Morgunblaðið - 21.05.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.05.1965, Blaðsíða 17
Föstudagur 21. maf 1965 MORCUNBLADIÐ 17 ÉG VAR eitthvað að tala um Tyrkland í síðustu grein. Ef ég man rétt vorum við á leið- inni til Efesus, það voru úlf- aldar við veginn og Tyrkir á múlösnum, og úti í landslag- inu arabiskur hestur með þunnt fax og mjóa fætur, það var eins og hvítu flugskeyti væri skotið yfir hæðina til vinstri — og sást ekki meir. Þeir nefna þennan lands- hluta Vestur-Anatolíu, en í postulanna gerningabók nota þeir stundum nafnið „skatt- landið Asíu“ af þvi að náttúr- lega átti keisarinn í Róm land ið eins og önnur lönd heims- byggðarinnar. Fyrir þeirra daga voru það Hetitar, Grikk- ir og Persar, og ég veit ekki hverjir, það skiptir ekki máli. Á okkar tímum er bærinn Efesus svo sem ekki neitt í neinu, hér um bil þýðingarlaus staður, smábær í stóru landi, umhverfið sendið sléttlendi, illa ræktað, tvö há fjöll í suðri, það þriðja í norðri, en í vestri sér til hafs, þar sem ein mesta höfn veraldar fyrir fannst áður á tíð, á dögum Fönikíumanna og þeirra karla, en um fimmtán hundr- uð ár eða lengur er hún búin að vera full af gulum sandi sem áin Kaystros ber fram. Þar eru á stóru svæði fen og foræði, fenjamýri, lítt byggi- leg langt fram á okkar daga vegna malaríu. Það var sól- móða og tíbrá yfir sléttunni og endimörkum hennar þennan dag, og sléttan og hafið runnin saman í eitt, eins og hafið og himinninn við sjóndeildar- hring. En langt — langt í burtu, úti í misturbláu vestr- inu risu eyjarnar og lyftu höfði og herðum upp úr vatns gufum og heitum dampi jarð- ar, eins og fjöll á himni, und- irstöðulaus, lönd annars heims. Ein þeirra vissi ég hlaut að vera Paþmos, sú hin sama, sem ég man eftir frá barnæsku á gullinrauðri mynd í Nýja testamentinu, og þann- ig kemur til sögunnar í heil- agri ritningu: „Ég, Jóhannes bróðir yðar, sem ber sameiginlega með yð- ur þrengingarnar, konung- dæmið og staðfestuna í Jesú Kristi, ég var á eyju þeirri, sem heitir Paþmos, vegna guðs orðs og vitnisburðarins um Jesú. Á drottins degi komst ég á vald andans og ég heyrði bak við mig sterka raust, eins og básúnuhljóm, og hún sagði: „Það sem þú sérð, skrifaðu það á bók og sendu hana til hinna sjö safnaða í Efesus og í Smyrnu og í perg- anum og----------- Þetta er úr upphafi Opinber unarbókar Jóhannesar. Þessi einkennilegi rithöfundur og guðspjallamaður, lærisveinn- inn sem Jesús elskaði og æv- inlega er sýndur skegglaus og kvenlegur á myndum, hann bjó um þessar mundir í Efes- us, ásamt Maríu guðsmóður, í litlu húsi eða öllu heldur helli uppi á fjallinu Pion. Seinna meir brutu jarðskjálftar þetta hús, og kapellu þá, sem á grunni- þess var reist, brutu jarðskjálftar einnig. Allt fór það á kaf í bleika urð, og vind ar breiddu jarðveg yfir urðina og rósin skaut þar rótum. En nú er það í meira en hundrað I rústum leikhússins mikla i Efes ur. En nú var okkur ætlað drjúgt verk að vinna: að skoða borgarrústirnar. Ég held að ein þrjú menningartímabil hafi verið liðin undir lok í Ef- esus, þegar Rómverjar byggðu þar sína borg. Það eru leyfar hennar sem hér eru til sýnis. Á þeirri tíð bjuggu tvö hundr- uð þúsund manns í Efesus, og voru fáar borgir heims til- komumeiri. Styrjaldir og jarð skjálftar eyddu þessa borg, eins og aðrar borgir fornald- ar, og breiddu urð og jarðveg yfir leikhús hennar, sigur- boga, goðamusteri og kon- ungshallir. Enn í dag eru um 75% hennar hulin jörðu og aðeins 25% uppgrafin og rann sökuð. Eitt var það öðru fremur, sem bar tign og frægð Efes- usborgar til endimarka heims: musteri Artemesar, sem var eitt af sjö furðuvergum ver- aldar. Artemis var gyðja frjó- seminnar, jarðargróðans, verndari villidýranna og þeirra manna, sem um hafið sigldu. Stytta hennar sýnir konu með mörg brjóst. Hún var um ótaldar aldir mest átrúnaðargoð gervallrar Litlu Asíu og allra landa umhverf- is Miðjarðarhaf, þangað sem grísk menning náði, himinbor- in og jarðnesk í senn, voldug og fögur og blíð. Fjöldi gull- smiða og silfursmiða í Efesus lifði á því að gera af henni smástyttur til heimilisnota, og líkön af musteri hennar, sem stóð á sléttlendinu utan við borgina. Sjálf var borgin í dal verpi milli fjallanna Pion og Coressos, og rammgerðir múr- ar allt um kring. Og þegar við göngum um þessar rústir vor- ið 1965, þá virðist ekkert ann- að trúlegra en að hér hafi sér- hver maður í fornöld verið listhagur í betra lagi, en fúsk- arar ekki látið á sér bera, eins og þekkist á vorum dögum. Unz hér ber að garði úr Aust urvegi Pál nokkurn frá Tars- us, að heimta allan lýð undir merki píslartækis þess, sem ár ofanjarðar, grafið úr moldu og endurreist, trúuðu fólki til hugsvölunar og venjulegum túristum til erindisauka upp á fjallið, af því það er svo góð- ur bisness. Nú veit ég ekki hvort sönn er sagan af búsetu þeirra Jó- hannesar og guðsmóður uppi á þessu fjalli, langt ofan við borgarmörk gömlu Efesus, en ég leyfi mér að trúa henni samt, og Tyrkir eru mér þakk látir fyrir það, enda þó þeir séu múhameðstrúar, og harem og kóraninn séu þeirra sálu- hjálp. Þeir óku mér þangað á sterkum bíl og fannst mér leiðin helzt minna mig á veg- inn um Vaðlaheiði austan- verða, nema hvað hún er hærri tyrkneska heiðin heldur en sú þingeyska. Kamella Sankti Maríu og grundvöllur- inn umhverfis hana heitir Panaeya Kapúla. Örskammt frá verður grænn hvammur mót suðri í efstu hlíð fjallsins. Þar hafa Tyrkir reist hótel- kofa, og þar nutum við, hálf- heiðnir pílagrímar nútímans, hvíldar um litla stund og mál- tíðar undir sóltjaldi, meðan við horfðum niður í djúpan dalinn framundan. Við þorð- um ekki að drekka vatnið sem Tyrkir báru okkur með matn- um, ætli við höfum ekki ver- ið hrædd um að fá svarta- dauða, kóleru eða taugaveiki, en rauðvín Anatólíu þótti á- hættulaus drykkur, svo og kaffið svart og heitt. Ekki veit ég hvort kjötið var af kálfi, asna, geit, Minotaurusi eða dinosaurusi, og hafði ég vonda matarlyst, vafalaust að ástæðu lausu. I’ort leikhússins í Efesus. svívirðilegast þekktist á jarð- ríki: krossinn. Honum er ekki illa tekið fyrst í stað, hann fær óáreittur að halda sínar ræður um eitthvað, sem hann nefnir „veginn", stofna krist- inn söfnuð. Þeir eru frjáls- lyndir, Efesusar, brosa kannski í kampinn að þessum flokki sérvitringa, láta hann í friði meðan hann veldur ekki óspektum á almannafæri né truflar viðskiptin. Þannig líða tvö ár, en þá dregur líka til tíðinda. Gull- og silfursmiðir borgarinnar verða þess varir að verzlun þeirra með smálík- neskjur Artemisar og eftirlík- ingar hins guðlega musteris fer að dragast saman. Um þetta segir svo í postulanna gerningabók: „Á þeirri tíð upphófst ekki lítil samúð á kenningu Páls, „veginum“. Þar var nefnilega silfursmiður að nafni Demi- trus, sem smíðaði Artemis- hof úr silfri og veitti fjölda handverksmanna at- vinnu við það og ósmáum hagnað. Hann kallaði nú alla þessa menn til fundar og þá sem byggðu lífsafkomu sína á svipuðum störfum, og sagði: „Þér vitið, tilheyrendur, að vér höfum lífsuppeldi vort af þessu starfi, og nú sjáið þér og heyrið, að ekki aðeins hér í Efesus, heldur og nærri þvl alls staðar í skattlandinu Asíu, hefur þessi Páll villt um fyr- ir fjölda fólks með ræðum sín- um, þar sem hann segir að guðir, sem gerðir eru af manna höndum, séu engir guð ir. Og það er ekki einungis hætta á, að handverk vort verði talið fyrirlitlegt, heldur einnig að helgidómur vorrar miklu Gyðju Artemis verði álitinn einskis virði, og að sú gyðja, sem allt skattlandið Asía, já, öll veröldin dýrkar, vérði rænd nokkru af guð- dómstign sinni.“ Þegar þeir heyrðu þetta, fylltust þeir reiði og hrópuðu og æptu: „Mikil er Artemis Efesus- manna!“ Bærinn komst nú í uppreisnarmanna, og fólkið allt ruddist til leikhússins og dró með sér þá Gajus og Ar- istarkus, tvo Makedóníumenn, sem voru ferðafélagar Páls, Páll vildi ganga inn í mann- þröngina, en lærisveinarnir leyfðu honum það ekki. Og nokkrir af Asíumönnunum, sem voru vinir hans, sendu honum boð og báðu hann að hætta sér ekki til leikhúss- ins.“ Við vorum í rústum þessa mikla leikhúss á páskadag, þann 18. apríl, og settumst þar niður til að hlustá eftir skó- hljóði tímans, bergmáli fortíð- arinnar. „Mikil er Artemis Efesusmanna. Niður mgð Pál- us þennan, sem gerir lítið úr himinborinni gyðju vorri,“ heyrðist mér ymja í brotnum hörginum að baki mér, en ég vissi að þar fór vindsveipur ofan úr dalnum. Ó, þessir hálf hrundu múrar og dauðu guð- ir! Ég heyrði lamb jarma uppi í fjallshlíðinni og lítill smali lék þar á hjarðflautu í nánd. Satt að segja gladdi þetta mig meira en ræða leiðsögumanns ins, sem stóð á brotinni súlu niðri á leikhúsgrunninum og rakti sundur garnþræði hist- óríunnar með handapati og mærð. Hvers vegna? Nei, það veit ég ekki. En ætli maður sé ekki fyrst og síðast barn augnabliksins. Og gáta fram- tíðarinnar — hún er mér hug- stæðara íhugunarefni heldur en grafir hinna dauðu. Dauður er Krösus hinn auðgi konungur í Lydíu. Ég lifi enn. Berlín, 7. maí 1965. Guðmundur Danielsson. Guðmundur Daníelsson skrifar ferðabréf: i;:- •• .J|£fe '' ••• . ; ' •..* :

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.