Morgunblaðið - 21.05.1965, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.05.1965, Blaðsíða 5
inrniiimnimniiniiiiimfnuiiin.niittniiiiiiiiiiiiiiiimrnriTiimniinrmnTniimiifiniiiiiinmiiiiiiiiiirmmnMiirmiTTiiuiiiiiiiMiimiifAiHrfi Föstudagur 21. maí 198S MORGUNBLADIÐ itiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuuiiiiiiiiii'iiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiMiiii iiiiiiiii 11111111111111111.1111 m ummiiiimmmmmmmmmmmmmmimmmmmmmmmmmmmmiii . . ....... ... Þar rís Drangey úr djúpi, dunar af fuglasöng bjargið, og báðum megin beljandi hvalaþröng. SVO kvað Jónas og enn ris Drangey úr djúpi og setur sinn svip á Skagafjörð og ger- ir hann ólíkan öllum öðrum fjörðum. Eyjan er úr mábergi og umgirt ókleifum hömrum, sem eru nær 200 metra háir. „Þetta svarta jötunbákn, er sýnist stirnað og dautt úr fjarska, morar allt af iðandi fjöri, hvar sem á er litið. Eng- inn staður sýslunnar er jafn þéttbýll. Allt umhverfis á sjó' og í lofti morar af hinum fleygu íbúum bjargsins. Þeir sitja í breiðum á sjónum út frá eynni, þeir sveima í ótölu- legum grúa í loftinu, og þeir sitja í þéttum torfum á hverri syllu, snös og stalli, alls staðar þar sem sætt er. Bergþiljurn- ar ymja við af gargi þeirra og gný, og loftið dynur undan ó- teljandi vængjablökum". (Ár- bók F. í.). Sú þjóðsaga er um Drangey, að tröllahjón, sem bjuggu austan fjarðar, ætluðu að leiða kú sína yfir þveran fjörðinn; teymdi karlinn, en kerling rak á eftir. Þeim sóttist ferðin seinna en þau höfðu gert ráð fyrir. Er þau voru vestarlega á firðinum rann dagur, og öll urðu þá að steini. Kýrin varð að Drangey, en karl og kerl- ing stóðu sitt hvoru megin við IIIIUI•l•lllllll VISUKORiM Svar til D. Bergrmanns Glaður ég lifi „lapsins“ án, lapíð aldrei til happa tel. Það veitt hefur mörgum voða og smán, það veiztu nú líka, D „aniel“! Ing-þór Sigurbjörnsson- ÍRETTIR I / Munið Paklstansöfnunina. Send 13 blaðinu eða Rauða kross deild unum framlag yðar í Hjálpar- Bjóð R.K-f. Fermingarbörn séra Ólafs Skúla Bonar (vor- og haust 1965). Ferða lagið er þriðjudaginn 25. maí. Fátttökutilkynningar mótteknar i Réttarholtsskólanum fimmtu- dagsmorgun og í síma 38782. Æskulýðsfélag Bústaðasóknar. Ferðalagið er um naestu helgi. Þátt- tökutilkynningar berist Ómari Valdem arssyni simi 32025 fyrir föstudags- kvöld. Gestamót Þjó'ðræknisfélagsins verður mánudagskvöldið 24. maí kl- 8 í Súlnasal Hótel Sögu. Þar verða staddir flestir þeir V-ís- lendingar, sem nú gista borgina. Heimamönnum er bent á þetta tækifæri til þess að hitta þá, en öllum er frjáls aðgangur. Miðar við innganginn. Kvenfélagið ESJA á Kjalarnesi heldur basar að Klébergi sunnu- daginn 23. maí kl. 3 síðdegis. Nemendasamband Kvennaskólans heldur árshátíð sína í Klúbbnum mið- vikudaginn 26. mai kl. 7 síðdegis. Góð •kemmtiatriði. Miðar afhentir I Kvennaskólanum mánudag og þriðju- dag milli kl. 5 — 7. Stjórnin. Kvenfélagið HRÖNN. Fundur verð- lir haldinn fimmtudaginn 20. maí kl. • :30 að Bárugötu 1-1. Snyrtikennsla frá tízkuskóla Andreu. Stjórnin. Ráðleggingarstöðin, Lindargötu 9. L-æknir stöövarinnar verður fjarver- andi frá 15. maí — 15. júni. Kvenfélag Lágafellssóknar. Aðal- fundur félagsins verður haldinn að Hiégaxöi fimmtudaginn 20. mai k^. 2.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. Stýrimannafélag íslands. Orlofs- heimili félagsins í Laugardal verður opnað 29. maí n.k. Væntanlegir dval- argestir hafi samband við Hörð Þór- hallsson, hafnsögumann í síma 12823 sem fyrst. Stjórnin. Séra Ólafur Skúlason biður þess getið, að nýtt heimilisfang hans sé að Hlíðargerði 17, og nýr sími 38782. Sjómannadagsráð Reykjavík- ur biður þær skipshafnir og sjó- menn, sem ætla að taka þátt í kappróðri og sundi á Sjómanna- daginn, sunnudaginn 30. maí n.k. að tilkynna þátttöku sína sem fyrst í síma 15131. Vestur-íslendingar, allir, sem nú eru staddir í borginni eru minnntir á Gestamót Þjóðræknis félagsins í Súlnasal Hótel Sögu á manudagskvöldið 24. maí kl. 8. e.h. K.F.U.M. í Hafnarfirði. Almenn sam koma á sunnudagskvöld 23. maí kl. 8.30. Ástráður Sigursteindórsson skóla stjóri talar. Allir velkomnir. Hafnfirðingar. Munið mæðradaginn. Kaupið mæðrablómið. Sunnukonur. Hjálpið við dreifingu og sölu á mæðra blóminu. Afgrei-tt í Alþýðuhúsinu frá kl. 9 á sunnudag. Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. KRISTILEG SAMKOMA f samkomu salnum Mjóuhlíð 16 á sunnudags- i kvöldið 23. maí kl. 8. Allt fólk vel- j komið. Skógræktarfélag Mosfellshrepps. Aðalfundur félagsins verður haldinn að Hlégarði föstudaginn 28. maí kl. 1 9 e.h. Snorri Sigurðsson erindreki Skógræktarfélags íslands mætir á fundinu-m. Venjuleg aðalfundarstörf. Mætið vel og stundvíslega. Vinsam- legast gerið trjápantanir í tíma. Stjórnin. Mæðradagurinn er á sunnudag- inn. Kaupið Mæðrablómið. Mæðrastyrksnefnd. hana. Karlinn er nú horfinn í sjó, en kerlingin stendur enn. [ Það er máske vegna þessarar sögu, að Drangey hefir verið kölluð mjólkurkýr Skagfirð- inga. Hún reyndist þeim bjarg vættur á hörðum vorum þeg- ar sultur var í búi. Um leið og fuglinn kom í eyna, var nóg til matar, og segja menn að séð hafi mun á fólki, hvað það var orðið hressara, viku eða hálf- um mánuði eftir að fuglinn fór að veiðast bjá Drangey. Nú er eyjan sýslueign, var | keypt 1885 fyrir 1800 krónur. 1 Aldrei hefir þar verið byggð síðan Grettir hafðist þar við. — Farið er upp á eyna úr f Uppgönguvík, sem sést á myndinni. Er þar fyrst brött : skriða og síðan bergstallur eða einstigi og er þar Gvendaralt- ari, þar sem menn eiga að gera bæn sína. Upp á efstu brún I urðu menn áður að hand- styrkja sig á festi sem þar var, [ en nú hefir verið settur stigi við Brúnhelluna, svo auðveld- ara er að komast upp. ÞEKKIRÐL LAIMDIÐ ÞITT? iiiiiiii iiiii 111111111111111111111111111111,1,1111111111111,111! niiiiiiin Spakmœli dagsins Mestu hetjudáðirnar eru framd ar innan fjögurra veggja og leynd fjölskyldunnar. Rieliter. Isleilar ísleifur Konráðsson heldur sýningu á málverkum í Lindar- bæ, 2. hæð, og fer henni senn að ljúka, eða næsta sunnudagskvöld kl. 10. Selzt hafa 10 myndir. fsleifur Konráðsson er fædd- ur á Stáð í Steingrímsfirði hinn 5. febr. 1889. Hann ólst að mestu upp á Hafnanhólmi á Selströnd en átti síðar heima á Gautshamri og víðar um Strandir og Vest- fjörðu- Allt frá unglingsárum hefur ísleifur stundað hin marg víslegustu störf, innan lands og utan, róið á vertíðum frá Bol- ungarvík, stundað síldveiðar frá Siglufirði, verið í siglingum me'ð erlendum skipum, unnið um ára bil á aðaljárnbrautarstöðinni í Kaupmannahöifn, en á fullorð- insaldri stundaði harrn lengst af erfiðisvinnu við Reykjavíkur- höfn. Allt um þetta hefur ísleif- ur ferðazt mikið um landi'ð, og eru málverkin á sýningu þessari nokkur vottur þess. sá MÆSJ bezti Eitt sinn kom það fyrir, að ívar Björnsson vélstjóri frá Hofsós og félagi hans Jón Símonarson matsveinn frá Hafnarfirði voru á sama skipi, og voru nýlega komnir frá erlendri höfn. Munu þeir hafa verið eitthvað lítilsháttar að skemmta sér. Þeir lögðu leið sína upp a Austurvöll og settust þar á bekk, og virtu fyrir sér umferðina og útsýnið- Á næsta bekk við þá, sátu tvær ungar dömur sem voru að borða poppkorn úr stórum og miklum plastpoka. Jón, eigum við ekki að fá okkur poppkorn, segir fvar. Nei, ég ét ekki hænsnafóður, segir Jón. Nokkru síðar gengu þeir ívar og Jón suður í Hljómskálagarð. Þegar þeir komu í garðinn sjá þeir sömu blómarósirnar með popp- kornið sitjandi í grasinu Þá segir Jón: Eru þær enn að éta hœnsna- fóðrið? Uss, uss, segir ívar, hafðu ekki hátt maður. Nú eru þær að i verpa! ítalskur lopi í ungbamateppi — ftalskur lopi í dömupbysur. ÞORSTEINSBÚÐ Snorrabraut 61, — og í Keflavík. í Teygja mjó og breið. Strech- buxiraefni fyrirliggjandi. Heildverzlun Bjöms Kristjánssonar, Vesturgötu 3. Getum bætt við nokkrum telpum til sumar- dvalar á vegum Iþróttafél. kvenna. Uppl. í síma 31491 eftir kl. 8 í kvöld. Rafvirkjameistarar Óska eftir að komast í nám nú þegar eða síðar. Hef lok ið tveim bekkjum Iðnskól- ans. Aldur 22 ára. Upplýs- ingar í síma 16806. Til leigu 2 herb. fyrir barnlaus hjón. Möguleiki á eldhúsaðgangL Einhver fyrirframgreiðsla. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir mánudagskvöld, merkt: „Vesturbær—7666“. ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýraca að auglýsa i Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Herbergi óskast Reglusamur piltur óskar eftir herbergi. Sími 20823. Múrarar Vantar múrara. Góð vinija. Kári Þ. Kárason múrarameistarL Sími 32739. Mótatimbur Til sölu er mótatimbur, nagldregið og hreinsað, ca. 23 þús. fet. Til sýnis og sölu að Melabraut 60, Sel- tjarnarnesi, milli kL 8 og 10 í kvöld. Mohair-garn hvítt, rautt, svart. Kisu- garn, allir litir. Lykkju- garn. Skútugarn. ÞORSTEIN SBÚÐ Snorrabraut 61, — og í Keflavík. TAKIÐ EFTIR! LOKSINS EINNIG A ÍSLANDI. Eftir mikla frægðarför á Norður- löndum, Þýzkalandi, Belgíu, Hol- landi, Ítalíu og mörgum öðrum löndum, hafið þér einnig tæki- færi til að hylja og hlífa stýri bifreiðar yðar með plastefni, sem hefur valdið gjörbyltingu á þessu sviði. Ótrúleg mótstaða. Mjög faliegt. Nógu heitt á vetrum. — Nógu svalt á sumrum. Afeureyri — Sími 12525. Simi 21874 Kaupum hreinar léreflstuskur Prentsmiðjan 5 herbergja efri hæð við Freyjugötu er til sölu. Ris, sem í eru 2 herbergi, en að öðru leyti óinnréttað, fylgir. Stór garður. Málflutningsskrifstofa VAGNS E. JÓNSSONAR og GUNNARS M. GUÐMUNDSSONAR Austurstræti 9 — Símar 21410 og 14400. Einbýlishús um 90 ferm. ein hæð, 3 herb., eldhús og bað ásamt þvottahúsi og miðstöð við Melgerði til sölu. Geymslu ris er yfir hæðinni. Teppi á stofu og forstofu fylgja. Hitaveita að koraa. Nýja fasteignasalan Laugavegi 12 — Sími 24-300 — Kvöldsími 18546.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.