Morgunblaðið - 27.05.1965, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.05.1965, Blaðsíða 30
3C MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 27. maí 196! rotaði Liston á einni minútu i ! Stytztu Stytzta hefmsmeístara- keppni sögunnar Lewiston, Maine — (AP) — HEIMSMEISTARAKEPPNI í hnefaleik í þungavigt fór fram í bænum Lewiston, skammt frá Boston í Banda- ríkjunum í fyrrinótt. Mættust þar að nýju þeir Cassius Clay og Sonny Liston, en Clay vann heimsmeistaratitilinn af Liston í febrúar 1964. Fóru nú leikar svo að Clay kom rbt- höggi á Liston eftir aðeins 60 sekúnda keppni. Liston reyndi að standa á fætur, en tókst ekki innan tilskilins tíma, og var leiknum þar með lokið. Þegar Liston féll sneri dóm- arinn, Jersey Joe Walcott fyrrum heimsmeistari, sér að Clay til að gæta þess að hann héldi sig í hæfilegri fjarlægð. Á meðán tók tímavörður tímann, en Liston hafði tíu sekúndur til að risa á fætur. Þegar loks Walcott sneri sér aftur að Liston, var hann að því kominn að rísa upp. Gekk þá Walcott til hans og leit þaðan til tímavarðar til að athuga hve langt talningu væri komið. Dóm- arinn heyrði ekki til tímavarð- arins, sem sat utan hringsins, og gekk til hans til að kynna sér hve lengi Liston hefði legið. En á meðan hófu þeir keppni að nýju Liston og Clay. Tímavörður tilkynnti að Liston hefði ekki risið á fætur fyrr en tólf sekúndum eftir fallið, og væri því úr leik. Stöðvaði Wal- cott þá leikinn og lýsti Clay sig- urvegara. Um 4280 áhorfendur voru að keppninni og höfðu þeir greitt 25—100 dollara fyrir að- göngumiða. Þóttust þeir nú illa sviknir að fá ekki meira fyrir peningana og hrópuðu ókvæðis- orð að dómaranum og keppend- um. Töldu margir að svik hafi verið í tafli, því fæstir sáu rot- höggið, svo snöggt var það. En úrslitin voru ráðin, og þeim varð ekki breytt. Clay varð sjálfur hálf undr- andi yfir þessunr skjóta sigri, og vissi í fyrstu ekki alveg hvernig á honum stóð. En stuttu eftir leikinn var dómurum og kepp- endum sýnd kvikmynd, sem tek- in var af keppninni. Var mynd- in sýnd hægt og sást þá hvernig hægri handar höfuðhögg Clays felldi Liston. Þegar úrslitin voru tilkynnt í hringnum eftir að Walcott hafði stöðvað leikinn eftir stytztu heimsmeistarakeppni sögunnar, var Clay í essinu sínu. Hann gekk um hringinn og hrópaði: „Hvar er Patterson? Hvar er Patterson? Komið með Patter- son.“ Og Floyd Patterson, fyrrum heimsmeistari, sem var meðal á- horfenda, sagði að eftir að hafa séð Clay væri hann enn fúsari en áður að mæta honum í hringn- um. Clay hefur óskað þess að berjast við Patterson eftir fjóra mánuði. Eftir það kveðst hann reiðubúinn að mæta hverjum sem er, og helzt berjast við þrjá sama kvöldið. Áður en keppnin hófst voru keppendur vigtaðir, og vó Liston 97,5 kg. en Clay 93,5. Sagði þá Clay við Liston: „Ég er léttari en þú. Ég er fljótari til og ég skal rota þig.“ Svaraði Liston þá: „Haltu þér saman. Ég geng frá þér á eftir.“ En Clay lét ekki hræðast og sagði: „Þú verður ekki jafn heppinn og í Miami (þar sem þeir kepptu í fyrra) Cassius Clay og kona hans, SonjL þegar þú entist í sex lotur.“ — Reyndust það orð að sönnu. Strax í upphafi keppninnar náði Clay yfirtökunum. Hann óð gegn Liston og kom á hann hægri handar höfuðhöggi og öðru vinstri handar á hökuna. Síðan dansaði hann frá, en Liston elti Myndin er af öðru marki Coventry í leiknum í gærkvöldi. Hægri útherjinn Turner, skorar úr þröngri stöðu. Coventry vann Keflavík 4:1 En Keflvíkingar börðust vel og sýnau góðan leik LEIKUR fslandsmeistaranna frá Keflavík við enska atvinnuliðið Coventry bauð upp á allmörg skemmtileg augnablik. Keflvíkingar börðust vel, sér- staklega þó í síðar/i hálfleik og gefur markatalan 4—1 ails ekki rétta hugmynd um leikinn, því að minnsta kosti tvö af mörk- unum komu fyrir mistök mark- varðar Keflavíkurliðsins. Englendingarnir voru betri að- ilinn, það fór ekki framhjá nein- um af hinum fjölmörgu áhorf- endum, en baráttuvilji, gott út- hald ásamt snotrum samleik ís- landsmeistaranna virtist stund- um koma þeim úr jafnvægi. Sýni Keflvíkingar þennan baráttuhug í íslandsmótinu verður íslands- bikarinn ekki tekinn frá þeim. Framhald á bis. 31 og virtist svifaseinn. Þó kom Liston snöggu höggi á höku Clays, en hann lét það ekkert á sig fá og hörfaði undan léttur sem fis og hélt að sér höndun- um. Enn elti Liston, og hugðist króa Clay inni. Clay rétti fram hægri höndina og kom leiftur- snöggu, stuttu höggi á höku List- ons. Var Liston á leið i gólfið er Clay rétti fram hægri höndina og kom leiftursnöggu, stuttu höggi á höku Listons. Var List- on á leið í gólfið er Clay fylgdi eftir með vinstri handar höggi, sem ekki hæfði. Og keppninni var lokið. Á eftir sagði Clay við frétta- menn: „Áður en keppnin hófst sagði ég öllum, sem heyra vildu, að ég byggi yfir leyndarmáli. Þetta var leyndarmálið — hægri handar höggið. Það var eins og þrumur og eldingar. Snöggt eins og elding, með braki eins og þrumur af himnum ofan. Ég vildi engum segja frá leyndarmálinu, því þá hefði enginn komið að horfa á. Ég vissi að ég mundi rota „stóra björninn“ í fyrstu lotu. Allah var með mér. Hann sagði mér hvað ég ætti að gera. Ég hef þulið bænirnar mínar og lifað reglusömu lífi. Þetta var sigur þess góða.“ „Ég er mestur,“ hrópaði svo Clay. „Enginn stendur mér á sporði. Ekki Joe Louis né Rocky Marciano — enginn í heiminum." Hann sagði að Sonny Liston hefði verið eini maðurinn í heiminum, sem hefði haft nokkra möguleika til að mæta sér í hringnum. — „Hinir, þessir stuttstígu náungar eins og Floyd Patterson, hafa ekkert að segja“, bætti hann við. Þegar fréttamenn sýndu Clay mynd af honum þar sem hann stóð yfir Liston í hringnum með hægri hnefa á lofti og spurðu hann hvað hann hefði verið að segja við Liston, svaraði Clay: keppnimar KEPPNI þeirra Listons og Clays í fyrrinótt er sú stytzta í sögunni. Áður hafði tíu heimsjneistarakeppnum lokið í fyrstu lotu, en hver lota er þrjár minútur. Hér fer á eftir listi yfir þessa tiu leiki: 1 mínúta 28 sekúndur: Tommy Burns sograði Jim Roehe 17. marz 1908 í Dublin, frlandi. 2:04: Joe Louis sigraði Max Schmeling 22. júní 1938 í New York. 2:06: Sonny Liston sigraði Floyd Pattersom 25. september 1962 í Chi- cago. 2:09: Joe Louis sigraði Tami Mauriello 18. september 1946 í New York. 2:09 Tommy Burns sigraði Bill Squires 4. júlí 1907 í Colma Kaliforniu. 2:10: Sonny Liston sigraði Floyd Patterson 22. júlí 1963 í Las Vegas, Nevada. 2:20: Joe Louis sigraði Jack .Roper 17. apríl 1939 í Los Angeles. 2:25: Rocky Marciano sigT- aði Jersey Joe Walcott 15. maí 1953 í Ohicago. 2:29: Joe Louis sigraði John Henry Lewis 25. jan. 1939 í New York. 2:56: Joe Louis sigraði Buddy Baer 9. janúar 1942 í New York. „Ég sagði, stattu upp ræfillinn þinn. Fólkið á betri bardaga skilið". (Sjá forsíðumynd). En þessi hvatningarorð Clays báru ekki tilætlaðan árangur því List- on varð of seinn að risa á fæt- ur. Sjálfur segist Liston ekki hafa heyrt talningu tímavarðarins, og þvi haldið að leiknum væri ekki lokið er hann reis á fætur. Þess vegna hafi þeir byrjað að slást að nýju, hann og Clay. Cassius Clay er aðeins 23 ára. Hann er meðlimur samtakanna „The Black Muslims“ eða svörtu Múhameðstrúarmannanna, þar sem hann gengur undir nafninu Muhammed Ali. Og í löndum Múhammeðstrúarmanna var mik ið gert úr sigri hans í fyrrinótt. Þar var Clay, eða Muhammed Ali, hylltur í ræðu og riti sem fyrsti heimsmeistari Múhammeðs trúarmanna í hnefaleikum. í flestum Arabaríkjum var ítar- lega sagt frá keppninni í blöðum, útvarpi og sjónvarpi, og Abdel Salam Aref, forseti íraks, sendi Clay strax hamingjuóskir og bauð honum að koma til fraks. í orðsendingu forsetans segir m.a.: „Ég óska þér til hamingju með þennan mikla sigur. Einnig óska ég þér áframhaldandi frama og vona að trúin verði ætíð þitt leiðarljós.“ Keppninni var sjónvarpað víða um heim um sjónvarpshnöttinn „Eearly Bird“, og í Evrópu biðu hundruð þúsunda eftir að fylgj- ast með spennandi leik. Hófst svo sendingin klukkan hálf þrjú um' nóttina eftir brezkum tíma og íslenzkum sumartíma, og mik il urðu vonbrigðin þegar keppn- inni lauk á einni mínútu. Þeir Liston og Clay þurfa þó ekki að kvarta, að minnsta kosti ekki að því er peninga varðar. Fá þeir hvor um sig 600 þúsund dollara fyrir þessa einu mínútu, eða kr. 26 milljónir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.