Morgunblaðið - 21.05.1965, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.05.1965, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLADIÐ Föstudagur 21. maí 1965 KR Reykjavíkurmeis tari 1965 Sigraði Vai 2:1 í úrslifaleik í gærkvöldi (IRSMXALKIKIJR Reykjavíkur- mótsins í knattspyrnu fór fram í gærkvöldi á Melavellinum í slæmu yeðri, austan kalda og lít- llsháttar rigningu. Valur og KR leiddu saman hesta sína, en þessi lið skildu jöfn fyrr í mánuðinum. Margt manna horfði á leikinn, sem var skemmtilegur á köflum. Dóihari var Magnús Pétursson og línuverðir Hannes Þ. Sigurösson •g Baldur Þórðarson. KR vann hlutkestið og kaus að leika undan vindi. Valur byrjar með knöttinn. Á fyrstu mín. var ekki laust við að nokkurs taugaóstyrks gætti hjá báðum liðum, en fljót- lega taka Valsmenn að sækja og halda uppi stanzlausri pressu fram að 10. mín., en þá fá KR- ingar aukaspyrnu, sem endar með því að mikil hætta skapast við Valsmarkið og bakvörður Vals bjargar, liggjandi á jörðinni. Bæði liðin skiftast á upphlaup um og eru Valsmenn þó heldur ágengari og virtust vera mun á- kveðnari, en knötturinn vill ekki í netið. Á 44 mín. fær Valur auka spyrnu fyrir utan vítateig KR- inga. Hans gefur háan bolta inn i teiginn, Heimir hyggst grípa knöttinn en miSir hann aftur fyr ir sig og þar er Reynir vel stað settur og vippar knettinum í net- ið. Lýkur fyrri hálfleik svo að Valur hefur skorað eitt mark, en KR ekkert. í seinni hálfleik var búist við að Valsmenn myndu auka við markatöluna, þar sem þeir léku undan vindi, en einhvern veginn virtust þeir ekki geta nýtt vind inn sem skyldi. Á 50. mín. jafna KR-ingar á sama hátt og Valur hafði skorað sitt mark í fyrri hálf leik. Hár bolti kom utan af hægri kanti, Sigurður Dagsson mark- vörður Vals ætlaði að grípa knött inn en missir hann aftur fyrir sig og þar voru til staðar heill hópur af KR-ingum sem komu knettin um I netið. Tæpum 10 mínútum siðar skora svo KR-ingar sitt ann að mark. Baldvin miðherji KR fékk sendingu frá Gunnari Fel. sem hann afgreiddi viðstöðulaust f mark Vals, Sigurður átti engin tök á að verja þann bolta. Nú virt ist sem allan mátt drægi úr Vals mönnum og voru KR-ingar mun meira í sókn. í mikilli sókn um miðjan hálfleikinn skorar KR þriðja markið, sem dómarinn, , Magnús Pétursson, dæmdi af. KR ingar hugsuðu nú um það eitt að halda þessu sem komið var og voru ekkert að flýta sér. Sérstak lega var þetta áberandi er um inn köst var að ræða, en þessi sló mósjón á vissum augnablikum er stundum of áberandi. Eftir leikinn afhenti Andreas Bergmann varaformaður í. B. R. KR-ingum sigurlaunin. Hann sagði m.a. að KR-ingar hefðu nú unnið þennan titil í 22. skifti eða oftar en nokkurt annað félag. í gærkvöldi áttu þessi sömu lið að leika í 1. deild fslandsmóts ins en þeim leik varð að fresta vegna þessa úrslitaleiks. Voru menn ekki á eitt sáttir um þessa ráðstöfun, töldu að það hefði mátt reikna með aukaleik eins og gert var í fyrra. Það er slæmt þegar fresta þarf leik, því oft er það anzi erfitt að koma þeim hinum sama leik fyrir, því mjög er áskipað á hinu stutta keppnistímabili okkar. Dómara MIÐVIKUDAGINN 19. þ.m. lauk Vormóti Hafnarfjarðar í knatt- spyrnu. F.H. sigraði í mótinu, hlaut 6 stig og gerði 20 mörk, Haukar hlutu 4 stig og gerðu 8 mörk. Mótið hófst laugardaginn 15. með leik í 5. fl. F.H. sigraði í þessum flokki með yfirburðum skoraði 9 mörk gegn engu. Mikil áherzla hefur verið lögð á yngstu flokkana hjá F.H. og hef ur árangurinn líka orðið góður. Því næst fór fram leikur í 3. fl. Haukar voru taldir sigurstrang- legri í þeim flokki en það virtist sem F.H.-ingarnir ætluðu að gera strik í reikninginn því þeir yfirvöldin virtust skilja sitt hlut verk, því þau sendu tvo milli- ríkjadómara og einn landsdómara til þess að stjórna leiknum. — Magnús Péíursson dæmdi léikinn og skilaði því hlutverki allvel. Framan af dæmdi hann brot sem í sjálfu sér höfðu ekki stórvægi lega þýðingu, en hefur ugglaust gert það til að fá leikmennina ofan af þeirri hugmynd að spila ólöglega, enda hafði Magnús góð tök á leiknum allt til loka. Línu verðirnir, Hannes Þ. Sigurðsson og Baldur Þórðarson voru vel með í leiknum og var aldrei um að ræða neitt klúður 1 samstarfi dómara og línuvarða. Það má segja að KR-ingar hafi verið vel að þessu komnir éftir leikinn við Val. Þótt þeir hafi átt misjafna leiki í mótinu sýndu þeir að þeir gátu meira en búizt var við, því fyrir leikinn voru menn á því að Valur ætti að vinna leikinn. Kannske hafa Valsmenn sjálfir verið of sigur- vissir og það orðið þeim að falli Það verður gaman að sjá þessi lið mætast í 1. deildinni og er ekki að efa að Valsmenn munu hafa fullan hug á að láta þetta ekki endurtaka sig. leik snéru Haukar taflinu við og sigruðu öruglglega 4:1. Sunnudag- inn 16. var svo mótinu framhald- ið og léku þá fyrst 4. fl. Haukar byrjuðu vel og skora fyrsta mark ið, en í seinni hálfleik snúa F.H.- ingar taflinu við o gunnu leiknn með 3:1. Þá fór fram leikur í ingar taflinu við og unnu leikinn jafn, en rétt fyrir leikshlé skorar F.H. og staðan í hálfleik var 1:0 fyrir F.H. í seinni hálfleik var um algjöra yfirburði að ræða hjá F.H., skora þeir 5 mörk og unnu leikinn með 6:0. Það má segja að vel ári hjá F.H. á knattspyrnu- sviðinu sem og í handknattleikn- um. Markatalan 20:8 og stigin 6:4 fyrir 6:4 fyrir F.H. talar sínu R. byrja að skora en i seinni hálf- máli. — R. Vormót Hafnarfjarðar í knattspyrnu Myndin er af enska 2. deildarliðinu COVENTRY CITY, sem kemur til Islands n.k. sunnudag og leikur hér þrjá leiki. Fyrsti leikurinn er á mánudagskvöldið við K.R. Nánar verður skýrt frá heimsókn þessari og einstökum leikmönnum í blaðinu á morgun. Þýzki landsliðsmarkvörðurinn Hans Tilkowski hefur vakið verð- skuldaða athyglL Myndin sýnir Tilkowski verja snilldarlega í leik í þýzku deUdarkeppninnL 12.-^ , AAAA , landsmot U.M.F.I. Föstudagur 2. júlí. , ► Kl. 20.00 Fundur meC flokkstjór- um íþróttahópanna, og Btartfsmönnum mótisins. Laugardagur 3. júli. Kl. 08.00 Vakið — Morgnnveröur 09.00 Hópganga til íþrótta- vallar Fánar dregnir að hún. —- Fjöl'dasöngur. 09.15 Mótið sett 09.30—12.00 íþróttakeppni: 100 m hl. karla (undanr.) 100 m hl. kvenna — 1500 m hl. karia — Kúhivarp kvenna Krin.g'lukast karla Hástökk kvenna Langstökk karla 11.00 Knattspyrna (2x30 min.) 12.00—14.30 MatarhJé 14.30— 16.30 Framhald iþróttakeppni 400 m hlaup — (undarásir og milliriðlar) Stangarstökk Kringlukast konur Langstökk konur Kúluvarp karlar 16.30 Knattspyrna (í leikhléi úrslit í 1500 m hlaupi) 17.40 Hand.knattleikur. 2x15 mín. (í leikhléi úrslit í 400 m hlaupi) 18.30 Verðlaunaaihendingar 19.00 Kvöldverður 20.00—22.00 Kvöldvaka 22.00—24.00 Dans Sunnudagur 4. júlí. Kl. 08.00 Vakið — Morgunverður 09.00 Fánar dregnir að hún 09.15—11.00 íþróttakeppni: Hástökk karla Þrístökk Spjótkast 1000 m boðbl. karla (ef til vill undanrásir) 4x100 m boðhl. konur (ef til vill undanrásir) 11.00 Handknattleikur. . 2x15 mínútur * 11.46 Vtsrðlaunaallhendingar 12.00—13.30 Matarhlé 13.30— 16.00 Hátíðardagskrá: (Messa ávörp, ræða, söngur, upplestur, leikíimi, þjóð- dansar, o. £1.) 16.00 Glíma (verði mikil þátt- taka, skipt í tvo hluta) Verðlaunaathending fyrir starfsíþróttir 16.30 100 m hlaup karla (úrsl.) 16.45 Knattspyrna 2x30 min. (úrslit) og í leikhléi 5000 m hlaup 18.00 Handknattleikur 2x15 mín. (úrslit) Ver ðl a u n a afhend in g Matarhlé Dans og ýmsar Bkemmtanir Mótsstjórnin áskilur sér rétt til breyt inga á niðurröðun og tímasetningu dagskrár. SUNDKEPPNI: Laugardag 3. júlí. Kl. 06.15 100 m frjális aðf. konur 100 m frjáls aðferð karlar 100 m bringus. konur 200 m bringus. karlar 14.30 4x50 m boðsund frjáJs aðcferð konur 4x50 m boðsund frjáls aðferð karlar. ATH.: G-etur orðið frestað til kl. 17.0f á sunnudag. Sunnudagur 4. júlí. KI. 09.15 400 m sund frjáls aðferO konur 800 m sund frjáls aðferð karlar 50 m baksund konur 100 m baksund karlar BRÍDGE □---------------------------□ LEIKURINN milli Bandaríj- anna og Ítalíu á Heimsmeistara- keppninni í bridge, sem fram fer þessa dagan í Argentínu vakti mikla athygli í gærkvöldi. Eftir 48 spil var staðan 90:64 fyrir bandarísku sveitina og var þvi mikill spenningur meðal áhorf- enda hvort ítölsku spurunum myndi takast að rétta hlut sinn. Þeim tókst það og að loknum 96 spilum er staðan þessi: USA — Ítalía 162:157. 1 ítölsku sveitinni tókst að vinna 21 stig inn á forskot bandarísku sveitarinnar og má reikna með að leikur milli þessara sveita segi til um hver verði heimsmgistari að þessu sinni. Sveitirnar eiga eft ir að spila 48 spil og er beðið með mikilli eftirvæntingu eftir þeirri keppni. í spilunum nr. 49—96 spiluðu fyrir Bandaríkin: Dorothy Hayd- en, Jan Becker, Howard Schenk- en og Peter Leventritt. Fyrir ftalíu spiluðu: Forquet, Belladonna, Garozzo og AvarellL England mætti Argentínu i þessari umferð og að 96 spilum loknum var staðan þessi: England — Argentína 162:114. Fyrir England spiluðu: Reese, Flint, Konstam og Shapiro. Fyrir Argentínu spiluðu: Cab- anne, Santamarina, Attaguile og Rocchi. Staðan er þá þessi að 48 spil um loknum: Ítalía — Argentína 153:67. England — USA 105:83. Að 96 spilum loknum. Ítalía — England 154:86. USA — Argentína 136:90. USA — Ítalía 162:157. England Argentína 162:114. Núverandi heimsmeistarar eru ítalir, sem sigrað hafa á heims- meistarakeppnum frá því 1957, ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.