Morgunblaðið - 21.05.1965, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ
Fðstudagur 21. maí 1965
Myndin er tekin þriðjudaginn 18. maí sl., þegar Blikfaxi, hin nýja flugvéi Flugfélags íslands,
lenti austur við Egilsstaði. (Ljósm. Mlb.: Steinþór Eiríkssón).
V.et Cong „kommisar**
gerðist liðhlaupi
„Bæn fyrir friði á jörð**
Béskupsbréf til presta um
hinn almenna bænadag
Saigon, 14. maí AP—NTB.
• í DAG var frá þvi skýrt í
Saigon, að 34 ára „kommisar"
Viet Cong skæruliða í S-Vietnam
hefði gerzt liðhlaupi 6. maí sl. og
boðið stjórninni liðveizlu sína.
Fylgdi fregninni að maður þessi
Nguyen Thuy, að nafni væri einn
af 34 foringjum skæruliða er
hefðu mikil völd bæði stjórnmála
ieg- og hernaðarleg. Var starf-
svið Thuys borgin Hue og ná-
grenni hennar. Ekki segir nánar
frá manni þessum í dag.
9 Hinsvegar herma fregnir frá
Saigon, að stórátök hafi orð-
ið í gær milli Viet Cong skæru-
liða og liðs stjómarinnar og
Bandaríkjaliers, sem m. a. beittu
20—30 flugvélum. Er upplýst, að
215 skæruliðar hafi fallið en 18
fallið og 77 særzt af stjórnarlið-
inu.
Átökin, sem stóðu yfir í u.þ.b.
sex klukkustundir urðu í hérað-
inu Ba Xuyen í Mekongósum,
u.þ.b. 200 km suður af höfuðborg-
inni. Telur stjórnin í Saigon þáu
mikinn sigur fyrir sig og þakkar
hann því fyrst og fremst hversu
fljótt barst liðsstyrkur tii her-
mannanna, sem upphaflega lenti
saman við skæruliðana. Enn-
fremur því að napalm sprengjum
var varpað yfir vígvöllinn.
Fréttamaður AP sem fór um
bardagasvæðið í morgun meðan
verið var að hreinsa þar til segir
aðkomuna hafa verið ljóta. Taldi
hann þar 60—70 lík, auk annars
ummerkja.
Frá Da Nang berast hinsvegar
fregnir skæruliðum í hag. —
Segir þar, að skæruliðar hafi ráð
izt á fállðaða bandaríska könnun-
arsveit, u.þ.b. 25 km vestur af
sjálfri flugstöðinni. Féll a.m.k.
einn Bandaríkjamaður og þrír
særðus.t
HÉR birtist bréf, sem biskup
landsins hefur rit.ið prestum
varðandi hinn almenma bæna-
dag, sem er á sunnudaginn
kemur, 5. sd. e. páska.
„Hinn almenni bænadagur — 5.
sd. e. páska — er að þessu sinni
23. maí. Með bréfi þessu vil ég,
kæri sóknarprestur, vekja athygli
yðar á deginum og jafnframt til-
kynna yður, að ég óska eftir því,
að kirkjan kalli þjóðina á þessum
bænadegi til þess að sameinast í
bæn fyrir friði á jörð.
Horfur í heimsmálum eru sem
stendur ískyggilegar. Neistaflug
frá byrgðum glóðum ófriðarelds-
ins hefur þyrlast upp að undan-
förnu. Innanlandsstyrjaldir og
illkynjaðar viðsjár með þjóðum
soga að sér afl frá alþjóðlegum
átökum og blása að því báli, sem
þar leyinist. Því einu verður með
vissu spáð um tvísýna framtíð,
að verði þau vopn, sem nú eru
í fórum stórvelda, látin skera úr
málum, verður niðurstaðan allra
dauði.
Kristin kirkja hvarvetna um
heim vill tala máli sáttfýsi og
friðar. Hennar rödd er of oft
hikandi, stundum ósamkvæm
sjálfri sér og hún berst oft næsta
skammt í harki tímanna. En í
bæninni eigum vér vísan aðgang
að þeim valdastóli, sem hæstur
er. Þar er áheyrn að fá, þaðan
er hjálpar að vænta, bæn í Jesú
nafni opnar mætti blessunarinnar
farvegu inn í mannheim.
Sameinumst bræðrum vorum
um alla jörð, er biðja um frið.
Minnumst allra, sem búa við
hörmungar, harma og háska
vegna þess að þeir hafa komizt
í snertingu við þá skelfingu, sem
ógnar oss öllum og börnum vor-
um. Biðjum Guð allra tíma og
alira manna að taka í taumana,
þegar stefnt er í óvænt efni,
hefta óbilgirni, ábyrgðarleysi og
ofsa. Biðjum konung allra kon-
unga að stýra viti og vilja leið-
toga, hugsun og kenndum allþýðu,
láta alla muna það, að mannkyn
er statt tæpt á feigðarbrún. Biðj-
um fyrir kristinni kirkju, að hún
megi af fullri djörfung vitna um
og þjóna Drottni friðarins, rétt-
lætisins og kærleikans. Biðjum,
að vor litla þjóð megi verða mik-
il í auðmýkt og hollustu við heil-
agan vilja Guðs Og líf hennar fá
mót og þroskamegin frá friðar-
ríki Jesú Krists.“
Ingibjörg
Guðmunds-
dóttir,
tlxahrygg
Fædd 28. júní 1932.
Dáin 13. april 1965.
Hann fer og kemur
fyrirvaralaust,
flestum mönnum komu sína
dylur.
Jafnt um sumar, vetur, vor
og haust,
hann víst fer hljótt, en sporin
eftir skilur.
Sá, sem drottinn elskar ungur
deyr-
Eftir stöndum við í harmsins
skugga.
Ekkert færi á undankomu
meir,
af þvi dauðinn guðar hér á
glugga.
Me'ð trega er minnzt á ljúfa
liðna tíW,
hve létt það var að blanda
við þig geði.
Alltaf fús, svo ósérfhlífin, blíð
alltaif dreifðir vináttu og gleði.
Nú ertu laus við þjáningu og
þraut,
þungan sjúikdóm, áhyggjur og
trega.
Þú gengur frjáls um himins
bjarta braut,
blessuð sé þín minning
ævinlega
Þó að dauðans hrollur hristi
stortS,
og höggvi sundur vináttunn^r
keðju.
Þessi fáu fátæklegu orð
þér flytja okkar hinnstu
þakkarkveðju,
Svo ung ert horfin yfir
dauðans stíg-
Engill himna leiðina þér vísar.
Vertu sæl, og guð mun geyma
þig
reiða þína för til
jaradísar.
jiskyldan Vestra-Fróðholti.
Lok.aH
í dag kl. 12—4 vegna jarðarfarar
Gunnlaugs M. Jónssonar.
Skéhúsið hf.
H. J. Sveinsson hf.
Faðir okkar,
BJARNI HÁKONARSON
frá Reykhólum,
andaðist 20. þessa mánaðar.
Börnin.
Utför
SIGRÍÐAR SÆMUNDSDÓTTUR
fyrrum húsfreyju á Selfossi,
fer fram laugardaginn 22. þ.m. og hefst með kveðju-
athöfn I Selfosskirkju kl. 2. — Jarðsett verður að
Laugardælum.
Aðstandendur.
Séra SIGURJON JÓNSSON
fyrrum sóknarprestur að Kirkjubæ á Fljótsdalshéraði,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavik, laug-
ardaginn 22. maí kl. 10,30. Athöfninni i kirkjunni verður
útvarpað.
Anna Sveinsdóttir, Frosti Sigurjónsson,
Sindri Sigurjónsson, Máni Sigurjónsson,
Fjalarr Sigurjónsson, Vaka Sigurjónsdóttir.
Innilegt þakklæti til allra þeirra mörgu nær og fjær
sem auðsýndu okkur vinsemd og hluttekningu við
andlát og jarðarför
PÁLS ÞORGRÍMSSONAR
Sauðárkróki.
Pálína Bergsdóttir,
börn, tengdabörn og bamaböm.
Alúðar þakkir fyrir veitta hjálp, samúð og hlýhug
við andlát og útför frænku okkar
SIGURBJARGAR PÁLSDÓTTUR
Óðinsgötu 30.
Vandamenn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við
andlát og jarðarför eiginmanns míns og föður okkar
ÁSGEIRS H. P. HRAUNDAL
Vinaminni, Stokkseyri.
Sérstaklega þökkum við starfsfólki og læknum á
Sjúkrahúsinu á Selfossi og Landsspítalanum í Reykja-
vík, svo og Braga Ólafssyni, héraðslækni á Eyrarbakka.
Guð blessi ykkur öll.
Oddfríður Hraundal og böm.
Innilegar kveðjur og þakkir sendi ég öllum þeim er
sýndu mér vinarhug á afmæli mínu 11. maí s.l. með
heimsóknum, gjöfum og skeytum.
Guð blessi ykkur ölL
Oddrún Jónsdóttir,
Mýrarhúsum, Akranesi.
Innilegar þakkir fyrir hlýjar kveðjur, heimsóknir og
gjafir á gullbrúðkaupsdegi okkar 11. maí s.l.
Guð blessi ykkur ölL
DAVID
Af sérstökum ástæðum er fyrirliggjandi
hér á staðnum ein DAVID BROWN 990
dráttarvél með iðnaðarmoksturstækjum.
Vélin er sérstaklega heppileg fyrir verk-
taka, sem nota þurfa örugga vél til
moksturs.
Globus hf.
Vatnsstíg 3. — Sími 1-15-55.
Pálína Þórarinsdóttir,
Guðmundur Vestmann,
Fáskrúðsfirði.