Morgunblaðið - 21.05.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.05.1965, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 21. maí 1965 Útgefandi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 f lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. AÐALFUNDUR SH 1 ðalfundur Sölumiðstöðvar ■^"■Hraðfrystihúsanna stendur um þessar mundir yfir í Rvík. Sitja hann fulltrúar frá þeim tæplega 60 frystihúsum í öll- um landshlutum, sem mynda þessi þróttmiklu og víðtæku samtök útflutningsframleiðsl- unnar. Það kom fram í skýrslu Sig- urðar Ágústssonar, alþingis- manns, stjórnarformanns S.H. í gær, að útflutningsverð- mæti frystra sjávarafurða, sem fluttar hafa verið út á vegum S.H. á síðstl. ári, nam 1.037 millj. kr. Er þetta í fyrsta skipti, sem verðmæti útflutningsins fer yfir einn milljarð króna. Magn útflutn ingsins á síðastliðnu ári nam 65 þús. tonnum, og varð um 7 þúsund tonnum minni en árið 1963 vegna minni síldar- frystingar. Nokkurs óróa hefur undan- farið gætt innan Sölumið- stöðvarinnar. Horfði jafnvel svo um skeið, að samtökin myndu klofna. Sem betur fer dró þó ekki til slíkra óheilla- tíðinda. Þvert á móti virðist nú augljóst að frystihúseig- endur hyggist sameina krafta sína á ný og treysta samtök sín innan Sölumiðstöðvar- innar. Um það blandast engum hugur, sem eitthvað þekkir til útflutningsverzlunar með sjávarafurðir á íslandi, að Sölumiðstöð Hraðfrystihús- anna hefur unnið mjög mikið og merkilegt starf í þágu út- vegsins og þjóðarinnar í heild á undanförnum árum. Margir dugandi menn hafa starfað á vegum hennar að öflun markaða, aukinni vöru- vöndun, vinnuhagræðingu og bættum framleiðsiuháttum í frystihúsunum um land allt. Er nú óhætt að fullyrða, að fjöldi hraðfrystihúsa hér á landi sé nú rekinn með mikl- um myndarbrag. íslenzki hrað frysti fiskurinn er gæðavara, sem nýtur stöðugt vaxandi álits á mörkuðunum. Samtök- in hafa haft forustu um margs konar nýbreytni, svo sem byggingu og rekstur verk- smiðju í Ameríku, og nú er rætt um að byggja nýja verk- smiðju, sem á að framleiða til búna fiskrétti og gera fram- leiðslu íslenzks sjávarútvegs þar með verðmætari og út- gengilegri. Öllu þessu ber að fagna. Á miklu veltur að við íslend- ingar hagnýtum sjávarafla okkar sem bezt og vinnum úr honum sem verðmætasta vöru. Að því takmarki hefur Sölumiðstöð Hraðfrystihús- anna ávallt stefnt. Þess vegna er óhætt að fullyrða, að sam- tökin hafa unnið mikilvægt þjóðnytjastarf. VILJA NÝTT FJÁRHAGSRÁÐ ? Alltaf öðru hvoru kemur ■í*’ það fram á málflutningi Framsóknarforingjanna, að þeir telja að á ný eigi að koma á fjárfestingarhömlum hér á landi, og þá væntan- lega að end-urreisa Fjárhags- ráð, hvaða nafn svo sem því kynni að verða gefið. í eldhúsdagsumræðunum vék Eysteinn Jónsson, for- maður Framsóknarflokksins, að þessu máli. Hann sagði að vísu ekki berum orð»m, að nýtt Fjárhagsráð væri stefna Framsóknarflokksins, en öðru vísi var þó ekki hægt að skilja orð hans. Sem betur fer muna menn þó enn reynslu þá, sem við höfðum af fjárfestingarhöml- unum, og haftafarganinu öllu, og þess vegna munu þeir fáir aðrir en foringjar Framsókn- arflokksins, og svo auðvitað kommúnistar, sem vilja inn- leiða slíkt skipulag á ný. Það er djúp staðfest milli stefnu ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar. Við- reisnarstjórnin upprætti haftakerfið og kom á frelsi í viðskipta- og efnahagsmálum. Hún hefur lýst yfir, að frá þeirri stefnu muni hún aldrei hvika. Stjórnarandstaðan hins veg ar segir, að sú stefna frjáls- ræðis, sem ríkir nú hér eins og í nágrannalöndunum, sé óhafandi. Framsóknarforingj- arnir klifa á því, að engin rík- isstjórn hafi verið betri en vinstri stjórnin, sú stjórn, sem fullkomnaði hafta og uppbóta kerfið. Að þessu leyti má því segja, að skýrar línur séu í íslenzk- um stjórnmálum. Menn velja annars vegar milli frjálsræð- is og framfara og hins vegar hafta- og kyrrstöðu. 1% npíminn getur ekki dulið ■*• gremjú sína yfir því, að aðförin að lánasjóðum land- búnaðarins skyldi mistakast. Segir blaðið að vísu, að hlýta verði Hæstaréttardómi, en talar jafnframt um ranglæti í sambandi við þetta mál. Það er rétt að bændur veiti því athygli, að það er ekki einungis Hermóður á Sandi og nokkrir menn í kringum Salazar leitar enn liðs hjá öfgamönnum — forsetakosningar í Portúgal í næsta mánuði TVENNAR kosningar fara fram á þessu ári í Portúgal. Likur eru til þess, að báðar eigí eftir að vekja mikið um- rót á stjórnmálasviðinu, ef einhvern lærdóm má draga af kosnin.jum á undanförnum ár- um. 1 júní fara fram forsetakosn ingar. Allt bendir til þess, að Antonio de Oliveira Salazar, forsætisráðherra, leiti nú fyrir sér um forsetaefni meðal öfga- fullra hægrisinna, en forsætis ráðherrann hefur ætíð gætt þess að velja engan mann til þeirrar stöðu, sem líklegur er til að ganga í berhögg við stjórnina. Síðari kosningarnar, sem fram fara á þessu ári, eru til þjóðþingsins. Skömmu fyrir síðustu þingkosningar, er fram fóru fyrir fjórum árum, dróigu þeir 59 stjórnarandstæðingar, sem í framboði voru, sig til baka, vegna „aðgerða“ stjórn- arinnar. Nokkrum vikum síð- ar reyndi einn þeirra, kafteinn Varela Gomez, að koma af stað byltingu með aðstoð hers ins. Hann situr nú í fangelsi, og aifplánar 8 ára dóm, ásamt 80 stuðningsmönnum sínum. Lítill vafi þykir leika á, að Salazar vilji ekki þurfa að vera vitni að slíkri tilraun á ný, en aldurinn er nú tekinn að færast yfir hann. Salazar er nú 76 ára. Ætlun hans er þó ek'ki að skapa ró með end- urbótum eða auknu frjálsræði. Hann mun hins vegar stefna að því að tryggja stjórnina í sessi með þeim aðferðum, sem dugað hafa fram til þessa. Því er talið ólíklegt, að for- seti landsins, Thomaz, sem verður 71 árs á þessu ári, muni verða látinn gefa kost. á sér til endurkjörs. Er hann var kosinn, 1956, siigraði hann nær algerlega ókunnan andstæðing, Hum- berto Delgado, hershöfðingja. Aðfarir stjórnarinnar við for- setakjörið vöktu hins vegar svo mikla og almenna andúð, að Salazar breytti stjórnar- skrá landsins á þann hátt, að forsetar verða framvegis kjörn ir af sérstakri kjörmanna- nefnd. Samkvæmt stjórnar- skránni hefur forsetinn vald til þess að reka forsætisráð- herra landsins frá, en Salazar Salazar hefur ætið gætt þess, að sér- hver, sem „kjörinn" er í það embætti, sé líklegur til að grípa til þess stjórnarskrárá- kvæðis. Þau sjö ár, sem Thomaz hef- ur gegnt forsetaemíbætti, hafa verið þau stormasömustu í Portúgal undanfarna fjóra ára tugi. Frá þeim degi, er hann tók við embætti, hefur ein andspyrnuhreyfingin tekið við af annarri. Þrjár misheppnað- ar byltingartilraunir ha.fa ver- ið gerðar. Stríð hefur brotizt út í portúgölsku Afríku, og Portúgal hefur misst Goa. Lögreglulið stjórnarinnar hef- ur vaxið með degi hverjum, til að halda niðri innanlands- óeirðum. Thomaz hefur verið trúr fylgisveinn Salazar allan þenn an tíma. Hann hefur farið í mörg ferðalög um Angola og Mazambique, en til portú- gölsku Guineu hefur hann ekki laigt leið sína. Þar er á- standið það ótryggt, að hætta er talin á, að forsetinn yrði ráðinn af dögum, ef hann kæmi þangað. Thomaz forseiti, er þó yfirleitt ekki illa liðinn maður. Hafi hann eignazt óvini, þá er það vegna þess, að hann er aðeins verkfæri í höndum stjórnarinnar. Nú virðist breyting vera að verða á. Aldraður forsætisráð- herra beitir allra bragða til að viðhalda stefnu sinni. Því er talið, að hann hafi aðallega þrjá menn í huga, vegna for- setakosninganna. Allir eru þeir hershöfðingjar, öígamenn til hægri. Sá, sem hvað mestur styr hefur staðið um meðal þjóðarinnar, er Santos Cósita, fyrrverandi varnarmálaráð- herra, sem komizt hefur til mikils frama á skömmum tíma. Hann stjórnar nú her- skóla ríkisins. í janúar sl. var hann skipaður stjórnarformað ur angólska olíufélagsins. Hann er ákafur stuðningsmað- ur Salazar, og er talinn hug- myndaauðugur maður. Umdeildur maður er einnig Luis Camera Pina, hershöfð- ingi, núverandi yfirmaður landhemins, sem eitt sinn var hermálafulltrúi portúgölsku stjórnarinnar í London. Talið er, að Salazar hafi fulla á- stæðu til þess að vera honum þakklátur, því að Pina mun 1961 á síðustu stundu hafa komið upp um samsæri það, er þáverandi varnarmálaráð- herra landsins, Botelho Moniz, stóð að, og engu munaði, að hrundið yrði í framkvæmd. Vist þykir, að hefði það orðið að veruleika, hefði Salazar orðið að sagja af sér. í kjölfar þess, að upp um samsæristil- raunina komst, urðu sjö hers- höfðingjar að „draga“ sig í hlé, en Saiazar, forsætisráð- herra, tók við embætti varnar málaráðherra. Þriðji maðurinn, sem til greina er talinn koma, er Andrade e Silva, yfirmaður heraflanna í Angola, sem hef- ur undanfarin ár gegnt því hlutverki að halda niðri bylt- ingaröflum þar. Þessir þrir menn svara allir nokkurn veginn til þeirra manngerða, sem Salazar hefur valið til að gegna forsetaem- bættinu undanfarin þrjátíu ár. Carmona, hershöfðingi, sem ruddi brautina fyrir Salazar árið 1926, naut þess æ síðan, allt til dauða síns, 1951, og var þrívegis endurkjörinn for- seti Portúgal. Craveiro Lopes, hershöfðingi, sem tók við af honum, reyndist aftur á móti hafa eigin skoðanir á ýmsum málum, og fyrirgerði þannig möguleika sínum til endur- kjörs. 1963, ári áður en hann lézt, lýsti Lopes andstöðu Salazar við allar þær umbóta- tillögur, sem hann bar fram, þau ár, sem hann gegndi for- setaembættinu. Dr. Salazar vildi velja sér menn, sem hann gat mótað eins og leir, og einn þeirra var Americo Thomaz, aðmíráll. Salazar virðist hins vegar nú gera sér grein fyrir því, að timi hans er tekinn að styttast. Hann vill tryggja, að stefna hans fái að ríkja áfram, og því hef- ur hann snúið sér til öfga- mannanna til hægri. (OBSERVER — öll réttindi áskilin). IMýr skéli reistur við Vestmannsvatn hann, sem vildu lánasjóðina feiga, heldur er það einnig stefna Framsóknarflokksins og málgagna hans. Ef mál það, sem Hermóður Guðmundsson höfðaði, hefði unnizt í Hæstarétti, hefðu lánasjóðir landbúnaðarins verið gjaldþrota og engin lán unnt að veita til framkvæmda í sveitum. Þessa stefnu studdu forráðamenn Fram- sóknarflokksins, og eftir því taka bændur. AKUREYRI, 18. maí. — Mjög mikil aðsókn er að sumaibúðum ÆSK við Vestmannsvatn á sumri komanda. Eins og nú standa sakir geta verið þar 136 börn á 4 átján daga námskei'ð- um, en 225 umsóknir hafa borizt. Til þess að bæta úr hinni miklu þörf, sem er á því að koma börn um á námskeiðið, hefur verið ákveðið að reisa nú svefnskála, eins og ráðgert var í upphafi, og mun hann rúma um 25 börn. Væntanlega verður hann til- búinn þegar fyrsta námskeiðið hefst hinn 19- júni. Teikningar vedða eftir Jón Geir Ágústsson, byggingarfulltrúa, sem teiknaði aðalhúsið. Framkvæmdum stjórn ar sumarbúðanefndin, en for- maður hennar er sr. Sigurður Guðmundsson, prófastur. Mikil'l áhugi ríkir meðal far- eldra á því að þessi skáli verði reistur og ætla Húsvíkingar t.d. að steypa grunninn í sjálfboða- vinnu. Væntanlega kemur einn- ig sjálfbo’ðavinna annars staðar frá. — Sv. P,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.