Morgunblaðið - 27.05.1965, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.05.1965, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 27. maí 1965 MORGUNBLAÐIÐ 13 Læknafélag lýkur 55. NÝLEGA var haldinn aðalfund- • ur Læknafélags Reykjavíkur (L. R.) og lauk þar með fimmtugasta og fimmta starfsári félagsins. Alls nemur nú tala félags- manna 279, þar af eru starfandi læknar í borginni um 180, en um 100 iæknar eru við nám eða bráða birgðastörf hér og erlendis eða ha&ltir störfum. Övenju margir almennir félags fundir og fræðsluerindi voru haldin á starfsárinu; m.a. héldu 7 erlendir fyrirlesarar erindi læknisfræðilegs eínis á fundum féiagsins. Á vegum félagsins hafa verið fluttir hálfsmánaðarlega þættir í Ríkisútvarpinu undir heitinu „Raddir lækna“. Læknablaðið hefur nú verið gefið út frá árinu 1915, en að út- gaíunni standa Læknafélag Reykjavíkur og Læknaféiag ís- lands. Veruleg aukning blaðsins átti sér stað á liðnu starfsári. L. R. kemur fram sem samn- ingsaðili íyrir félagsmenn sína í umfangsmiklum samningum, m.a. við Sjúkrasamlag Reykjavíkur og Tiyggingastofnun rikisins. Viðtæk athugun hefur farið Reykjavíkur starfsári! fram innan félagsins um fram- tíðarskipulag læknisþjónustu- mála og tillögúr gerðar til úr- bóta og breytinga. Auk þess á L. R. aðild að læknisþjónustu- nefnd Reykjavíkurborgar, er vinnur að endurskoðun læknis- þjónustu í Reykjavik utan sjúkra húsa og sambandi hennar við sjúkrahúsin. Vel hefur miðað byggingu læknahúss, „Domus Medica“, en eins og kunnugt er á L. R. hlut- deild á móti Læknafélagi ísiands í sjálfseignarstoínuninni „Domus Medica". Að undangenginni samkeppni um tillögur að félagsmerki fyrir Læknafélag Reykjavíkur var verðlaunatiilaga Ingva H. Magn- ússonar, auglýsingateiknara, sam þykkt félagsmerki Læknafélags Reykjavíkur. Á síðastliðnu starfsári var skip uð sérstök vaktstjórn af hálfu fé- lagsins til skipuiagningar kvöld-, nætur- og helgidagavaktþjónustu borgarinnar. Um fjölda annarra nefndar- starfa og ráðstafana var að ræða á liðnu starfsári, sem ekki verða rakin hér nánar. Læknafélag Reykjavíkur rekur skrifstoíu að Brautarhoiti 20. Stjórn Læknafélags Reykjavik- ur skipa: Dr. Gunnlaugur Snæ- dal, formaður, Jón Þorsteinsson og Tómas Á. Jónasson. Framkvæmdastjóri er Árni Þ. Árnason, viðskiptafræðingur. Á aðalfundi Læknafélags Reykjavíkur 1965 var samþykkt eftirfarandi áiitsgerð, samin af sjúkrahúsmálanefnd félagsins: 1. Méð tiiiiti til þess að mikill skortur hefur verið og er enn á sjúkrarúmum í Jandinu og einnig með tUliti til þess að unnt hefði verið af tæknilegum ástæðum að Ijúka byggingum sjúkrahúsanna í Reykjavík á aðeins broti þess tíma, sem í þær hefur farið, átel- ur fundurinn þann seinagang. sem orðið hefur á þessum fram- kvæmdum. Einkum vill fundur- inn benda á að jafnframt. því, sem vitað er um sjúkrarúmaskort inn er eigi að síður á ári hverju veittur til bygginganna aðeins Jítill hluti þess fjár, sem þörf er á til að ljúka ; þeim. Slika af- greiðslu á bráðu vandamáli telur fundurinn Jýsa allt of miklu skiln ingsleysi heilbrigðisyiirvaiuanna og f járveitingavaldsins. 2. Fundurinn telur að undir- búningsvinnu við sjúkrahusin hljóti að hafa vérið mjög ábóta- vant og beri byggingarnai þess glögg merki að ekki haíi verið leitað sem skyldi til sérfróðra manna um byggingu sjúkrahúsa. Slíkt leiðir oft og hefur þegar leitt til augljósra mistaka, sem ' mátt hefði komast hjá, ef betur , hefði verið unnið. í ýmsum löndum starfa verk- fræðifyrirtæki með sérþekkingu : á sjúkrahúsbyggingum og telur fundurinn eðlilegt að til ein- : hverra siikra fyrirtækja verði Jeitað áður en Iengra er haldið. 3. Fullvíst má telja að LÆnds- spítalinn verði hér eftir sem hing að til aðalathvarf Háskólans til kennslu læknastúdenta. Óbyggt er hinsvegar yfir þá starfsemi Háskólans, kennslu- og vísinda- störf, sem eðlilegt er að eigi að mestu aðsetur í aðalkennsluspít- alanum. Með núverandi skipulagi telur fundurinn að eðlileg hlutdeild Læknadeildar Háskólans í vænt- SAUÐÁRKRÓKI, 20 maí: — B1 félags íslands lenti á fhsgveHin dag ( fimmtudag). Var þetta f vélar hingað. MikiU fjöldi fólks skoða þcnnan nýja forkost. — vélarinnar og afgreiðslumanni króki Valgarði Blöndal. Ljósmy ikfaxi, hin nýja flugvél Flug- um við Sauðárkrók kl. 15,30 í yrsta ferð þessarar glæsilegu fór út á völl til að fagna og Meðfylgjandi mynd er af áhöfn Flugfélags Islands á Sauðár- ndina tók Stefán Petersen — Jón. anlegum áætlunum og bygging- um á Landsspítalalóðinni sé á engan hátt tryggð og telur að miklum mun nánara samstarf milli fyrrnefndra aðila verði að taka upp til þess að endanlegar byggingaákvarðanir verði sem giftudrýgstar. Framtíðarstarf — Varahlutaþ|ónusta Þekkt vélaverzlun óskar að ráða mann til að annast varahlutaþjón- ustu fyrirtækisins. Æskilegt er að viðkomandi hafi einhverja reynslu á þessu sviði eða áhuga á vélum. Góðir framtíðarmöguleikar f)nrir réttan mann. — Eiginhandarumsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir 1. júní, merkt: „Framtíð — 7688“. BSSA-r*VIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.