. En óneitanlega hugsar maður sem svo, þegar þrjár sýningar hafa komið frá þessum hópi, að erfitt virðist fyrir hann að koma saman sýningu, sem sæmileg megi kallast. Það bætir lítið úr skák, þótt Kjarval sé þarna með eina ágæta mynd, með því skap- ast aðeins eins konar sprenging, sem ekki er öðrum sýnendum hliðholl. Hér er eitthvað meira en lítið að og engum öðrum um að kenna en félaginu sjélfu, og það eitt getur ráðið bót á þessu vandamáli sínu. Ef þessu heldur áfram, er ég hræddur uan, að leikurinn vinnist seint. Valtýr Pétursson. Vertíð lokið í Keflavík KEFLAVfK, 18. maí. — f Kefla- vík eru allir bátar hættir veið- um og tóku þeir síðustu upp net sín 15. maí. Alls voru gerðir út frá Keflavík 52 bátar og fóru þeir samtals 2442 róðra. Saman- lagður afli þeirra var 18,787 tonn, en var í fyrra 28,880 tonn. Hæsti bátur er Hilmar KE 7 með 655 tonn í 70 róðrum og er skip- stjóri hans Óli Bogason. Annar er Árni Geir með 653,4 tonn í 66 róðrum. Hæsti nótabátur er Lómur með 624 tonn í 42 róðrum. Smærri bátar frá Keflavík eru nú að hefja humarveiðar, en aðr- ir undirbúa sig á síldveiðar, þegar þar að kemur. — hsj. • FARIÐ MEÐ SVARIB Ferðalangur skrifar: Það er með mig eins og flesta góða íslendinga, að ég hefi mest gaman af ferðalögum heima á Fróni, og hefi ég ferð- ast töluvert um landið hátt á þriðja tug ára ýmist á eigin farartækjum eða með öðrum og þannig orðið vitni að hægfara en ánægjulegri þróun í t.d. vega málum .hótelmálum, vega- og bæjarmerkingum svo eitthvað sé nefnt. Þótt ég telji mig hafa komið á velflesta sögu og merk isstaði, sem í alfaraleið liggja, hefi ég nú komizt á þá skoðun, að því fari víðs fjarri. Ég keypti á dögunum ein- tak áf nýútkominni Ferðahand- bók af rælni fremur en hinu, að ég byggist við einhverjusér- lega fræðandi fyrir mig og fjöl- skyldu mína, en þegar ég fór að fletta í þessari litlu bók, sem að vísu ber með sér ákveðin merki frumverks, sá ég, hve ágæt hún er og ótrúlega upp- lýsandi varandi ýmislegt, sem valdið hefur mér og öðrum ó- þarfa krókum og heilabrotum á ferðalögum vegna vanþekking ar, eins og gengur. T.d. bendir bókin á ýmsa merka staði, sem liggja svo að segja í vegkant- inum og leitt er að hafa misst af að skoða vegna ónógrar þekk ingar á staðháttum, þar sem far- ið er um. Þessum staðarlýs- ingum fylgja kort, sem auð- velda mjög að finna það sem bent ér á í bókinni. Þá er einn- ig að finna létta og leikandi frásögn Gísla Guðmundssonar frá Vesturlandsleiðinni. Þessi orð eru kannski orðin of mörg en ég vona ekki, sérstaklega ef þau gætu orðið til þess, að ein- hverjir hefðu meira gagn af sínu næsta ferðalagi, því ekk- ert jafnast á við velheppnað ferðalag í faðmi íslenzkrar nátt- úru. Þessi bók er gott tillag í þá átt að auka á ánægjuleg ferða- lög innanlands. Eiga höfundar þakkir skilið fyrir ágætt verk og þarft. Ferðalangur." • TfMI FERÐALAGA Já, nú er sá tími kominn, þegar fólk er farið að velta fyrir sér hvernig það eigi að eyða sumarleyfinu. Sumir eru svo heppnir að eiga sér ein- hvern óskastað, sumarhús eða laxveiðiá, sem þeir dvelja við í hverju sumarleyfi ár eftir ár. Þeir hafa í eitt skipti fyrir öll valið og njóta þess jafn mikið að koma á sinn stað á hverju ári. Aðrir eru meira fyrir ævin- týrin, þurfa meiri tilbreytingu. Nýr staður, sem þeir hafa ekkl komið til, laðar þá mesrt að sér, annað hvort erlendis eða á ís- landi. Nú eiga svo margir eigin bíla og það veitir auðvitað sér- stakt tækifæri til að aka með fjölskylduna um landið, slá upp tjaldi við læk og skoða sig um á leiðinni og í nágrenninu. Ferðafélögin segja líka að áhugi fyrir hópferðum sé að minnka hjá fólki almennt. Það geri einkabílamir og það hv« margir hafa nú eignast jepp» og aðra hentuga bíla til fjalla- ferða. Þess vegna er í sumum auglýstu ferðunum áberandt mikið af erlendum ferðamönn- um, þ.e.a.s. hlutföllin eru ekkl þau sömu og áður. En hvernig sem fólk vill eyða sumarleyfinu, þá er nú sá tími, þegar það fer að velta þessu fyrir sér, ræða við vin- ina og velja — bara að veðrið verði nú saemilegt. Hér norður frá skiptir það svo miklu máli. Alltaf eykst úrvalið. Nú bjóð- um vér einnig riafhlöður fyrir Ieifturljós, segulbönd, smá- mótora o. fl. BRÆÐURNIR ORMSSON h.f. Vesturgötu 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.