Morgunblaðið - 21.05.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.05.1965, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLADID Fostudagur 21. maí 1965 Skrifsfofuhúsnœði 2 herbergi samliggjandi og 1 herbergi stakt til leigu við miðbæinn. Lagerpláss getur fylgt. Tilboð merkt: „Skrifstofuhúsnæði — 7719“ sendist afgr. Mbl. fyrir mánudagskvöld. Ríkisfryggð skuldabr'éf Til sölu ríkistryggð skuldabréf að nafnverði 200 þús. Bréfin eru til 15 ára með 7% vöxtum. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir n.k. fimmtudag merkt: „Skuldabréf — 7660“. Önnumst allar myndalökur, r-i- hvar 09 hvenær q! [j"| sem óskað er. 1 j LJÓSMYNDASTOFA ÞÓRIS IAUGAVEG 20 B . SÍMI 15-6*0 2 LITAVER Úti- og innimálning. Mikiff úrval. Ödýrir penslar. Handverkfæri: Hamrar, skrúfjárn, — LITAVER Grensásveg 22. Sími 30280. (Litaver er staðsett á horni Miklubrautar og Grensásv.) íbúð oskast til leigu Ung þýzk stúlka óskar eftir lítilli íbúð sem fyrst. Upplýsingar í síma 41601. Lokað eftir hádegi í dag i vegna jarðarfarar. K. Þorsteinsson & Co. umboðs- og heildverzlun. Frystihclf — Frystihólf Næsta haust raunum við leigja út frystihólf fyrir | einstaklinga og fyrirtæki í frystihúsi okkar við \ Skipholt 37. Þar sem um takmarkað pláss er að j ræða, eru þeir, sem hug hafa á að taka á leigu frystihólf beðnir um að tala við Einar Jónsson j í síma 38560 eða 35545. ) t VERZLANASAMBANDIÐ H.F., Skipholti 37. IMauðungaruppboð eftir kröfu Gunnars Jónssonar, hrL verður bifreiðin B-68, 6 manna Fordbifreið árgerð 1958, skrásett eign Ólafs Lárussonar, Kópavogi, seld til lúkningar fjárnámskröfu kr. 12.300.— auk vaxta og kostnaðar, á opinberu uppboði sem fram fer í bifreiðaverk- stæði Hrafns Sveinbjörnssonar við flugvallarveg í Keflavik, föstudaginn 28. maí 1965 kl. 2 s.d. Bæjarfógetinn í Keflavik. 2 LESBÓK BARNANNA LESBOK BARNANNA Ef gangstétt engin fyrirfinnst, á förnum vegi er hættuminnst hægri brún sér halda á, helzt þá ökumenn þig sjá. Umferð mót að ganga er bót, einkum þegar dimma fer. Glitauga og glampaskin, getur hjálpað, litli vin. Á götuvita ef grænt ljós sérð, götuna öruggt yfir ferð. Þannig ertu á græmii grein, göngubrautin hrein og bein. Ljósið vænt lýsir grænt á leiðarvita götunnar. Græna ljós, þú geðjast mér, gott er að vera í fylgdmeðþér. Ég til vinstri víkja má vegum og götum öllum á, hvort sem ég er njólandi, hlaupandi eða gangandi Heitum því umferð í aetíð gæta varúðar. Heima bíða mamma má, mæðu henni forðum frá. ► Jón Oddgeir Jónsson . (úr bókinni „Ungir v vegfarendur") Skógarhögg Molbúanna EINU sinni fyrir langa löngu þurftu Molbúarnir að höggva sér við í skóg- inum. Hver um sig tók eleöa sinn og uxa oig síð- •n óku þeir af stað. Þeg- ar þeir voru komnir hálfa leið inn í skóginn, vildi tvo til að sá, sem fyrstur fór, missti öxi sína án þess hann yrði var við. Molbúinn, sem á eftir fór, hélt auðvitað, að hinn hefði með vilja kast að henni frá sér. Hann hugsaði því með sér: „Úr því að hann fleygir öx- inni sinni þarna, þá er bezt að ég geri það líka.“ Og svo gerði hann það. Ailir Molbúarnir fóru síð an eins að, þegar þeir komu þar að sem axirnar lágu, og köstuðu sínum öxum frá sér. Loks náðu þeir inn í tniðjan skóginn ag hugð- ust nú byrja skógarhögg- ið. En þá hafði enginn þeirra öxi, sem ekki var heldur von, eftir það sem á undan var gengið. Þarna stóðu þeir nú allir axa- lausir og voru að velta því fyrir sér, hvernig þeir •ettu að fara að því að fella trén. Ekki gátu þeir •ótt axirnar þar sem þær voru of langt í burtu til •ð tími ynnist til þess. Viðarlausir gátu þeir ekki heldur hugsað sér að koma til baka. En þá datt einum Mol- búanum gott ráð í hug. Hann sagði, að þeir skyldu allir klifra upp í stærsta tréð, sem þeir fyndu. Einn átti að hanga í trjákrónunni, annar í fótum hans og þannig koll af kolli. Þá þyrftu þeir ekki annað en sprikla og rykkja eins og þeir gætu og tréð yrði að láta sig. Þetta fannst þeim öll- um mesta snjallræði. Með þessu móti skyldi ekki líða á löngu þar til þeir hefðu fellt eins mörg tré og þá lysti. Þeir höfðu hraðann á og klifruðu upp í hátt tré og komu sér siðan fyrir eins og ráða- góði Molbúinn hafði lagt tiL Þarna héngu þeir nú góða stund og sprikluðu og rykktu sér til, en ekk- ert losnaði um tréð. Þá tók efsti karlinn að þreyt ast og hann kallaði nið- ur til hinna: „Haldið ykk* ur nú fast meðan ég spýti í lófana og næ betra taki.** Að svo mæltu sleppti hann takinu og allir Mol- búarnir steyptust niðui; hver um annan þveran. Engar sögur fara af því, hvort þeir rotuðu siig eða ekki, en hafi þeir sloppið lifandi þá lifa þeir líkleg- ast allir góðu lífi enn þann dag í dag. ***-)<** * SKRÝTLUR — Verður þú í gull- brúðkaupi Sveins? — Gullbrúðkaupi? Já. en Sveinn er að gifta sig, svo þetta er venjulegt brúðkaup. — Hann fær 2 milljóiV' ir með konunni. Frúin: „Mig minnir a8 ég hafi séð yður einhver* staðar áður“. Gesturinn: „Áreiðan- lega. Satt að segja er ég þar alltaf". — Þar sem þú ert einkaerfingi hans ríka frænda þíns, finnst mér að þú ættir að sýna meiri sorgarmerki við lát hans. — Víst geri ég það. Ég kypti mér strax svart seðlaveski, en þú getuí varla ætlast til, að ég fari að bera það utaa á mér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.