Morgunblaðið - 27.05.1965, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.05.1965, Blaðsíða 20
20 MORGU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 27. maí 1965 Jónsson lögreghi- - Minningarorð Björn þjónn FÖSTUD. 26. maí 1965 verður jarðsunginn frá Seyðisfjarð- arkirkju, Björn Jónsson, lögreglu þjónn, frá Firði, Seyðisfirði. — Bjöm var fæddur á Seyðisfirði 6. ágúst 1909, og varð bráðkvadd- ur að heimili systur sinnar hér í bæ, 20. maí sl. Voru foreldrar hans Jón Jónsson, bóndi í Firði, og kona hans, Halldóra Á. Björns dóttir. Fregnin um iát Björns, kom eins og reiðarslag yfir alla þá, sem til hans þekktu. Því þó menn vissu almennt að hann væri sjúk- ur, trúði enginn að svo kraft- mikill maður, með svo mikla lífs- orku, hefði kvatt okkur. — Mun mörgum finnast, sem marga menn vanti hér á staðnum, er Björn sést ekki lengur. Björn ólst upp í foreldrahús- um, ásamt systkinum sínum, þeim Steini, sem nú er lögfræð- ingur í Keykjavík, og Katrínu, í uppvextinum stundaði Björn almenn verzlunar- og landbún- aðarstörf. Árin 1928—1930 stund- aðí hann nám við Verzlunarskóla íslands, en í desember 1930 hélt hann til Þýzkalands til írekara náms, og dvaldi þar til ársloka 1933. í byrjun Þýskalandsdvalar sinnar komst Björn í kynni við íþróttahreyfinguna þai 1 iandi og tók hann allan tímann mjög virk- an þátt í henni. Gekk hann fyrst í „Lybecker Turnerchaft", og urðu þar fyrstu kynni hans og tvísláarinnar og svifráarinnar, sem hann hélt ætíð tryggð við upp frá því. í lok ársins 1932 fluttist Björn til Stettin, og gekk hann þar í „Stettiner Turnferein Korporation". Æfði hann þar frjálsgr íþróttir af miklu kappi, auk þess sem hann stundaði alls- konar fimleika. Tók Björn þátt í allmörgum kappmótum, og gat sér góðs orðstírs sem fimleika- og frjálsíþróttamaður. Árið 1930, eða nánar tiltekið, 6. ágúst það ár, lauk hann kappraun, sem gaf honum rétt til að bera bronse- afreksmerki þýzka íþróttasam- bandsins. Þurfti hann að ljúka lágmarksafrekum í 5 íþróttagrein um, á sama degi, til þess að vinna sér rétt þennan. Er Björn dvaldi í Stettin var hann í beztu 4x100 m boðhlaupssveit borgarinnar. Björn kom aftur heim til ís- lands 20. janúar 1934 og starfaði við skrifstofustörf á Síglufirði til ársins 1939. Útvegaði hann Sigl- firðingum bæði svifrá og tvislá, og byrjaði hann þá fyrst að æfa af kappi á þeim áhöldum, sem hann náði frábærri leikni í, auk þess sem hann stundaði aðrar í- þróttir af kappi, svo sem knatt- spyrnu og frjálsar iþróttir að sumrinu, en skauta- og skíðaiðk- anir að vetrinum. Árið 1939 fluttist Björn aftur til Seyðisfjarðar og lét hann ekki langan tíma líða, þar til hann hafði einnig útvegað Seyðfirðing- um bæði tvíslá og svifrá. Hélt hann síðan uppi stöðugum æf- ingum, að mestu leyti upp á eigin spýtur, þrisvar í viku, allt til árs- ins 1961, er hann varð að hætta iðkunum, sökum sjúkdóms þess, er svo stuttu seinna leiddi hann til dauða. Björn var frábær íþróttamað- ur, og unni hann íþróttunum af heilum huga, eins og gleggst má sjá af því, hve lengi hann stund- aði sína uppáhaldsíþrótt, áhalda- fimleikana, og þjálfaði stóran hóp vaskra drengja, með sinni al- kunnu og óeigingjörnu elju. Einnig má geta þess hér, að hann tók þótt í frjálsíþróttakeppnum á héraðsmótum, allt til fertugs ald- urs, og var ávallt í röðum fremstu manna. Veit ég engan mann á 53. aldursári, sem farið hefur óska- sveiflu áhaldafimleikamanna, „Risasveiflu“, á svifrá, að Birni undanteknum. Ég, sem þetta rita, kynntist Birni allnáið, bæði í gegnum fim- leikana, sem við iðkuðum saman í um það bil 15 ár, auk þess sem við störfuðum saman að lög- gæzlu, í 5% ár. Þurfti þó ekki nema afurlítið brot af þessum tíma, til að sjá, að á ferðinni var 'i- Mest seldu gólíteppin í dag eru LYKKJIiTEPPIN ★ Við seljum aðeins lykkjuteppi úr 100% uíl og 100% nælon. ★ Lykkjuteppin fara vel við öll húsgögn. ★ Ath.: Nælonteppin eru helmingi sterkari en önnur teppi. ★ Glæsilegt litaúrval. ^ Tízkan er í Teppi hf. Austurstræti 22 — Sími 14190. einstakur drengur, sem allra götu vildi greiða, en engum mein gera. Björn var annálaður fyrir ná- kvæmni og samvizkusemi, sem glöggt má sjá á öllu þvi sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Er einkar skemmtilegt að skoða mynda- og verðlaunasafn hans, sem mjög er stórt í sniðum og smekklega niðurraðað, í nýja í- búðarhúsinu hans, sem hann byggði 1959—1961, en naut í svo skamman tíma. Björn var mjög gefinn fyrir útilíf, og hafði næmt auga fyrir fögru landslagi, Tók hann ætíð nærri sér, ef náttúruspjöll voru framin í gáleysi. Hann stundaði alla ævi fjallgöngur og hin síðari ár svo sem heilsa hans leyfði. Sérstaka tryggð tók hann við smá foss i svonefndum „Dagmálalæk", sem hann laugaði sig í eftir hverja fjallgöngu. Hafa Seyðfirð- ingar nefnt foss þennan „Björns- íoss“. Meðal margra kosta Björns var það hve barngóður hann var. Fyrir fáum dögum átti hann leið í hús hér í bæ, hitti hann þar á hlaðinu lítinn dreng, þriggja ára gamlan, og tók hann tali, sem hann gerði iðulega er hann hitti smábörn. Þegar Björn kvaddi, sagði litli drengurinn aðeins: „Komdu fljótt aftur". Er syni mínum, sjö ára, barst fregnin um andlát Björns, stundi hann upp þessum orðum: „Æ — aumingja Björn“. Sýna þessi dæmi, hvern hug lítil börn báru til hans. Björn var trúaður maður, og var skemmtilegt að ræða trúmál og allífsgátuna við hann. Senni- lega er ekki lengri tími liðinn en tvær vikur, síðan við reyndum, á fögru vorkvöldi, ásdmt Jóni, systursyni hans, að kryfja lífsgát- una til mergjar í skemmtilegum samræðum. „Þótt mannanna þekkmg sé markað svið svo mælt vér ei geiminn fáum, til ljóssins að sannleika leitum við svo langt sem með huganum náum. Hver veit þá, er þeirri lýkur leit, hve langt vér að endingu sjáurn?1* Þá vissum við ekki, hve stutt þú áttir eftir að vera meðal okk- ar, en komum okkur saman um það, að allt sem ætti eítir að ske, mundi ske, þó við vissurn ekki þá, hvað það yrði, fyrr en það væri skeð. Svo einfalt var það. Nú hefur þú, kæri Björn, geng- ið í gegnum þessa jarðvist og skyndilega horfið bak við það tjld, sem við svo oft höfum reynt að skyggnast bak við, með til- gátum og hugmyndum. Er ekki laust við, að við hinir, sem svo oft ræddum þessi mál við þig, hálf öfunduðum þig af að vera kominn heilum bekk ofar okkur í skóla allífsins, þar sem þú færð að nema fullkomnari fræði, en við höfum tök á, hérna megin tjaldsins. Því eins og við þótt- umst sjá út úr þessu öllu, þá er allt á framfarabraut. I vissu um það, að sérhver sem í gegnum þessa jarðvist hefur gengið, komi fullkomnari inn á annað tilverustig, og taki þar á móti sínum vinum, kveð ég þig, kæri Björn, með innilegri FFFF- kveðju, fyrir hönd fimleikaflokks þíns og fjölskyldu minnar, með kæru þakklæti fyrir allt, um leið og ég votta aðstandendum þinum samúð okkar. „Hvar er lífsins sælan sanna, sigur þess og aðalmið? Það er framsókn frumherjanna, frelsissporið upp á við. Það er vitsins blóðug braut, brotin gegnum hverja þraut, sigurleið hins sannleikssterka, sigur gæzku og kærleiksverka". Jóhann Sveinbjörnsson, Seyðisfirði. Kaffisala í Laugarnessó’-n ÞAÐ hefur sannarlega ekki nd- anfarin ár þurft að hvetja fólk til að sækja kaffisölu Kvenfélags Laugarnessóknar á uppstigning- ardeginum. Þar hefir alltaf hvert borð verið setið allan daginn eft- ir að kaffisalan var byrjuð, og oft stórir hópar beðið eftir því að fá borð. En alltaf hefir, með brosi og lipurð, verið greitt úr öllum vanda, svo ég held mér sé óhætt að segja, að hver einasti hafi far- ið ánægður og glaður á brott, næstum því eins og hann hafi verið að njóta íslenzkrar gest- risni, eins og hún þekkist bezt á myndarheimili uppi í sveit. En á þessum uppstigningardegi ætla honurnar að breyta til. — Upphafið verður eins og áður — guðsþjónustaii í kirkjunni. — Og þar mun að þessu sínni predika séra Magnús Guðmundsson, fyrr- verandi sóknarprestur í Ólafsvík, sem nú þjónar á kirkjunnar veg- um sem sjúkrahúsprestur í Reykjavík. En nú verður kaffisalan ekki eins og áður í kirkjukjallaranum, t heldur hefst hún eftir guðsþjón- ustuna, eða kl. 3, í salarkynnum Laugarnesskólans. Hafa forráða- menn skólans sýnt konunum þessa sérstöku lipurð og velvild — svo nú ætti enginn að þurfa að biða eftir borði í þeim virðuiega og víða sal. Sannarlega mun verða tekið vel á móti öllum, það hafa kven- félagskonurnar í Laugarnessókn alltaf gert. Og íólkið, sem um undanfarin ár hefir komið vestan af Nesi og af Öldugötunni og Urðarstignum, það er jafn velkomið og okkar eigið sóknarfólk, að ég nú ékki tali um þá, sem austan við okkur búa. Og eins væntum við unga fólksins, sem reglubundið hefir komið til okkar undanfarin ár og næstum eins og borið til okkar vorið. Já, velkomin öll til kaffisölu Kvenfélags Laugarnessókhar í Laugarnesskóianum þennan upp- stigningardag. Hún hefst kl. 3 — Styðjið kvenfélagið í þess góða starfi um leið og þér njótið stund arinnar og dagsins. Garðar Svavarsson. Verkamenn Verkamenn vantar til starfa við nýja verk- smiðju, sem er í þann veginn að taka til starfa hér í borginni. Ákvæðisvinna. — Matur á staðnum. — Góður aðbúnaður. Upplýsingar í síma 37989 frá kl. 19—21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.