Morgunblaðið - 27.05.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.05.1965, Blaðsíða 3
Fimmtudaglir 27. maí 1965 MORGUNBLAÐIÐ 3 Kortiff sýnir þau þrjú veiðisvæffi, I wf------ '55> sem skipin eru n» affallega á og hafa fengiff afla. Miklu meiri veiði ef fleiri skip væru komin á miðin BLADIÐ átti í gær tal við Jón Einarsson skipstjóra á síldarleit- arskipinu Hafþóri, sem þá var statt rúmar 70 mílur úti í hafi, austur af Glettinganesi. — Þetta hefur gengið sæmilega !hjá bátunum. Veiðisvæðin eru aðallega þrjú, sem þeir hafa veitt á, 55 mílur 86 gráður rétt- vísandi frá Dalatanga, 78 mílur 76 gráður réttvísandi frá Glett- inganesi og 130 mílur 90 gráður frá Langanesi. Allmörg skip eru þegar komin é miðin og önnur eru á leiðinni. Sicipin að norðan voru að koma austur fyrir Langanes í dag. Skip in hafa verið að kasta í nótt og morgun. Þorsteinn er búinn að fá 1600 mál í annari veiðiferð, Vélskipið Þorsteinn kemur með fyrstu sumarsíldina til Neskaup staðar í fylrrakvöld. Frá námskeiðinu í meðferð sp rengiefnis. Námskeið í meðferð sprengiefnis UNDANFAItNA þrjá daga hefur staðið yfir í SlySavarnafélagshús inu við Grandagarð námskeið í meðferð sprengiefnis og um sprengitækni. Kennari á nám- skeiðinu er A. Vagstein yfirverk- fræðingur, og yifrmaður rann- sóknadeildar Norsk sprængstoffs industri, en það fyrirtæki var Btofnað fyrir um 100 árum af Alfred Nobel, sem Nobelsverð launin eru kennd við, en það er nú eitt af stærstu sprengiefnis- framleiðendum Evrópu og var framleiðsla iþess á síðasta ári 12000 tonn. Þetta fyrirtæki flyt- ur út um allan heim og voru jþeir velþekktir hér á landi fyrir 6tríð, en innflutningur þess féll niður á stríðsárunum og er það fyrst nú að innflutningur hefst að nýju. Fyrsta sendingin kom fyrir skömmu með norsku skipi og losaði það sprengiefni hér til ríkisfyrirtækja og einstaklinga. Umboðsmaður Norsk sprænge- stoffindustri AS hér á landi er Ólafur Gíslason & Co, og er nám skeiðið haldið á þeirra vegum. Eihs og áður segir, hefur nám- skeiðið staðið yfir í þrjá daga og eru þátttakendur um 40 talsins. Hingað til hefur eingöngu farið fram bókleg kennsla en verklega kennslan hefst á föstudag. Gert er ráð fyrir að Vagstein fari út á land og leiðbeini þar í meðferð sprengiefnis og um helgina verð ur farið' til Norðurlands. Tveir íslenzkir verkfræðingar hafa ver ið Vagstein til aðstoðar, þeir Rögnvaldur Þorláksson og Jó- hann Már Maríasson frá raforku málastjórninni. — MacNamara Framhald af bls. 1 ábirgð á hroðalegri slátrun kvenna, barna og gamálmenna, í loftárásunum á N-Vietnam. — Pravda hélt því fram ,að það væri „helber lygi“ að Bandaríkja menn hafi um tíma á dögunum hætt árásum á N-Vietnam. Á meðan hléið svonefnda hafi stað ið, hafi verið haldið uppi eld- flaugaárásum og sprengjutilræð um, segir kommúnistablaðið. Guðbjörn Þorsteinsson skipstjóri á Þorsteini við komuna til Nes- kaupstaðar í fyrradag. Sæfari 600 Og Reykjaborg 1100 mál. Þá fékk krossanesið 1800 mál og Jón Kjartansson bætti við sig 1200 málum og er á leiðinni í land með 2200 mál. Síldin er stygg, einkum yfir daginn, en skárri á nóttunni. — Þetta er miklu betra útlit en í fyrra. Nú eru ágætar torfur og nóg af þeim. Það hefði orðið miklu meiri veiði ef skipin hefðu verið komin fleiri á miðin. Veðr- ið er gott. —Síldin er á leiðinni upp und- ir landið, en hún er ekki í mikilli átu þar sem hún er nú. Hins veg- ar var allmikil áta lengra úti. — Það mun mörgum skipstjór anum þykja slæmt að vera nú með skip sitt upp í slipp og hafa ekki dýpra undir því en þar er, en nú fara skipin að koma hvað úr hverju og þá er gott að vita af síldinni og geta siglt beint á miðin. — Við ætlum að halda lengra norðpr um núna og leita þar, sagði Jón Einarsson að lokum. Námsstyrkur bor^arinnar í Kiel BORGARSTJÓRNIN í Kiel mun veita íslenzkum stúdent styrk til námsdvalar við háskólann þar í borg næsta vetur. Styrkurinn nemur DM 300,00 á mánuði í 10 mánuði, eða sam- tais DM 3000,00 til dvalar í Kiel frá 1. okt. 1965 til 41. júlí 1966, auk þess sem kennslugjöld eru gefin eftir. Um styrk þennan geta sótt allir stúdéntar, sem hafa stund- að háskólanám í a.m.k. þrjú ifnisseri í guðfræði, lögfræði, hag fræði, læknisfræði, málvísind- um, náttúruvisindum, heim- speki, sagnfræði og landbúnað- arvísindum. Eíf styrkþegi óskar eftir þvi, verður honum komið fyrir í stúdentagarði, þar sem fæði og húsnæði, kostar um DM 200,00 á mánuði. Styrkhafi skal vera kominn til háskólans eigi síðar en 15. okt. 1965 til undirbúnings undir nám ið, en kennsla hefst 1. nóvem- ber. Umsækjendur verða að hafa nægilega kunnáttu í þýzku. Umsóknir um styrk þennan skal senda skrifstofu Háskóla ís lands e*gi síðar en 20. júní nk. Umsóknum skulu fylgja vottorð a.m.k. tveggja< manna um náms- ástundun og námsárangur og a. m.k. eins manns, sem er per- sónulega kunnugur umsækjanda. r Umsóknir og vottorð skulu vera |á þýzku. (Frá Háskóla íslands). STAKSTEIMAR Ræða Ölafs Jóhannessonai „FORUSTUGREIN" Tímans í gær er í rauninni engin forustu- grcin, heldur kafli úr ræðu þeirri, sem prófessor Ólafur Jó- hannesson flutti í útvarpsumræð- unum nú í þinglokin. Annað hvort virðist því ritstjóri Tímans telja ræðu þessa svo góða, að hann geti ekki ritað jafn góða forustugrein eða þá hitt að hann hefur verið önnum kafinn og gripið til ræðu Ólafs í timahraki. Annars er það um flutning þess- arar ræðu að segja, að hann fór prófessor Ólafi Jóhannessyni einstaklega illa. Almennt mun Ólafur Jóhannesson vera talinn gegn maður, og hæglátur er hann í daglegu fari, en þarna í út- varpinu lagði hann sér til ein- hvern æsinga- og uppþembutón, sem slíkum mönnum fer einstak- lega illa. Qg auðvitað velur Tím- inn svo þann kafla ræðunnar, þar sem rembingur prófessorsins náði hámarki og öll rök viku fyr- ir stóryrðaglamri. Morgunblaðið óskar prófessor Ólafi Jóhannes- syni annars hlutskiptis í islenzk- um stjórnmálum en þess sem birtist í þessari ræðu hans. Hann er áreiðanlega mætari maður en svo, að sérstök ástæða sé til þess að halda á lofti mistökum þeim, sem honum urðu á í eldhúsdags- umræðunum, og skal blaðið þess vegna láta mál þetta út- rætt. Einsdæmi í ritstjórnargrein Alþýðublaðs- ins í gær, segir m.a.: „Ríkisstjórnin ákvað fyrir nokkru að skipa sérstakan am- bassador Islands hjá Samcinuðu þjóðunum í New York. Hefur utanríkisráðherra Guðmundur 1. Guðmundsson nú valið i það embætti Hannes Kjartansson, ræðismann. Það mun vera einsdæmi, að sami maður gegni sendiherra- störfum fyrir þjóð sína í Was- hington og hjá Sameinuðu þjóð- unum i New York, en sérstaða Thors Thors varð til þess að þettu gerðu Islendingar um langt árabil. Þó hlaut svo að fara eftir Iát- Thors, að tveir menn tækju við af honum, annar í Washing- ton en hinn í New York.“ Skipun Hannesax Kjartanssoncu Síðar í ritstjórnargrein Al- þýðublaðsins segir: „Það er mikið starf að fylgjast með málum og leggja þeim lið innan Sameinuðu þjóðanna, bæði fyrir fastafulltrúa hverrar þjóðar og þá, sem sendir eru að heiman til að sitja allsherjarþing og aðra fundi. Þess vegna verður að velja þá menn vandlega, sem til þeirra starfa eru skipaðir. Með skipun Hannesar Kjart anssonar sem imbassadors ís- iands hjá Sam- einuðu þjóðun- iim var valinn ;á maður, sem nánust kynni hefur haft af málum banda- lagsins eftir að Thors Thors leið. Hann hefur verið ræðismaður þar í borg, og tíðum fulltrúi á allsherjarþingum. Nú leggur hann viðskiptastörf á hilluna, en tekur við starfi fastafulltrúa ís- lands, og verður aðalræðismað- ur í New York um leið. Er þetta eitt raunar ærið starf og mjög nauðsynlegt“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.