Morgunblaðið - 27.05.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.05.1965, Blaðsíða 28
28 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 27. maí 1965 1 ANN PETRY: STRÆTIÐ — Er það ekki „Hnotubrjóturinn", sem við erum að spila? Þegar hún gekk frá skrifborð- inu, leit hún ekki aftur á lyk- ilinn. En hún stanzaði í dyr- unum og fann til ofurlítils sakn aðar, að þarna skyldi enginn vera til að kveðja, því að svona brottför var einhvernveginn ekki fullkomin nema maður gæti kvatt einhvern vin, og í öllu þessu húsi þekkti hún ekki eina einustu sál nógu mikið til þess að kveðja hana formlega. En það var hún frú Hedges. Hún gekk greitt út úr dyrun- um, þegar henni datt hún í hug. Þegar út kom, sannfærði hún sig fyrst, um, að ekkert h@fði orðið að viðkvæma borðinu hennar. Handkerran stóð þétt upp að gangstéttinni og borðið var ofan á henni. Skrautlegu, útskornu fæturnir sneru upp. Hún sá sér til ánægju, að svo til hver einasta kona, sem fram hjá fór, stanzaði til að skoða það og augu þeirra dvöldu við útskurðinn og svo komu þær nær og reiknuðu út lengdina á því. Ef hún hefði ekki lagt svartan klút yfir búrið pafagauksins, hefðu allir líka getað séð það og hver tönn hefði verið á floti af öfund. Það var verst, að hún skyldi vera að breiða yfír það, en ef hún ekki hefði gert það hefði hann orðið ringlaður af Iþessu nýstáirlega umhverfi og sennilega ekki gefið frá sér hljóð í heila viku. Hún sneri sér að frú Hedges. — Jæja, þá er maður að kveðja, sagði hún. — Ertu að fara, blessunin? Frú Hedges horfði á stóra böggulinn í dagblaðinu, sem hin var með undir hendinni. Min kinkaði kolli. — Spámað- urinn afstýrði því, að ég yrði rekin út, en ég vil bara ekki vera hér lengur. Hún lækkaði svo röddina, að frú Hedges varð að sperra eyrun til að heyra til hennar. — Jones er orðinn al- veg óþolandi, sagði hún svo sem til afsökunar. Hún þagnaði síð an, en þegar hún tók til máls aftur talaði hún hærra. — Jæja vertu nú sæl, og hún brosti breitt svo að skein í bera gómana. — Veit Jones, að þú ert að fara? — Nei, mér fannst það tilgangs laust að segja honum frá því. — Jæja, vertu þá sæl, bless- unin. Hún gekk svo út á götuna og fylgdi borðinu eftir, hægt og síg andi burt frá húsinu. Borðið var þungt og maðurinn varð að taka á öllum kröftum sínum til að draga kerruna. Hann líktist mest hesti, sem stritar fyrir þungu æki. Nú jæja, hann þurfti nú ekki svo langt að fara, rétt eins og tvær húsasamstæður. Hafnarfjörður Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Hafnarfjarðarkaupstað er að Arnarhrauni 14, sími 50374. Kópavogur Afgreíðsla Morgunbiaðsins í Kópavogi ev að Hlíðarvegi 61, sími 40748. AKUREYRI Afgreiðsla Morgun'olaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allan Eyjafjörð Þegar hún þrammaði á eftir kerrunni, barst hugurinn aftur til Jones. Kannski hefði hann orðið öðruvísi ef hann hefði not ið sólarinnar í lífinu. En síðan hann var að reyna að draga frú Johnson niður í. kjallarann, hafði hann farið dagversnandi. Það var nú ljóta nóttin, bæði öskrin í frú Johnson og þetta síða pils flækt um fæturna á henni og það var svo dimmt við kjallaradyrnar, að þau tvö litu út eins og Ijótur draumur, sem maður mundi muna að rriorgni. í raun og veru var það í fyrsta sinn í dag, sem Jones hafði ráð ist að henni, síðan hún fór til spámannsins, því að auðvitað var það ekki nema eðlilegt, að hann léti hana í friði meðan hún bar þessi varnarmeðöl á 49 sér. Hún herti takið á böggl- inum, svo að hún fyndi fyrir krpssinum gegn um mjúka kjól- ana, og svo greip hún um varn- arduftið í vasa sínum. Hún leit aftur á kerrumann- inn. Kona, sem lifði ein; hafði ekki marga möguleika. Þetta var sterkur maður og um það bil á hennar aldri eftir hæruskotnu hárinu að dæma, og vinnufús var hann, því að þetta var erfiðis- vinna, sem hann fékkst við. Nei, einmana kona hafði ekki mikla möguleika, Húsráðendur gerðu sér dælt við þær og vildu ekkert laga til og gerðu sig merkilega, ef leigan var svo mik ið sem einum degi á eftir tíman um. En afstaðan var öll önnur, ef karlmaður var í húsinu. Ef hann væri sterkur eins og þessi, mundu húsráðendurnir ekki fara neitt að brúka sig. Auk þess var það, ef tvö væru vinnandi, og annað yrði veikt, gæti hitt haldið öllu gangandi og nóg yrði fyrir mat og húsaleigu. Og þannig var líka hægt að hafa heimili, ibúð í staðinn fyrir for stofuherbergi, og þegar hún hefði borðið, yrði aurunum hennar ,allt af óhætt. Þetta var sterkur maður. Vöðv arnir á honum bólgnuðu út þegar ar hann tók á kerrunni. Hún færði sig nær honum. — Heyrðu mig, sagði hún og röddin var ísmeygileg. — Veiztu urri nokkurn stað, þar sem ein- hleyp kona gæti fengið leigt? Svo flýtti hún sér að bæta við: — Ekki hérna í götunni. 16. KAFLI Jones lagði frá sér kalkkústinn á efsta þrepið í stiganum hjá sér og leit á úrið sitt. Klúkkan var hálfþrjú og það var einmitt sá tími, sem hann var vanur að borða. Hann fór hægt niður stig ann og leitaði fyrir sér að hverju rrepi. Hann var svo skratti breyttur, að hann verkjaði jafn- vel í fæturna. Hann var búinn $ð ganga upp og niður þessar tröppur, þangað til hann var alveg hættur að telja, hve oft, og bara af þvi, að hann hafði verið svo vitlaus að skilja eftir orðsendingu: „Hús- vörðurinn er að mála í nr. 41“ var eins og allir í húsinu fyndu strax eitthvað í ólagi, sem þurfti að gera við samstundis. Og ofan á allt annað þá hafði hann þurft að fara alla leið niður í kjall- ara til að kynda miðstöðina. Hann skellti hurðinni á íbúð inni aftur á eftir sér, sneri sér síðan við og læsti henni. Hann ætti að fá sér ofurlítið loft í lung un áður en hann færi að taka til mat handa sér, því að það var eins og þessi málningarþefur í nösunum á honum væri kominn um hann allan. Min var heima í dag. Hún var núna í íbúðinni. Hann hægði á sér þegar hann minntist þess, hvernig hann hefði rétti verið búinn að leggja hendur á hana í morgun. Hafði hún gert kross- mark fyrir sér, eða hafði hann bara ímyndað sér það? Hann vissi það ekki einu sinni núna. Það hlaut að finnast einhver að- ferð til þess að losna við hræðsl una við þennan kross, nógu lengi til þess að kyrkja hana, og þá styngi hún kannski af og það fyrr en honum gott þætti. En hún varð að fara, jafnvel þótt krossinum væri nú sleppt, því að hann þoldi ekki lengur að horfa á hana. Svo mjög sem hann hat aði Lutie Johnson, þá minntist hann hennar alltaf þegar hann horfði á Min. Þegar hann var kominn nið ur á sína hæð, flýtti hann sér að gangdyrunum hjá sér, og neyddi sjélfan sig til að hætta að hugsa um Min og Lutie, og beindi hug anum að því, hve þægilegt það yrði að anda að sér frísku lofti úti á götunni. Það fyrsta, sem hann tók eft ir, þegar út kom, var að sólin var farin að skína. Hann hallaði sér upp að húsveggnum, andaði að sér og horfði á fólkið, sem framhjá fór. Hann þefaði úti loftið með velþóknun. Það var kalt, en það var ferskt og hreint eftir allan málningarþefinn. Ekki var þó mikill hiti af sólinni, og loftið var gráleitt, rétt eins og hann ætlaði að fara að snjóa. Já, hann mundi snjóa í kvöld eða á morgun. Hann kyeppti hnefann um leið og hann leit upp í gluggann. Allt af þurfti hún að vera að skipta sér af ho.num. Hann hafði verið að skoða himininn steinþegjandi og svo þurfti þessi rödd hennar að trufla hann. Hann gekk eitt skref að glugganum og stóð þá kyrr, þvj að hann mundi hvíta manninn, Junto, sem var vernd ari hennar, hvíta manninn, sem var innundir hjá lögreglunni og hafði tekið Lutie Johnson frá honum. Einhvern daginn yrði hann svo vondur, að hann gleymdi því alveg, að hún hafði þessa vernd og þá mundi hann draga hana út um þennan glugga, eins og hún lagði sig og berja hana, þangað til hún væri orðin að einni kássu og þ’á . . . . Orð hennar bergmáluðu í huga hans. Hann leit beint á hana. — Hvað? sagði hann. — Min er farin, sagði hún. — Farin? Hann kom nær glugg anum, og skildi ekki neitt í neinu. — Hvað áttu við með, að hún sé farin. Hvert farin? — Hún er flutt. Tók borðið og kanarífuglinn og fór um klukk an ellefu. — Fínt er! sagði hann. — Ég vona bara, að hún fari ekki að koma aftur. Ég skyldi . . . Orð- in þvældust í munninum á hon- um og hann þagnaði. — Hún kemur ekki aftur, kall minn, sagði frú Hedges, og rödd in var róleg. — Hún er alfarin. Hún hallaði sér í áttina að hon- um og kom olnbogunum þægi- lega fyrir á gluggakistunni. — En hvað varstu að segjast mundu gera, ef hún kæmi aftur? Hann sneri sér án þess að svara þessu og fór inn í húsið. Það gat eins vel verið, að hún væri að ljúga, hefði bara búið til söguna, til þess að sjá, hvernig honum yrði við. Þetta var senni lega einhverskonar gildra, og því fyrr sem hann kæmist að sann leikanum, því betra. En í sama bili og hann opnaði vissi hann, að frú Hedges hafði sagt honum satt frá. Min var far in. Stofan var auð og yfirgefin. Hún var aldrei vön að vera heima á þessum tíma og hann tók að velta því fyrir sér, hvað það gæti verið, sem gáefi til kynna, að hún væri farin, og reyndi að finna, hvaða breyting væri orðin á stofunni. Veggurinn fyrir framan hann var auður og nakinn. Jú, þarna kom það! Þessi eyða var þar sem borðið var vant að standa. Hann ýtti hægindastól út að veggnum og starði á hann ó- ánægður. Hann gat ekki komið í staðinn fyrir borðið, en undir strikaði einmitt fjarveru þessa langa, gljáandi húsgagns, og minnti hann á hve tígurlegar klóa lappirnar höfðu verið. Hann átt aði sig ekki á því, hve vanur hann var orðinn borðinu, fyrr en það var horfið. Það var ekki nema eðlilegt, að hann saknaði þess, því að oft hafði hann horft á það tímunum saman, þegar hann sat á legubekknum . . . Hann ætlaði að flytja skrifborð ið sitt þangað, sem borðið hafði staðið. Þar stóð það einmitt áður en Min kom til hans. Hann byrj aði strax að ýta bofði yfir gólfið og spurði um leið sjálfan sig, hvernig hann nennti að vera að þessu, eins og hann var þreytt- ur. En stofan varð samt ekki eins og hún átti að vera. Tréð í skrif borðinu var gljáalaus eik. Og það var skítugt. Það var enginn glans á því. Hann yppti öxlum. Eftir nokkra klukkutíma yrði hann búinn að venja sig við það. En á meðan skyldi hann fara inn í svefnherbergið og sjá, hyort hún hefði'haft nokkuð á brott með sér sem hún átti ekki. Hann var að snúa sér við, þeg ar hann kom auga á rifnu um- slögin á gólfinu. Hvernig gat hann hafa fært skrifborðið, án þess að taka eftir þeim?? Hvað an komu þau? Hann strauk hend inni um andlitið til þess að átta sig á þessu, því að heilinn í hon um var rétt eins og fullur af kóngulóarvefum. Hann tók upp bréfin og leit á þau. Þetta voru þau sömu, sem hann var að rífa sundur þegar Min kom inn í morgun, bréfin, sem strákþjófur inn hafði fært honum í gær- kvöldi. Hann hafði stungið þeim í vasann og svo gleymt þeim þangað til í morgun. Min hafði séð þau, séð hann vera að rífa þau, og sennilega athugað þau eftir að hann fór út. Og nú vissi hann ekki, hvert hún var farinn, en hitt vissi hann, að nú gat hann aldrei verið óhult- ur, meðan hún væri lífs, því auð vitað mundi hún halda, að hann hefði stolið þeim og svo mundi hún klaga hann. Hann hefði átt að kála henni í morgun, en hann gat það bara ekki, það gerði krossinn, og hann vissi ekki almennilega, hvort hún hefði gert krossmark fram an á sig, eða hvort sér hefði mis sýnzt, rétt einu sinni. Hann ætti að koma sér héðan sem allra fyrst og eitthvert, þar sem lög reglan gat ekki fundið hann. Og þarna voru líka snifsi af umslögum við svefnherbergis- dyrnar. Eða var það missýning? Nei, þau voru rifin en raunveru leg. Hvö heldur en eitt. Höfðu þau dottið af borðinu þegar hann var að færa það, eða hafði Min misst þau á gólfið, og skilið þau eftir, til þess að gefa honum til kynna, að hún hefði séð þau? Hann gekk fram og aftur um gólfið. Hann hlaut einhverriveg inn að geta fundið út úr þessu. Færi svona, lenti hann í skömm inni en krakkinn slyppi, og Lutie Johnson héldi áfram að sofa hjá þessum hvíta lúsablesa. En hann mátti bara ekki fara að hugsa um það, því að þá varð hann alltaf ruglaður í kollin- um, gat ekki einu sinni hreyft sig . . . það var rétt eins og hann yrði stjarfur. Nú, en ef til þess kæmi, þá yrði það aklrei annað en orð'Min gegn hans orði. Það var hún, sem fékk lykilinn, og gat það ekki liðið á löngu áður en strákurinn yrði tekinn. Hann þurfti -ekki annað að gera en bíða átekta, og ef Min færi eitthvað að kjafta gat hann sagt, að það hefði ver- ið hún, sem framdi þjófnaðinn. Þarna kom það. Hann sá í anda sjálfan sig frammi fyrir dómar anum.........Þessi kona hataði mig“. Og svo mundi hann benda á hana. Hann gat séð hana depla augunum og hún mundi hörfa undan honum og hjaðna niður í hrúgu, eins og poki með gömlum fötum í. „Já, hún hataði mig. Og svo fór hún frá mér og reyndi að koma mér í bölvun. Það var hún sem stal, af því að hún vildi fyr ir hvern mun koma mér í bölv un. Ég hef ekki af henni haft annað en vandræði. Tók aurana mína í hvert sinn, sem ég leit af henni. Ég sá ekki þessi bréf fyrr en hún var farin“. Svona yrði hans sága, og hún var bara nokkuð góð. Það var engin ástæða til að gera sér rellu út af þessu. Honum var óhætt og hún gat ekki komið með neitt, sem gæti gert honum verulegt mein, og ef hún færi að gera múður, mundi þessi framburður hans koma henni bak við lás og slá. Hann skyldi láta þessi rifnu bréf vera þar sem þau voru kom in. Þau mundu sýna og sanna, að hann væri saklaus, því að hefði hann verið sekur, hefði það orðið hans fyrsta verk að brenna þau. Jæja, þegar þetta var nú af- gert mál, ætlaði hann að fara inn í svefnherbergið og sjá hvermg hún hefði skilið við það. Hús- gögnin voru þarna öll. Hann leit inn í fataskápinn. Hann var tóm ur. Þar var ekkert inni, ekki ryk korn, ekki nein ónýt flík eða hattur, sem hún var búin að fleygja — ekkert, sem gaf til kynna að Min hefði nokkurn- tíma notað skápinn. Það var eins og hann hefði aldrei verið notaður. Hann leit á sjálfan sig í spegl inum, og án þess að vita af því, gekk hann að rúminu til að leita að krossinum. Honum datt í hug, að hún hefði skilið hann eftir, til að ofsækja hann. Gerum v/ð kaldavatnskrana og W. C. kassa. Vatnsveita Reykjavíkur. ÁRNI GUNNLAUGSSON hrl Austurgötu 10, Hafnarfirði. Sími 50764, 10—12 og 4—6. Rauða Myllan Smurt brauð, neilai og naiiai sneiðar. Opið frá kl. 8—12,30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.