Morgunblaðið - 27.05.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.05.1965, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Flmmtudagur 27. maí 1965 5=c! a n Háskólasjóöur íslands verði Uppdrátfur af byggðum íslendinga við Winnipegvatn Eimskipafélags um 1 millj. kr ■ Þeir bræður eru synir bjón- anna Árna Eggertssonar og Oddnýar Jakobsdóttur. Arni var fæddur og uppalinn í Fróð húsum við Svignaskarð í Borg arfirði en Oddný á Húsavík. Árið 1887, er Árni var tólf ára, fluttist hann með foreldr um sínum til Vesturheims og um svipað leyti fluttist Oddný ásamt foreldrum sínum einni.'} þangað vestur. Á ÞESSU korti má sjá byggð- ir Vestur-íslendinga á vestur- strönid Winnipegvatns. Staðar- heiti eru þarna með íslenzk- um nöfnum, en aðalbyggðin er að Gimli. fslendingar hafa frá byrjun verið þarna í mikl um meirihluta og á þessu svæði er íslenzka töluð af öll- um enn þann dag í dag, og hefur varðveitzt betur en á nokkrum öðrum stað í Vestur heimi. Helztu staödrheiti á kortinu eru afmörkuð með hvítum hringjum. <-------------------------- Árni tók snemma virkan þátt í stjórnmálum vestra og sat m.a. í borgarstjórn Winni- peg í mörg.ár. í fyrri heims- styrjöldinni var hann verzl- unarfulltrúi íslands í Vestur- heimi og starfaði þá ötullega að því að bæta úr þeim vand- ræðum, sem stríðið í Evrópu olli, sökum þeirrar einangrun- ar og skorts á aðflutningum, sem af hlutust fyrir ísland. Árni Eggertsson í Winnipeg lagði fram feikna vinnu í sam bandi við söfnun hlutafjár til stofnunar Eimskipafélagsins fyrir rúmri hálfri öld, kjörinn í stjórn félagsins árið 1916 er Vestur ísiendingar voru fyrst í 26 ár, og var jafnframt um- boðsmaður félagsins um allt er varðaði hluthafa vestan- hafs. Þeir bræður Árni og Grettir hafa komið oft hingað til lands áður. Starfar Árni í Winnipeg sem hæstaréttarlög- maður og Grettir sem er raf- magnsverkfræðingur, rekur tvö atvinnufyrirtæki í Kana- da. Árni er kvæntur Maju Laxdal, dóttir Gríms Laxdal frá Vopnafirði, en hann var bróðir Jóns skálds Laxdal. Kona Grettis er Irene, sem er amerísk. Eiga þeir bræður nú báðir sæti í stjórn Eimskipa- félags íslands, en í henni eru níu menn. Eins og frá hefur verið skýrt áður, hafa börn og eiginkona Árna Eggertssonar eldri gefið hlutabréf sín í Eimskipafélagi íslands h.f. ásamt nokkurri fjárhæð í peningum til stofn- unar sjóðs, er nefnist Háskóla sjóður Eimskipafélags ísiands h.f.. Nemur gjöf þeirra í hluta bréfum kr. 347.000,00 og í pen ingum kr. 75.130,00, alls kr. 422.130,00. Hafi Grettir beitt sér fyrir stofnun þessa sjóðs og unnið ötullega að því að efla sjóðinn, með því að hvetja vestur-íslenzka hluthafa til að gefa Háskólasjóði hlutabréf sín. Eru nú um 700 þús. kr. í þessum sjóði og skýrði Grett ir Morgunblaðinu svo frá, að full ástæða væri til þess að vona, að takast mætti að koma Háskólasjóði upp í eina millj. króna. Sjóðurinn er stofnaður til minningar um alla þá Vestur- íslendinga, sem hlut áttu að stofnun Eimskipafélags ís- lands h.f. fyrir rúmri hálfri öld, og er tilgangur hans að stuðla að velgengni Háskóla Islands, svo og að styrkja efni lega stúdenta til náms við Há- Framhald á bls. 23 HÉR á landi eru staddir um þessar mundir tveir vestur- íslenzkir bræður, þeir Árni og Grettir Eggertssyni fráWinni- peg í Kanada. Til íslands komu þeir nú sem gestir Eim- skipafélags íslands h.f., en þeir eiga báðir sæti í stjórn félagsins og mætti Árni sem fulltrúi þeirra Vestur-íslend- inga, sem eru hluthafar í Eim skipafélagi Íslands h.f., á aðal- fundi þess, sem haldinn var í sl. viku. Á fundinum skýrði Grettir Eggertsson frá því, að ætlunin væri að efla Háskóla- sjóð Eimskipafélags íslands hf svo, að í honum verði um ein milljón króna. ' $1 (7Lí.t O^Oc/Lc ■ tCoc. ií, tr ýloccuD c ■'ÍU 'O, $ Ort'L íbLtoCcP ctX XjC OLC.ÖUOO Chu. ~tX~<o ÚLOl, ýccJ-ÚLO*- CCuo/t 'ULOLLAt. Myndin sýnir hluta af hinu opinbera skjali frá stjórn Kanad.a þar sem heimild fyrir Islendinga til þess að setjast að á land- svæðinu á vesturströnd Winnipegvatns er staðfest. Var það gert með ráðuneytisbréfi, sem landsstjórr.in í Kanada undirrit aði 10. ágúst 1875. Þetta ráðuneytisbréf veitti íslendingum einkaleyfi á að setjast að a þessu svæði, en var svo afnumið 13. júli 1897. Bræðuruir Grettir og Arni Eggertsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.