Morgunblaðið - 21.05.1965, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.05.1965, Blaðsíða 13
Föstudagur 21. maí 1965 MORCUNBLAÐIÐ 13 Sjötug: Valbjörg Jónsdéifír Frá HnílsdaL Nýtt féiagshei rhíIí að rísa í Hnífsdal Efnt til happdrættis til fjáröflunar HNfFSDÆLINGAR hafa und anfarin ár unnið að því að miklu kappi að koma sér upp nýju félagsheimili í stað gam- als og hrörlegs samkomuhúss, Bcin löngu er orðið ófullnægj- andi. Öll ópólitísk félagasam- tök í kauptúninu, en það eru íbróttafélagið Reynir, kven- félagið Hvöt, Verkalýðs- og ajómannafélag Hnífsdælinga og Slysavarnadeild Hnífsdals hafa sett á laggirnar sameigin lega fjáröflunarnefnd, sem stofnaði á síðastliðnu hausti til happdrættis til ágóða fyrir félagsheimilið. Með happdrœttinu vonast fjár- ðfiunamefndin til að ná til ailra, *em vilja slyrkja Hnífsdæiinga til þess að bæta féiagslega og menningarlega aðstöðu sina. — Aðalvinningurinn i bappdrætti félagsheimilisins er bifreið af Moskowitz-gerð, árgerð 1965. Samtals eru fimmtán vinningar í hapj>drættinu að verðmæti 150 þúsund krónur. Verður dregið í happdrættinu 1. júní nk. Ber því brýna nauðsyn til þess, að allir, eem fengið hafa happdrættis- miða til sölu herðl nú róðurinn. Framkvæmdastjóri happdrættis- ins er Guðmundur H. Ingólfsson 1 Hnifsdal. f>að er til marks um það, hve áhugi er mikiil fyrir byggingu fé- lagsheimilisins í Hnífsdal, að all- ir Hnifsdælingar hafa samþykkt að leggja fram 1% af iaunum sín- um til stuðnings félagsheimilinu. Jafnframt leggja vinnuveitendur jafnháa upphæð á móti framlög- um launþega. Byrjað var að byggja hið nýja íélagsheimiii árið 1958. En fyrstu árin gengu framkvæmdir seint, og það var ekki fyrr en haustið 1963 sem húsið var fokhelt. Nú hefur verið ákveðið, að -bygging- arframkvæmdunum verði skipt í áfanga þannig, að fyrsti áfangi skuli vera samkomusaiur og leik- svið, eldhús, veitingastofa, fata- geymsla, tvö snyrtiherbergi og lítið anddyri. Samfeomusaiurinn, sem fyrst á að taka í notkun, verður veitingasaiur í aðalbygg- ingunni. Er stefnt að því, að ijúka þeirri framkvæmd nú í sumar. Aimenningur í Hnífsdal hefur sýnt svo mikinn áhuga og lagt svo mikið að sér við byggingu félagsheimilisins, að fyllsta á- stæða er til þess að styðja þetta duglega og framtakssama fóik við þessa framkvæmd. Margir Reykvíkingar sem ættaðir eru frá Hnífsdal og nágrenni hafa fengið senda happdrættismiða til sölu hér syðra. Væri æskilegt að þeir gerðú nú myndariegt átak á lokasprettinum, áður en dregið verður í happdrættinu. MATLO BUXU R NÝTT F RÁ Hltíma Þess má geta að félagsheimila- sjóður hefur vegna féleysis ekki getað borgað nema brot af lög- boðnu framiagi sínu til féiags^ heimilisins í Hnifsdal. Á það meðal annars þátt í fjárhagserfið ieikum fyrirtækisins. í Hnífsdal er geysimikil fram- ieiðsla. Þar er rekið myndarlegt hraðfrystihús og gerðir út nokkr ir stórir véibátar. Eru Hnifsdæl- ingar þekktir fyrir harðfengi og dugnað við sjósókn og annan at- vinnurekstur. Happdrættismiðinn í happ- drætti félagsheimilisins í Hnífs- dal kostar aðeins 50 krónur. Kristinn Rapddur: 16. fehrúar 1889. Dáinn: 5. maí 1965. VIÐ FRÁFALL Kristins Péturs- sonar, biikksmíðameistara, er ■horfinn enn einn stofnandi stúk unnar okkar, Draínar nr. 55. Við minnumst samstarfs við hann og undir hans leiðsögn sem for- ustumanns um áratugi. Við minn umst árvekni hans og léttrar lundar, sem gerði starfið ánægju legt og fundina skemmtilega. Hver sem verður framtíð Góð- templarareglunnar á íslandi, verður brautryðjendanna jafnan að góðu getið. Meðal þeirra var Pétur Jónsson, blikksmiður; og synir hans, Bjarni og Kristinn, unnu máiinu ómetanlegt gagn á meðan líf og heilsa entist. Um ieið og við þökkum Kristni hin góðu kynni, vottum við ekkju hans og börnum þeirra innilega samúð okkar. Félagar í stúkunni Dröfn. Hópferöabilar allar stærðir iiKfairv.R ■ Simi 32716 og 34307. ATH DGIÐ að borið saman við útbreiðsiu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum biöðum. HUN er sjötug í dag hún Val- björg Jónsdóttir frá Valbjarnar- völlum, Borgarhreppi í Mýra- sýslu. Mér er sama hvort þið trúið því, en þetta er staðreynd. Hún fæddist nefnilega 21. maí 1895. Árið 1915 giftist hún Ás- birni Guðmundssyni. Þau bjuggu alla tíð í Borgarnesi í hamingju sömu hjónabandi. Eignuðust fimm mannvænleg börn og settu svip sinn á kauptúnið. Bornum sínum komu þau til manns á sinil prúðmannlega hátt og var þar þáttur Valbjargar sérstakur. Skapgerð hennar hefur verið svo sérstök að fágætt er. Rólyndi hennar er slíkt, að h’’m myndi vart skipta litum, þótt sprengja félli á Borgarnes. Hún kann svo dásamlega til verka, að dagleg störf hennar trufla ekki áhuga- efni hennar og þvi getur hún með góðri samvizku spilað bridge hvenær sem hana langar til og er þá vonlaust fyrir venju legan hafragraut að hamast við að sjóða. Hún sér um að hræra í honum þegar rúbertu lýkur. Við þuríum fleiri konur í þenn an heim sem Valbjörgu. Þá Moskvu, 14. maf. AP. • i dag ræddust þeir við i Moskvu, Lal Bahadur Shastrj, forsætisráðherra Indlands og Leonid Brezhnev, aðalritari sovézka kommúnistaflokksins. Stóðu viðræður þeirra yfir í tvær kluhkustundir, sem er óvenju langur tími. Sovézkir ráðamenn eru vanir að af- greiða erlenda gesti á skemmri tíma. Að viðræðUn- um loknum lagði Shastri blómsveig að grafhýsi Len- íns. Á sveigum var letrað: „Til hins mikla Lenins, holl- vinar Indverja“. verða engin vandræði í tilveru mannlífsins. Ég Jief aldrei efast um að Guð iwfi verið sjö daga að skapa heiminn, en hitt veit ég og trúi að hann vandaði sig vel og lengi þegar hann skóp Valbjörgiu. Slíka manneskju hljóta guðirn- ir að elska æfilangt. Til hamingju, Valbjörg. Hjálmar Bjamason íbúð óskast til leigu Ung þýzk stúlka óskar eftir lítilli íbúð sem fyrst. Upplýsingar merktar: „7641“ vinsamlegast leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 27. þ.m. TIRE INTERNATIONAL Nygen striginn í Gezteral hjólbörðannm losar yðar við eftirlarondi óþægindi Krossspranguir af miklum höggum Los milli gúmmís og striga Fúa Sprangur af völdum mikils hita Strigoþreytu Aðeins GENIRAL hjólbarðar eru hyggðir með NYGEN striga GENER.A.L TIRE INTERNATIONA’ hjjólbarðinn hf. LAUGAVEG 178 SÍMI 3SZ60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.