Morgunblaðið - 27.05.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.05.1965, Blaðsíða 2
% Fimmtudagur 27. maí 1965 MORGUNBLAÐIÐ Kennedyhöfða, 25. maí v (AP-NT'B) BANDABÍSKIR vísindamenn skutu í dag á loft nýjum gerfi- hnetti, „Petgasus 2“, sem ætlað er að safna upplýsingum um ör- smáa loftsteina eða geimryk og livaða hættu fseir geta skapað geimförum framtíðarinnar. Er þetta annar gerfihnötturinn þess- arar tegundar, en „Pegasus 1“ var skotið á loft hinn 16. febrúar s.I. K Eldflaug af gerðinni „Saturnus 1“ var notuð til að koma gerfi- hnettinum á braut, en eldflaug þessi er sú öflugasta, sem vitað er að til sé í heiminum. Framleiða orkugjafar fyrsta þreps hennar 1,5 milljón punda þrýsting, en sjálf er flaugin jafn há og 18 SAMGONGUR á sjó til Rauf- jrhafnar hafa nú verið tepptar i u.þ.b. tvo mánuði, og marg- víslegir örðugleikar hloti/.t af, eins og kunnugt er af frétt Sjómannadagurinn á sunnudag hæða hús. Er þetta áttundá til— raunin, sem gerð er með þessari tegund eldflauga, og hafa allar heppnazt vel. Gerfihnötturinn Pegasus 2 komst á rétta braut umhverfis jörðu, og er þegar farinn að senda upplýsingar til baka. Um leið og hringferðir hnatt- arins hófust breiddust út frá honum tveir vængir úr kopar- og alúmínþynnum, og er vænga- hafið rúmir 24 metrar, eða meira en á flestum stærstu farþega- flugvélunum. í hvert skipti sem loftsteinar lenda á vængjum þessum sendir Pegasus 2 upplýs- ingar um áreksturinn til jarðar. Annað þrep Saturnusflaugar- innar er áfast við Pegasus 2, sem fer með um 26 þúsund kilómetra hraða um geiminn. Vegna stærð- ar verða hlutir þessir sjáanlegir frá þeim stöðum á jörðu sem þeir fara yfir að næturlagi. Nýr gerfihnöttur: Kannar áhrif geimryks á ferðir geimfara um. Síldarverksmlðjur ríkisins hafa beðið eftir því, að hægt yrði að flytja héðan úr Reykja vík og þangað norður átján tonna gufuketil til síldarverk- smiðjunnar. Var að lokum á- kveðið að flytja ketilinn land- veg, og tók Vegagerð ríkis- ins verkið að sér. Á miðviku- dagskvöld var katlinum kom- ið fyrir á dráttarvagni, og var ætlunin að leggja af stað norður með ketilinn að morgni uppstigningardags. (Búizt var við, að greiðfært yrði til Húsavíkur, en tafir gætu orðið á leiðinni þaðan til Raufarhafnar, því að vegir þar á milli eru tæpast orðnir nógu þurrir enn. Þessi mynd var tekin á mið vikudagskvöld, þegar ketill- inn var kominn upp á vagn- inn í Reykjavík. Breitt hefur verið yfir hann. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.) SJÓMANNADAGURINN er n.k. sunnudag. Er það hinn 28. í röð- inni. Sjóm.annadagurinn er að þessu sinni haldinn fyrr en venju lega til þess að sem flestir sjó- menin geti verið í landi á Sjó- mannadaginn. Dagskráin verður með svipuðu sniði og að undan- förnu, en ástæða er til að vekja athygli á Sjómannadagskaffi, sem konur úr kvennadeild S.V. F.f. selja í Slysavarnafélagshús- inu á Grandagarði, frá kl. 14. Ágóðinn. af kaffisölunni rennur til sumardval.ar barna frá bág- stöddum sjómannaheimilum. Dagskrá Sjómannadagsins í Reykjavík verður sem hér segir: Dagurým hefst með því að fánar verða dregnir að hún á skipum í höfninni kl. 8. Klukkan 11 verð ur hátíðamessa í Laugarásbíói, iþar sem séra Grímur Grímsson prédikar. Kirkjukór Áspresta- kalls syngur undir stjórn Kristjáns Sigtryggssonar. Eftir hádegið, klukkan 13,30, leikur Lúðrasveit Reykjavíkur sjómanna- og ættjarðarlög á Austurvelli, en kl. 13,45 verður mynduð þar fánaborg með fán- um sjómannafélaganna og íslenzk um fánum. Klukkan 14 hefst svo minning arathöfn. Minnist þá séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup, drukkn- aðra sjómanna. Þá syngur Guð- mundur Jónsson nokkur lög. Verða siðan flutt ávörp dagsins. Talar fyrstur Guðmundur í. Guð mundsson af hálfu ríkisstjórnar- innar. Þá talar Matthías Bjarna- son, alþingismaður af hálfu út- gerðarmanna. Þá talar Jón Sig- urðsson, forseti Sjómannasam- bands íslands, fyrir. hönd sjó- manna. Þessu næst afhendir Pét ur Sigurðsson, alþm., formaður Sjómannádagsráðs, heiðursmerki Sjómannadagsins. Á eftir syngur Karlakór Reykjavíkur nokkur lög og mun það vera nýnæmi á þessum degi. Milli ávarpanna, sem að framan eru talin, leikur Lúðrasveit Reykjavíkur undir stjórn Páls P. Pálssonar. Að loknum hátíðahöldunum á Austurvelli fer fram kappróður Únnur eldflaugastöö í bygg- ingu við Hanoi? Dean Rusk lætur að.því liggja Washington, 26. maí — AP DEAN Rusk, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi hér í dag að hugsanlegt væri að önnur Áttræður KRISTJÁN V. Guðmundsson, Seljavegi 19, verður áttræður á morgun, 28. maí. — Hann verð- ur fjarverandi þann dag. sovézk eldflaugastöð sé stað- sett í nágrenni Hanoi, höfuð- borgar N-Vietnam, og séu þar „vopn tengd eldflaugum“ eins og hann orðaði það. — Rusk sagði að þetta benti ó- tvírætt til þess að Sovétríkin blönduðu sér æ meira í Viet- nam-deiluna. Hinsvegar vildi hann ekki ræða málið frekar í smáatriðum. Hinsvegar sagði Dean Rusk, eins og að framan getur, að „það mætti vera að önnur eld- flaugastöð væri nálægt Hanoi.“ Hann bætti því við að ekki væri með vissu vitað, hvort 'enn fleiri eldflaugastöðvar væru í land- inu. Utanríkisráðuneyti Bandaríkj- anna stáðfesti snemma í þessum mánuði að ein slík eldflaugastöð væri í byggingu skammt frá Hanoi. Um málefni Dóminikanska lýð veldisins sagði sagði Rusk meðal annars: ,„Hættan á að öfgamenn — þ.e.a.s. kommúnistar, nái vöid- um, hefur verið minnkuð til muna enda þótt ekki hafi verið komið í veg fyrir hana að fullu. Dregið hefur úr hættunni sökum þess, að öllum er nú ljóst orðið að vandamál Dóminikanska lýð- veldisins verða ekki leyst með vopnavaldi, heldur eftir lýðræð- islegum leiðum." Rusk sag'ði að utanríkisráð- herrar landa Samtaka Ameríku- ríkja (OAS) myndu hittast í Washington á morgun, fimmtu- dag, til þess að ræða ástandið í Dóminikanska lýðveldinu. Danskur háskóla stykur handa íslendingi DANSKA menntamálaráðuneytið býður fram styrk handa íslend- ingi til háskólanáms í Danmörku námsárið 1965—‘66. Styrkurinn verður veittur til 8 mánaða, og má vænta, að styrkfjárhæðin muni nema 780 dönskum krónum á mánuði, auk þess sem greiddar eru kr. 50,00 vegna ferðakostnað ar í Danmörku. Umsóknum um styrk þennan skal komið til menntamálaráðu- neytisins, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, eigi síðar en 25. júní n.k., og skulu fylgja staðfest af- rit prófskírteina, svo og með- mæli. Tilskilin umsóknareyðu- blgð fást í menntamálaráðuneyt- inu. í Reykjavíkurhöfn. Að þessu sinni verður ekki keppt í sundi vegna sjávarkulda. Eftir kappróð urinn verða svo veitt verðlaun. Eins og að framan er getið, selja slysavarnakonur Sjómanna- dagskaffi í Slysavarnafélagshús- inu á Grandagarði. Rennur ágóði af sölunni til sumardvalar barna frá bágstöddum sjómannaheimil- ufn. Þennan dag verður ný álma tekin í notkun í Hrafnistu, dval- arheimili aldraðra sjómanna. — Álma þessi á að rúma 64 vist- menn og verður álman opin öll- um, sem áhuga hafa á að skoða hana á Sjómannadaginn frá kl. 12—17. Um kvöldið verða svo kvöld- skemmtanir á vegum Sjómanna- dagsráðs í flestum samkomuhús- um borgarinnar. í Súlnasal Hótel Sögu verður sérstakt Sjómanna- dagshóf. Sjómannadagsblaðið kemur út að vanda á Sjómannadaginn, svo og merki dagsins. Verður hvort tveggja afhent sölubörnum frá kl. 9,30 á Sjómannadaginn á eftir töldum stöðum: Verzluninni Straumnes, Nesvegi; Melaskóla; ÍR-húsinu við Túngötu; Hafnar- búðum; Verzluninni Laufás við Laufásveg; Skátaheimilinu við Snorrabraut; Sunnubúð við Mávahlíð; Hlíðaskóla; Lauga- lækjaskóla; Biðskýlinu Háaleiti við Háaleitisbraut; Breiðagerðis- skóla og í Vogaskóla. Auk sölu- launa fá börn þau, er selja blaðið og merki dagsins fyrir meira en kr. 100, ókeypis aðgang að kvik- myndasýningu í Laugarásbíói. Dr. Jóhann Axelsson. Jóhann Axels- son prófessor í lífeðlisfræði HINN 20. maí s.l. skipaði forseti íslands að tillögu menntamála- ráðherra, dr. Jóhann Axelsson prófessor í lífeðlisfræði við læknadeild Háskóla íslands. Dr. Jóhann Axelsson hefur ver ið dósent við háskólann í Gauta borg og únnið þar jafnframt að lífeðlisfræðilegum og lífefna- fræðilegum rannsóknum á slétt- um vöðvum og æðum. Uivi nauegi í gær matti heita logn um allt land og mjög þokusælt norðan lands og austan. Hiti var ekki nema 1—4 stig á þokusvæðinu, en þar fyrir utan góð hlýindi, 8—12 stig. Jafnvel á Gríms- stoðum á Fjöllum var sól- skin og 9 stiga hiti. Veður er yfirleitt mjög aðgerðalaust í grennd við landið. Jafnþrýsti línur eru að þessu sinni dregn ar fyrir fimmta hvern milli- bar. Lægðin suður af Græa* landi er að eyðast og hreyf- ist suðvestur eftir. Veðurspá kl. 22 á miðviki*' dagskvöld íyrir næsta sólar- hring á eftir: SV-land og miðip: Hæg- viðri, víðast úrkomulaust. Faxaflói, Breiðafjörður og miðin: Hægviðri, léttskýjað með köflum. Vestfirðir til Austfjarða, miðin og Austurdjúp: Hæg- viðri, þokuloft. SA-land og miðin: Hæg- viðri, sums staðar léttskýjað. Veðurhortur á föstudag: Hægviðri, þokuloft og kalt á Norður- og Austurlandi, en hlýtt og gott veður sunnan- lands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.