Morgunblaðið - 21.05.1965, Blaðsíða 25
Föstudagur 21. maí 1965
MORGUNBLAÐIÐ
25
— Borgarsfjórn
w Framihal-d af bls. 1
sinni sagði borgarfulltrúinn m.a.
í>eim sem kunnugir eru félags
ntólum hér í borg, er það ljóst,
að á sviði velferðarmál aldraðs
fólks steðja að ýmisleg vand-
kvæði. Menn verða varir við all-
víðtækan skort á dvalarrými á
elli- og dvalarheimilum, og full-
orðið fólk á við ýmsa örðugleika
að etja í sívaxandi borg. Þau
vandamál sem hér eru á ferðinni
eru ekki ný af nálinmi, en samt
má fullyrða, að þeirra sjái meir
stað nú en áður hafi verið. Og
ennfremur má búast við því, að
þessi málaflokkur verði öllu örð-
ugri viðfangs eftir því sem árin
líða, verði ekki að gert.
Margar fjölskyldur hér í borg
kannast við það, hversu erfitt er
eð útvega vistum handa öldruðu
foreldri eða skyldmenni, einkan-
lega ef heilsa er tekin að bila.
Velferðarnefnd aldraðra hefur
gert sér far um það að ramnsaka
þetta mál frá öllum hliðum, og
Bömuleiðis að bera fram tillögur,
sem með nokkrum hætti gætu
ekoðast stefna framtíðarinnar í
þessum efnum. Hefur nefndin
sett markið hátt og vonast er til
þess að framkvsemdir miðist við
fþað að markinu verði náð, enda
þótt reynsla annarra þjóða segi
okkur það, að með sívaxamdi
þéttbýli muni æ örðugra reynast
oð fullnægja þörfum á þessu
eviði, svo að til hlítar sé.
Menn líta ellina ýmsum aug-
tim. Fyrir sumum er hún ef til
vill dapurlegt lokaskeið starfs-
eamrar ævi, og fyrir öðrum kem-
ur hún til dyra fremur hrjáleg,
ibúin þrautum og kröm
Þessi skilningur er óðum að
víkja fyrir öðrum bjartsýnni og
vonandi raunsærri skilningi.
Læknavísindi nútímans haldast í
hendur við þjóðfélagslegar að-
gerðir nútimaþjóðfélaga og vinna
að því að hækkuðum meðalaldri
manni verði samfara aukin ham-
ingja og lífsgleði elliáranna.
Þegnarnir og þjóðfélögin keppast
um það með almennum trygg-
ingum og með þjóðfélagslegum
eðgerðum að skapa öryggi og
auka lífshamingju manna, þegar
jþeir komast á etfri ár. Hér eru
á ferðinni tillögur til úrbóta í
þessum efinum í voru borgarfé-
lagi. Þessar tillögur snerta alla
Bldursflokka. Það er ekki vork-
unarmál þeirra, sem komnir eru
á efri ár, sem hér er tekið til
meðferðar, heldur hagsmunamál
allra þegnanna, sem snerta þá
alla.
Síðan rakti dr. Þórir ástandið
l elliheimilismálum með nokkr-
um orðum.
í þjóðfélagi nútímans hafa hin
sterku fjölskyldubönd þriggja
kynslóða nútímans hafa hin
sterku fjölskyldubönd þriggja
kynslóða rofnað að nokkru, og
er þróun hvarvetna samtfara iðn-
aðarþróun og myndun þéttbýlis,
einnig hér á landi. En jafnframt
því að elzta kynslóðin hefur losn
að úr tengslum við hinar tvær
yngri í iðnvæddu þjóðfélagi ú-
tímans, hefur meðalaldur manna
hækkað srvo að um munar. Er
því hér á ferðinni meiri vandi
en þekktist áður fyrr. Þessa
hækkun á meðalaldri má hvar-
vetna sjá af töflum um fólks-
fjölda. Hér í Reykjavík voru árið
1910 5,28 hundraðshlutar íbúanna
eldri en 65 ára, en árið 1980 er
gert ráð fyrir að 10 hundraðs-
hlutar íbúanna hafi náð 66 ára
aldri. Er því bersýnilegt að þró-
un nútímaþjóðtfélags stefnir í þá
átt, að elzta kynslóðin skipar æ
stærra rúm og að vandamál henn
ar kalla á athygli þeirra, sem
þjóðfélaginu ráða, í æ ríkara
mæli.
Lög um almannatryggingar nr.
40/1903 hafa inni að halda all-
víðtæk ákvæði um lífeyristrygg-
ingar þeim til handa, sem náð
hafa 67 ára aldri. lágmarkselli-
lífeyrir til einstaklings er nú
með vísitölu kr. 2.174,-. En lögin
heimila að greidd sé uppbót á
þennan ellilífeyri ef þörf krefur,
og ennfremur er heimild til þess
oð greiða heimilishjálp fyrir elli-
lífeyrisþega sem uppbætur á líf-
«yri. Engu að síður má það hverj
um manni ljóst vera, að þess eru
mörg deemi, að einstæð gamal-
menni fá ekki dregið fram lífið,
jafnvel af hækkuðum ellilífeyri,
og greiðir því Reykjavíkurborg
allmikinn framfærslustyrk til elli
lífeyrisþega.
Samstarf þegnanna
og hins opinbera
Velferðarmál aldraðs fólks má
ræða í tveimur flokkum. Annars-
vegar húsnæðismál og sú þjón-
usta og fyrirgreiðsla, sem veita
þarf því öldruðu fólki, sem býr í
heimahúsum; og hinsvegar sjúkra
mál og hjúkrunarmál, sem snerta
þarfir þeirra, sem þurfa sérstakr-
ar umönnunar við eða jafnvel
sjúkrahælisdvalar. Það hlýtur að
vera stefna vor að það sé skylda
þjóðfélagsins að sjá að svo miklu
leyti sem ástæða þykir og þörf
segir til um, fyrir þörfum borgar-
anna, og það hlýtur ennfremur
að vera skilningur vor á stjórn-
málum, að forráðamönnum þjóð-
félagsins, sem kjörnir eru af fólk
inu, beri skylda til þess að vinna
að heill og lífshamingju borgar-
anna á öllum þeim sviðum, sem
opinber afskipti taka til. Samt
ber að setja hér þau mörk, að af-
skipti hins opinbera skulu aldrei
fara fram úr hæfileikum og vilja
borgaranna til þess að lifa lífi
sínu sjálfir. Og þegar ræ.tt er um
framfaramál, af hvaða toga sem
þau eru spunnin, ber að gæta
þess, að starf einstaklinga og fé-
lagsheilda til heilla öðrum sam-
borgurum sé ekki í dróma drep-
ið. Ég get þessa hér af þeim sök-
um, að það er einróma álit vel-
ferðarnefndar aldraða, að unnið
verði að framfaramálum þessum
jöfnum höndum af opinberum að-
ilum sem frjálsum stofnunum og
félagasamtökum. í mörgum til-
fellum getur verið um það að
ræða, að hið opinbera myndi
heppilegan ramma, sem frjálst
starf áhugamanna falli að og í
sumum tilfellum fjárhagsgrund-
völl þess. Það mega gjarnan ber-
ast héðan úr borgarstjórn hvatn-
ingarorð til þeirra, sem þetta mál
ætti að vera skylt, um að hefja
skipulegar aðgerðir til heilla fyr-
ir aldrað fólk, og læt ég útrætt
um þennan þátt að sinni.
Velferffarmál aldraðra
Að því er tekur til opinberra
aðgera, hefur mönnum tekizt að
gera sér grein fyrir því erlendis,
hvernig flokka má aldraða eftir
hinum ýmsu þörfum. Gera menn
ráð fyrir því, að um það bil 95
hundraðshlutar þeirra sem náð
hafa 65 ára aldri, geti áfram
dvalið í heimahúsum, að því til-
skyldu þó, að húsnæðismálum og
heimilisaðstoð sé fyllilega vel
fyrir komið. Aftur á móti er tal-
ið, að um eða yfir 5 hundraðs-
hlutar þessara aldursflokka þurfi
á sérstökum hælum að halda,
ýmist hjúkrunarheimilum eða
sjúkradeildum af öðrum toga.
Það gefur auga leið, að flestir
aldraðir óska þess að búa í heima
húsum svo lengi sem kostur er.
En til þess að þessi yfirnæfandi
meirihluti aldursflokksins, eða
94 til 95%, geti dvalið áfram í
heimahúsum og þurfi ekki á
hælisvist að halda, þarf að sjá
fyrir því, að menn eigi kost á
hentugu húsnæði, jafnframt hinu
að til taks sé aðstoð við heimilis-
störf, hjúkrun, þegar sjúkdóma
ber að höndum, og ýmisleg að-
stoð og fyrirgreiðsla. Það er ó-
hjákvæmilegt, að Reykjavíkur-
borg byggi ibúðir, sem sérstak-
lega séu ætlaðar öldruðu fólki,
og verða bráðlega lagðar fram til
lögur um víðtækar framkvæmdir
í þessu efni. Þá hefur heimilis-
hjálp fyrir aldraða i heimahús-
um þegar tekið til starfa, þótt I
takmörkuðum mæli sé, en vonir
standa til þess að heimilishjálp-
inni vaxi fiskur um hrygg hröð-
um skrefum, þegar tekizt hefur
að ráða á nýjan leik fastráðinn
starfsmann í félagsmálaskrif-
stofu Reykjavíkurborgar, sem
sérstaklega fari með málefni aldr
aðra. Þá ber að leggja ríka á-
herzlu á heilzugæzlu aldraðs
fólks í heimahúsum, bæði heim-
ilislæknaþjónustu og heimilis-
hjúkrun, en heilsugæzlan er, á-
samt húsnæðismálum og heim-
ilishjálp, forsenda þess að aldr-
aðir geti búið sem lengst í heima-
húsum og þurfi ekki að fara á
hæli á meðan heilsa og kraftar
endast. Þá ber að leggja ríka á-
herzlu á ýmsa persónulega þjón-
ustu, sem miðar að persónulegu
heilbrigði og vellíðan einstakl-
ingsins, ásamt hverskonar ann-
arri fyrirgreiðslu, svo sem upp-
lýsingaþjónustu, heimsóknaþjón-
ustu og vinnumiðlun. í þessu
efni er verkefni að vinna fyrir
félagsmálaskrifstofu Reykjavík-
urborgar, en þó engu að síður
fyrir frjáls félagasamtök og söfn-
uði borgarinnar.
Húsnæffismálin
í þessum þætti málsins ber þó
langhæst húsnæðismálin. Þau eru
erfiðust viðureignar af þeim sök-
um, að húsnæðisvandræði er sí-
fellt aðsteðjandi vandamál í
hverri nútímaborg, og þá einnig
af þeim sökum að vegna dýrleika
er þörf byggingarframkvæmda
borgarfélagsins sjálfs. Það mun
láta nærri, að á næstu 20 árum
þurfi Reykjavíkurborg að byggja
eigi færri en 500 íbúðir í þessu
skyni. Eru þegar í smíðum íbúð-
ir á vegum Reykjavíkurborgar,
sem ætlaðar eru öldruðu fólki og
teknar verða í notkun á næsta
ári. En lyfta þarf enn stærra á-
taki í þessum efnum og miða að
því markvisst að leysa húsnæðis-
vandræði aldraðra að svo miklu
leyti sem auðið er.
Sjúkrahús og hæli
Annar þáttur velferðarmála
aldraðra fjallar um sjúkramál og
hælamál.
Eins og ég gat um fyrr í þessu
máli, eru áætlanir miðaðar við
það að 5% þeirra sem komnir
eru yfir 65 ára aldurs, þurfi á
sérstakri hælisvist að halda. Hér
í Reykjavík og víðar á landinu
hefur skortur á sjúkrarými gerzt
æ tilfinnanlegri síðustu áratug-
ina, og stafar það vitaskuld af
þeirri þróun þjóðfélagsins, sem
ég áður nefndi. Mönnum er svo
kunn þörfin fyrir fleiri rými í
dvalarhælum, að þess gerist ekki
þörf að ræða hana hér. Það gef-
ur því auga leið, að hér er þörf
sérstakra aðgerða hins opinbera,
bæði ríkis og sveitarfélags, jafn-
framt því sem frjálsum félögum
og stofnunum býðst gullið tæki-
færi til þess að finna útrás fyrir
starfsorku sína og framfaravilja
á þessu sviði.
Þá ræddi Þórir um samband
sjúkrahúsamála almennt við mál-
efni aldraðra og sýndi fram á, að
það mundi bæta úr sjúkrarúma-
skorti, ef aldraðir langlegusjúkl-
ingar fengju hæli við sitt hæfi.
Þörfin á hjúkrunarheimilum
Miðað við þær áætlunargerðir,
sem stuðzt er við, má ætla, að
4% Reykvíkinga, sem orðnir eru
65 ára og eldri, þarfnist vistar í
hjúkrunarheimili, en það er al-
ger lágmarkstala. Þessi hópur er
270 manns að tölu. Af ýmsum á-
stæðum, m.a. vegna þess að
heimilishjálp er hér á byrjunar-
stigi, og vegna skorts á hentugu
húsnæði, þarf vafalaust að
reikna með hærri tölu. Má gera
ráð fyrir að allt að 6% þeirra
sem náð hafa 65 ára aldri, þurfi
á vistum að halda í hjúkrunar-
heimili, en það eru um það bil
400 manns.
Þegar þetta mál er skoðað ofan
í kjölinn, verður það að teljast
óhjákvæmilegt að Reykjavíkur-
borg reisi hjúkrunarheimili fyrir
aldrað fólk, og að á næstu 20 ár-
um þurfi að byggja hjúkrunar-
heimili með samtals 250 sjúkra-
rúmum.
Inn í þessa mynd blandast samt
aðrir þættir. f fyrsta lagi er þörf-
in fyrir sjúkrarými til handa öldr
uðum sjúklingum, sem enga eða
takmarkaða fótavist geta haft,
brýnni en svo, að úrlausnar megi
bíða þar til byggingarfram-
kvæmdir hefjast við nýtt hjúkr-
unarheimili. Um leið og leggja
þarf ríka áherzlu á skjóta úr-
lausn fyrir aldrað fólk, sem sér-
stakrar umönnunar er þurfi, ber
að fagna því að stjómendur
Heilsuverndarstöðvarinnar skuli
lýsa sig fúsa til þess að játast
undir þann vanda, að sjá með
þessu móti og á annan veg fyrir
þörfum á þessu sviði.
í annan stað er ástæða til þess
að ætla, að framkvæmdir í sjúkra
húsamálum beinist í framtíðinni
í ríkara mæli en verið hefur að
því að sjá fyrir þörfinni á deild-
um fyrir langlegusjúklinga á öll-
um aldri, en með því eru drýgð
hin dýru sjúkrarúm sjúkrahús-
anna. Slíkar framkvæmdir sem
þessar kæmu öldruðu fólki einnig
til góða og mundu þær létta á
þörfinni fyrir hjúkrunarheimili
og sjúkradeildir elliheimila. Á
þessu sviði sem og á þeim svið-
um sem snerta sérstaka sjúk-
dóma ellihrörnunar, vænta menn
þess af ríkisvaldinu og heil-
brigðisstjórn ríkisins, að sérstak-
ar ráðstafanir verði gerðar og
byggingarframkvæmdir hafnar.
En þetta mál skal ekki rætt hér
frekar að sinnL
Lífshamingja og heill
elztu borgaranna
Tillögur velferðarnefndar aldr-
aðra eru í 12 liðum og bregða
þær upp fjölþættri mynd af því,
sem stefna þarf að næstu ára-
tugina. í tillögunum er lagt til, að
aðgerðir ríkisvaldsins og borgar-
yfirvalda beinist að löggjafarmál
um, tryggingarmálum, húsnæðis-
málum og sjúkramálum aldraðra,
jafnframt því sem margskonar
önnur aðstoð sé skipulögð og
aukin. Þá beinast tillögurnar
engu síður að frjálsum félögum
og stofnunum, því að það er ein-
róma álit nefndarinnar, að mestr
ar atorku og hugkvæmni sé af
Framhald af bls. 8
ediktssonar: „En þrennt olli
því aðallega, að ekkert varð úr
virkjunarframkvæmdum. Úr-
slitum réð þar fyrirstaða al-
þingis. Einnig höfðu Þjóðverj-
ar fundið upp ódýrari a'ðferð
til framleiðslu köfnunarefnis-
áburðar, en að vísu komu Tit-
anstjórninni þá í hug aðrar
greinar verksmiðjurekstrar.
Loks skall svo á kreppan eftir
stríðið.
Sagan um hlutdeild alþingis
í þessum málum er meiri en
svo, að hér verði rakin. En
1917 sótti fossatfélagið ísland
um sérleyfi til þess a'ð virkja
Sogið, og var þá tillaga um
leyfisveitinguna borin fram á
alþingi af Eggert FálssynL
Hannesi Hafstein og Magnúsi
Kristjánssyni. Þingið afgreiddi
málið ekki en skipaði nefnd, er
gera skyldi tillögur viðvíkjandi
umsókninni og allri þágildandi
fossalöggjöf (fré 1907). Urðu
þau nefndarstörf afar umfangs
mikil. Meðan nefndin sat enn á
rökstólum, barst stjórnarráð-
inu 25- marz 1919 umsókn frá
Titan um leytfi til að reisa orku
verin sex við Þjórsá og hag-
nýta rafmagnið. Vildi félagi'ð
skuldbinda sig til að hefja virkj
un eigi síðar en 4 árum etftir
sérleyíisveitingu, og skyldi
fyrsta orkuverið, starfrækt inn-
an 5 ára þar frá. Fossanefndin
fékk nú þessa um9Ókn einnig
til meðferðar og skilaði aí sér
störfum sama ár, 1919, en var
þríklofin. Eru netfndarálitin
þrjú, sem þá voru prentuð,
miklar bækur og fróðlegar, laga
frumvörp, ritggrðir, skrár og
fylgiskjöl. Meiriíhlutann skip-
úðu Guðmundur Björnsson
landlæknir, Bjarni Jónsson frá
Vogi og Jón Þorláksson, verk-
fræðingur, en séráliti skiluðu
Sveinn Ólafsson í Firði og Guð
mundur Eggerz sýslumaður.
Þær voru m a. tillögur meiri-
hlutans, að umsókrkum Titans
og íslandsfélagsins yrði vísað
frá að svo stöddu, en landið
sjálft léti framkvæma rann-
sóknir til undirbúnings Sogs-
fossavirkjunar. Alþingi 1919
heimilaði svo rikisstjórninni a'ð
iáta gera rannsóknir þessar og
taka vatnsréttindi Sogsins lög-
námi landinu til handa og skor-
aði einnig á landstjórnina að
lýsa alla vatnsorku í almenn-
þeim arð vænta, sem fyrir áhuga
sakir og sjálfboða vinna að mann
úðarmálum. Þessi stefna var
mörkuð þegar vorið 1963 með
samþykkt borgarstjórnar, að sam
an skyldi fara opinberar aðgerð-
ir og frjálst félagastarf. Einskis
hlutur má eftir liggja, ef vel á að
takast um alhliða uppbyggingu
og endurbætur í þessum málum.
Það væri æskilegt, ef félagasam-
tök í borginni og á landinu 1
heild létu þetta mál taka til sín
í enn ríkara mæli en verið hefur.
Þá er þörf víðtækrar löggjafar
ríkisvaldsins, sem í senn taki til
ýmissa aðgerða og til byggingar-
framkvæmda heilbrigðisstjórnar-
innar. Hvað aðgerðir borgar-
stjórnarinnar snertir hefi ég 1
grófum dráttum gefið í skyn, til
hverrar áttar tillögur mínar
munu hníga hér í borgarstjórn-
innL og gera þær ráð fyrir all-
víðtækum ráðstöfunum.
Menn ganga fúslega til starfa
á hinum ýmsu sviðum framfara-
mála bæjarfélags vors. Vorir tím-
ar hafa verið nefndir tímar æsk-
unnar og unga fólksins, og mikið
átak hefur verið gert á sviði upp-
eldismála og skólamála, sem lof-
ar björtu fyrir framtíðina. Mætt-
um við ganga með hinn sama
framfarahug og þjónustuvilja að
því verki, sem miðar að lífsham-
ingju og heill elztu borgaranna.
— ★ —
Aðrir ræðumenn um þetta mál
voru þeir Óskar Hallgrímsson,
sem færði nefndinni þakkir, og
Guðmundur Vigfússon, . sem
kvað nefndarálitið, sem væri að
vísu vandað, hafa verið of lengi
í undirbúningL
ingum eign ríkisins. Frumvarp
til vatnalaga var siðan rætt á
hverju þinginu á fætur öðru
og loks samþykkt í heild sinni
1923, einhver mesti bálkur ís-
lenzkrar löggjafar, en þar eru
margs konar hömlur settar stór
virkjun fossa og ráðherra m.a-
heimilað að taka lögnámi fall-
vötn, virkjuð sem óvirkjuð. En
eftir nefndarálitið, samþýkkt-
ir alþingis og leyfisfrávísunina
1919 var stjórnum fossafélag-
anna þegar ljóst, hve hér var
við ramman reip að draga, og
framleiðslu- og fjárhagsörðug-
leikar riðu svo á þetta enda-
hnútinn. Þó gerðu Einar og
stjórnendur Titanfélagsins til-
raunir til að koma af stað fram
kvæmdum síðar, á þriðja ára-
tug aldarinnar, um þær mundir
og eftir að alþingi samþykkti
lög um vantsorkusérleyfi 1925,
en allt varð þetta árangurs-
laust.“
Loks getur dr. Steingrímur
þess a'ð mikið af landi Titan-
félagsins hafi síðar verið tekið
eignarnámi undir Reykjavíkur-
flugvöll og loks hafi íslenzka
ríkið keypt öll vatnsréttindi fé-
lagsins 8. júní 1951 fyrir rúm-
lega hálfa aðra milljón króna.
Ferðakynning
endurtekin
SÍÐASTLIÐEÐ sunnudagskvöld
efndi Ferðaskrifstofan Útsýn til
ferðakynningar og kvikmynda-
sýningar í Súlnasal Hótel Sögu.
Var húsfyllir á skemnvtuninni,
og þar eð margir urðu frá að
hverfa vegna þrentgsla, verður
skemmtunin endurtekin í Sigtúni
í kvöld, föstudag.
Á skemmtuninni I Sigtúni i
kvöld verður brugðið upp mynd-
um úr ýmsum ferðum Útsýnar
til Evrópulanda, og kvikmynd
Ingólfs Guðbrandssonar Um-
hverfis jörðina á 40 dögum verð-
ur endursýnd, en að henni var
gerður hinn bezti rómur á
skemmtuninni sl. sunnudag. Sýn-
ingin hefst kl. 9,30 og stendur 1
klukkustund. Kvikmyndin bregð-
ur upp þjóðlífsmyndum frá Ind-
landL ThailandL Hong Kong,
Filippseyjum, Tokyo og Honu-
lulu. Aðgangur er ókeypis og öll-
um heimill, meðan húsrúm leyfir.
Húsið er opið matargestum frá
kL 7, en að sýningunni lokinni
verður dans til kL L
T *
— Atorm