Morgunblaðið - 21.05.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.05.1965, Blaðsíða 28
28 MORCU N BLAÐIÐ Föstudagur 21. maí 1965 ANN PETRY: STRÆTIÐ ' — Þetta er skakkt hjá þér. Þeir nota alls ekki gas núna. Bub opnaði gangdyrnar og renndi sér inn. Þarna var dimmt og þögult í ganginum. Hann hlustaði eítir fótataki. Ekkert heyrðist. Hann reyndi ekkert að opna bréfakassana, en kíkti bara inn í þá. Þrír þeir fyrstu voru tómir. f næstu tveimur voru bréf . . hann gat séð röndina á þeim koma upp á rifuna. Hægfara fótatak heyrðist í stig anum og hann athugaði forstof- una vandlega. Þarna var enginn felustaður. Hann vildi ekki koma snögglega fram á tröppurnar úti fyrir, því að mennirnir mundu sjá hann og fara að geta sér til um, hvað hann hefði verið að gera þarna. Hann settist niður á neðstu tröppuna í stiganum og laut fram og lézt vera að laga skóreimina sína. Svo leysti hann hana, beið þangað til fótatakið var komið á næsta pall fyrir ofan hann og tók þá að stinga reimunum gegn um götin á skónum. Fótatakið nálgaðist enn og hann laut lengra fram. Svo leit hann í áttina til hljóðsins. Það var pils, sem var að fara fram hjá honum . . . pils gamallar konu, af því að það var svo sítt . . . og fyrir neðan það voru svartir sokkar og lágir, hælalitlir skór. — Er eitthvað að skóreiminni þinni, drengur minn? — Já, hann vildi ekki líta upp, því að gerði hann það ekki mundi hún bara halda fáram. — Á ég að hnýta hana fyrir Þig? — Nei, takk. Hann leit upp og brosti til hennar. Þetta var góð gömul kona, með hvítt hár og dökkbrún í framan. Nýjasta hefti ICELÁND REVIEW kynnir á fræSi- legan hátt íslendinginn LEIF HEPPNA. Sendið ritið vinum og yiðskiptamönnum yðar erlendis. Hafnarfjörður Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Hafnarfjarðarkaupstað er að Arnarhrauni 14, simi $0374. Kópavogur Afgreiðsla Morgunblaðsins í Kópavogi er að Hlíðarvegi 61, sími 40748. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- liw er að Hafnarstræti 93, simi 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allan Eyjafjörð — Áttu hérna heima, drengur minn — Já, frú. Augun í henni voru hvöss og glögg. Hann vonaði, að hún sæi ekki, að hann var að gera nokkuð, sem hann mátti ekki. Og þó var þetta nú í raun- inni engin synd, því að hann var að hjálpa löggunni, en hann hafði samt aldrei getað losnað við þá tilfinningu, að setja ætti bréfin aftur í kassana, ef ekkert var at- hugavert við þau. Hann skyldi tala um þetta við Vörð, þegar hann kæmi heim. En nú brosti hann bara framan í konuna, af því að hann kunni vel við hana. — Þú ert góður drengur, sagði hún. — Hvað heitirðu? — Bub Johnson. — Johnson . . . Johnson . . Á hvaða hæð áttu heima — Efstu. — Hvað . . . . þú hlýtur að vera barnabarn hennar frú John son. Þú ert góður drengur. i* illll HBiWHWH—BM 44 Hún hélt áfram til dyra, taut- andi: — Barnabarn hennar frú Johnson. Það er gott, að hann skuli vera hjá henni. Bub var kyrr á neðstu tröpp- unni. Hann hafði logið tvisvar í röð. Þetta kom svo auðveld- lega, að honum ofbauð, því að hann hafði ekki einu sinni hikað þegar hann sagðist búa í húsinu og á efstu hæðinni. Þarna voru tvær greinilega aðskildar lygar. Hvað ætli mamma hugsaði? Kannski ætti hann alveg að hætta að gera þetta fyrir Vörð- inn. Hann þóttist viss, um að mamma vildi þetta ekkiv En hann hafði unnið sér inn þrjá heila dali í vikunni sem leið. Þrjá heila dali og það í einu, og mamma ætti að verða hrifin af því. Þegar hann væri kominn með mikið í viðbót, skyldi hann segja henni frá því og þau mundu hlæja og gerá að gamni sínu, alveg eins og þau gerðu áður en hún breyttist svona. Hann reyndi að finna orð til að lýsa því, hvernig hún hafði verið uppá síðkastið . . . líklega bálvond. Jæja, að minnsta kosti öðru vísi en hún átti að sér, því að hún var alltaf með einhverjar áhyggjur út af peningum. Hann opnaði þrjá kassa í röð. Lykillinn var dálítið stirður í, en þetta gekk nú samt. Hann tróð bréfunum í stóru vasana á stuttu úlpunni sinni. Götudyrnar opnuðust hæglega. Hann gekk hljóðlega út. Mennirnir voru enn að tala saman. Þeir litu ekki við. Hann stóð hreyfingarlaus að baki þeim. — Gallinn á svarta fólkinu er sá, að það er ekkert framtak í því. Það ætti að láta það hvíta vita, að það lætur það ekki vaða ofan í sig. — Hvernig ætti að fara að því? Þú ert alltaf að segja þetta og ég hef ekki við að segja þér, að þú veizt ekki um hvað þú ert að tala. Maður getur ekki haft neitt framtak, þegar hann hefur ekkert að, hafa það með. . Veiztu kannski ekki, að þeir gætu alveg rutt þetta svæði ef negrarnir f æru eitthvað að brúka sig, Hvað geta þeir annað en. . . Bub gekk framhjá þeim með hendur í vösum, stanzaði snöggv ast fyrir framan þá og leit eftir götunni, rétt eins og hann væri að hugsa sig um í góðu tómi, hvernig hann ætti að eyða eftir- middeginum. Og þegar hann stóð þarna og allt fólkið gekk framhjá, en mennirnir tveir fyrir aftan hann, þá fann hann til einhvers spenn- ings. Það var svipaður hrollur og hann fékk þegar hann horfði á glæpamyndir. Þessir menn fyrir aftan hann og allt þetta fólk. sem framhjá gekk, vissi ekki hver hann var eða hvað hann var að gera. Þetta gátu vel verið einmitt mennirnir, sem hann var að reyna að hafa hend- ur 1 hári á, og hann gat vel gengið með sönnunina fyrir sekt þeirra í vösunum. Þetta var skemmtilegra og meira spennandi en nokkuð, sem hann hafði áður gert eða vitað. Það var eins og að vera að lát- ast leika í kvikmynd. En nú var það raunverulegt, og hann sjálf- ur að leika aðalhlutverkið. Hann gekk hægt niður eftir götunni, með hendurnar í vös- unum og smjattaði á sínu eigin mikilvægi. Hann stanzaði fyrir miðjunni á húsinu þar sem sjálf- ur átti heima og horfði á ten- ingaspilið, sem þar var í gangi. Stór maður hallaði sér upp að bíl, sem stóð við stéttarbrúnina og hélt á vinningnum í hend- inni . . . fullar hendur fjár, fannst Bub, þegar hann sá end- ana á dollaraseðlunum. En, mað- ur . . hvað hanfí var allur stór . . stórir handleggir, herðar og hendur og fætur. Hinir menn- irnir voru í litlum hring kring um hann og beygði sig niður áður en þeir köstuðu teningun- um, stóðu upp meðan þeir' voru að kasta. — Stóri maðurinn hélt áfram að líta til beggja hliða. Bub leit í áttina til að sjá að hverju hann væri að gá Ríðandi lögreglu- þjónn kom fyrir hornið að Sjö- undutröð. Hesturinn lyfti létti- lega fótunum og kom til þeirra dansandi út á hlið. Bub starði á báða eins og í leiðslu, því að það var eins og þeir gljáðu í sólskininu. Snáfaðu! sagði stóri maðurinn út um annað munnvikið. — Bub hreyfði sig ekki. Hann færði sig nær magra drengnum sem var við hliðina á honum og starði svo fast á höndina á hon- um, sem var kreppt um tening- ana. — Snáfaðu burt, krakki, var stóri maðurinn að segja. — — Farðu fjandans til urraði maðurinn og ýtti honum harka- lega til hliðar. Bub labbaði burt. Þessi stóri- sláni, hvað heldur hann, að hann sé? Hann kunni vel við tóninn í sínum eigin orðum, og endur- tók þau því með sjálfum sér á göngunni. „Sláni! sláni!“. Lykillinn í vasa hans hringlaði skemmtilega þegar hann gekk, af því að hann hringlaði við dyra- lykilinn hans. Hann hljóp, svo að hærra heyrðist í þeim. Svo hljóp hann'spölkorn enn, en þá var eins og hljóðið hætti, svo að hann bægði á sér aftur og tók að herma eftir danssporum stóra hestsins, sem hann hafði séð fara eftir strætinu, gljáandi í sólinni. — Stóri sláninn! sagði hann lágt. Hann hætti að brokka eins og hesturinn og lyklarnir hringl- uðu í vasa hans. Hljóðið minnti hann á það, að hann hafði ekkert hafzt að hér í götunni í dag. Áður en hann sneri heim, hafði hann komið við í þremur leiguhúsum Bréfin, sem hann náði í fylltu alveg vasann hans. i Spenningurinn fór sívaxandi. Fólkið í húsunum var svo heimskt, að það hafði alls ekki orðið hans vart, og mannamálið, sem hann heyrði, gegn um hurð- irnar, jók enn á dirfskukenndina hjá honum. Hann óskaði þess heitast, að hann gæti gert einhvern annan þátttakandi í þessum spenningi. Vörður var svo daufur, að hann hafði aldrei neitt gaman af smá- munum. Spenningurinn og ánægjan af þessu verki hans var svo áköf, að hann gekk beint inn í strákahé©, sem stóð undir glugganum hennar frú Hedges, en það voru einmitt þeir sömu, sem höfðu verið að elta hann áður. Þeir stóðu þarna og töluðu saman. — O, það þýðir ekkert að fara ! þangað. Hvítu löggurnar eru eins bölvaðar og fjandinn sjálfur. — Ertu hræddur við þær? sagði Gray Cap með fyrirlitning- arbros á mögru, svörtu andlit- inu. Ljósleita húfan, sem hann dró nafn sitt af, var aftarlega á höfðinu á honum, og derið sneri aftur. — Hver er hræddur við þær? — Þú sjálfur- — Það er ég ekki. — Víst ertu það- Þetta hefði getað endað í áflog um, hefði ekki Gray Cap komið auga á Bub í sama bili. . Hann kom í áttina til þeirra og svo niðursokkinn í hugsanir sínar, svo dreymandi, að strákarnir gáfu hverir öðrum olnbogaskot af ánægju. Þeir dreifðu sér ofur- lítið, til þess að geta umkringt hann. — Þú byrjar, hvíslaði einn þeirra. Vornámskeið fyrir stúlkur á aldrinum 9—12 ára. Innritun í síma: 1-9395. TÍZKIiSKÓLI AIMDREU TÍZKUSKÓLI ANDREU SKÓLAVÖR-ÐUSTÍG 23 SÍMI 19395 |L . ' 1 •• ~ mmá DOIMSKI) jiii ííiS ruggustólarnir _ §ií illli eru komnir í mörgum litum. ^fflllíl//' Verðið er ótrúlega lágt. rt/ffiÆw Stóllinn er teiknaður af h k tf/wffft Hans I. Wegner. y/c» c\ryc*W öl 1 i rv - ^ V. Q Q Laugavegi 26 — Sími 22900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.