Morgunblaðið - 21.05.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.05.1965, Blaðsíða 14
14 MORGU N BLAÐIÐ Föstudagur 21. maí 1965 Kristmann Guðmundsson skrifar um: SÆNSKAR BÆKUR „EN fördömds memoarer", eftir Knut Nordström (Bonniers) hiaut í Svíþjóð fyrstu verðlaun í skáldsagnakeppni, er Norður- löndin þrjú áttu hlut að, Dan- mörk, Noregur og Svíþjóð. í Noregi sigraði Finn Alnæs, en í Danmörku Leif Jörgensen og varð hann hlutskarpastur. Um bók hans hefur áður verið ritað hér í blaðinu, en um Norðmann- irm verður bráðlega fjallað. „En fördömds memoarer“ vekur 1 huga lesandans fyrst og fremst undrun. Það er alveg furðulegt að svona léleg skáldsaga skuli yfirleitt hafa verið prentuð, en þó kastar tólfunum að hún skuli hafa verið metin til verðlauna. Sagt er að fjöldi handrita hafi borizt dómnefndinni, og hafi þau öll verið verri en þetta, hlýtur maður að sárvorkenna þeim mönnum er neyddust til að lesa þau. Einnig getur sá grunur læðst að manni að dómnefndin hafi ekki verjð starfi sínu vaxin. Það er skemmst frá að segja að í bók þessari er nálega hvergi bitastsétt. Það er engu líkara en að höfundurinn hafi skrifað hana í óráði, eftir að hafa lesið full- mikið af Kafka. Aðalpersónan, Arvid Melcker, er illa gerð og gjörsamíega ótrú- leg persóna, sköpun hans svo misheppnuð sem verða má. Karl faðir hans, kotbóndasonur, sem gerzt hefur ríkur kaupmaður, er að skömminni til skár mótaður. Hann hefur á fullorðins aldri gifzt fallegri aðalsmær — hvern- ig það atvikazt er á engan hátt undirbyggt í sögunni og harla ósennilegt, því að gamlingurinn er sngður með afbrigðum ljótur og skorta hvern þann eiginleika er konur má töfra. Hann er að vísu efnaður, en það er ætt kon- unnar líka, og fær lesandinn aldrei skilið hvernig hún álpast til að giftast þessum karlaula. Þá vantar og allar forsendur fyr- ir því að fjórir elztu synirnir fá þau örlög, sem þeir hljóta, tveir þeirra fábjánar, og síðast betlar- arar við dyr fangelsis þess er hýs- ir yngsta bróðurinn síðari hluta ævi hans. Þeir eru allir Ijótir og líkir feðrum sinum, en yngsti sonurinn, Arvid, er í bernsku og æsku fagur mjög og verður m.a. af þeim ástæðum mjög kær föð- urnum, sem elur hann upp í dá- læti, en ekki hörku, eins og gefið er í skyn að orðið hafi hlutskipti hinna bræðranna. Arvid er falsk- ur og undirförull og lærir snemma að leika á föður sinn, en auk þess er hann nokkrum snilli- gáfum gæddur, ljóðskáld gott — sem* lesandiinn hlýtur þó að ef- ast um, því að engar sannanir eru íyrir því í bókinni. Þá lærir hann á unga aldrei töfrabrögð ýms, af loddara nokkrum, sem þar er á ferð í bænum og verða þau hon- um bæði til gagns og ógagns. Hann gengur í barnaskóla; kenn- arinn er almúgamaður, en ber krakkana til bókar og verður hon um tíðrætt mjög um vélabrögð, djöfulsins og sætleika syndarinn- ar ,er hann aldrei getur nógsam- lega varað börnin við; — en í rauninni er syndin og djöfullinn tvær aðalpersónur þessarar sögu, og miklu púðri eytt í lsýingu beggja, en verkar þó hvorugt sannfærandi á lesandann. Einna skárst gerða persónan er kenn- arinn gamli, sípredikandi éld og brennistein yfir krökkunúm, og sílemjandi þau fyrir hinar minnstu misgerðir. Hann vekur þó að minnsta kosti viðbjóð les- andans með andfýlu sinni og þeim níðingsskap, er hann lætur fram koma við börnin, auðvitað í nafni Guðs og réttlætisins. — k^óðir Arvids er þokukennd per- sóna, sem höf. tekst ekki að gæða neinu lífi. Hún verður fljótlega sinnisveik, sem engan getur furð- að, og deyr á hæli einu, tiltölu- lega ung. Synirnir fara þá að heiman,. einn verður prestur, annar sjómaður og ferst í fyrstu siglingu sinni, en tveir hefja hok- urbúskap á bæ afa síns og gerast þar fífl og fávitar. Arvid Melcker stundar föður sinn í löngum sjúkleika og verð- ur honum svo kær, að hann hreppir að lokum auðæfi hans og heldur áfiwm að búa í skrauthýsi þeirra, eftir að karlinn er loks- ins sálaður. — Nokkrar töggur eru í sálarstríði gamla mannsins, en illa og þvoglulega frá því öllu sagt — og það er sízt ofmælt að leiðinlegri bók en þessa er erfitt að finna. Það er eins og höfund- uirnn geri sér far um að segja það sem honum liggur á hjarta í sem lengstu, flóknustu og óað- gengilegustu máli. Eftir að Arvid Melcker er orð- inn einn í húsinu fer allt í einu að leita á hann þunglyndi með alls konar sálarkröggum, enda þótt það hafi ekki fyrr verið undirbyggt í sögunni. Þá verður hann og einnig allt- í einu ljótur, og líkur föður sínum, nema verri, og saknar lesandinn einnig alls undirbúnings á slíkri myndbreyt ingu. Hann tekur til sín barn- unga stúlku, sem stundar hann og er honum til dægrastyttingar. Einnig reynir hann að létta sér upp með vinum sínum, en þeir fælast hann allir, drekka að vísu vín hans og eta mat sem fram er borinn, en vilja sem minnst hafa saman við vertinn að sælda. Tek- ur hann þá að fást við galdur og særingar, og á það víst að vera afleiðing kunnáttu hans í töfra- brögðum, en allar eru þær lýs- ingar mjög þvælukenndar og ó- sannfærandi, enda þótt efnið sé gott og hefði mátt gera úr því talsvert meira en tekst höfundi þessum. Að lokum leggst hann að mestu í rúmið og aumingja- "skapur hans fer vaxandi dag frá degi. Unga stúlkan sem stundar hann, fær sér þó að lokum kær- asta, sem skjótt verður all heima- ríkur í húsinu; nefnist hann „Den anden“ og verður aldrei annað en skuggi í bókinni. Liða nú fram stundir. Nótt eina fer Arvid á kreik og sér þau liggja saman, stúlkuna og „Den anden.“ Fyllist hann þá svo mik- illi gimd til hennar áð hann lokk ar hana inn til sín og tekur hana þar með valdi. „Den anden“ reyn ir að brjótast inn til þeirra, en Arvid hlunkar á hann með skammbyssu, raunar án þess að særa hann mikið. Fyrir þetta allt er hann dreginn í dýblissu lífs- fanga og dauðadæmdra. í fyrstu fer þar allvel um hann, og er það að þakka presti fangelsins, en þeir hafa gengið saman í barnaskóla. Klerkur þesssi þvæl- ir endalaust um synd og djöful, og aðra stóra pótentáta, en ekk- ert af því er þannig fram borið að það snerti nútímalesanda. Þegar presturinn deyr, verður Arvid fyrir hörkulegri meðferð af hendi varðmanna fangelsisins, en tekur því öllu með auðmýkt og þolinmæði, lítur á það sem syndagjöld og telur sjálfan sig fordæmdan um eilífð. Eftir nokkra kapítula af óhemjuleið- iníegri heimspeki og syndaromsi losnar hann svo allt i einu úr dýblissunni og er fluttur aftur heim í hús sitt. Þar búa þau þá, „Den anden“ og stúlkan, eru nú gift og eiga mörg börn og verð- ur hann niðursetningur hjá þeim. Unir hann nú lífinu hið bezta, „hann á sinn draum“, og er harla ánægður. Að lestri loknum dettur manni ósjálfrátt í hug vísa, er kveðin var um íslenzkan róman, sem kom út á öndverðri vorri öld. En hún hefst á þessa leið: „Lestur þennan læt ég mér nú duga, lokið hef ég við „þann bersynd- uga.“ Vist hefur enginn vitað nokkurn Landa vitlausari skrifa sögufjanda.“ „ÖDEN“ eftir Bo Bergman (Bonniers) er safn af smásögum, sem vekja furðu, ekki sízt, þeg- ar tekið er tillit til aldurs höf- undar, því að hann er fæddur árið 1869. Varð hann kunnur þeg ar upp úr aldamótunum síðustu fyrir eftirtektarverða Ijóðabók og smásagnasöfn, sem einnig eru góðra gjalda verð. („Marinett- erna“ og „Drömmen och andra noveller"). Hann hefur lengi ver- ið í tölu merkari skálda á Svía- grundu, og enda þótt hann sé svartsýnn nokkuð allajafna, er hár himinn yfir skáldskap hans, smekkurinn óbrigðull og vinnu- brögðin vönduð. í safni þessu er nálega hver saga í góðu gildi, þótt stunndum hafi hann áður betur gert að vonum. Gamli maðurinn kann að segja frá og vekja eftirtekt lesandans, — þótt að á sumum þessum sögum finn- ist sá galli, sem var allvenjuleg- ur hjá smásagnahöfundum fyrri hluta aldarinnar, að inngangur- inn er of langur og því fulllangt í rúsínuna. Fyrsta sagan „Provinse- lakaren beráttar“ er einkennandi að þessu leyti. Betur gerð og skemmtileg er sagan „Billigt pris“. „Fader Haydn“ er angur- vær stemning, en nær þó naum- ast tökum á lesandanum. Aftur á móti er „Raddningen“ meistara leg saga um systkinaást, hrein perla, þar sem harmleikurinn dylst í því ósagða, en verður þó lesandanum Ijós. Þar fara saman góð tæknileg kunnátta og mann- vit mikið. í „Heroisk kárlek“ er harmleikurinn opnari og augljós- ari, en hún er vel gerð og næsta nýtízkuleg í formi. „Várvinter“ er angurvær saga um ást fullorðinnar konu á ung- um manni. Þar nær þó höfund- urinn heldur ekki fullum trún- aði lesandans, enda þótt ekkert sé að sögunni að finna tækni- lega. „Telefonnumeret" og „Vásk an“ eru hvort tveggja vel gerð- ar sögur, sem maður les með ánægju, en hvorug þeirra skilur mikið eftir. „Advokaten Stein- erts dröm“ er skýr og snjöll sál- fræðileg rannsökun, tæknilega vel gerð og nýtízkuleg. Aftur á móti er „Agnes Meding“ dauf á bragðið og fremur lítilsverð. — „Knivsticket“ er vel gerð saga um sálargalla drengs, og „En visit“ fjallar um gamlan mann og minningar hans — en það er raunar ramminn um flestar þess- ara sagna. „Nornorna" er mis- heppnuð, samtal tveggja kvenna, er báðar hafa verið giftar sama manninum. En „Minnesresan“ er nokkuð góð saga, þótt ýmislegt í henni hljóti að falla lesandan- um fyrir brjóst. Frásagnargáfa gamla manns- ins er enn í lagi, og bókin sem heild skemmtilegt lestrarefnL Sven Fagerberg var kunnur fyrir tvær bækur, sem vöktu nokkra athygli í Svíþjóð, og hin nýja skáldsaga hans „Svárdfákt- arna“ (Wahlström & Widstrand), hefur einnig fengið ailgóða dóma. Það er skrítin saga, gerist bæði í Japan og Svíþjóð og kemur fjarska víða við. Dálítið ruglings- leg er frásögnin þó á köflum og stundum erfitt að átta sig á hvað höfundurinn er að fara, en hann á bæði skopskyn og satíru og kann vel að beita hvoru tveggja, svo að margir kaflar bókarinn- ar veita lesandanum óblandna ánægju. Skoðanir hans og athug- anir eru heilbrigðar, og gagnrýni hans á efnishyggju nútímans hitt ir vel í mark. Stöku sinnum reyn- ir hann talsvert á þolinmæði les- andans, en innan um eru svo leik andi léttir sprettir að honum fyr- irgefst allt. „Kontrakurs" eftir Göran Schildt (Wííhlström & Widt- strand) er stórt greinasafn eftir þennan ágæta Svía, sem þegar er kunnur fyrir margar góðar bæk- ur, ferðasögur, ljóð í óbundnu máli og esseys, m.a. Bókinni er skipt í þrjá hluta, fyrst er „In- trádesbiljetterna“, síðan „Jaget och rollerna“ og síðast „Myten om konsten". Fyrstu greinarnar þrjár fjallá aðallega um minn- ingar úr lífi höfundarins, en í hin um kemur hann svo víða við að of langt yrði upp að telja. En öll hefur bókin þann öndvegis- kost að vera skemmtileg aflestr- ar og skiljanleg hverjum sem er, enda þótt höf. rói oft á djúpmið í menningarsögulegum athugun- um og bókmenntagagnrýni. — Greinar hans eru fræðandi og menntandi, og lesandinn finnur að hann er 1 góðum félagsskap undir lestri bókarinnar, enda þótt hann geti verið höfundinum ósammála um margt. Maðurinn er víðsýnn og frjálslyndur, og skilningur hans skýr, allar öfgar honum fjarri. Hann tekur svari hinnar nýju listar, án þess að ofmeta hana, og varar hvarvetna við ofsatrú. Esseyið leikur hon- um í hendi, og hann kann raun- verulega þá sjaldgæfu list að segja mikið og segja það vel í fáum orðum. Hvílíkt meistara- verk í þessari bókmenntagrein er ekki t.d. „Den egyptiska mánniskan“ — og reyndar marg- ar fleiri greinar bókarinnar. „Ord sem kom“ eftir Bengt D. Siifverstrand er lítil ljóðabók, sem skemmtilegt er að kyruia sér. Áður hafa hér í blaðinu birzt úr henni nokkur kvæði, í ís- lenzkri þýðingu, en vert er að vekja aftur athygli á henni. Höf- undurinn er mikill fslandsvinur og hefur oft komið hingað. Þarna eru sex kvæði til íslands, og að minnsta kosti eitt ástarljóð til ís- lenzkrar stúlku. Þá _er einnig kvæðaflokkur, til konu skáldsins, sem er dáin fyrir nokkru, flest þeirra töfrandi fögur. Ljóðin eru öll stutt, minna ósjaldan á jap- anska kvæðagerð og stundum kínverska, sjá t.d. „De blá más- arna“: „Denna sommar ár sá annorlunda. Jag söker ej lángre de blá másarna som ságs leva lángt dar borta. Jag har slutat att begrunda varför allt sig gömmer bortom ásarna och varför livets dagar ár sá korta.“ Möte med stenáldern" eftir Jens Bjerre (Tiden) er bráð- spennandi ferðasaga, sem fjallar um núlifandi steinaldarfólk. Jena Bjerre er kunnur ferðamaður og hefur áður skrifað tvær ferða- bækur, sem mikla eftirtekt hafa vakið, einnig utan Svíþjóðar. Ég hef séð að tvær bækur hans hafa verið kjörnar bækur mánaðar- ins í Book Club í New York og sýnir það að hann er mikils met- inn. Þessi bók, fjallar, eins og hinar fyrri, um frumstæðar manneskjur. í þetta sinn lýsir hann þátttöku sinni í rannsókn- arleiðangri til Nýju Guineu, og er bók hans bæði spennandi og menntandi, auk þess að vera mjög skemmtilegt lestrarefni. —. Margar prýðilegar litmyndir skreyta hana og er ekki hva3 sízt að þeim mikill fengur. Gam- an væri að fá ferðasögu þessa á íslenzku, og er öruggt að hún myndi vekja hér eftirtekt. Loks skal minnst hér á bók, er hefur vakið mikla eftirtekt i Svíþjóð og víðar, selzt í óvenju- lega stóru upplagi og verið mjög umdeild. Hún nefnist „Káro John“ og er eftir Olle Lánsberg. (Folket i Bilds Förlag). Höfund- ur þessi hefur áður skrifað bæk- ur og ein þeirra að minnsta kostú „Den hárde leken“, hlaut viður- kenningu gagnrýnenda. „Káre John“ er saga um skip- stjóra á litlu flutningaskipi og stúlkuna hans. Höfundurinn hef- ur afbragðsgóða frásagnargáfu og einkum frásagnargleði, en er full hrifinn af „Rauða rúbíninum“ Þó er þetta miklu hreinlegri bók en „Rúbíninn“, og ekki er karldómi John það kröfuglega lýst að les- andinn neyðist til að brosa háðs- lega, eins og oft vill við brenna undir lestri norsku sögunnar. — Ástum hans og stúlkunnar er lýst mjög berlega, sálfræðilegir þætt- ir kynlífsins snoturlega birtir, þótt um megi deila, og oftast hreinlega frá öllu gengið. Auka- persónum er og skemmtilega lýst, ekki hvað sízt íþróttapilt- 'num, bróður stúlkunnar. Litla telpan, dóttir hennar frá fyrri kynnum, við annan mann, er og ljóslifandi og fjarska ánægjuleg persóna. Þetta er hressandi bók á marga lund, en auðskilið hvera vegna hún hefur farið í taugarn- ar á allmörgum Svíum. Umhverf- islýsingar höf. eru með ágætum. Lesandinn sér og kynnist litlu sænsku hafnarþorpi, er séð hef- ur betri tíma, og eins er þarna góð svipmynd af Kaupmanna- höfn, einkum Dýragarðinum þar. Ekki getur bókin talizt neitt stór- verk, en yfir henni er ferskur og hreinlegur blær. Það er vel skiljanlegt að ungu fólki, sem ekki hefur mörg and- leg áhugamál, falli hún vel í geð. Erotisku hungri er mjög vel lýst í henni, og auðvitað eiga slíkar lýsingar fullan rétt á sér. Það er misskilningur að hægt sé að lýsa nútímafólki án þess að taka þetta hungur með í reikninginn. Hinn sívakandi ótti, sem þjáir manneskjur vorra tíma, ásamt þeim hraða og spennu, sem einn- ig eru auðkenni hans, hafa skap- að sérstæða „psykosu": æskufólki nútímans finnst ósjálfrátt að það þurfi að hraða sér að „drekka út sitt glas“; á morgun getur allt verið orðið um seinan! Og þessi árátta er ekki eingöngu æskunn- ar, hver er sá er ekki hefur smit- azt af henni? Það hefur vakið undrun margra, hversu miklum deilum þessi bók hefur valdið. en ég held að orsökin sé ofur einföld. Það eimir enn eftir af tepruskap Viktoríutímabilsins. Og með því að tepruskapur í kynferðismálum er síðspillandL eiga þær bækur sem fjalla hreinlega um þau mál, erindi til margra lesenda. BIT-SACKETTER / gerfi-sykur án bætiefna (kaloria), án nokkurs aukabragðs. GrennandL SELDUR í ÖLLUM LYFJABÚÐUM.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.